Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 35
Mynd 1 Myndin er tekin úr skýrslunni Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna
Reykjavíkur. Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016 (sjá bls. 13).
Á fimmtudaginn í
síðustu viku birtist
grein eftir mig í
Morgunblaðinu undir
yfirskriftinni „Meiri-
hlutinn gengur á
Elliðaárdalinn“. Grein-
ina birti ég samdæg-
urs á Facebook-síðu
minni og hlaut hún þar
ágætis viðbrögð. Hins
vegar gerði borgar-
stjóri, Dagur B. Eggertsson, veru-
legar athugasemdir við skrif mín
þar og sá ástæðu til að ásaka mig
um ósannindi, sem ég tel mig knú-
inn til að svara á opinberum vett-
vangi.
Borgarstjóri sagði meðal annars:
„Sæll – og takk fyrir að merkja mig
í þessu. Það þarf greinilega að seil-
ast langt í þessu máli til að skapa
áhyggjur og reyna að kveikja úlfúð.
Mín reynsla er sú að betra sé að
halda sig við staðreyndir í hverju
máli og takast á við þau á þeim
grunni.“
Fer frjálslega með staðreyndir
Fyrir það fyrsta langar mig að
taka heilshugar undir þau orð
borgarstjóra að betra sé að halda
sig við staðreyndir og takast á við
málin á þeim grunni í stað þess að
fara frjálslega með þær, eins og
borgarstjórinn gerir gjarnan, m.a. í
þessu máli.
Borgarstjóri heldur áfram og
skrifar: „Skipulagið á Stekkjabakka
hefur lengi verið í undirbúningi og í
langan tíma, ekki síst vegna ná-
lægðar við Elliðaárdalinn. Hins veg-
ar nær það ekki til dalsins.“
Við þá fullyrðingu borgarstjóra
að skipulagið við Stekkjabakka nái
ekki til Elliðaárdalsins er áhugavert
að staldra, enda er sú fullyrðing
röng. Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd (mynd eitt) sem tekin er upp
úr lokaskýrslu starfshóps um sjálf-
bæran Elliðaárdal (sjá bls. 13 í
skýrslu), um stefnu Reykjavík-
urborgar í málefnum dalsins, er
lagt til að ytri mörk dalsins séu
dregin um Stekkjarbakka.
Rangfærslur borgarstjóra
Í nýrri skipulagstillögu er svo lát-
ið að því liggja, eins og sjá má á
mynd tvö, að starfshópurinn sem
stóð að skýrslunni um sjálfbæran
Elliðaárdal hafi dregið ytri mörk
dalsins framhjá Stekkjarbakkanum.
Það er rangt! Ekki er
unnt að draga aðra
ályktun en að hér sé
um að ræða rang-
færslur af hálfu borg-
arstjóra, en staðreynd-
irnar (myndirnar), sem
Degi er svo tíðrætt um
að nauðsynlegt sé að
halda sig við – sem ég
er raunar sammála –
tala sínu máli.
Þá gerði borgar-
stjóri því skóna að ég
hefði vísvitandi farið
rangt með þrjár grundvallar-
staðreyndir í grein minni, en hann
skrifar orðrétt: „Líkt og þér er
hugsanlega kunnugt um þá eru
þrjár grundvallar staðreyndarvillur
í grein þinni: 1. Skipulagssvæðið við
Stekkjabakka er sunnan við Elliða-
árdalinn, bæði landfræðilega (uppi á
bakka) og í afmörkun dalsins í aðal-
skipulagi. Elliðaárdalurinn var skil-
greindur sem Borgargarður í að-
alskipulaginu og má ekkert gera í
dalnum sem ekki fellur að þeirri
skilgreiningu. Borgargarður er ný-
mæli – nokkurs konar þjóðgarðar í
borginni,“ skrifar Dagur.
Sú fullyrðing borgarstjóra að
skipulagssvæðið við Stekkjabakka
sé ekki innan marka Elliðaárdalsins
er beinlínis röng eins og mynd eitt
sýnir. Í umsögn Umhverfisstofn-
unar (UST) frá 4. mars 2019, við
breytingu á deiliskipulagi við
Stekkjarbakka, kemur fram að þró-
unarsvæðið sé víðfeðmara en í nú-
gildandi aðalskipulagi. Með öðrum
orðum er búið að útvíkka þróunar-
svæðið umtalsvert og koma því fyr-
ir í miðjum Elliðaárdalnum.
Með hreinum ólíkindum
Þá er að mati Umhverfisstofn-
unar hugsunin með hverfisvernd,
þ.e. að skilgreina dalinn sem borg-
argarð, sú að hann verði nýttur sem
þjónustusvæði fyrir almenning.
Það er með hreinum ólíkindum að
borgarstjóri skuli halda því fram að
það að skilgreina Elliðaárdalinn
sem borgargarð (þróunarsvæði)
veiti einhverja vernd. Umhverf-
isstofnun bendir réttilega á í um-
sögn sinni að áætlaðar fram-
kvæmdir falli ekki allar að
áætlunum um þróunarsvæðið þar
sem hún tengist ekki útivist,
íþróttastarfsemi eða samfélagsþjón-
ustu eins og skýrt er tekið fram í
aðalskipulaginu (sjá bls. 276 í aðal-
skipulagi).
Það verður ekki séð að gróður-
húsahvelfing, með pálmatrjám og
öðrum suðrænum gróðri, gríðar-
legri ljósmengun, aukinni umferð
og miklu raski og inngripi í
ósnortna náttúru Elliðaárdalsins
samræmist þessari skilgreiningu
um Borgargarð. Borgarstjóra væri
því hollt að rýna betur umsögn Um-
hverfisstofnunar áður en hann tjáir
sig frekar um málið!
Hverfisvernd veitir enga vernd
Að lokum skrifar borgarstjórinn:
„3. Þú fullyrðir að Elliðaár eða nær-
svæði séu ekki friðaðar með hverfis-
vernd – það er rangt – þær eru það
einmitt í gildandi deiliskipulagi, og
nú er verið að útfæra aukna vernd,
einsog tillaga mín á sínum tíma
gerði ráð fyrir. Sú fullyrðing að
árnar séu ekki hverfisverndaðar
skv. náttúruverndarlögum er hins
vegar rétt, enda gera náttúruvernd-
arlög ekki ráð fyrir hverfisvernd.
Hverfisvernd byggir á skipulags-
lögum.“
Þessi fullyrðing borgarstjóra að
Elliðaárnar séu friðaðar með
hverfisvernd er haldlaus því að í
umsögn Umhverfisstofnunar, er
bent á að verið sé að áætla mikið
rask inn á vatnasviði Elliðaáa. Það
kann að vera að árnar séu friðaðar í
orði en ekki á borði. Í þessu sam-
hengi hlýtur sú réttmæta spurning
að vakna: Hvers konar vernd er
hverfisvernd ef hún veitir enga
vernd heldur orsakar rask?
Hér er eingöngu um staðreyndir
að ræða enda er það einnig mín
reynsla að best sé að halda sig við
þær; höldum áfram að tala um stað-
reyndir.
Eftir Björn
Gíslason » Það verður ekki séð
að gróðurhúsahvelf-
ing, með pálmatrjám og
öðrum suðrænum
gróðri, gríðarlegri ljós-
mengun, aukinni um-
ferð og miklu raski og
inngripi í ósnortna nátt-
úru Elliðaárdalsins
samræmist þessari skil-
greiningu um borgar-
garð.
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Ósannindi borgarstjóra um Elliðaárdalinn
Mynd 2 Úr nýrri skipulagstillögu borgarstjóra.
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Sundin blá Staðarhaldarinn í Viðey getur með góðri samvisku sagt þeim sem vilja heimsækja eyjuna að grasið sé grænna hinum megin. Þannig sjón blasir að minnsta kosti við frá Sundahöfn.
Árni Sæberg