Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 12

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrirhuguð viðhaldsdýpkun Land- eyjahafnar felur í sér nýjan og stærri efnislosunarstað. Hann er um 240 hektarar að stærð og tekur við um tíu milljónum rúmmetra. Losunarsvæðið er í um þriggja kíló- metra fjarlægð frá höfninni og er á um 30 metra dýpi. Svæðið einkenn- ist af sendnum botni þar sem rót vegna öldugangs er mikið. Dýpi á svæðinu er mjög breytilegt. Búist er við að losunarstaðurinn nýtist í 20-30 ár. Gert er ráð fyrir 300-500 þúsund rúmmetra dýpkun á ári þar til ný ferja hefur siglingar. Með nýrri ferju er gert ráð fyrir að árleg við- haldsdýpkun verði um 200-300 þús- und rúmmetrar á ári. Í skýrslunni segir að dýpkun fari fram með sanddæluskipi frá mars fram í nóv- ember ár hvert. „Tímasetningar miðast alltaf við að hægt sé að opna höfnina sem fyrst og halda henni opinni sem lengst,“ segir í skýrsl- unni. Niðurstaða í árslok Vegagerðin hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum viðhaldsdýpkun- ar í Landeyjahöfn og efnislosunar í sjó. Tillagan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar. Frestur til at- hugasemda er til 29. júlí 2019. Sam- kvæmt tímaáætlun um matsvinnuna er stefnt að því að álit Skipulags- stofnunar liggi fyrir í lok þessa árs. Fram kemur í inngangi tillögunn- ar, sem VSÓ ráðgjöf vann, að í matsskýrslu fyrir Landeyjahöfn frá 2008 hafi heildarmagn viðhalds- dýpkunar verið áætlað um 30 þús- und rúmmetrar á ári. Reiknað var með því að eftir aftakaveður gæti þurft að fjarlægja um 80 þúsund rúmmetra úr innsiglingarrennunni. Forsendur áætlunar um umfang viðhaldsdýpkunar hafa ekki staðist. Fyrir því eru nokkrar ástæður og er gosið í Eyjafjallajökli 2010 sagt vega þyngst. Í kjölfar þess jókst mikið framburður frá jöklinum sem veldur meiri efnisburði í innsiglingu hafnarinnar en reiknað var með. Óskað var eftir heimildum fyrir aukinni viðhaldsdýpkun árin 2011 og 2015 og ákvað Skipulagsstofnun í bæði skiptin að framkvæmdir skyldu ekki háðar mati á umverf- isáhrifum. Stofnunin ákvað 2018 að umfang viðhaldsdýpkunar færi yfir viðmið í lögum um mat á umhverfis- áhrifum og væri þar af leiðandi háð mati á umhverfisáhrifum. Gerð er grein fyrir fyrri heim- ildum Umhverfisstofnunar til vörp- unar dýpkunarefnis vegna viðhalds- dýpkunar Landeyjahafnar í sjó. Þar kemur fram að frá 2010 og til 2016 var leyft magn dýpkunarefnis sam- tals 2.695.000 rúmmetrar. Í lok árs 2018 stóð heildarmagn dýpkunar- efnis við Landeyjahöfn í 3.330.000 rúmmetrum eða 635.000 rúmmetr- um umfram fyrirliggjandi heimildir. Umhverfisáhrif dýpkunar Landeyjahafnar metin  Nýr og stærri efnislosunarstaður  200-300 þúsund m3 á ári með nýrri ferju Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Landeyjahöfn Sandi er dælt úr höfninni og siglt með hann út fyrir. Áform eru um nýjan og stærri efnislosunarstað. Konan sem var vistuð í fanga- geymslu eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á stúdentagörðunum við Eggertsgötu á þriðjudagskvöld var yfirheyrð í gær og henni síðan sleppt úr haldi lögreglu. Þetta staðfesti Jó- hann Karl Þórisson aðstoðaryfirlög- regluþjónn í samtali við mbl.is. Enn er of snemmt að segja til um hvort talið sé að um íkveikju eða óhapp sé að ræða en tæknideild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lokið rannsókn. Vitni sáu konuna hlaupa út úr íbúðinni með reykmökkinn á eftir sér og lét hún öllum illum látum í kjölfarið. Hún var send á slysadeild, til að athuga með reykeitrun, og vistuð í fangageymslu í framhaldinu. Íbúðin, sem varð eldinum að bráð er samkvæmt heimildum mbl.is tveggja herbergja paraíbúð og býr konan þar ásamt sambýlismanni. Hann var ekki nálægt vettvangi á þriðjudag og því þykir ekki tilefni til þess að yfirheyra hann vegna máls- ins miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar, segir Jóhann Karl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykræst Slökkviliðsmenn að störfum við íbúðina á Eggertsgötu. Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.