Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 46

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Margrét Björns- dóttir var kær vin- ur okkar. Hún var samstarfsmaður okkar til fjölda ára við margvísleg viðfangsefni og á ýmsum vettvangi. Má þar nefna Landspítala, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, vel- ferðarráðuneytið, Embætti landlæknis auk fjölbreyttra verkefna og nefndarstarfa í nor- rænu og alþjóðlegu samstarfi. Margrét var einstökum gáf- um gædd og vann öll sín störf og verkefni af mikilli nákvæmni og trúmennsku. Gæða- og ör- yggismál innan heilbrigðisþjón- ustunnar áttu sérstöðu í huga hennar. Hún var í forystusveit þeirra sem unnu markvisst að því að bæta gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Hennar sýn, þekking og fylgni við mál- staðinn hafði mikil og mótandi áhrif. Það sem einkum einkenndi Margréti sem vin og samstarfs- mann var mannúðin og vilji hennar til að verða alltaf að liði. Hún umvafði fólk með hlýju sinni og kærleika. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Margrétar Björnsdóttur og styðja og styrkja Jón, Björn, Guðbjörgu og Hrafnkel og þau öll sem Margrét unni. Vilborg Ingólfsdóttir og Leifur Bárðarson. Í dag kveðjum við Eyþór kæra vinkonu okkar, Margréti Björnsdóttur, hinstu kveðju. Hún Magga var svo einstök að mörgu leyti, alltaf svo jákvæð og dugleg og það var alltaf bjart yfir henni, engin verkefni of stór eða of erfið. Vinátta okkar Möggu nær langt aftur frá því að við vorum að læra saman fyr- ir efnafræði á fyrsta ári í náms- braut í hjúkrunarfræði sem hafði þá verið nýlega stofnuð við Háskóla Íslands. Við komum báðar úr máladeildum mennta- skóla og höfðum því lítinn und- irbúning enda var lært og ekk- ert gefið eftir. Svo liðu árin og leiðir skildi um tíma, fluttum báðar erlendis með manni og börnum. Við vor- um svo heppnar að eiginmenn okkar urðu góðir vinir líka. Þeg- ar heim var komið voru sam- verustundir margar. Bústaða- og sólarlandaferðir með börn- unum og fleiri vinum. Veiðiferð- irnar voru ófáar eftir að börnin fullorðnuðust. Eftirminnilegast- ar eru veiðiferðirnar í Eystri- Rangá en við fórum þangað ár- lega í mörg ár. Magga var mjög lagin að veiða með maðk og þar kom seiglan sér vel enda þarf þolinmæði og lagni til að vera góður á því sviði. Hún bjó að reynslu af veiðiskap úr sveitinni sinni á Harðbak á Melrakka- sléttu en þangað átti hún rætur að rekja og móðurfjölskylda hennar hefur þar aðsetur á sumrin. Við gistum oft á Hótel Rangá í þessum ferðum og ef við vorum heppin gátum við gengið að skemmtilegum veiði- stað við húsið í kvöldsólinni, þetta voru gæðastundir. Eitt sinn vorum við að veiða á svæði fjögur í Rangánni, varð Magga eftir á veiðistaðnum á meðan við veiðifélagarnir skruppum frá. Þegar við komum til baka var okkar kona búin að veiða stærð- ar lax og landa honum á erfiðum stað upp á eigin spýtur. Við átt- Margrét Björnsdóttir ✝ MargrétBjörnsdóttir fæddist 31. janúar 1956. Hún lést 1. júlí 2019. Útför hennar fór fram 10. júlí 2019. um ekki orð en svona var Magga, lét sér ekki allt fyr- ir brjósti brenna. Síðasta veiðiferð- in okkar var í einni af minni ánum fyrir austan og með í för var æskuvinur Jóns hennar Möggu, Pálmi Jónsson. Þessi ferð var eft- irminnileg fyrir margar sakir, enginn fiskur sjá- anlegur en samveran var góð og gefandi. Borðaður var dýrindis matur og farið í skemmtilegan bíltúr upp á Rangárvelli þar sem Magga bar fram kaffi í sumarbústað fjölskyldunnar. Magga var einstök móðir, hlúði vel að sínu fólki og lagði sig alla fram um að gera vel þar enda uppskar hún vel, yndisleg börn og samhent fjölskylda. Starfsvettvangur Möggu var á sviði stjórnsýslu og kennslu og þar komu hennar góðu eigin- leikar sér vel. Elskuleg vinkona okkar kvaddi á bjartri sumarnótt eins og hún getur verið fegurst. Við vottum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minnig Margrétar Björnsdóttur. Ágústa og Eyþór. Við höfum gengið saman mörg sporin um ævina ég og Magga. Þau fyrstu voru stigin í Vogahverfinu á leið í barnaskóla þegar við vorum sjö ára. Við höfum verið bestu vinkonur síð- an þá og aldrei borið skugga á. Og sporin okkar saman urðu mörg um langa leið. Við leik og nám og bara lífið sjálft. Þitt andartak var glit á góðum degi og glitrar enn sem bros við liðin tár og hvíldarlaust sem varða fylgi vegi fer viðkvæmt flökt um löngu glötuð ár. (Matthías Johannessen.) Í barnaskóla undum við okk- ur í góðra vina hópi og urðum síðan samferða í MR. Við vorum saman í bekk í fornmáladeild. Alla tíð sátum við saman í tím- um og við próflestur, sá Magga um að halda okkur við efnið. Dreif okkur í aukatíma í stærð- fræði og líffræði á lokaárinu því það var aldrei að vita hvert hug- ur okkar stefndi í háskóla. Best að vera við öllu búnar. Fórum í Háskóla Íslands, hún í hjúkr- unarfræði og ég í lögfræði, en ætíð hélst vinátta okkar traust og trygg. Magga var afburðanámsmað- ur, skarpgreind og dugleg. Ábyrg og traust. Þessir eigin- leikar hennar endurspegluðust í öllum hennar störfum, hvort sem var innan heilbrigðisstofn- ana, Háskóla Íslands, Lýð- heilsustöðvar eða innan Stjórn- arráðsins. Útsjónarsemi og dugnaður Möggu nutu sín jafnt á samráðsvettvangi innanlands og í alþjóðlegum samskiptum. Hún var vel metin í störfum sín- um, alltaf áhugasöm og hvetj- andi, áreiðanleg og ráðagóð. Magga var góður vinur. Alltaf jákvæð, gjafmild á sjálfa sig og hvetjandi og dró hvergi af sér. Kom ótrúlegustu hlutum í verk. Sýndi öðrum einlægan áhuga og umhyggju og veitti góð ráð og lausnir en krafðist einskis á móti. Hún var alltaf til staðar, stoð og stytta. Alltaf. Þannig hefur ferðalag okkar Möggu verið og nú löng leið að baki. Minning Möggu er björt öll- um þeim sem kynntust henni í leik og starfi. Magga átti miklu lífsláni að fagna. Hún átti yndislega for- eldra og systkini. Í Jóni eign- aðist hún traustan og um- hyggjusaman vin og eiginmann. Börnin þeirra þrjú, Björn, Guð- björg og Hrafnkell, og barna- börn bera kærleik þeirra og um- hyggju fagurt vitni. Magga var umhyggjusöm og hvetjandi móðir, eiginkona og dóttir og saman bjuggu þau Jón sér og sínum afar gott heimili. Missir fjölskyldunnar allrar er því mik- ill. Ég votta fjölskyldunni, sem var Möggu svo undurkær, mína einlægu samúð og megi góður Guð vera með ykkur á erfiðum tímum. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæra vinkona. Blessuð sé minn- ing þín. Þórunn J. Hafstein. Á fallegum sumardögum, sem hafa verið ríkjandi um þessar mundir, nístir sorg hjarta mitt því Margrét Björnsdóttir vin- kona mín hefur kvatt þetta jarð- líf langt langt fyrir aldur fram. Minningarnar streyma fram og efst í huga mér er þakklæti. Þakklæti fyrir vináttu, velvild og umhyggju einstakrar konu í minn garð og minna. Ég sá hana fyrst fyrir hart- nær hálfri öld í Menntaskólan- um í Reykjavík og kynntist henni síðan vel í námi í Háskóla Íslands. Seinna unnum við sam- an í mörg ár á Borgarspítalan- um, sem nú kallast Landspít- alinn Fossvogi. Þetta var á miklu uppgangstímabili og var Margrét ötul við að efla fag- mennsku á sviði hjúkrunar með óbilandi áhuga og framsýni. Einnig unnum við saman að ýmsum verkefnum eftir að hún hóf störf í heilbrigðisráðuneyt- inu og ég hjá Embætti land- læknis. Þá lágu leiðir okkar saman í félagsmálum. Með okk- ur tókst dýrmæt vinátta sem hélst alveg fram á síðustu daga hennar hér á jörðinni. Alltaf var jafn gott að vinna með Mar- gréti, alveg sama um hvaða verkefni var að ræða. Ég sagði eitt sinn við hana að ég mundi treysta henni til að pakka fall- hlíf fyrir mig ef á þyrfti að halda, sem lýsir því vel hve mik- ið traust ég bar til hennar. Margrét var fágæt kona, sem búin var miklum mannkostum, góðsemi, leiftrandi greind, hrað- fleygri hugsun, einstökum dugn- aði, ábyrgð og kímni. Þessir eig- inleikar nutu sín vel í starfi hennar, en hún var sannur hjúkrunarfræðingur í hjarta sínu alla tíð og sýndi í verki fag- lega umhyggju sem er innsta eðli hjúkrunar. Gæði heilbrigð- isþjónustu voru henni hugleikin og þar beitti hún sér af kapp- semi, fyrst og fremst með þarfir notenda þjónustunnar að leið- arljósi. Nú er komið að leiðarlokum að sinni, en ég treysti þó á end- urfundi okkar um síðir. Ég minnist hennar með djúpri virð- ingu og hjartans þakklæti. Fjölskylda mín og ég vottum fjölskyldu Margrétar og að- standendum öllum innilega sam- úð. Guð blessi minningu Mar- grétar Björnsdóttur. Laura Scheving Thorsteinsson. Okkur hefur tekist að halda hópinn, átta ungum mönnum sem útskrifuðust 1971 frá MR. Við höfum snætt morgunverð saman mánaðarlega yfir vetr- artímann, farið í gönguferðir eða fjallgöngur, veitt saman, brugðið okkur í helgarferðir á hjólum á vorin, ferðast saman innan lands og utan og haldið árleg matarboð með mökum okkar sem oft hafa tekið þátt í þessu bjástri okkar. Þessi fé- lagsskapur og samvistir, ýmist með eða án maka, hafa verið einstakar og gefandi og eru engan veginn sjálfgefnar. Með fráfalli Möggu, eigin- konu Jóns Hrafnkelssonar, er stórt skarð höggvið í þennan hóp. Magga var glaðlynd og áhugasöm um okkur félagana – hvað við hefðum fyrir stafni og hvernig okkar fólki gengi í lífinu og hún meinti það, hún var ein- læg. Hún gaf sig alla í það sem hún gerði hverju sinni og var feykilega öflug, atorkusöm og féll aldrei verk úr hendi. Magga gat verið sérlega snaggaraleg og gaf sér sjaldan tíma til þess að setjast niður og ræða málin í rólegheitunum, hún var með svo mörg járn í eldinum. Þegar hún fékkst til þess voru samræð- urnar ávallt gefandi, hún hlust- aði vel og rökræddi hlutina; var opin og áhugasöm. Þessa eiginleika hennar og skörungsskap má rekja norður til Melrakkasléttu þar sem for- feður hennar og formæður bjuggu. Hún vitjaði oft upprun- ans á Sléttu þar sem stórfjöl- skyldan á enn jarðir og heldur við. Nafn Möggu er komið frá langalangömmu hennar, Mar- grjeti Hálfdánardóttur á Odd- stöðum á Sléttu, sem var mikill skörungur. Margrjet var sögu- persónan „Magga systir“ í Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar sem hafði betur í langvinnum málaferlum við bróður sinn, Afa á Knerri, út af erfðamálum. Magga helgaði vinnu sinni stóran hluta krafta sinna, virk- aði á okkur sem einstaklega samviskusöm í starfi sínu. Fyrst og fremst áttu þó börnin og barnabörnin hug hennar allan. Okkur félögunum þótti ávallt aðdáunarvert af hve mikilli alúð þau Jón sinntu fjölskyldunni gegnum árin. Við söknum Möggu, asanum á henni og atorkunni, ákveðni en jafnframt gleði sem hún gaf af sér. Jóni sendum við hlýjar samúðarkveðjur svo og börnum, tengdabörnum og barnabörnum en ekki hvað síst móður Möggu og systkinum. F.h. skólafélaganna sjö (Guðna, Gylfa, Ingvars, Krist- jáns, Ólafs, Þorbergs og Yngva) og maka. Gylfi Páll Hersir, Kristján Ágústsson, Ólafur G. Flóvenz. Við andlát Möggu streyma fram minningar liðlega fjögurra áratuga um ljúfa samveru sex kvenna sem tengdust órjúfan- legum vináttuböndum á há- skólaárum í lok áttunda áratug- ar síðustu aldar. Síðan höfum við hist reglulega. Einhver átti frumkvæðið, oft með litlum fyr- irvara og merkilega oft reynd- ust allar lausar. Í byrjun var metnaðurinn mikill. Við boðuð- um til gourmet-matarboða hver heima hjá annarri. Eitt skilyrði: Allt sem við elduðum varð að vera frumraun. Uppskriftirnar skrifaðar í bók sem jafnvel skyldi gefa út. Þetta gerðum við í nokkur ár. Svo urðum við skynsamari, lækkuðum metnað- arstigið. Gerðum okkur grein fyrir að samveran var mikilvæg- ust. Við hittumst á veitingastöð- um, nutum aðkeypts matar en elduðum þó sjálfar einstaka sinnum. Stundum fengu mak- arnir að vera með, en það var sjaldan. Magga var sú eina í þessum hópi sem ekki var lögfræðingur. Hún lauk námi í hjúkrunar- fræði, fór í framhaldsnám og gerði stjórnun að ævistarfi. Fyrst á Borgarspítalanum, síð- an í heilbrigðisráðuneytinu þar sem hún var lykilstarfsmaður, skrifstofustjóri gæða og for- varna. Sjálfsagt hefur Möggu stundum fundist nóg um lög- fræðitalið á okkur hinum en aldrei lét hún á því bera. Enda var hún óendanlega þolinmóð, áhugasöm um allt, nákvæm, for- vitin, spurði ágengra spurninga og vildi kryfja öll mál til mergj- ar. Allt sem hún tók að sér gerði hún með sínum rólega, yfirvegaða og nákvæma hætti. Alltaf með marga bolta á lofti, á hlaupum, sein á okkar fundi og fór snemma því oftast var hún að sinna einhverju öðru í leið- inni. Enda var Magga endalaust umhyggjusöm, hjálpsöm og tilbúin að rétta hjálparhönd. Hugsaði alltaf fyrst um aðra og var með alla aðra en sjálfa sig í forgangi. Einhverra hluta vegna hefur þessi trausti vinkvennahópur lít- ið farið saman til útlanda. Til stóð að bæta úr því í tilefni fimmtugsafmæla okkar. Það varð ferðin sem aldrei var farin. Aftur stóð til að fara í október 2017 þegar ein okkar dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn. Farmið- ar voru keyptir, hótel bókað, okkur var ekkert að vanbúnaði. Þá kom höggið. Magga greind- ist með þann sjúkdóm sem nú hefur endað lífsgöngu hennar allt of snemma. Magga fór ekki með okkur til Kaupmannahafn- ar. Hennar beið annað verkefni, miklu erfiðara. Aldrei kvartaði hún. Aldrei vorkenndi hún sér yfir hlutskipti sínu. Af full- komnu æðruleysi og endalausu hugrekki, umvafin ástvinum, tókst hún á við það sem við var að etja. Vinkvennahópurinn fór að hittast oftar, hverfulleiki lífsins áþreifanlegri en áður. Mikilvægt að hittast, njóta samverunnar og vináttunnar eins lengi og unnt var. Við glöddumst í hvert sinn sem Magga komst líka og það var nánast alltaf. Þó aldrei væri um það talað var okkur ljóst að tímaglas Möggu tæmd- ist hratt, af fullkomnu miskunn- arleysi. Að leiðarlokum þökkum við Möggu fyrir áratuga samfylgd og vináttu um leið og Jóni, börnunum, Þorbjörgu móður Möggu og öðrum ástvinum hennar eru færðar hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um góða, umhyggjusama og trygga vinkonu lifir. Birna Sigurbjörnsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir. Við fjölskyldan minnumst Möggu með mikilli hlýju og kærleik. Magga var einstök manneskja sem hugsaði stöðugt um alla í kringum sig. Þegar mamma og pabbi fóru til út- landa var Magga alltaf sú fyrsta sem hafði samband og bauð okkur systkinunum í mat og gistingu. Þar var stjanað við okkur. Perukakan og heima- gerða karamellan voru í miklu uppáhaldi. Enginn gerði jafn góða karamellu og Magga. Við eigum einnig fjölmargar ljúfar minningar frá öllum ferðalögun- um sem við höfum farið saman, þá sérstaklega árlegu fjöl- skylduferðunum og skíðaferðun- um. Á síðustu dögunum spurði Magga mömmu og pabba þegar þau voru að fara til Spánar hvort það væri ekki örugglega eitthvað sem hún gæti gert fyrir okkur krakkana á meðan þau væru erlendis. Það lýsir því vel hversu hugulsöm og yndisleg hún Magga var og hvað hún gerði allt fyrir fólkið í kringum sig. Yndislegri manneskju er varla hægt að hugsa sér. Sorgin er gríðarleg en minningar um Möggu munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Nonni, Bjössi, Guðbjörg, Hrafnkell og fjöl- skyldur, megi algóði Guð gefa ykkur styrk og kraft á þessum erfiðu tímum. Anna Ólafía, Stefán, Hrafnkell, Arndís Rós og Sigurður Davíð. Það er erfitt að sætta sig við að Margrét hafi kvatt þetta líf. Kynni okkar af Möggu spanna áratugi. Við þekktum hana sem nemanda og kennara, sem stjórnanda í heilbrigðis- þjónustu, sem fræðimann og embættismann í ráðuneyti og sem góðan félaga. Hún hafði alla tíð brennandi áhuga á gæð- um heilbrigðisþjónustunnar og lá ekki á liði sínu þegar til henn- ar var leitað. Hún hafði jafn- framt einlægan áhuga á velferð þeirra er til hennar leituðu. Eins og er gjarnan hjá þeim sem setja mikilvægi góðrar þjónustu við sjúklinga í forgang, var erfitt fyrir Möggu að fylgj- ast með og vera þátttakandi í aðgerðum sem þrengdu hag sjúklinga. Magga bjó yfir góðum sam- skiptahæfileikum og háttvísi var henni í blóð borin. Hún sýndi viðmælendum sínum alltaf virð- ingu og hlustaði vel á sjónarmið þeirra. Þegar hún var á önd- verðum meiði hafði hún lag á því að setja fram sjónarmið sín með faglegum og málefnalegum hætti, og bauð þannig upp á snarpar og sannfærandi rök- ræður. Hún hafði aflað sér mikillar þekkingar bæði í námi og starfi, bjó að auki yfir afar góðu minni og hafði auga fyrir smáatriðum þar sem fáir stóðust henni snún- ing. Störfum sínum sinnti hún af mikilli alúð, var vinnusöm og óhrædd við að taka ábyrgð. Magga hafði þann vana að skrifa allt hjá sér og var ná- kvæm í öllu sem skipti máli. Rithönd hennar var fyrir okkur samstarfsfólki stundum eins og gríska, en við vissum að hún hafði tekið niður alla þá punkta sem einhvers voru virði. Oft leituðum við í smiðju Möggu eft- ir þekkingu hennar og upplýs- ingum um gang hinna ýmsu mála. Aldrei kom maður að tóm- um kofa þar. Framlag hennar var mikilsvert, hún var fag- manneskja fram í fingurgóma og við fráfall hennar förum við öll á mis við mikilvæg sjónarmið hennar í þróun heilbrigðisþjón- ustunnar. Við sendum Jóni og allri fjöl- skyldu Möggu og hennar nánu vinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Erna Einarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir. Skarð hefur verið höggvið í hópinn. Starfsfólk heilbrigðis- ráðuneytisins saknar góðs vinnufélaga og vinar í stað. Þótt máltækið segi að maður komi í manns stað þá á það aðeins við að takmörkuðu leyti. Skarðið sem Margrét Björnsdóttir skil- ur eftir í hjarta okkar sem kynntumst henni að einhverju marki á löngum og farsælum starfsferli hennar í ráðuneytinu verður ekki fyllt. Við minnumst hennar með virðingu og þakk- læti fyrir góð kynni sem ólu af sér vináttu og traust en finnum samtímis fyrir tómleika og söknuði. Sú tilfinning verður nánast áþreifanleg á vinnustað ekki stærri en okkar þar sem hver og einn getur haft svo mik- il áhrif á það hvernig hann er, á samskipti manna á milli, á vinnugleðina og hvernig verk- efnin ganga fyrir sig frá degi til dags. Margrét var ekki fyrirferð- armikil í hefðbundnum skilningi þess orðs. Fór hratt yfir, næst- um sveif um, létt og nett og lítið fyrir að láta á sér bera. Engu að síður hafði hún sterka nærveru sem birtist ekki síst í því hvern- ig hún lét sér umhugað um vinnufélagana og líðan þeirra, var einstaklega næm á aðstæð- ur, með sterka réttlætiskennd og fljót að bregðast við teldi hún að ósekju á einhvern hallað. Þrátt fyrir hógværa fram- komu duldist engum faglegur metnaður Margrétar sem birtist meðal annars í brennandi áhuga á hverju því viðfangsefni sem hún tók sér fyrir hendur, hvort heldur það var að eigin frum- kvæði eða verk sem henni voru falin og trúað fyrir. Margrét hafði þá eiginleika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.