Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
✝ Sveiney Sverr-isdóttir fæddist
í Reykjavík 4. des-
ember 1951. Hún
lést á Rigshospit-
alet í Kaupmanna-
höfn 15. júní 2019.
Hún var dóttir
Sverris Jónssonar,
flugstjóra, f. 16.
ágúst 1924, d. 18.
janúar 1966, og
Sólveigar Þor-
steinsdóttur húsmóður, f. 4.
mars 1931. Systur Sveineyjar
eru Olga Sverrisdóttir, f. 16.
maí 1953, Kristín Sverrisdóttir,
f. 10. október 1957, og Þórhildur
Sverrisdóttir, f. 14. október
1961. Samfeðra er Björn Sverr-
isson, f. 15. nóvember 1943.
Eiginmaður Sveineyjar var
Jens Marius Dalsgaard, f. 23.
mars 1948, d. 22. nóvember
2015. Börn þeirra eru 1) Sverrir
Jensson Dalsgaard, f. 23. nóv-
ember 1974, uppeldisdóttir
Sverris er Chloe, f. 12. desem-
ber 2010. 2) Sigrid
Jensdóttir Dals-
gaard, f. 1. maí
1977, börn hennar
Tórur, f. 30. júní
2005, og Bryndis, f.
22. apríl 2010, eig-
inmaður Sigridar
er Oddmar Dam, f.
14. október 1973,
dóttir hans er
Sandra, f. 8. sept-
ember 2008.
Sveiney lauk prófi frá
Íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni 1970, prófi frá
Gymnastikinstitut Lis Burmes-
ters, Kaupmannahöfn, í fim-
leikum. Fimleikakennari hjá
fimleikafélaginu Stökk í Runa-
vík Færeyjum. Kennari í
menntaskólanum í Götu. Ritari
hjá FKF og síðar fulltrúi hjá
Kommunufélaginu (Samband
færeyskra sveitarfélaga).
Sveiney var jarðsungin frá
Glyvra-kirkju í Saltangará í
Færeyjum 22. júní 2019.
Hún þurfti að segja nafnið sitt
þrisvar áður en ég náði því að hún
héti Sveiney. Við kynntumst þegar
við komum á Íþróttakennaraskól-
ann á Laugarvatni haustið 1970.
Hún var best í fimleikum, hún fór í
splitt á ólympíuslánni og allra best
var hún í djassballett. Hún reykti.
Í skólanum reykti hún í laumi, að
sjálfsögðu. Það varð brottrekstr-
arsök ef það uppgötvaðist að ein-
hver nemandinn reykti. Ég reykti
með henni, ekki vegna tóbakslöng-
unar heldur vegna þess að það var
bannað. Það forboðna er jú best.
Við urðum bestu vinkonur. Árið
eftir að við útskrifuðumst fórum
við í ferðina miklu. Við sigldum
með Gullfossi til Edinborgar, það-
an með lestum og rútum niður að
Ermarsundi. Yfir það svifum við á
svifnökkva til Frakklands. Þar
keyptum við okkur hjól og hjóluð-
um niður til Barselóna á Spáni.
Sveiney var fararstjórinn og ég
fylgdi henni eftir eins og lambið
ánni, án þess að skeyta neitt um
hvar í veröldinni við vorum stadd-
ar hverju sinni, leið bara um í mín-
um draumaheimi og trúði á að allt
myndi reddast sem það gerði þeg-
ar ég hafði Sveineyju. En svo allt í
einu hafði ég hana ekki. Hún var
horfin og ég rammvillt í ókunnri
borg, ég leitaði að henni allan dag-
inn, vissi ekki mitt rjúkandi ráð,
hafði enga ferðaáætlun og næstum
enga peninga. Sveiney komst fljót-
lega að því að það yrði mér fyrir
bestu að hún geymdi peningana
mína. Það reyndist rétt, þeir
hættu að týnast. Við vorum búnar
að fara eins langt suður og við ætl-
uðum okkur og vorum á norður-
leið, ég á leiðinni heim til Íslands
en hún í framhaldsnám til Kaup-
mannahafnar þar sem hún síðar
hitti hann Jens og gerðist með því
Færeyingur. Þegar ég að var orð-
in úrkula vonar að finna Sveineyju
fyrir myrkur, hitti ég sænska
krakka á aldur við okkur sem voru
á „interrail“ ferðalagi. Þau voru að
leita að náttstað. Ég slóst í för með
þeim. Við fórum niður í fjöru og
sváfum þar á milli stórra steina.
Daginn eftir ætluðu þau að halda
til München á Ólympíuleikana og
buðu mér að slást í hópinn. En rétt
áður en lestin átti að fara sá ég
Sveineyju sitjandi á bekk. Ég hef
aldrei á ævi minni orðið eins glöð
að sjá nokkra manneskju! En af
hverju við urðum viðskila minnt-
umst við aldrei á. Við urðum svo
glaðar að sjá hvor aðra aftur að
það var nóg.
Síðast þegar við hittumst fórum
við að rifja þetta atvik upp í fyrsta
skiptið. Þá sagði Sveiney að hún
hefði leitað að mér allan daginn og
þegar hún var orðin úrkula vonar
að finna mig, hitti hún sænska
krakka sem voru á leiðinni á Ól-
ympíuleikana í München og að hún
hefði farið með þeim niður í fjöru
og sofið þar á milli stórra steina!
Mér finnst gott að hugsa til þess
núna, daginn sem besta vinkona
mín er jörðuð í Glyvra Kirkju í
Færeyjum, að eiga þessa sameig-
inlegu minningu. Hún er táknræn
fyrir vináttu okkar. Þó við yrðum
viðskila þá urðum við það í raun-
inni ekki. Í minningunni upplifðum
við báðar að hafa leitað hvor að
annarri allan daginn og farið síðan
með sænsku krökkunum niður í
fjöru og sofið þar um nóttina milli
stórra steina.
Ingibjörg Hjartardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Sveiney var elst okkar systra,
fædd 4. desember 1951. Stóra syst-
ir.
Minningarnar streyma fram.
Hún var alltaf að sauma og skapa
frá því hún var smástelpa. Upp í
hugann kemur ljósblár silfraður
kjóll sem hún fór í á skólaball,, lík-
lega 14 ára. Silfraðir sokkar við og
ljósbláir skór. Dásamleg minning.
Það var mikið líf og fjör á
Dyngjuveginum, fjórar systur og
fullt af frænkum og vinkonum. Við
dönsuðum uppi í stofu við bítla-
músík og Sveiney og Olga fóru
snemma í djassballet og steppdans
hjá Sigvalda. Dansáhuginn varð
líklegast til þess að Sveiney valdi
íþróttakennaranám á Laugarvatni.
Árið 1971 fór hún til Kaupmanna-
hafnar að læra fimleikakennslu hjá
Lis Burmeister Gymnastikinstitut.
Í Kaupmannahöfn kynntist hún
Jensa sínum, Jens Maríusi Dals-
gaard, Færeyingnum góða, en
hann var að læra þjóðhagfræði
þar. Þar bjuggu þau í tíu ár og
eignuðust börnin Sverri og Sigrid.
Hugurinn stóð þó alltaf heim og
urðu Færeyjar fyrir valinu en þar
fékk Jens vinnu hjá Sambandi
sveitarfélaganna í Rúnavík og þau
bjuggu sér fallegt heimili. Sveiney
undi hag sínum vel og kenndi fim-
leika í fimleikafélaginu Stökk og
íþróttir við menntaskóla. Seinna
hóf hún að vinna með Jens á skrif-
stofu FKF.
1992 varð kreppan í Færeyjum
til þess að Jens færði sig til Íslands
og starfaði hjá Vestnorræna sjóðn-
um í sex ár. Á þessu tímabili sá
Sveiney um rekstur FKF og varð
sú vinna hennar ævistarf. Jens
snéri aftur til Færeyja 1998 og
vann áfram hjá Vestnorræna
sjóðnum og fyrir samtök lista-
manna.
Sveiney hafði gott orð á sér fyrir
mikla þekkingu á málefnum sveit-
arfélaganna. Hún naut sín í sér-
stökum verkefnum varðandi aldr-
aða og eins umhverfismálum þar
sem hún kom nýjum hugmyndum
áfram.
Jens lést í nóvember 2015 eftir
erfiða baráttu við krabbamein en
rúmlega þrítugur greinist hann
með ólæknandi ónæmissjúkdóm.
Sveiney var alla tíð meðvituð
um að fara sínar eigin leiðir og að
hver fengi að njóta sinna hæfi-
leika. Hún smitaði þessum við-
horfum vel til barna sinna og þau
njóta þess í dag. Hún var alltaf
lágstemmdari en við hinar syst-
urnar, engin læti eða óþarfa galsi.
Vissi hvað hún vildi og lá ekki á
skoðunum sínum. Gaf ráð á róleg-
um nótum og var með sinn
skemmtilega hráa húmor. En hún
var líka viðkvæmt blóm. Það var
ekki auðvelt að missa föður sinn á
unglingsaldri og horfa upp á móð-
ur sína langveika þegar hún var
sjálf að verða móðir. Við systur
ræddum þessi mál oft seinni árin
og sóttum styrk hvor í aðra.
Við sitjum hér við gluggann í
Grannatúni og horfum út á fjörð-
inn sem systir okkar hafði fyrir
augunum stóran hluta ævinnar.
Fegurðin er ævintýraleg. Hér
kaus hún að vera. Hún bjó sér fal-
legt heimili með Jens sínum og
börnunum, var listfeng, skapandi,
elskaði góðar bækur og að elda
góðan mat.
Barnabörnin voru henni og
Jens allt. Sár er missir þeirra Tór-
ur og Bryndísar, að sjá á bak
ömmu sinni aðeins fjórum árum
eftir að afi þeirra deyr. Sveiney
greindist með illvígt krabbamein í
lok apríl og lést þann 15. júní eftir
stutta en harða baráttu.
Við söknum þín, elsku stóra
systir.
Olga, Kristín og Þórhildur.
Elsku hjartans Sveiney.
Nú ertu búin að kveðja okkur
og farin í sumarlandið til Jens.
Við vorum systkinabörn og ól-
umst upp í samrýndri og eld-
hressri fjölskyldu þar sem allir
unnu eða tengdust Flugfélagi Ís-
lands. Þú varst elst og leiðtoginn í
barnahópnum, ég var í miðið svo
samskipti okkar einskorðuðust
aðallega af aðdáun og virðingu af
minni hálfu.
Það var alltaf hist í kaffi hjá
ömmu og afa í Heiðargerðinu á
sunnudögum og svo þegar tók að
vora, þá færðist sunnudagshitt-
ingurinn upp í bústað við Rauða-
vatn.
Jóladagur í Heiðagerðinu og
áramót á Dyngjuveginum voru
æðislegustu partí fyrr og síðar.
Börn og fullorðnir, allir sem
jafningjar. Skíðaferðir í skíðaskál-
ann í Hveradölum og Jósefsdal,
fræg ferð í sumarbústað í Dan-
mörku. Jónsmessubrennur og
siglingar á Rauðavatni, allt
skemmtilegar minningar frá
æskuárum okkar.
Svo kom reiðarslagið. Pabbi
þinn ferst í flugslysi og fjölskyldan
varð aldrei söm eftir það.
Ég sótti mikið í að koma á
Dyngjuveginn til ykkar, því það
var sannkallað ævintýrahús.
Þar var alltaf fullt af allskonar
fólki, vinum, ættingjum og ná-
grönnum á öllum aldri.
Skærasta minningin er um þig í
stóra eldhúsinu með allt undirlagt
af efnum og skrjáfpappír svo bein
í baki að sníða og sauma hippaföt.
Þú fórst til Kaupmannahafnar í
nám og ílengdist þar um stund.
Hittir stóru ástina, hann Jens.
Ég var hrikalega spennt þegar þú
boðaðir komu þína með hann í
jólaboðið. Ég bjóst náttúrulega
við „Ken“ en Jens var ekkert líkur
Ken, en skemmtilegri og fyndnari
manni hef ég ekki kynnst.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að gista hjá ykkur Jens
á stofugólfinu í nokkrar nætur
ásamt Rúnari á leið okkar til
Spánar. Jens þá í námi en þú að
sjá um Sverri. Þú fékkst lánuð hjól
og fórst með okkur um alla merk-
ustu staði í nágrenninu. Kristjan-
íu, Ráðhústorgið og Strikið o.s.frv.
Þarna náðum við að kynnast
sem fullorðnar og jafningjar og
upp frá því spjölluðum við mikið
saman þegar þú komst til Íslands.
Ég votta ykkur innilega samúð
mína, elsku Sverrir og Sigrid,
mikil er sorg ykkar að missa báða
foreldrana með svo stuttu millibili.
Kveðja,
Elsa.
Sveiney
Sverrisdóttir
✝ Guðfríður Her-mannsdóttir
(alltaf kölluð Fríða)
fæddist í Litla-
Skarði í Stafholt-
stungum í Borg-
arfirði 2. apríl
1931. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 26. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Hermann
Guðmundsson, bóndi og síðan
starfsmaður Ofnasmiðjunnar, f.
27. apríl 1902, d. 31. mars 1994,
og Guðlaug Jónína Klemenz-
dóttir, húsmóðir og húshjálp, f.
28. nóvember 1906, d. 16. mars
1994.
Systkini Fríðu eru Kristín
Margrét Hermannsdóttir, f. 29.
október 1933, d. 20. nóvember
2017, Klemens Guðjón Her-
mannsson, f. 7. desember 1935,
Guðbjörg Hermannsdóttir, f. 8.
mars 1944, og Pétur Ólafur
Hermannsson, f. 21. febrúar
1953.
Fríða giftist 17. júní 1954
Þóri J.W. Bjarnarson málara, f.
2. febrúar 1927, d. 14. mars
1993. Börn þeirra eru: 1)
Skarphéðinn Guðmundur Þór-
isson, f. 20. júní 1954. Eig-
1993. 3) Hermann Þórisson, f.
14. september 1960, sambýlis-
kona Michéle Klein, f. 16. nóv-
ember 1963, hans börn með
Hallfríði Eysteinsdóttur, f. 22.
nóvember 1961: a) Guðfríður
Hermannsdóttir, f. 8. nóvember
1982, sambýlismaður Daníel
Bjarni Ingólfsson, f. 20. janúar
1982, b) Íris Arna Hermanns-
dóttir, f. 8. febrúar 1988, c)
Steinar Þór Hermannsson, f. 1.
janúar 1990. Barn hans með
Madara Sudare, f. 25. maí 1979:
Eldar Hermannsson, f. 31. maí
2013. 4) Þórir Örn Þórisson, f.
4. desember 1967. Sambýlis-
kona Virgine Larue, f. 23. mars
1972, stjúpbörn: Rémi Devin, f.
12. mars 2000, og Noémie De-
vin, f. 26. júlí 2002.
Fríða var í sambúð með
Gunnari Sigurðssyni, f. 19. apríl
1943, síðan 1998. Börn hans
eru: 1) Sveinn Sigurður Gunn-
arsson, f. 11. ágúst 1962, 2) Sig-
rún Pedersen, f. 22. ágúst 1972,
og 3) Gunnar Ingi Gunnarsson,
f. 15. nóvember 1974.
Barnabarnabörn Fríðu eru
ellefu talsins.
Fríða var með gagnfræða-
próf úr Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar og fór síðan í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Hún
vann við ýmis verslunarstörf á
sínum yngri árum og sá seinna
um kaffistofu Frímúrara og
safnaðarheimili Áskirkju.
Útför Fríðu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 11. júlí
2019, klukkan 11.
inkona Ragnhildur
Rós Indriðadóttir,
f. 11. ágúst 1956,
og þeirra börn: a)
Ingibjörg Ýr
Skarphéðinsdóttir,
f. 15. október 1990,
sambýlismaður
Þorfinnur Hannes-
son, f. 26. október
1990, b) Indriði
Skarphéðinsson, f.
18. ágúst 1992,
sambýliskona Kolbrún Þóra
Sverrisdóttir, f. 6. febrúar 1996,
c) Þuríður Skarphéðinsdóttir, f.
18. ágúst 1992. Barn úr fyrra
hjónabandi með Unni Dóru
Norðfjörð, f. 15. nóvember
1955: Árni Valur Skarphéðins-
son, f. 14. febrúar 1977, eigin-
kona Iðunn Ólafsdóttir, f. 31.
janúar 1974. 2) Elsa Þuríður
Þórisdóttir, f. 3. október 1955.
Eiginmaður Höskuldur Borgar
Ásgeirsson, f. 29. mars 1952, og
þeirra börn: a) Ásgeir Leifur
Höskuldsson, f. 24. mars 1978,
sambýliskona Lára Rán Sverr-
isdóttir, f. 11. október 1989, b)
Inga Rós Höskuldsdóttir, f. 18.
desember 1988, eiginmaður
Luke Pommersheim, f. 14. sept-
ember 1988, c) Þórir Freyr
Höskuldsson, f. 2. desember
Elsku mamma, nú þegar
komið er að leiðarlokum er
margs að minnast, og mikið
þakklæti er mér efst í huga. Þú
varst einstök kona og móðir.
Aldrei hef ég þakkað þér nægj-
anlega fyrir þína fórnfýsi, um-
hyggju og ást sem þú gafst mér
og mínu fólki. Þú varst alltaf til
staðar og það var alls ekki sjálf-
gefið. Ófáar voru ferðir þínar til
okkar þegar við bjuggum er-
lendis til að létta undir með
okkur. Barnabörnin tala um það
hvað gott var að leita til þín
með alla skapaða hluti. Þú varst
mjög bóngóð og útsjónarsöm,
og leituðu bæði vinir mínir og
nágrannar til þín, sérstaklega á
okkar unglingsárum, þegar eng-
inn skildi þau heima fyrir.
Í Miðtúninu bjó stórfjölskyld-
an: mamma þín og pabbi, systk-
ini þín og svo bættumst við
systkinin eitt af öðru við og
dreifðumst um allt húsið. Að-
dáðunarvert er líka minningin
um hve vel þú hugsaðir um for-
eldra þína. Það var mikið áfall
fyrir okkur öll þegar pabbi féll
frá eftir stutt veikindi og svo ári
seinna þegar foreldrar þínir
féllu einnig frá.
Þú fluttir á Austurbrún og
bjóst þér fallegt heimili þar.
Þar kynntist þú honum Gunnari
þínum, og áttuð þið saman góða
ævi, bæði hér og á Kanaríeyj-
um. Þar dvölduð þið vetrarlangt
í mörg ár, og nutuð þess með
góðum vinum. Mamma þreyttist
aldrei á að segja mér hvað
Gunnar væri góður við hana og
sagði ég þá við hana að ég
þakkaði nú bara Guði fyrir hann
á degi hverjum.
Góðar minningar lifa með
mér.
Elsa.
Kynni okkar Guðfríðar
(Fríðu) hófust fyrir tæpum 45
árum síðan þegar leiðir okkar
Guðfríður
Hermannsdóttir
✝ Yngvild Svend-sen fæddist í
Drammen, Noregi,
20. apríl 1956, en
ólst upp í Spikkes-
tad. Hún lést á
heimili sínu í Ósló
26. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Lillemor Svendsen,
f. 18.3. 1920, d.
4.12. 2006, og
Bernt Svendsen, f. 30.10. 1915,
d. 1.4. 2001. Yngvild átti fjög-
ur systkini: Siri Randers-
Pehrson, f. 6.11. 1944, Ragn-
hild Hofgaard, f. 17.5. 1946,
Torill Gro Eriksen, f. 9.7.
1947, d. 21.10. 1975, og Olav
Svendsen, f. 17.5. 1949, d.
28.5. 1975.
ar áttu tvo syni, Sindre Ein-
arsson, f. 18. febrúar 1986, og
Frey Einarsson, f. 6. janúar
1988.
Yngvild hóf nám við lýðhá-
skólann í Skjeberg 1976. Þar
kynntust þau Jón Einar. Þau
fluttu til Íslands 1977 þar sem
Yngvild lærði íslensku sam-
hliða vinnu. Árið 1978 fluttu
þau aftur til Noregs og
bjuggu sér heimili í Ósló, Nor-
egi. Yngvild starfaði lengi
sem iðjuþjálfi á Hjemmet for
döve í Ósló þar sem hún vann
með heyrnar- og sjónskert
fólk. Fyrir nokkrum árum
settist Yngvild aftur á skóla-
bekk og útskrifaðist sem fé-
lagsráðgjafi frá Høgskolen í
Ósló og starfaði sem félags-
ráðgjafi á NAV, Sagene í
Ósló.
Útför Yngvildar fer fram
frá Nordstrand kirkju í Ósló í
dag, 11. júlí 2019, klukkan 12.
Yngvild giftist
13.8. 1983 Jóni
Einari Guðjóns-
syni, blaðamanni,
f. 1.1. 1954, d.
24.11. 1994. For-
eldrar hans voru
Guðjón Einarsson,
f. 16. apríl 1904,
d. 5. júlí 1981, og
Halldóra S. Jóns-
dóttir, f. 13.11.
1928, d. 4.5. 1958.
Eftir lát móður sinnar ólst
Jón Einar upp hjá móður-
ömmu og -afa og hjá móður-
systur sinni, Sigríði A. Jóns-
dóttur, f. 13.11. 1928, d. 23.2.
2012, og manni hennar, Kol-
beini Helgasyni, f. 1.8. 1928, d.
15.6. 2015, og tveim uppeld-
issystrum. Yngvild og Jón Ein-
Yngvild ólst upp í stórum
systkinahópi. Árið sem hún fædd-
ist var Siri 12 ára, Ragnhild 10,
Torill 9 og Olav 7 ára. Hún var
litla systir okkar og mikill gleði-
gjafi fyrir okkur þessi stóru.
Eftir menntaskóla lærði hún
við lýðháskólann í Skjeberg. Þar
kynntist hún Jóni Einari og með
honum flutti hún í eitt ár til Ís-
lands og lærði íslensku. Það var
mikil gleði þegar þau giftust árið
1983 og mikill spenningur og gleði
meðal systkinabarnanna þegar
litlu frændurnir fæddust, Sindre
árið 1986 og Freyr árið 1988.
Yngvild þótti vænt um Ísland
og deildi gjarnan gleði sinni og
áhuga á landinu með öðrum. Hún
fór ekki bara með synina til Ís-
lands heldur líka marga aðra fjöl-
skyldumeðlimi frá Noregi, til að
þeir gætu líka kynnst landinu og
ættingjum Jóns Einars.
Ég er ekki sérstaklega hrifin af
að ferðast, svo að lokum var ég
kannski sú eina af okkar stóru
fjölskyldu, sem ekki hafði komið
til Íslands. Sem betur fer fékk ég
tækifæri til þess í ágúst 2014,
Per-Henning og ég fórum til Ís-
lands með Yngvild. Hún var full-
kominn fararstjóri. Hún talaði ís-
lensku, vissi hvað við áttum að sjá
og gera. En best af öllu var að við
fengum að kynnast fjöldskyldu
Jóns Einars, sem hún var orðin
hluti af. Okkur var vel fagnað,
með veitingum og gistingu og
notalegum samtölum. Jafnvel
veðrið sýndi sitt besta, þannig að
betri kynni af Íslandi hefðum við
varla geta fengið.
Ragnhild, systir Yngvildar.
Í dag kveð ég kæra mágkonu
mína, Yngvild Svendsen, svo allt-
of fljótt. Ég kynntist Yngvild
fyrst þegar ég var um sjö ára.
Hún kom til Íslands með Nonna
og hér bjuggu þau í um eitt ár.
Yngvild var fljót að læra íslensku
og hélt henni við alla tíð. Eftir að
Yngvild og Nonni fluttu aftur út
til Noregs heimsóttum við fjöl-
skyldan þau oft til Osló og nutum
þess að gista hjá þeim, fyrst í
íbúðinni á Ensjö og seinna í nota-
lega raðhúsinu þeirra í Lam-
bertseter. Þá kynntumst við einn-
ig fjölskyldu Yngvildar, sem tók
okkur opnum örmum og bauð
okkur velkomin í norsku fjöl-
skylduna. Þetta var mikið ævin-
týri fyrir okkur litlar stelpur að
kynnast öllu norska fólkinu og líf-
inu í Noregi og alltaf svo gaman
Yngvild Svendsen