Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Tækni og vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 aðarlegu geimkapphlaupi við Rússa og erum að tapa því. Verði maður sendur á braut um jörðu í ár mun hann heita Ívan,“ skrifaði Kennedy árið áður. Johnson hafði samband við guð- föður geimferðaáætlunar NASA, Wernher von Braun, fyrrverandi liðsmann nasistahers Þýskalands og hugmyndasmið langdrægu V-2 eld- flauganna sem Þjóðverjar skutu á London í seinna stríðinu. Undir lok stríðsins gaf hann sig fram við Bandaríkjamenn, sem fluttu hann og hundrað færustu verkfræðinga hans til Alabama í Bandaríkjunum. Von Braun tjáði Johnson að þótt Bandaríkjamenn væru vel á eftir Rússum í geimferðakapphlaupinu gætu þeir sigrað þá örugglega ef verkefnið snerist um að senda menn til tunglsins, hæfu þeir þegar í stað þróun og smíði risastórra hjálpar- geimflauga. Síðar á árinu tilkynnti Kennedy í þinginu að hann væri stað- fastur í því að Bandaríkjamenn myndu lenda manni á tunglinu og skila honum örugglega aftur til jarð- arinnar fyrir lok sjöunda áratugar- ins. Þegar það gekk eftir átta árum síðar var Richard Nixon forseti. Ef svo illa færi að það endaði í harmleik var hann tilbúinn með ávarp. „Örlög- in hafa svo ákvarðað að menn sem fóru til tunglsins í friðsamlegum til- gangi verði þar áfram og hvíli þar í friði.“ Hin einstaka viðleitni bandarísku þjóðarinnar bar ávöxt. Og er það að þakka þeirri ákvörðun þingsins að veita ótakmarkað fé til verkefnisins. Frá október 1968 til maí 1969 voru sendir fjórir rannsóknarleiðangrar á braut um tunglið. Í desember 1968 var Armstrong útnefndur leiðang- ursstjóri elleftu fararinnar. Nokkr- um mánuðum fyrir geimskot sagði Armstrong félaga sínum Aldrin að hann væri að rífa sig út úr röðinni og yrði fyrstur manna til að stiga fæti á tunglið. „Ég þagði nokkra daga í við- bót, og glímdi allan tímann við að reiðast ekki Neil,“ skrifaði Aldrin í æviminningum sínum. „Hann var jú leiðangursstjóri og sem slíkur yfir- maður okkar.“ Risastökkið Ein milljón manna safnaðist sam- an á strönd við Canaveral-höfða og fylgdist með er risastór eldflaug sem von Braun hannaði lyfti Apolló 11 út í geim 16. júlí 1969. Saturn V-eld- flaugin er enn sem komið er sú öfl- ugasta sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Margir höfðu efasemdir að lending á tunglinu tækist í fyrstu tilraun. Sjálfur sagði Armstrong um þetta ár- ið 1999: „Ég hafði á tilfinningunni að 90% líkur væru á því að við myndum snúa aftur örugglega en helmings- líkur væru á að lending tækist.“ Í Ameríku færi lækkunin niður á tunglið og lending fram á sunnudags- kvöldi en eftir að nótt var skollin á í Evrópu. Þrátt fyrir það voru millj- ónir manna límdar við sjónvarps- tækin þótt þeir heyrðu lítið annað en brak og bresti í fjarskiptum við geim- farið þar til Armstrong setti upp myndavél áður en hann stökk svo niður á yfirborðið. Hann hafði orð á því að fætur ferjunnar hefðu aðeins sokkið nokkra sentímetra í smákorn- ótt yfirborð sem væri „næstum því eins og duft“. Heyrðist síðan í tal- stöðinni: „Allt í lagi. Ég ætla að stíga af Erninum núna.“ Smá hlé varð á samskiptum en síðan komu orðin ódauðlegu: „Þetta var smáskref fyrir manninn en risastökk fyrir mann- kynið.“ Armstrong hefur sagt að þetta ávarp hafi ekki verið undirbúið, hann hafi fyrst velt því fyrir sér eftir lendinguna hvað hann skyldi segja. Hvernig skyldi máninn svo líta út í návígi? Litur hans breytist eftir áfallshorni sólarljóssins frá brúnu í hrímfölan lit og síðan kolsvart. Það tók og tíma að venjast litlum áhrifum þyngdaraflsins. „Ég byrjaði að skokka aðeins og það var eins og maður liðaðist fram í hægagangi, í hægum en löngum fjaðrandi skref- um, oft með báða fætur fljótandi gegnum loftið,“ skrifaði Aldrin í bók sem út kom árið 2009. Í hálfa þriðju klukkustund tíndi Armstrong upp kynstrin öll af tungl- grjóti og myndaði umhverfið. Á með- an setti Aldrin upp skjálftamæli og tvö önnur mælitæki vísindanna. Þeir stungu niður bandaríska fánanum og skildu eftir sig ýmsa hluti, þar á með- al medalíu til heiðurs fyrsta mannin- um sem skotið var á braut um jörðu, rússneska geimfaranum Júrí Gag- arín. Af 857 svarthvítum myndum og 550 litmyndum sést Armstrong á að- eins fjórum en Aldrin á miklum meirihluta hinna. „Hann myndast miklu betur en ég,“ sagði Armstrong síðar í gríni. Á heimleið Er að því kom að yfirgefa tunglið voru geimfararnir þaktir í ryki sem Armstrong sagði að hefði lyktað eins og blaut aska í arni. Í móðurfarinu hafði Collins beðið einn síns liðs í 22 klukkutíma. „Minn skelfilegasti en leynilegasti ótti síðasta hálfa árið var að þurfa kannski að yfirgefa þá og snúa einsamall aftur til jarðar,“ sagði hann á sínum tíma. „Tækist þeim ekki flugtak eða hrapaði ferjan aftur niður á yfirborðið ætlaði ég ekki að fremja sjálfsvíg. Ég kæmi sam- stundis heim en yrði þjakaður til lífs- tíðar.“ Til allrar hamingju virkuðu vélar Arnarins eins og til var ætlast. Sömu- leiðis tengingin við móðurfarið Kól- umbíu og þríeykið hóf langa heim- ferð. Þegar geimhylkið seig niður í Kyrrahaf vó það einungis 0,2% af upphaflegri 5.600 kílóa þyngd Saturn V-flaugarinnar. 24. júlí kom hún inn í lofthjúp jarðar og birtist sem logandi hnöttur í efstu lögum áður en þrjár fallhlífar opnuðust og leyfðu því að síga til öruggrar lendingar á sjónum. Flugmóðurskip hafði verið sent á vettvang til að sækja leiðangurs- mennina þrjá. Nixon forseti var þar um borð. Úrvalskafarar tóku þá út úr geimhylkinu og voru þeir ómeiddir en daunillir. Voru þeir fluttir með þyrlu um borð í skipið. Þar voru þeir settir í sóttkví af þáverandi ótta við að þeir hefðu komist í tæri við og mengast af örverum utan við lofthjúp jarðar. Það átti ekki að fyrirliggja að Armstrong, Aldrin og Collins færu aftur út í geim. Að loknum sex tungl- ferðum til viðbótar var Apolló- áætlunin skrínlögð árið 1972. Aftur til tunglsins 2024 Nú hefur bandaríska geimferða- stofnunin NASA ákveðið að snúa aft- ur til tunglsins og lenda þar mönnuðu geimfari, líklega 2024, með svokall- aðri Artemis-áætlun til heiðurs grísku gyðjunni og tvíburasystur Apolló. Verður tækjabúnaði til undir- búnings geimdvöl skotið þangað 2020 og 2021. Leiðangur Apolló 11 til tunglsins fyrir hálfri öld breytti við- horfi mannkynsins til þess hvernig það sér sig sjálft í alheimum. Apolló- áætlunin ýtti undir og flýtti fyrir ítar- legum vísinda- og verkfræðilegum uppgötvunum sem enn þann dag í dag koma að miklu gagni. Til að tunglferðirnar heppnuðust og til að sigrast yrði á Rússum í geimkapp- hlaupinu þurfti að yfirstíga urmul flókinna tæknilegra áskorana. Til fyrstu þriggja mannaðra geimferða- áætlana sinna hafa Bandaríkjamenn varið 150 millörðum dollara á núvirði. „Apolló var tilraunastofa fólks sem sökkti sér niður í að leysa gríðarleg verkfræðileg vandamál sem við blöstu,“ sagði Brian Odom, sagn- fræðingur hjá Marshall-geimferða- miðstöð NASA, við AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.