Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 40

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 40
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Le Bistro er á Laugaveginum og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda sérlega sjarmerandi og fallegt veitingahús. Að sögn Arnórs Bohic, annars eigenda Le Bistro, er stemningin afar frönsk eins og við er að búast og hann er mjög spenntur fyrir nýja matseðl- inum enda aukast möguleikarnir til muna. „Við erum eini staðurinn sem býður upp á fondue og raclette enda er það afskaplega vinsælt hjá okkur og við eigum marga fastakúnna sem koma reglulega til að fá sér. Með nýja matseðl- inum bætum við nýjum möguleikum við sem ég held að viðskiptavinir okkar muni kunna að meta. Við höfum líka lagt áherslu á vínbarinn okkar og bjóðum þar upp á góð tilboð, en það er opið hjá okkur til klukkan eitt á nóttunni þannig að fólk getur setið og notið.“ Þetta er eins og áður segir sjöunda starfsár Le Bistro, sem er orðið þekkt kennileiti á Laugaveginum með sitt franska útlit, og óhætt er að segja að það sé ákveðin upplifun að fara þangað í mat enda mikil stemning á staðnum og frábær matur. Gerist vart franskara Franska veitingahúsið Le Bistro fagnar nú sjöunda starfsári sínu og kynnir til leiks nýjan matseðil sem býður upp á fjölda spenn- andi nýjunga, án þess þó að segja skilið við frönsku klass- íkina sem ávallt er til staðar. Sælgæti Eini staðurinn sem býður upp á fondue og raclette. Sívinsæll Kræklingurinn nýtur allt- af mikilla vinsælda. Stemning Segja má að franskur matur sé mikill stemningsmatur. Vinsæll Franskur matur nýtur mikilla vinsælda um heim allan. Litla París Le Bistro er einstaklega sjarmerandi og skemmtilegur veitingastaður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.