Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 30

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 30
30 VIÐSKIPTIViðskipti | Avinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nokkrir kaupmenn á Íslandi eru í til- raunaskyni byrjaðir að nota nýja greiðslumiðlunarlausn frá Valitor. Tækið kallast PAX og er með Andro- id-stýrikerfi. Segir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor á Íslandi, í samtali við Morg- unblaðið að tækið bjóði upp á nýja nálgun í greiðslumiðlun. Það komi í stað hefðbundinna posa og geri Val- itor kleift að taka upp samstarf við fjártæknifyrirtæki, hugbúnaðarhús og aðra aðila sem vinna að nýjum leiðum í greiðslumiðlun, afgreiðslu- hugbúnaði og vildarkerfum m.a. Til reynslu víða í Evrópu Lausnin hefur verið notuð af hálfu Valitor til reynslu víða í Evrópu undanfarna mánuði að sögn Péturs, en nú um síðustu helgi var hún notuð á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku með nýstárlegum hætti. Þannig fengu tónleikagestir aðgangsarm- bönd með NFC-örgjörva sem nýtt- ust þar með einnig sem snertilaus greiðslumiðill. Alls tóku 115 PAX-snjalltæki Vali- tors á svæðinu við greiðslum á með- an hátíðin stóð yfir, en 130 þúsund gestir hátíðarinnar gátu tengt greiðslukortin sín við armbandið og fylgst með notkun í sérstöku appi í símanum sínum. Upphæðir sem verslað var fyrir skuldfærðust svo beint af greiðslukorti notenda. „PAX-lausnin mun á næstu miss- erum taka við af gömlu posunum og hafa þjónað greiðslumiðlun í meira en 25 ár. Við erum með nokkra kaup- menn á Íslandi sem eru að nota þetta í tilraunaskyni, þar sem PAX-lausn- in er byggð inn í posa. Þessa dagana erum við að vinna með hugbúnaðar- fyrirtækinu SalesCloud, sem hefur þróað íslenskan viðskiptahugbúnað fyrir veitingastaði, að því að innleiða þeirra app í posana. Þegar þeirri inn- leiðingu lýkur þá býðst þjónum á veitingastöðum að taka við pöntun og ganga frá greiðslu í einu og sama tækinu – PAX-snjalltæki. Hægt verður að senda pantanir þráðlaust í prentara í eldhúsinu og í sama tæk- inu getur þjónninn skipt reikningi við borð viðskiptavinar. Við erum dá- lítið að koma pöntunum á veitinga- stöðum inn í 21. öldina,“ segir Pétur til útskýringar. Samið við stór erlend fyrirtæki Hann segir að unnið sé hörðum höndum að því þessa dagana að klára smáforritaverslun (App Store) þar sem þróunaraðilar geta boðið forrit sem vinna á móti PAX-lausn- inni. Pétur segir að von sé á fleiri frétt- um af PAX á næstu vikum. Unnið sé að því að klára mjög spennandi verk- efni með stórum erlendum þjónustu- fyrirtækjum. Þá standa yfir viðræð- ur við fjölda aðila hér á Íslandi. Spurður að því hvort í framtíðinni geti aðilar notað eigin snjalltæki fyr- ir lausnina, segir Pétur að slíkt gæti verið mögulegt þegar framleiðendur snjalltækja og kortafyrirtækin hafi náð saman um öryggisstaðla. Staðan í dag sé hins vegar sú að vegna strangs vottunarferlis kortasamtak- anna, þá þurfi að nota sérstök tæki sem Valitor útvegi. „Þess vegna höf- um við leigt fyrirtækjum þessi tæki, til að þau uppfærist reglulega með öryggisuppfærslum.“ Hentar AliPay og WeChat Pay Pétur bendir á að PAX-lausnin gæti verið grunnur fyrir margskon- ar greiðslulausnir. Þannig sé fyrir- sjáanlegt að kaupmenn geti tekið við mörgum tegundum af greiðslu í sömu lausninni í náinni framtíð. Nefnir hann sem dæmi lausnir sem vinsælar eru hjá kínveskum ferða- mönnum, AliPay og WeChat Pay. „Það er fátt sem stendur í vegi fyrir því að þessum öppum sé hlaðið í PAX-lausnina, þannig að kaupmenn geti tekið á móti slíkum greiðslum. Þetta á einnig við um aðrar greiðslu- lausnir sem hafa reynt að ná fótfestu hér á landi, en átt erfitt með það.“ Kaupmenn prófa nýja greiðslumiðlunarlausn Ný lausn Hugbúnaður frá SalesCloud fyrir veitingastaði fer í PAX-lausnina.  Tengt við armband á Hróarskelduhátíðinni  Leysir gömlu posana af hólmi að hafði verið með, og Icelandair hafi því uppfært flugáætlun sína til loka október nk., sé ekki send af því að félagið búist við að þá ljúki kyrr- setningu vélanna. Hún sé einungis send út vegna þess að í október renni leigusamningar annarra véla félagsins út. „Nú styttist í vetrar- tímann hjá félaginu og Icelandair þarf að nota næstu mánuði til að meta bókunarflæðið. Félagið gæti þurft að taka ákvarðanir mjög snögglega með tilliti til þess,“ segir Sveinn. Spurður um fjárhagslega þýð- ingu fyrir félagið ef svartsýnar spár ganga eftir, og Icelandair geti ekki hafið notkun MAX-véla næsta vetur, segir Sveinn að stærsta óvissan liggi í því hvað Boeing muni borga í bætur vegna kyrrsetningar vélanna og frestunar á afhendingu. „Forsvarsmenn Icelandair verða spurðir ítarlega út í þetta á fjár- festakynningu í lok júlí.“ Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að það myndi koma honum á óvart ef Icelandair myndi geta haf- ið notkun á Boeing 737 MAX- flugvélum á þessu ári. Hann segir að tilkynning sem Icelandair sendi frá sér í gær, þar sem fram kemur m.a. að útlit sé fyrir að kyrrsetning vélanna muni vara lengur en reikn- MAX fyrir áramót kæmi á óvart  Tilkynnt um lengri kyrrsetningu  Bókunarflæðið metið á næstunni Ljósmynd/Páll Ketilsson Flug Gengið lækkaði um 4,69%. ● Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í þessum mánuði en Hagstofan birtir mælingu sína þann 22. júlí næst- komandi. Gangi spáin eftir mun árs- verðbólgan haldast óbreytt í 3,3%. Bendir bankinn á að flugfargjöld muni að öllum líkindum hækka um 24% í mánuðinum sem er talsvert yfir með- altalshækkun þeirra í júlímánuði síð- ustu fimm ár sem er 21,3%. Ef ekki kæmi til hinnar miklu hækk- unar flugfargjalda segir bankinn að í raun myndi mælast verðhjöðnun og ræður þar mestu að sumarútsölur eru nú í fullum gangi. Þá hefur einnig orðið smávægileg lækkun eldsneytisverðs frá maímánuði. Telja flugfargjöld hækka um 24% í júnímánuði 11. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.33 126.93 126.63 Sterlingspund 157.48 158.24 157.86 Kanadadalur 96.26 96.82 96.54 Dönsk króna 18.957 19.067 19.012 Norsk króna 14.586 14.672 14.629 Sænsk króna 13.308 13.386 13.347 Svissn. franki 126.97 127.67 127.32 Japanskt jen 1.1604 1.1672 1.1638 SDR 174.24 175.28 174.76 Evra 141.5 142.3 141.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.8667 Hrávöruverð Gull 1387.9 ($/únsa) Ál 1782.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.81 ($/fatið) Brent ● Jón Þór Gunn- arsson hefur ákveðið að láta af starfi forstjóra Arc- tic Adventures. Styrmir Þór Bragason, sem fram til þessa hef- ur verið fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála fyrirtækisins, mun taka við starfinu af honum. Báðir eiga þeir um 14% hlut í fyrirtækinu og hyggst Jón Þór áfram vera hluthafi þar. Fyrirtækið er eitt hið umsvifamesta í af- þreyingarferðaþjónustu hér á landi. Tekur við keflinu hjá Arctic Adventures Jón Þór Gunnarsson STUTT Apple Pay er nú komið í notkun hjá Íslandsbanka. Hann er síðastur stóru viðskiptabankanna þriggja til að taka kerfið í notkun. Viðskiptavin- ir bankans geta nú tengt greiðslu- kort sín við Apple Pay með því að skanna kortin inn í snjallforritið „wallet“ sem finna má í öllum Apple- tækjum. Svokallað rafrænt veski Apple býður notendum IOS-stýri- kerfisins upp á rafrænar greiðslu- miðlunarlausnir. Með því geta eig- endur Apple-vara á borð við iPhone, Apple watch eða iPad greitt fyrir vörur með tækjum fyrirtækisins. Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Arion banki og Landsbanki hófu að bjóða viðskiptavinum sínum upp á greiðslumiðlunarlausnir tækni- risans. Frá þeim tíma hafa tugþús- undir korta bankanna verið skráðar í rafræn veski Apple og fjölgar á degi hverjum. Þá segja forsvarsmenn beggja banka að mikil ánægja hafi verið með lausnina. Veskin bjóði við- skiptavinum jafnframt öruggan og handhægan geymslustað fyrir greiðslukort. Þess utan haldist fríð- indi og tryggingar kortanna óbreytt þegar greitt er með Apple Pay. Íslandsbanki hefur legið undir talsverðri gagnrýni sökum hægrar innleiðingar þjónustunnar. Nú er hins vegar ljóst að viðskiptavinir Ís- landsbanka geta andað léttar og munu framvegis geta greitt með snjalltækjum Apple. aronthordur@mbl.is Apple Pay í boði fyrir við- skiptavini Íslandsbanka Snjallsími Nú geta viðskiptavinir bankans greitt með símanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.