Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég hef lært heilmikið af þessu.
Það eru forréttindi að hafa aðgang
að helstu flugþjóðum heims og
bestu sérfræðingum á þessu sviði.
Til að halda stöðu okkar er mik-
ilvægt að taka virkan þátt í sam-
starfi af þessu tagi,“ segir Ásgeir
Pálsson, framkvæmdastjóri flug-
leiðsögusviðs Isavia, en hann hef-
ur nú látið af störfum sem formað-
ur stýrihóps Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar sem setur reglur
um flug og heldur utan um
tækniþróun flugstjórnarkerfa sem
notuð eru til að stýra öllu flugi um
Norður-Atlantshaf.
Ásgeir var formaður stýrihóps-
ins NAT SPG í tuttugu ár og þar
áður hafði hann stjórnað fundum
hópsins í 2-3 ár í forföllum þáver-
andi formanns. Ásgeir segist hafa
sinnt þessu lengi og starfstíma
hans hjá Isavia muni ljúka áður
en næsta kjörtímabili formanns
NAT SPG ljúki. Þess vegna hafi
hann viljað hætta núna. Ísland
bauð fram Hlín Hólm, deild-
arstjóra flugleiðsögudeildar Sam-
göngustofu, til embættis formanns
í hans stað og var hún kosin til
fjögurra ára. Kosið var á milli
hennar og frambjóðanda Kanada.
Með stórt úthafssvæði
Úthafið er í lögsögu Alþjóða-
flugmálastjórnarinnar, sem út-
hlutar ríkjum þeim skyldum að
veita flugleiðsöguþjónustu og
björgunarþjónustu á ákveðnum
svæðum. Viðkomandi ríki tilnefnir
síðan aðila til að sinna þjónust-
unni.
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykja-
vík er með eitt af stærstu úthafs-
svæðunum; 5,4 milljón ferkíló-
metra svæði um Ísland og
Grænland. Um það fóru 196 þús-
und flugvélar á síðasta ári en þeim
hefur fækkað það sem af er þessu
ári, einkum vegna falls WOW air
og erfiðleika flugfélaga vegna
galla í Boeing Max-vélunum.
Flugið sem fer hér um er mest
á milli Evrópu og Ameríku en flug
er að aukast á milli Mið-Austur-
landa og Norður-Ameríku og Ind-
lands og Pakistans og Norður-
Ameríku. Umfangið er breytilegt
frá degi til dags. Því ráða hálofta-
vindar sem færast til og flugið
tekur mikið mið af þeim.
Fimm önnur flugstjórnarsvæði
eru á Norður-Atlantshafi og eru
þau kennd við borgirnar þar sem
miðstöðvarnar eru staðsettar:
Bodö í Noregi, Gander í Kanada,
New York í Bandaríkjunum, Santa
Maria sem tilheyrir Portúgal og
er í Asoreyjaklasanum og Shan-
wick á Bretlandi. Auk þess eru að-
ilar að stýrihópi um flug á Norð-
ur-Atlantshafinu, Danmörk fyrir
hönd Grænlands, Írland og Frakk-
land, auk áheyrnarfulltrúa frá
ýmsum stofnunum og fagfélögum
flugfólks. Svæðið nær frá norður-
heimskautinu og suður með
ströndum Afríku og að Karíbahaf-
inu í suðri.
Flókið viðfangsefni
Hlutverk stýrihópsins er tví-
þætt. Annars vegar ber hann
ábyrgð á því að kerfið í Norður-
Atlantshafi sé í lagi og hins vegar
að fylgjast með tækniþróun og
innleiða nýja tækni og vinnuað-
ferðir. Fjöldi undirhópa vinnur að
afmörkuðum verkefnum á þessum
sviðum. NAT SPG ber síðan
ábyrgð gagnvart Alþjóðaflugmála-
stofnuninni.
Samspil flugstjórnarmiðstöðva í
Evrópu og Norður-Ameríku og
síðan einnig í Rússlandi er flókið
viðgangsefni. Menningin er mis-
jöfn og vinnuaðferðirnar ólíkar.
Allt þarf að virka rétt þegar flug-
vélarnar fara á milli svæða. Það
byggist á því að um borð í vél-
unum sé búnaður sem samþykktur
hefur verið af öllum aðilum.
Eins og gengur í slíku samstarfi
geta verið skiptar skoðanir á ein-
staka efnisatriðum. Ásgeir segir
að sá möguleiki sé fyrir hendi að
skera úr deilumálum með at-
kvæðagreiðslum. Hann segist þó
hafa lagt áherslu á að leysa úr
málum með samkomulagi og aldrei
hafi komið til atkvæðagreiðslu um
einstök mál í 20 ára formannstíð
hans. „Ég er stoltur af því,“ segir
hann.
Öryggi og hagkvæmni
NAT SPG hefur verið leiðandi í
heiminum í innleiðingu nýrrar
tækni í flugleiðsögu, staðsetningu
flugvéla og fjarskiptum. Á tíma
Ásgeirs hefur fjöldi tækninýjunga
og framfara í vinnubrögðum verið
innleiddur sem leitt hefur til
öruggari og hagkvæmari flug-
umferðar.
Þannig hefur tekist að draga
mjög úr kröfum um fjarlægð á
milli véla. Með því móti komast
fleiri vélar í þann feril sem talinn
er hagstæðastur fyrir viðkomandi
flug. Það dregur úr eldsneytis-
notkun og þar með úr útblæstri.
„Aðaláherslan hefur ávallt verið á
öryggi flugsins. Þar á eftir kemur
hagkvæmni í rekstri viðskiptavina
okkar, flugfélaganna.“
Skapar gjaldeyri
Alþjóðaflugþjónustan í Reykja-
vík er mikilvæg starfsemi hér á
landi. Stundum hefur komið upp
að önnur lönd geta vel hugsað sér
að annast þessa þjónustu og hún
yrði þá flutt til Bretlands eða
Kanada. „Ég segi stundum að
þetta sé minnst þekkta útflutn-
ingsatvinnugrein okkar,“ segir Ás-
geir og leggur áherslu á mikilvægi
hennar fyrir samfélagið.
Notendur þjónustunnar, flug-
félögin, greiða kostnaðinn. Hann
er í ár áætlaður um sjö milljarðar
og kemur sú fjárhæð inn í landið
sem beinharður gjaldeyrir. Launin
eru stærsti liðurinn en einnig er
kostnaður við tækniþróun sem hér
er unnin og þjónustu Veðurstofu
Íslands við alþjóðaflugið.
Höfum aðgang að sérfræð-
ingum helstu flugþjóða
Ásgeir Pálsson var í tuttugu ár samfleytt í forsæti stýrihóps um flug um Norður-Atlantshaf
Leiðandi í heiminum í innleiðingu nýrrar tækni Mikilvæg starfsemi fyrir samfélagið hér
Morgunblaðið/Hari
Alþjóðaflug Ásgeir Pálsson var lengi í forystu fyrir stýrihóp um flug yfir Norður-Atlantshafið. Megináherslan er á
öryggi flugsins en gott skipulag og tækni auka einnig hagkvæmni flugsins og draga úr útblæstri.
Umferð um fl ugstjórnarsvæði Reykjavíkur
Árlegur fjöldi fl ugvéla í gegnum fl ugstjórnarsvæðið, þúsundir véla
Flognir kílómetrar í júní 2019, helstu fl ugfélög, milljónir km
220
200
180
160
140
120
2015 2016 2017 2018 2019
Icelandair
United Airlines
Lufthansa
SAS
Delta
Air Canada
Emirates
3,2
1,6
1,3
1,05
1,02
1,0
0,85
146
166
185
196
182*
*Áætlun fyrir 2019. 9% samdráttur varð á fyrri helmingi ársins.
Heimild: Isavia.
Stórt svæði Sex flugstjórnarsvæði
sem kennd eru við borgir miðstöðv-
anna eru á Norður-Atlantshafi.
Ásgeir Pálsson er fæddur í
Reykjavík árið 1951 og hóf störf
sem flugumferðastjóri hjá Flug-
málastjórn 1975. Hann hlaut
þjálfun sína í Bandaríkjunum og
á Íslandi. Starfaði fyrst í turni og
aðflugsstjórn Keflavík-
urflugvallar. Árið 1985 tók hann
sér árs leyfi frá störfum og gerð-
ist fyrsti framkvæmdastjóri
keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Hóf
síðan störf í flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík 1986, var settur yfirflugumferðarstjóri reksturs
1991 og deildarstjóri þjálfunar og skipulags 1992. Ásgeir hefur starfað
sem framkvæmdastjóri flugumferðarþjónustu hjá Isavia og fyrirrenn-
urum frá árinu 1995. Hann á sæti í ýmsum alþjóðanefndum vegna starfa
sinna og í stjórnum fyrirtækja.
Foreldrar hans voru Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra og Björg Ás-
geirsdóttir. Móðurafi hans var Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, og föð-
urafi Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður.
Ásgeir er í sambúð með Ingibjörgu Bergþórsdóttur. Hann á þrjú upp-
komin börn og sex barnabörn.
Við flugumferðarstjórn í 44 ár
ÁSGEIR PÁLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ ISAVIA
Starf Í flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg