Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært úrval af
sundfatnaði
Jón Axel fór í laxveiði í vikunni en lét
það ekki stoppa sig heldur tók morg-
unþáttinn Ísland vaknar með og
sendi út beint frá árbakkanum.
Tæknin í dag er orðin svo fullkomin
að þetta var gerlegt og mátti vart
heyra hvort hann væri við árbakk-
ann eða í stúdíóinu með félögum sín-
um í morgunþættinum ef ekki hefði
verið fyrir árniðinn og fuglasönginn
sem heyrðist í bakgrunni. Ellý Ár-
manns kíkti í heimsókn og spáði í
framtíð hlustenda. Svo vinsælt var
að fá spá frá Ellý að símkerfi stöðv-
arinnar lagðist nánast á hliðina. Það
er í nægu að snúast hjá henni þessa
dagana en hún er fengin víða til þess
að spá í framtíð fólks og svo er eft-
irspurn eftir málverkunum hennar
alltaf að aukast. Meðlimir Ísland
vaknar lásu fréttir af því að Lands-
net telji ekki næga í orku til í landinu
til þess að knýja rafbílaflotann. Sem
einstakt áhugafólk um rafbíla létu
þau sig málið varða og heyrðu í Jóni
Trausta, framkvæmdastjóra Öskju
bílaumboðs, en hann er þeirrar skoð-
unar að nægt framboð verði á raf-
magni eftir því sem rafbílaflotinn
stækkar. 15% bifreiða á landinu eru
knúin áfram eingöngu af rafmagni
og ljóst er að eftirspurnin eftir slík-
um bílum fer vaxandi. Gísli Marteinn
var einnig á línunni og sagði frá
áhuga sínum á að fá nákvæmari veð-
urspá fyrir höfuðborgarsvæðið. Þ.e.
veðurstöðvar sem segja til um veðrið
í einstaka hverfum enda getur það
verið mismunandi milli hverfa.
Bein útsending frá Akureyri
Siggi Gunnars skellti sér norður í
heimabæinn sinn Akureyri á föstu-
daginn og sendi þáttinn sinn, Sum-
arsíðdegi, út frá nýjum veitingastað
þar í bæ sem heitir Verksmiðjan.
Siggi tók góða gesti tali en bauð
hlustendum einnig upp á glæsilega
vinninga. Til þess að næla sér í þá
þurftu hlustendur að taka þátt í Ak-
ureyrsku spurningakeppninni.
Hlustendur sem komust í beina út-
sendingu þurftu því að reyna á þekk-
ingu sína á höfuðstað Norðurlands.
Gekk það nokkuð vel. Nú gefst þér
tækifæri til að athuga þína þekkingu
á Akureyri en hér til hliðar eru dæmi
um spurningar sem Siggi spurði
hlustendur um. Eins var einn helsti
lúsmýs-sérfræðingur landsins á lín-
unni, Steinunn Ósk, sem hefur reynt
ýmislegt til þess að forðast bit og
hefur það tekist glimrandi vel. La-
vender er uppstaðan í vörum gegn
lúsmýinu. „Ég er búin að vera eins
og herforingi með lavender-spreyið
og er farin að spreyja tjöld í kringum
mig,“ sagði hún í samtali við Sigga
Gunnars. Steinunn lætur ekki nægja
að spreyja allt í lavander heldur
þvær hún hún sængurfötin upp úr
lavander. Að loknum þvotti straujar
hún þau einnig og notar lavander-
spreyið með því. Róandi áhrif laven-
der eru fyrir löngu þekkt og verður
hún vör við þau. „Sonurinn sefur
bara í tíu til tólf tíma sko,“ segir
Steinunn.
Vikan á K100
Það er aldrei lognmolla hjá K100 en þar streyma
inn góðir gestir alla daga sem gera stöðina okkar
að því sem hún er, persónulega og stórskemmti-
lega. Engin undantekning var þar á þessa vikuna en
stöðin fékk til sín frábæra viðmælendur sem
fræddu hlustendur um eitt og annað ásamt því að
senda beint út frá Akureyri í tengslum við stóru
fótboltamótin þar, Pollamótið og N1 mótið. K100 er
sumarstöðin. Stilltu inn og hækkaðu í gleðinni!
Framtíðarspá Ellý Ármanns var vin-
sæl meðal hlustenda K100 í vikunni
sem vildu ólmir fá spá um framtíðina.
1. Jónsi í svörtum fötum er frá
Akureyri. Jónsi, eða Jón, er með
millinafn en hvert er það?
A. Halldór
B. Jósep
C. Jósteinn
2. Hvað heitir fjörðurinn sem
Akureyri liggur við?
3. Hvað eru íbúar Akureyrar
um það bil margir?
A. 10.000
B. 18.000
C. 25.000
4. Pylsa með öllu er yfirleitt
með tómatsósu, sinnepi, remúl-
aði, steiktum lauk og hráum
lauk. En á Akureyri hefur lengið
verið einskonar þjóðsaga um að
menn bæti við einu öðru á pyls-
una. Er það gjarnan borðað með
sunnudagslærinu eða á jólunum.
En hvað er það?
5. Tvær eyjar tilheyra Ak-
ureyri. Hvað heita þær?
Svör:
1. Jósep
2. Eyjafjörður
3. 18.000
4. Rauðkál
5. Hríseyja og Grímsey
Morgunblaðið/Ómar
Akureyrska spurningakeppnin
Hversu vel þekkir þú höfuðstað Norðurlands?
Hér eru nokkrar spurningar sem Siggi Gunnars
lagði fyrir hlustendur í akureyrsku spurn-
ingakeppninni í vikunni. Svörin eru á hvolfi, fyrir
neðan spurningarnar.