Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 43
Elsu, dóttur hennar, lágu sam-
an í Miðtúni 6. Ég komst fljótt
að því hversu einstök hún var,
hyggjusöm, starfsöm og vönduð
manneskja með einstakt æðru-
leysi að vopni. Hún tók mér af-
skaplega vel í byrjun þótt að
það hafi ekki verið bein ástæða
til þess því nýi kærasti dótt-
urinnar var uppátækjasamur til
að fanga athygli hennar. Stund-
um keyrði úr hófi fram í þeirri
viðleitni en allt var vel meint.
Fríða var í senn sveitastelpa
og borgarstelpa. Hún fluttist
um 13 ára aldur til borgarinnar.
Það mun ekki hafa verið sárs-
aukalaust fyrir foreldra Fríðu,
Hermann og Guðlaugu, og
börnin að flytjast frá Litla-
Skarði á mölina. Náttufegurð í
Litla- Skarði er rómuð og þau
bönd sem Fríða batt við þann
stað rofnuðu aldrei.
Miðtún 6 var fjölmennt heim-
ili, mikill gestagangur og marg-
ir litu við í dagsins önn. Fríða
og Þórir Bjarnarson (tengda-
faðir minn sem féll frá 1993)
héldu fallegt heimili og öllum
opið. Margir leituðu ráða hjá
Fríðu um vandamál líðandi
stundar og var hún trúnaðar-
vinur margra unglinga í Mið-
túninu sem fundu traust og
visku í hennar fari.
Þrátt fyrir takmarkaða skóla-
göngu var eftirtektarvert hvað
hún hafði gott vald á íslenskri
tungu og vandaði málfar sitt.
Gott var að leita til hennar í
þeim efnum. Börn okkur Elsu
leituðu sérstaklega til hennar til
að skerpa á beygingarreglum
tungunnar eftir langa dvöl er-
lendis. Fríða hafði alla burði til
að ganga menntaveginn en því
miður gekk það ekki eftir.
Það urðu mikil umskipti í lífi
Fríðu þegar hún missti eigin-
mann sinn og foreldra með árs
millibili. Fljótlega eftir það
flutti hún úr Miðtúninu og bjó
síðustu 25 árin að Austurbrún
4. Hún tók þessum breytingum
af miklu æðruleysi eins og oft
áður með sinni sálarró og and-
legum styrk.
Eftir að við Elsa og börn
fluttumst til útlanda kom hún
oft í heimsókn, bæði til Bret-
lands og Frakklands, og dvald-
ist um nokkra vikna skeið. Í eitt
skiptið heimsóttum við kampa-
vínshéraðið í Frakklandi og var
boðið að smakka á veigum hér-
aðsins í einum af neðanjarðar-
hvelfingum í Reims. Eftir heim-
sóknina var Fríða spurð um
veigarnar og sagði að bragði að
þetta hefði verið eins og góð
mysa. Samanburðurinn var ís-
lenska sveitin þar sem ræturnar
lágu.
Fyrir rúmum tuttugu árum
kynntist Fríða Gunnari Sig-
urðssyni sem varð sambýlis-
maður hennar. Í honum fann
hún mikið traust. Var eftirtekt-
arvert að sjá hversu samrýnd
þau voru. Í veikindum Fríðu
síðustu mánuðina var aðdáun-
arvert að sjá hversu vel Gunnar
hugsaði um og annaðist hana.
Síðustu áratugina ferðuðust
Fríða og Gunnar mikið, aðal-
lega til Kanaríeyja. Við hjónin
áttum því láni að fagna að heim-
sækja þau í nokkur skipti, nú
síðast í mars á þessu ári. Það
var mjög dýrmætt fyrir okkur,
að hafa átt eftirminnilega daga
með Fríðu og Gunnari rétt áður
en veikindin bar að garði.
Að leiðarlokum þegar ég
kveð Fríðu Hermannsdóttur er
mér efst í huga þakklæti fyrir
allar góðu og ánægjulegu sam-
verustundirnar í áranna rás.
Þakklæti fyrir hvað þú tókst vel
á móti mér í þína fjölskyldu og
veittir mér andlegan styrk og
stuðning þegar ég missti móður
mína ungur að árum.
Blessuð sé minning þín.
Höskuldur Ásgeirsson.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
(Björgvin Jörgensson.)
Til ömmu Fríðu var alltaf
gott að koma. Hvort sem það
var í Miðtúnið eða Austur-
brúnina. Hjá henni gat maður
alltaf gengið að því vísu að fá ró
og hvíld. Hvíld á bæði líkama
og sál. Sitja við hlið hennar
meðan hún prjónaði ferhyrning
eða las dönsku blöðin. Maður
gat verið þögull í kringum hana,
á þann hátt að þögnin upphóf
stað og stund á þann sérkenni-
lega hátt sem gerðist aðeins
með ömmu, og Gufunni gömlu.
Það var gott að tala við ömmu,
jafnvel þótt maður segði bara
eintóma vitleysu. Þá annaðhvort
fussaði og sveiaði hún, eða hló
sínum fallega stutta hlátri.
Hvort tveggja gladdi mann því
að segja ömmu eitthvað var
mikilvægara en að segja ein-
hverjum öðrum. Öllu var tekið
með sama skapi og því gat mað-
ur sagt henni hvað sem er.
Hún átti líka mörg viskukorn
sem hún sagði okkur í gegnum
allt lífið okkar. Ef við fengum
sár eða vorum eitthvað að
kveinka okkur þá sagði amma
alltaf að þetta myndi gróa áður
en við giftum okkur. Svo ef
maður fékk hiksta þá fullyrti
hún það alltaf að núna væri ein-
hver að segja eitthvað ljótt um
mann. Á afmælisdaginn sinn
síðasta var hún spurð hvort hún
ætlaði að gera sér einhvern
dagamun. „Nei, nei,“ sagði hún
þá. „Ég sit bara hér og er að
pikka í sár á lærinu.“ Amma
átti alltaf góð svör.
Í þá daga sem maður var
nógu ungur til að láta sér leið-
ast hjá ömmu hafði hún alltaf
geð til að spila við mann. Þá
annað hvort Olsen, Olsen eða
Lönguvitleysu. Ef hún hafði
ekki tíma í spil gaf hún manni
garn sem maður fékk að þræða
um hvern krók og kima stof-
unnar þangað til hún var orðin
læst inni í sæti sínu. Hjá henni
var alltaf best að sofna. Helst
eftir samloku úr samlokugrilli á
sófanum. Þá spurði hún mann
hvort maður vildi heldur ekki
skríða upp í rúm. Oft þáði mað-
ur boðið og alltaf var það hinn
værasti svefn. Oft var amma
fengin til þess að passa mann
og ól hún mann á þann hátt að
maður væri ekki betri en neinn
annar. Sýndi hún það í verki, en
fólk átti það oft til að koma til
hennar að leita ráða og örugg-
lega næðis.
Svo er ekki hægt að tala um
ömmu án þess að tala um Gunn-
ar. Gunnar var ömmu svo ótrú-
lega góður öll þau ár sem þau
voru saman eftir að afi Þórir dó.
Vitum við að amma verður hon-
um ævinlega þakklát fyrir sam-
veruna og ástina. Það erum við
líka.
Að vera með ömmu var að
vera með samastað í veröldinni.
Þegar maður elst upp og allt
verður svo breytingum háð gat
maður allt treyst á kyrrðina og
samveruna með ömmu. Það er
okkur því mikill missir að hún
sé farin en vitum að hún er
komin á góðan stað hjá honum
afa Þóri. Þar horfir hún á okkur
vaxa og dafna og endrum og
eins, þegar okkur vantar ró og
kyrrð, mun hún minna okkur á
stundir okkar saman.
Við vitum núna að amma er
loksins að fá þá hvíld og ró sem
hún veitti okkur í öll þau ár sem
við þekktum hana. Hvíldu í friði
og ró, amma Fríða.
Ásgeir Leifur, Inga Rós og
Þórir Freyr.
Tengdamóðir mín frá fyrri
tíð, amma Fríða eins og hún var
ævinlega kölluð í minni fjöl-
skyldu, er nú látin. Ég minnist
hennar með söknuði og þakk-
læti í huga. Hún reyndist sonar-
syni sínum hin ljúfasta amma.
Mér reyndist hún ævinlega vel
og okkur kom vel saman. Ég
minnist hennar fallegu hand-
prjónuðu gjafa sem við fengum,
hún var mjög handlagin. Heim-
ilið hennar var alltaf opið fyrir
okkur. Hún var góður kokkur
og hjá henni fékk ég bestu fiski-
bollur sem ég hef á ævinni
smakkað. Ég hitti hana síðast á
flugvellinum á Tenerife fyrir
um það bil tveimur árum. Hún
var þarna fallega brún með
skínandi hvíta hárið, kát og
hress eins og ævinlega. Ég á
mér ljúfa minningu um hana í
mínu hjarta.
Unnur Dóra Norðfjörð.
Miðtúnið 1968 var eins og ein
stór fjölskylda, flestar dyr voru
ólæstar, alla vega í Miðtúni 6,
þar fékk maður græna köku
með súkkulaðiglassúr og stund-
um hamborgara, slíkt var aldrei
á borðum á mínu æskuheimili,
eldhúsið hennar Fríðu var eins
og félagsmiðstöð, hún leiðbeindi
manni líka með handavinnu að
því marki sem að það var hægt
hvað mig varðaði og svo voru til
Andrésmöppur sem maður fékk
að lesa heima hjá henni, ég
keypti svo Andrés handa syni
mínum í sjö ár, minnug þess
hvað mér fundust blöðin spenn-
andi sjálfri sem barn.
Fríða kenndi mér að tína
laxa- og silungsmaðk, við vorum
komnar í ágætissamkeppni á
tímabili, svo gafst ég upp, þetta
var samt fínn bisness.
Ég fékk að búa hjá Fríðu í
einhvern tíma þegar Elsa fór til
Kaupmannahafnar, móðursystir
mín kom nefnilega í smá heim-
sókn frá Noregi með Heklunni,
var í þrjá mánuði og fékk mitt
herbergi.
Ég náði stundum í dönsku
blöðin niður í Helgafell þegar
hennar börn voru í sveitinni,
fékk einu sinni að fara með
norður að sækja Elsu, það var
ævintýri, við vorum sendar til
að sækja ungt naut út í haga
sem Fríða ætlaði að fá helming-
inn af, en hún tók hálft naut á
hverju hausti, enda húsmæðra-
skólagengin. Ég minnist köldu
borðanna sem hún hristi fram
úr erminni, fyrir mann og ann-
an og man enn eftir heila lax-
inum sem var kóróna borðanna.
Fríða var mér alltaf innan
handar, ég undirbjó tvítugsaf-
mælið mitt í eldhúsinu hennar
og við bjuggum til saman ísinn,
sem var eftirréttur í brúðkaup-
inu mínu, í barnabaðkari, hún
bjó til núggatið, hún útvegaði
mér líka dúka.
Ég fylgdi í kjölfar Elsu til
Kaupmannahafnar og þegar ég
kom heim útvegaði Fríða mér
vinnu með náminu í Frímúr-
arahúsinu, þar unnum við sam-
an í þrjú ár.
Þegar sonur minn fermdist
útvegaði hún mér sal í Áskirkju,
en þar vann hún lengi, þá gat
maður nú reddað matnum sjálf-
ur, búinn að læra ýmislegt af
kokkunum niðri í Frímúrara-
húsi, sem ég bý enn að.
Mér hefur alltaf þótt ótrú-
lega vænt um hana Fríðu, hún
var kletturinn minn eftir að
móðir mín veiktist, skemmtilega
hreinskilin og alltaf til staðar,
stundum vorum við Anna Eð-
valdsdóttir á númer 8, einar í
heimsókn hjá henni, okkur var
alveg sama hvort krakkarnir
voru heima eða ekki, Fríða var
svo skemmtileg.
Ég mun alltaf geyma minn-
inguna um hana í hjarta mér.
Edda Hersir
Sigurjónsdóttir.
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
að koma í heimsókn. Yngvild og
Nonni komu oft í heimsókn, sér-
staklega eftir að strákarnir
þeirra, Sindre og Freyr, fæddust.
Þannig ræktuðu þau samband
drengjanna við ömmu sína og afa,
sem voru þeim mjög kærir. Eftir
að Nonni dó gætti Yngvild þess
vel að Sindre og Freyr misstu
ekki tengslin við ættingja sína á
Íslandi og kom reglulega með þá í
heimsókn. Þá var mikið fjör og
mikill gestagangur á Mávahraun-
inu hjá mömmu og pabba. Að
sama skapi heimsóttu mamma og
pabbi
Yngvild og ömmu og afastrák-
ana sína eins mikið og lengi og
þau gátu. Yngvild hafði alltaf
sterkar taugar til Íslands og
ræktaði tengslin við Ísland.
Fylgdist með fréttum frá landinu
og heimsótti það við og við. Voru
þær heimsóknir ekki bundnar við
malbikið á höfuðborgarsvæðinu,
heldur var farið um allt land. Kom
hún Íslandsáhuga sínum áleiðis til
vina og kunningja í Noregi.
Við vorum alltaf velkomin til
Yngvildar í Osló og hún vissi alltaf
hvert var gaman að fara og hvern-
ig maður kæmist þangað. Hún
virtist bókstaflega þekkja borg-
ina út í gegn og ef okkur vantaði
að vita hvernig ætti að komast
eitthvað þá var bara að spyrja
Yngvild.
Um árabil fékk ég gistingu hjá
henni á meðan ég sótti vinnu-
tengd námskeið í Osló, alltaf var
pláss fyrir mig og ég alltaf boðin
velkomin. Við fjölskyldan heim-
sóttum Yngvild nokkrum sinnum
á síðustu árum og eins og fyrr
vorum við meira en velkomin og
við nutum þess að dvelja hjá
henni í þessi skipti. Síðast heim-
sóttum við Yngvild í maí síðast-
liðnum.
Undanfarna mánuði hafði hún
unnið að endurbótum á húsinu
sínu.
Hún gaf sér góðan tíma til að
gera hlutina og gerði þá á sínum
hraða. Eins og með allt annað
sem hún tók sér fyrir hendur, og
ég fékk að kynnast, var útkoman
falleg, vönduð og vel gerð. Það
var gaman að fá að sjá þá vinnu og
alúð sem hún hafði lagt í heimilið
sitt.
Þarna í maíheimsókn okkar
var nokkuð ljóst hvert stefndi. Við
heimsótttum hana á sjúkrahúsið
nokkrum sinnum í ferðinni og er-
um þakklát fyrir að hafa fengið
þessar stundir með henni og fjöl-
skyldu hennar.
Það verður skrítið að koma til
Noregs næst og í þetta sinn verð-
ur ekki farið að húsinu hennar
Yngvildar, sest við eldhúsborðið
með te í bolla, brauð með trönde-
får og brúnosti og spjallað um
heima og geima.
En minningar eru margar og
góðar um sterka og góða konu,
sem var mér góð fyrirmynd og
vinkona.
Guðrún, Einar
og Indriði Helgi.
Nú er komið að því að kveðja
elsku mágkonu mína. Ég hélt að
ég og sonur minn, Kolbeinn, hefð-
um meiri tíma með henni og ætt-
um eftir að fara til Noregs og geta
skapað fleiri minningar með Yng-
vild og sonum hennar Sindre og
Frey. Þ
að eru svo margar minningar
sem koma upp í hugann, bæði
þegar ég var barn og Nonni á lífi
og þegar ég og Kolbeinn fórum í
heimsókn til þeirra. Yngvild var
dásamleg, mjög gestrisin þegar
við heimsóttum hana í Noregi og
þegar hún kom til Íslands hitt-
umst við alltaf og áttum góðar
stundir saman.
Minningarnar lifa og munu ylja
um ókomin ár.
Þó dökkni og dimmi yfir
og dagsins lokið önn,
sú vissa að látinn lifir
er ljúf og sterk og sönn.
Hún er það ljós, sem lifir
og lýsir myrkan veg.
Hún ljómar öllu yfir
svo örugg, dásamleg.
Við samferð þína þökkum,
já, þökkum allt þitt starf.
Hrærðum huga og klökkum
þú hlaust þá gæfu í arf
að eiga huga heiðan
og hreina sanna lund,
sem gerði veg þinn greiðan
á granna- og vinafund.
Nú ertu héðan hafinn
á hærra og betra svið.
Þar ást og alúð vafinn
en eftir stöndum við.
Þig drottinn Guð svo geymi
og gleðji þína sál.
Í öðrum æðra heimi
þér ómi guðamál.
(Valdemar Lárusson.)
Kristín og Kolbeinn.
Fallin er frá fyrir aldur fram
Yngvild Svendsen í Noregi, mæt
kona og góð móðir tveggja sona,
dugmikil ekkja í aldarfjórðung,
ræktarsamur vinur tveggja
þjóða.
Hún heimsótti Ísland reglu-
bundið og var henni annt um að
drengirnir hennar héldu
tengslum við föðurland föður
þeirra eins og unnt yrði. Eigin-
maður Yngvildar var Jón Einar
Guðjónsson blaðamaður. Þau
bjuggu í Noregi frá því snemma á
níunda áratugnum þar sem hann
starfaði.
Var hann m.a. um 9 ára skeið
og til æviloka ötull fréttaritari ís-
lenska Ríkisútvarpsins, þekkt
rödd hér á Íslandi fyrir fróðlega
og skörulega flutta fréttapistla
frá Noregi.
En Jón Einar frændi minn, við
vorum systkinasynir, lést úr
krabbameini aðeins fertugur að
aldri árið 1994 og var hann öllum
harmdauði sem til hans þekktu.
Yngvild tókst á við örlög og erf-
iðleika með litlu drengina sína, 6
og 8 ára, og bjuggu þau lengst af
á fallegum stað í útjaðri Ósló.
Yngvild var gestrisin og tók
vel á móti skyldmennum manns
hennar frá Íslandi þá er þeir áttu
leið hjá.
Ánægjulegrar heimsóknar til
hennar fyrir allmörgum árum
minnist ég nú en oftar hittumst
við og synirnir, Sindre Einarsson
og Freyr Einarsson, í Íslands-
ferðum þeirra. Því miður hafa
þau ekki verið á ferðinni er fáein
niðjamót „Álftanesættar“, niðja
Einars Ólafssonar, afa okkar
Jóns Einars, hafa verið haldin.
En skemmtilegt er að rifja upp
vasaútgáfu af niðjamóti á þremur
tungum heima hjá okkur Jó-
hönnu konu minni fyrir nokkru,
þegar Yngvild og skyldmenni
hennar frá Noregi og nokkrir af-
komendur afa búsettir í Kaliforn-
íu voru samtímis í heimsókn á Ís-
landi.
Á kveðjustund er okkur Jó-
hönnu í huga þökk fyrir hlýleg
kynni og margra ára vináttu. Við
vottum Sindre og Frey samúð í
sárum söknuði þeirra. Blessuð sé
minning Yngvildar Svendsen.
Þór Jakobsson.
✝ María BjörkAlbertsdóttir
fæddist í Reykja-
vik 27. febrúar
1978. Hún lést á
Spáni 12. janúar
2019.
Foreldrar
hennar eru Ingi-
björg Gísladóttir
og Albert Skafta-
son og stjúpmóðir
Emilía Davíðs-
dóttir. Bræður hennar, sam-
feðra, eru Eyvind-
ur Elí, Gylfi Geir
og Skafti Þór.
Björk eignaðist
þrjá drengi, Berg
Snorra Sal-
omonsen, Albert
Inga Vilhjálmsson
og Elí Xavi Bjark-
ar Elíson.
Útför Bjarkar
fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag,
11. júlí 2019, kl. 15.
Elsku fallega, yndislega dóttir
mín, þá ertu farin úr þessum
heimi og yfir í annan þar sem ást-
vinir taka á móti þér og þjáningar
þínar hverfa.
Lífshlaup þitt var ekki langt
og oft mjög erfitt fyrir þig og fjöl-
skylduna þína.
Við áttum dásamlegan tíma
þegar þú varst barn og unglingur
en svo bankaði fíknisjúkdómur-
inn upp á og það fór að halla und-
an fæti og tímarnir breyttust,
slæm tímabil og betri tímabil og
að lokum þegar hjartveikin og
allt sem henni fylgdi tók sig upp
gafst þú upp, elskan mín.
Ég er heppin í sorginni að eiga
allar góðu minningarnar og
myndirnar frá okkar góðu tím-
um.
Ég er líka heppin að eiga þrjá
yndislega ömmustráka sem þú
eftirlést og ég get fylgst með.
Elsku dóttir mín, ég elskaði
þig heitt frá því þú varst í móð-
urkviði og sú ást mun fylgja mér
alla tíð.
Þín heittelskandi mamma,
Ingibjörg Gísladóttir.
María Björk
Albertsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Helga Guðmundsdóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna