Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 47

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 til að bera að hún hlaut að verða eftirsótt sem stjórnandi og til að gegna ýmsum trúnaðarstörfum. Sú varð líka raunin. Yfirveguð, fagleg, nákvæm, réttsýn, hörku- dugleg og ósérhlífin, hið síðast- nefnda kannski fram úr hófi. Engu að síður sanngjarn og vel liðinn stjórnandi. Við minnumst Margrétar og hefðum svo gjarna viljað gera samfylgdinni við hana skil í ein- hverju samræmi við það sem efni standa til. Samfylgd sem hjá sumum okkar telur um tvo áratugi, en skemur hjá öðrum eins og gengur. Vandinn er aft- ur á móti sá að við þessar að- stæður verða orðin heldur fá- tækleg í meðförum okkar flestra, einmitt þegar við þurf- um hvað mest á þeim að halda. Við íhuguðum að tíunda hér einhver af þeim fjölmörgu verk- efnum sem Margrét vann að á starfstíma sínum í ráðuneytinu, ávallt af miklum metnaði og sterkum vilja til þess að láta gott af sér leiða, enda ekki of- sagt að vinnan hafi verið henni hugsjón. Við nánari umhugsun hurfum við frá því. Verk hennar munu lifa ásamt minningunni um góða manneskju. Um leið og við minnumst Margrétar og þökkum sam- fylgdina við hana sem því miður endaði allt of skjótt færum við fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks heil- brigðisráðuneytisins og fyrrver- andi velferðarráðuneytis. Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri. Elsku Magga, vinkona okkar og skólasystir, er látin langt um aldur fram. Við kynntumst henni þegar við hófum nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands haustið 1976. Strax kom í ljós að Magga var miklum mannkostum búin. Hún var góðum gáfum gædd og ótvíræðir leiðtogahæfileikar leyndu sér ekki. Hún mætti til leiks brosandi og létt á fæti. Frá henni stafaði glæsileiki, kraftur og gleði sem hvatti alla til dáða. Það geislaði af vinkonu okkar, sem reyndist óvenjulega um- hyggjusöm, hjálpsöm og gjaf- mild. Minningarnar um Möggu frá þessum árum eru margar og yndislegar. Samviskusöm og fróðleiksfús stundaði hún námið og ræktaði vináttu við samnem- endur sína. Enginn gleymir því þegar Magga sat og skipti nest- inu sínu í 15 hluta, af alvöru og alkunnri elskusemi en líka til að skemmta okkur hinum og upp- skera hlátur, til dæmis þegar litlu prins pólói var skipt og nokkrum rúsínum. Jafnt skyldi vera jafnt. Útskriftarhópurinn okkar hefur allar götur haldið þétt saman og höfum við fylgst stolt- ar með glæstum ferli Möggu. Það kom ekki á óvart að henni væru falin ábyrgðarmikil störf í þágu hjúkrunar og heilbrigðis- þjónustu. Hún lagði hart að sér, hlífði sér hvergi og var drífandi og dugleg. Allt fórst henni vel úr hendi. Oft nutum við gestrisni Möggu og Jóns á þeirra fallega heimili. Möggu var margt til lista lagt og fór hún létt með að töfra fram ljúffengar veitingar og láta öllum líða vel í kringum sig. Nú er stórt skarð höggvið í okkar góða hóp. Minningarnar eru margar og skemmtilegar um okkar kærleiksríku vinkonu. Við viljum þakka henni sam- fylgdina og sendum Jóni og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Fyrir hönd hjúkrunarfræð- inga sem útskrifuðust frá Há- skóla Íslands 1980, Aðalbjörg, Inga og Theodóra. Dagfinnur Stef- ánsson flugstjóri, einn af stofnendum Loftleiða, starfaði sem flugstjóri hjá Loftleiðum, Flugleiðum, Air Ba- hama, Cargolux, dótturfélagi Loftleiða, en Dagfinnur var flug- stjóri í fyrstu ferð þess félags. Er lentur á Íslandi og sálin hans hef- ur tekið flugið upp að nýju. Það þarf burði til að geta lifað í 93 ár, hann var lifandi og virtur per- sónuleiki í flugheiminum, góður vinur okkar félaga í Kaffivagnin- um í tugi ára. Hann var klæddur eins og strákur í cowboy-fötunum sínum, svörtum cowboy-skóm, skyrtunni, rauða klútnum um hálsinn, eina sem vantaði upp á var hatturinn. Settist aldrei við borðið nema að klofa yfir stólbak- ið allan tímann á meðan hann var meðal okkar félaga.Við önnur tækifæri í bláa blazer-jakkanum og svörtu cowboy-skónum, enda bráðnuðu konurnar þegar glæsi- legur flugstjóri mætti á svæðið, ekki undrar okkur það. Hann var áhugasamur um margt eins og fyrr hefur komið fram á hans ævi- skeiði. „Um nírætt á nýrri flugvél er ef til vill skýring á því hvers vegna ég er við góða heilsu. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmti- legt og áhuginn er ekkert minni en þegar ég hóf flugnám árið 1945,“ sagði hann í viðtali við mbl.is árið 2013. Honum þótti skemmtilegt að ferðast víða um heim og þurfti að gera það í tengslum við störf sín. Helsta hlutverk hans var að vera góð fyr- irmynd, það var hann svo sann- arlega. Hann var heiðarlegur maður og það einkenndi fram- göngu hans í því sem hann tók sér fyrir hendur. Lífið er undur. Lífið er gjöf. Engu mátti muna að þú værir ekki til frásagnar þegar þú varst flugmaður og varst í áhöfn Geysis sem fórst á Bárðarbungu árið 1950. Um borð var sex manna áhöfn og ekkert spurðist til vél- arinnar. Þegar rúmir 4 sólar- hringar voru liðnir barst ógreini- legt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi.“ Honum þótti vænt um björgunarsveitir lands- manna sem björguðu lífi hans og félaga hans á jöklinum. Flugmað- ur á Geysi keypti fyrsta Neyðar- kallinn árið 2010 en þá hófst form- leg fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélags Landsbjargar. Dagfinnur sagði við þetta tæki- færi: „Björgunarmenn þeir er fyrstir komu að flugvélinni á Bárðarbungu skiluðu sínu hlut- verki vel en ljóst er að björgunar- sveitir í dag eru mun betur í stakk búnar til að takast á við stór verk- efni, eins og flugslys eða náttúru- hamfarir. Líf okkar er saga með upphafi, framvindu og endi.“ Hann var hógvær, yfirvegaður og orðheppinn í tilsvörum og kunni að koma með athugasemdir varð- andi nýjan flugvöll á Álftanesi í nefnd sem hann var skipaður í af ráðherra árið 1960. Hans draum- ur var nefnilega að leggja vara- flugvöll, þegar veður eru válynd á Álftanesi og atvinnutækifæri sem myndu skapast. En draumur hans varð ekki að veruleika þar sem menn kunnu ekki að hlusta á reyndan flugstjóra með áratuga reynslu af flugmálum. Við fé- lagarnir þökkum kveðjuna sem hann sendi okkur en hans lokaorð til okkar voru: „Ég bið að heilsa vinum mínum í Kaffivagninum.“ Blessuð sé minning um Dagfinn Stefánsson. Samúðarkveðjur til barna og fjölskyldu. Kveðja frá Dagfinnur Stefánsson ✝ DagfinnurStefánsson fæddist 22. nóv- ember 1925. Hann lést 16. júní 2019. Útför Dagfinns fór fram 10. júlí 2019. vinum í Kaffivagnin- um. Jóhann Páll Símonarson. Fallinn er til fold- ar heiðursmaðurinn og frumkvöðullinn Dagfinnur Stefáns- son, 93 ára að aldri. Dagfinnur var sann- arlega frumkvöðull í íslenskri flugsögu og var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir braut- ryðjandastörf á sviði flug- og sam- göngumála. Hann hafði komið víða við í starfi sínu og auk þess að vera einn sá áhrifaríkasti í flugi hjá Loftleiðum og síðar Flugleið- um flaug hann hjá Air Bahama og Cargolux, dótturfélagi Loftleiða. Hann starfaði einnig sem flug- stjóri hjá hjálparsamtökunum Or- bis, sem eru alþjóðleg hjálpar- samtök á sviði augnlækninga o.fl. Dagfinnur sat í stjórn Loftleiða og síðar Flugleiða og í stjórn Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna auk þess að vera í stjórn Lífeyr- issjóðs flugmanna. Dagfinnur var afar fróður um flugsögu okkar og flugmál almennt. Það var bæði fróðlegt og gaman að hlusta á Dagfinn miðla af þekkingu sinni og hann hafði frá mörgu að miðla um fyrri tíma atburði, sem nú eru jafnvel horfnir úr minni margra. Dagfinnur var þátttakandi í sam- starfi nefndar og verkfræðistofu JC Buckley sem var ráðherra- skipuð 1960. Þar var komist að þeirri niðurstöðu, að bestu að- stæður fyrir nýjan flugvöll væru á Álftanesi, en sú niðurstaða var einnig meðal valkosta annarrar nefndar löngu síðar eða á árunum 2013-15 (svokallaðrar Rögnu- nefndar). Þetta var oft rætt manna á milli hin síðari ár, ekki síst þegar málefni Reykjavíkur- flugvallar bar á góma. Sá er hér ritar kynntist Dag- finni er hann hóf störf hjá Loft- leiðum, sællar minningar, fyrir áratugum. Það fór ávallt vel á með okkur í samtölum og skoðunum en þau voru mörg í gegnum árin. Hin síðustu ár áttu nokkrir félagar og kunningjar Dagfinns því láni að fagna að sitja með honum að spjalli á veitingahúsinu Kaffi- vagninum á Granda svo til dag- lega. Þar var tekist á í góðu um málefni dagsins og hafði Dagfinn- ur mjög svo heilbrigðar skoðanir og nýstárlegar þegar svo bar und- ir. Fregnir höfðu borist af því til félaganna að Dagfinnur hefði sent kveðju sína til þeirra á Kaffivagn- inum frá sjúkrabeði sínum. Ekki verður látið hjá líða að endur- gjalda þá kveðju til Dagfinns frá félögunum á Kaffivagninum á Granda. Um það var samkomulag hjá hópnum. Dagfinnur verður kært kvaddur og hans sárt saknað eftir öll árin. Öllum aðstandend- um Dagfinns Stefánssonar eru sendar hlýjar óskir og samúðar- kveðjur. Geir R. Andersen. Nú þegar heiðursmaðurinn Dagfinnur Stefánsson hefur hafið sína hinstu ferð vil ég kveðja hann með nokkrum orðum. Það er mér heiður að hafa kynnst og fengið að vera sam- ferðamaður hans um alllangan tíma. Þótt við flygjum aldrei sam- an í áhöfn hjá Flugleiðum/Ice- landair, hef ég ætíð fylgst með og ávallt borið djúpa virðingu fyrir Dagfinni. Þær eru einnig ófáar stundirn- ar yfir kaffibolla í Flugklúbbnum Þyt þar sem „gömlu mennirnir“ hittust og þar sem við félagarnir hlustuðum á frumkvöðla eins og Dagfinn, Magnús Norðdahl o.fl. rifja upp og segja frá einhverjum af þeim ævintýrum sem þeir höfðu upplifað í frumbernsku at- vinnu- og áætlunarflugs á Íslandi svo og víða út um heim. Sum voru bara skemmtileg, en önnur svo al- varleg að þátttakendur í þeim jafnvel misstu líf sitt. Þessi hægláti en jafnframt virðulegi maður sem Dagfinnur var tranaði sér aldrei fram í þess- um samræðum sem fram fóru „á Hillunni“ í flugklúbbnum kl. 3 alla virka daga, og var einnig góður hlustandi. Þegar hann hins vegar hóf máls á e-u þögnuðu aðrir, því allir vildu hlusta á og heyra frá- sagnir Dagfinns og það sem hann hafði til málanna að leggja. Hvort það var síldarleit í árdaga flugs- ins, Bíafraflug, flug stærstu þota heims á þeim tíma eða flug á Dornier eða annarri af einkavél- um hans sjálfs breytti engu. Menn vildu heyra frásagnir Dagfinns. Dagfinnur var ætíð trúr gras- rótinni í fluginu og flugi á sínum eigin flugvélum, sem veittu hon- um gleði og ánægju fram á síðustu ár. Um leið og ég votta ættingjum og öllum vinum Dagfinns samúð mína, þakka ég honum samfylgd- ina og segi: „Góða ferð og sjáumst síðar minn kæri!“ Tryggvi B. Ein mesta flughetja seinni tíma hefur flogið sitt síðasta flug. Brottförin héðan kom mörgum okkar á óvart, en Dagfinnur átti það svo sem til að vera ekkert að eyða miklum tíma í að kveðja karl- ana hérna úti á velli. Kannski var umlað „jæja“ og með það var hann farinn út í bílinn sem spurði alla R U OK? Fyrir nokkrum árum tók ég viðtal við Dagfinn. Þá var hann að undirbúa ferð til Suðurskautsins, því það var eina heimsálfan sem eftir var. Í viðtalinu minntist hann á þjálfunarflugstjóra á Áttunni sem sagðist hafa flogið „everyt- hing from Jenny‘s to jets“. Það langaði Dagfinn að geta sagt. Þot- um hafði hann flogið nóg, en flug- hæfa Jenny var erfiðara að nálg- ast. En á endanum fann hann eina – í Bowling Green í Kentucky – og ég var pantaður í kóarahlutverkið hjá flugstjóranum í þessari ferð. Dagfinnur tók ekkert annað í mál en að við færum báðir í kúreka- stígvélum til Suðurríkjanna. Ég átti engin, svo hann opnaði skáp- inn og fann til par fyrir mig. Þol- inmóður tók hann stígvélin af sér í hvert einasta skipti sem við fórum í gegnum vopnaleit – stígvélin voru tákn ferðarinnar. Og auðvit- að var bara hlustað á kántrí í út- varpinu á leið okkar frá Nashville til Bowling Green. Fyrsta hlutverkið var að máta Jenny – vélina sem ég gantaðist með að Dagfinnur vildi bara fljúga til að geta sagst hafa flogið ein- hverju eldra en hann sjálfur. Það þurfti að klifra upp á hana eins og hest, en hann fór létt með það. Næsta dag var ekkert að vanbún- aði og Dagfinnur og Dorian, eig- andi vélarinnar, fóru í flugið lang- þráða. Þar flaug hann eins og hann hefði ekki gert annað, fim- lega og fagmannlega. Á leiðinni til baka frá Banda- ríkjunum hallaði yfirflugfreyja flugsins sér að Dagfinni og sagðist hafa unnið með honum á sínum tíma. Hún spurði hann svo hversu langt væri síðan hann hætti að fljúga og hann svaraði snöggur: „Ég er ekkert hættur að fljúga!“ Nei, því þótt atvinnuflugmanns- ferlinum væri lokið var hann virk- ur í einkafluginu og flaug TF- XXL oft að Miklavatni á sumrin. Það var staðurinn hans – þar sem silungurinn var bestur og kyrrðin fullkomin. Þar voru ræturnar. Dagfinns verður saknað úr fluginu. Virðingin fyrir þessum sí- gilda töffara var – og er – óviðjafn- anleg. Því var hann gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra einkaflugmanna (AOPA) árið 2016. Honum þótti vænt um það – og okkur um hann. Hann setti mark sitt á flugið og spor hans eru víða. „Adios amigo“ voru orðin sem hann kvaddi mig með þegar við hittumst síðast. „Adios amigo." Megirðu fljúga eins og krían héð- an af, kæri vinur! Haraldur Unason Diego, formaður AOPA á Íslandi. Í frábæru skyggni fádæma ís- lenskrar veðurblíðu kemur ein stærsta persóna íslenskrar flug- sögu inn til hinstu lendingar. Dag- finnur Stefánsson flaug í meira en 75 ár og kom að Loftleiðum og arftökum þess. Saga hans er sam- ofin íslenskri flugsögu enda varð hann þátttakandi í mörgum af björtustu dögum þeirrar sögu en þurfti einnig að lifa suma þá erf- iðustu. Dagfinnur flaug öllum flugvéla- tegundum sem flugu undir merkj- um Loftleiða og var alla tíð leið- andi í hópi flugmanna félagsins. Hann var einn af fyrstu hluthöf- um þess og sat í stjórn Loftleiða og Flugleiða, m.a. á erfiðum tím- um fyrstu árin eftir sameiningu. Ferillinn hófst í Bandaríkjun- um 1946 en Dagfinnur flaug í síldarleitarflugi Loftleiða þar sem eigendur félagsins stigu sín fyrstu skref í fluginu. Hann fór fljótlega að fljúga DC-4 vélum félagsins og svo öllum þeim farþegavélum sem á eftir komu. Hann tók þátt í upp- hafi Ameríkuflugs og þannig upp- hafi tengiflugs gegnum Ísland milli Ameríku og Evrópu sem Ice- landair byggir enn þann dag í dag rekstur sinn á. Dagfinnur flaug fyrstu DC-8 þotu Loftleiða til Íslands 1970 og flaug þeirri tegund allt fram til 1988 fyrir utan stutta viðdvöl á DC-10 breiðþotu sem dvaldi hjá Flugleiðum skemmri tíma en ætl- unin var og reyndist félaginu þungur baggi í rekstri. Hann kvaðst þó hafa haft mikla ánægju af því að fljúga vélinni og að sjá þar þá mögnuðu þróun sem hafði átt sér stað í flugtækni á fáum árum. Hann var einnig flugstjóri í fyrstu ferð Cargolux, sem í dag er eitt stærsta fraktflugfélag heims. Dagfinnur þurfti einnig að tak- ast á við verkefni sem flestir hefðu viljað komast hjá. Hann var að- stoðarflugmaður á Geysi, TF- RVC, þegar hún fórst á Bárðar- bungu 1950, hann slasaðist tals- vert og bar þess ætíð merki. Með fráfalli hans eru allir áhafnarmeð- limir Geysis horfnir á braut, en þau lifðu slysið af á sínum tíma eftir kalda daga á jöklinum. Í nóvember 1978 var Dagfinnur staddur í Colombo á Srí Lanka þar sem honum var ætlað að taka við Leifi Eiríkssyni, TF-FLA, sem fórst í aðflugi að flugvellinum þar í landi ásamt 183 manns, þar með talið átta Íslendingum. Þar fékk hann ásamt áhöfn það erfiða verkefni að hlúa að þeim sem af lifðu og undirbúa flutning þeirra sem létust heim við afar erfiðar og framandi aðstæður. Dagfinnur lauk störfum fyrir félagið árið 1988, 63 ára að aldri, en eftir starfslok starfaði hann m.a. sem sjálfboðaliði í flugi á veg- um góðgerðarsamtaka á DC-8 vél sem var útbúin sem augnspítali og flaug milli þróunarlanda. Icelandair býr að glæstri sögu sem heldur áfram að móta félagið enn í dag. Áræðni og ástríða þeirra sem stofnuðu Loftleiðir og gerðu það að einu stærsta fyrir- tæki landsins á skömmum tíma eru eiginleikar sem enn koma sér vel í rekstri þar sem aldrei er hægt að segja með fullvissu hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það er okkur sem lifum og störf- um í fluginu á 21. öldinni ómet- anlegt að hafa fengið að lifa sam- tíða slíkum frumkvöðli sem tengir okkur við söguna og rætur okkar. Fyrir hönd Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, forstjóri. Elskuleg móðir, amma, dóttir og systir okkar, SVEINEY SVERRISDÓTTIR, lést 15. júní. Jarðarför fór fram í Færeyjum 22. júní. Sverrir Dalsgaard Sigrid Dalsgaard Oddmar Dam Tórur, Sandra, Bryndis og Chloe Sólveig Þorsteinsdóttir Olga, Kristín og Þórhildur og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, bróðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON sjómaður, Langholtsvegi 162, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Kópavogs 29. júní. Útför fór fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 9. júlí. Friðrik Magnússon Ásta Jónsdóttir Hrefna Magnúsdóttir Helgi Jónsson Jón Magnússon barnabörn og barnabarnbörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR BENEDIKTSSON Frostafold 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 16. júlí klukkan 13. Ragna Ólafsdóttir Ólafur Einarsson Jenný Davíðsdóttir Böðvar Ólafsson Katarzyna Anna Kapitan Ragna Ólafsdóttir Geir Garðarsson Dagný Fjóla Ómarsdóttir Jenný Morsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.