Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 24

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 24
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Skemmd húsgögn, brotnar rúður, vínflöskur og matarumbúðir á víð og dreif. Út um glugga eins hússins stendur rúmgafl, fyrir utan annað liggja möppur með bókhaldsgögnum fyrirtækis frá 9. áratugnum og brunninn bíll er skammt frá. Svona er umhorfs í og við niður- nídd sumarhús sem standa við El- liðavatn, örskammt frá Vatnsenda- hverfi í Kópavogi. Ástandið hefur varað í marga mánuði og ekkert ver- ið aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar at- hugasemdir íbúa í hverfinu, heil- brigðiseftirlits og umhverfissviðs bæjarins. Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfismats hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnar- fjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að talsverð slysahætta sé af hús- unum og umhverfi þeirra. Eftirlitið hafi leitað allra leiða til að fá húsin rifin og hreinsa til í kringum þau, án árangurs. Opið svæði inni í byggð Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, en hann lést í desember síðastliðnum. Svæðið er fyrrverandi vatnsverndarsvæði að sögn Páls og þar er vinsælt útivistarsvæði. Fyrir skömmu sendi heilbrigðis- eftirlitið sýslumanninum á höfuð- borgarsvæðinu, sem fer með forræði á svæðinu, bréf þar sem farið var fram á að hafist yrði þegar í stað handa við hreinsun á svæðinu. Að Brotnar rúður, drasl og skemmdarverk  Enn standa niðurnídd sumarhús við Elliðavatn og engin lausn í sjónmáli  Ástæðan er að engin bústjóri er í dánarbúi sem á húsin  Örskammt frá byggð og mikil slysahætta fyrir fólk og dýr Morgunblaðið/Hari List á húsgafli Einhver hefur gripið tækifærið til að sýna listfengi sitt á gafli eins af niðurníddu sumarhúsunum. Þar er nú fátt heillegt. Í stofu Í flestum húsanna er enn talsvert af húsgögnum og allar rúður hafa verið brotnar. Skemmdarvargarnir hafa lagt talsvert á sig til að eyðileggja og virðist hafa tekist bærilega upp. Í gegnum brotna rúðu „Við höfum ekki getað fengið leyfi til að fara inn á svæðið og hreinsa þetta,“ segir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, um málið.  SJÁ SÍÐU 26 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.