Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Einhvers staðar stendur „Mennirnir spá en Guð ræður“. Atli Freyr frændi minn, sonur Guðmundar föður- bróður míns og Pálínu konu hans, hefur kvatt þetta jarðlíf aðeins tæpum mánuði eftir stóra bróður Bjössa. Báðir voru þeir heitt elskaðir í stórri fjölskyldu. Það má eiginlega segja að eitt af höfuðeinkennum föðurfjölskyldu okkar Atla sé fjölskyldukærleik- ur og einstök ást til barna og barnabarna. Þar fóru þau fremst í flokki amma okkar Atla og afi, Ásgerður og Björn í Núpsdals- tungu. Og aldrei hef ég vitað meiri systkinaást en hjá systkinum föður míns Björns og Guðmund- ar bróður hans. Miðfjörður var fjörðurinn þeirra. Dýrmætar árlegar heim- sóknir og samvera þar. Atli Freyr var í huga mínum litli frændi minn, hann var yngstur í barnahópi hjónanna á Jaðars- brautinni á Akranesi umvafinn af foreldrum sínum og stóru systkinunum. Ég sé hann fyrir mér lítinn með fallega ljósrauða hárlokka – orðheppinn varð hann snemma og talaði eins og fullorðinn þó ungur væri að ár- um. Glaðbeittur og hugmynda- ríkur – mikill gleðigjafi á heim- ilinu. Honum datt svo margt í hug og var ekkert að liggja á því . Sem fullorðinn var Atli alveg einstaklega hugulsamur við for- eldra sína og eyddi miklum tíma með þeim og veit ég að það var þeim Pálínu og Guðmundi dýr- mætt. Atli menntaði sig bæði hér á landi og erlendis. Það var einmitt í Bretlandi sem hann kynntist Halínu sem varð eig- inkona hans og þau eignuðust tvö myndarleg börn. Ást og hamingja ríkti. Seinna skildu þeirra leiðir en vinátta hélst. Ég hitti Atla Frey frænda minn á förnum vegi á Akureyri fyrir nokkrum árum – þar gekk hann arm í arm með glæsilegri konu. Þar var komin inn í líf Atla, Þorgerður ástin hans og eiginkona – þau ljómuðu, það lýsti af þeim, svo samvalin. Atli frændi minn var hamingjunnar maður. Þau Þorgerður heim- sóttu okkur Dónald á Dalvíkina og var gaman eins og alltaf í kringum þennan skemmtilega, fróða frænda minn. Hann hafði frá mörgu að segja og gerði það svo skínandi vel. Já, „Mennirnir spá en Guð ræður“. Guð blessi minningu Atla Freys Guðmundssonar – Guð blessi ástvini hans alla. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Mér er tregt tungu að hræra þegar ég kveð vin minn Atla Frey Guðmundsson hinstu kveðju en þakklátur er ég for- sjóninni fyrir að hafa átt hann að vini í fjóra áratugi hvar aldrei bar skugga á. Leiðir okkar lágu í upphafi saman í gegnum hesta- mennsku og þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman á hestum um byggðir landsins og óbyggðir. Lengstan hluta starfsævinnar gegndi Atli starfi skrifstofu- stjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Neytenda- og sam- keppnismál voru sá málaflokkur sem hann hafði lengst af á sinni könnu og því viðfangsefni ásamt öðrum verkefnum sem honum Atli Freyr Guðmundsson ✝ Atli Freyr Guð-mundsson fædd- ist 3. apríl 1948. Hann lést 15. júní 2019. Útför Atla fór fram í kyrrþey 26. júní 2019. voru falin sinnti hann af kost- gæfni. Atli gleymist seint þeim sem honum kynntust enda var hann sannkallaður gleðigjafi sem færði með sér birtu og yl hvar sem hann kom. Hann var ríflega meðalmaður á hæð, bjartur yf- irlitum, beinn í baki og bar sig vel, aðsópsmikill í framgöngu, einstakt snyrtimenni og fyllti vel út í öll þau rými þar sem hann kom. Það gerði Atli þó fyrst og fremst á jákvæðan hátt því lund hans var létt, spaugsyrði voru sjaldan langt undan vörum og honum var tamara að sjá hið já- kvæða fremur en hið neikvæða í fari samferðamanna sinna. Atli hafði þægilega og notalega ná- vist, enda hlýr í framgöngu og heilsaði gjarnan ættingjum og vinum með þéttu faðmlagi. Hann var lífsglaður maður, skemmti- legur, vinsæll og eftirsóttur fé- lagi. Það var eftirminnilegt að vera með honum á mannamót- um, því þar var eins og hann þekkti alla og allir þekktu hann. Minnisstætt er mér þegar ég kynnti hann fyrir móðurafa mín- um, því þeir urðu frá fyrsta degi miklir og einlægir vinir þótt ald- ursmunurinn væri mikill, og Atli varð í framhaldinu vinur allra í þeirri stóru fjölskyldu. Einn var sá eiginleiki sem var hvað ríkastur í fari Atla, en það var umhyggja hans fyrir öðru fólki. Skipti þá engu hver átti í hlut, því hann gerði aldrei mannamun, umgekkst alla eins og vildi allra götu greiða. Atli kom úr stórri fjölskyldu og var ættrækinn, vinmargur var hann og sýndi vinum sínum og fjöl- skyldum þeirra einstaka rækt- arsemi. Heilsu Atla Freys hrakaði síð- ustu árin og hratt undir lokin. Í þeim erfiðleikum naut hann ómetanlegs stuðnings Þorgerðar konu sinnar sem þá eins og jafn- an áður stóð þétt við hlið hans. Heilsubrestinum tók Atli eins og öðru í lífinu á jákvæðan hátt, af yfirvegun og hæfilegri bjartsýni í bland við skynsamlegt raunsæi. Þegar við kvöddumst í síðast sinn á Landspítalanum skömmu áður en Atli féll frá, var ljóst að hann gerði sér grein fyrir í hvað stefndi en hafði á orði með bros á vör, að hann hefði átt gott líf með góðu fólki og lifað sér til gleði. Því gætu þær ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal í kvæðinu Vorsól, þegar hann segir: „Ég á öllum gott að gjalda/gleði mín er djúp og rík“ verið ortar í orða- stað Atla Freys Guðmundsson- ar. Með þeim orðum kveðjum við Iðunn kæran vin um leið og við sendum Þorgerði, Svövu Maríu, Guðmundi Páli og öðrum aðstandendum Atla Freys okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgeir Örlygsson. Kveðja frá bekkjar- systkinum á Bifröst Nú á vordögum hittumst við bekkjarsystkinin vestur á Snæ- fellsnesi til að fagna fimmtíu ára útskriftarafmæli okkar úr Sam- vinnuskólanum á Bifröst og rifja upp ljúfar minningar um skóla- árin, en það var skarð fyrir skildi þar sem vantaði Atla Frey Guðmundsson í hópinn. Hann hafði ekki treyst sér til ferð- arinnar sökum heilsubrests. Við vissum ekki þá hversu alvarleg veikindi hans voru og þess vegna kom það okkur á óvart þegar fregnin barst af andláti hans. Atli var frá upphafi leiðtogi bekkjarins og var meðal annars formaður skólafélagsins seinni veturinn sem við vorum á Bif- röst. Hann var ræktarsamur við okkar hóp og var í nánu vina- sambandi við mörg okkar alla tíð. Hann var skarpgreindur og fjölfróður, vinmargur og vina- fastur. Atli var glettinn að eðlisfari og einstaklega klókur að sjá skemmtilegar hliðar á bæði mönnum og málefnum og hafði á hraðbergi gamansögur af ýmsu tagi. Við kveðjum bekkjarbróður okkar Atla Frey Guðmundsson með virðingu og þakklæti. Bless- uð sé hans minning. Fyrir hönd bekkjarsystkina á Bifröst, Sigurður Á. Sigurðsson. Dáinn, horfinn, harmafregn. Atli Freyr er genginn til æðri heima og hefur kvatt æsku sinn- ar draumalönd alltof fljótt. Við skipuðumst í sveit undir merkj- um Framsóknarflokksins ungir að árum. Hann varð snemma fullgildur maður og varð fram- kvæmdastjóri Sambands ungra Framsóknarmanna, erindreki flokksins, gekk við hlið þeirra sem fremstir fóru, ráðherra og þingmanna flokksins, á miklum umbrotatímum. Atli Freyr var í fremstu röð ungra framsóknarmanna þar sem fór harðsnúið lið og óvægið sem vildi brjóta í rústir og byggja upp á nýtt. Fullvíst má telja að á árunum 1965 til 1974 hafi enginn flokkur átt jafn öfl- uga sveit ungs fólks og Framsóknarflokkurinn með þá Baldur Óskarsson og Ólaf Ragn- ar Grímsson í forystu og grasrót magnaðs fólks sem bæði færðist mikið í fang og gerði sig gildandi með íslenskri þjóð næstu ára- tugi. SUF varð á þessum árum að alvöru stjórnmálahreyfingu eða flokki innan Framsóknar- flokksins og sótti einnig sín syst- urlönd til átaka innan SÍS. Þá var ekki aðalatriðið að lofa for- ingjana eða þingmennina heldur veita þeim aðhald og berjast fyr- ir hugsjónum framtíðar. Atli Freyr naut sín, hann átti trúnað beggja hreyfinga, mann- gerðin var úr gulli, hann virti þá sem voru eldri og dró úr öllu of- fari jafnaldra sinna. Atli Freyr hafði ekki hæst á þingum, hann hugsaði í lausnum og ábyrgðin sem honum var falin gerði hann vitran og gætinn. Hann var sagnamaður og húmoristi og sögurnar sem hann mundi og flutti manni með sínum hætti voru oft ævintýralega skemmti- legar. Atli Freyr gekk menntaveg- inn og varð trúr embættismaður íslenska ríkisins, þjónaði mörg- um ráðherrum í viðskiptaráðu- neytinu og allir báru honum ein- staka sögu. Hann erfði snyrtimennsku og glæsilegt fas föður síns, sem ég man vel eftir af flokksþingum, og gerði kröfu um virðingu við hverja stóra stund. Atli Freyr var hestamaður og bast þar enn æringjum og frískri sveit sem hóf íslenska hestinn til vegs og virðingar í ferðum um landið, ekki síst í gegnum Ís- hesta með Einari Bollasyni og Guðmundi Birki Þorkelssyni. Og morgunsöngurinn með útlend- ingunum var ekki af verri end- anum og heyri ég kitlandi hlátur Atla Freys koma þar við sögu því á morgnana var slegið upp kór og allir sungu, útlending- arnir líka: „Framsóknarmenn, framsóknarmenn, Stalín er dauður, kratinn lifir enn, fram- sóknarmenn, framsóknarmenn, Stalín er dauður, húrra, húrra.“ Og þegar þeir félagar með stór- an hóp Þjóðverja mættu for- sætisráðherra Steingrími Her- mannssyni upp á Kili stigu allir úr hnakknum og sungu fyrir okkar mann þennan söng. „Ég er svoleiðis aldeilis hissa, það eru bara fleiri framsóknarmenn í Þýskalandi en hér,“ sagði for- sætisráðherann með bros á vör. Hann ásamt félögum sínum stóð svo að blótum Gránufélagsins þar sem menn drukku ótæpi- lega, tókust á í sjómann eða krumlu og kváðu drápur, en risu til nýrra leika að morgni. Og svo reis Atli Freyr líka til nýrrar baráttu með SSÁ og leiðum að hamingju þeirra sem losa sig við þann arma þræl sem áfengið er. Minningin er björt um dáða- dreng sem elskaði Þorgerði sína sem kom inn í líf hans og leiddi hann um grænar grundir ham- ingjunnar og reyndist honum best þegar mest þurfti við, ekki síst þegar heilsunni fór að hraka. Ég kveð Atla Frey með sökn- uðu og heyri enn rödd hans hvísla að mér sögum frá skemmtilegasta tíma Íslands- sögunnar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Atli Freyr. Þorgerður og fjöl- skylda innilegar samúðarkveðj- ur, við andlát og útför höfðingj- ans. Guðni Ágústsson. Kær vinur og félagi til margra ára, Atli Freyr Guð- mundsson, er fallinn frá eftir langvinn og erfið veikindi. Frá- fall hans er okkur félögunum mikið áfall, sem og öðrum sem til hans þekktu. Fyrir mörgum áratugum stofnuðu Atli og nokkrir vinir hans óformlegan félagsskap sem hafði það að markmiði að ræða þau málefni sem efst væru á baugi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Á þessum samverustund- um var m.a. rætt um stjórnmál í frekar léttum tón, þótt ekki væru menn alltaf sammála og naut sín þar vel frásagnarhæfi- leiki Atla, þekking hans á bak- sviði stjórnmálanna og kunn- ingsskapur við leikendur á því sviði. Ekki voru þó eingöngu rædd mál í léttum dúr, heldur einnig af mikilli alvöru þegar það átti við. Undir gamansemi Atla Freys bjó alvara hins reynda manns sem hafði samúð með öllum sem erfitt áttu og vildi leggja sitt af mörkum til að greiða götu þeirra. Starfsvettvangur Atla var í stjórnsýslunni, þar sem hann sinnti störfum skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu. Skiljan- lega hlóðust mörg trúnaðarstörf á herðar Atla í starfi við hina op- inberu stjórnsýslu. Þá var Atli mikilsvirtur félagsmálafrömuð- ur. Hann var formaður skóla- félags Samvinnuskólans, enda hafði Atli ávallt mikinn áhuga á skólastarfinu á Bifröst, m.a. var hann formaður Nemendasam- bands Samvinnuskólans um skeið og í skólanefnd hans og síðar Samvinnuháskólans. En auk þess sat Atli um tíma í stjórn SÁÁ og hafði ávallt mik- inn áhuga á starfi þeirra sam- taka. Þess má einnig geta að loknu námi á Bifröst stóð hugur Atla til frekara náms og lauk hann prófum í félagsvísindum við Uni- versity of Nottingham 1973, en einnig stundaði nám í hagfræði við University of York 1974 og lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá Hí 1978. Við fráfall Atla Freys Guð- mundssonar verður frekar tóm- legt við borðið þegar við fé- lagarnir hittumst næst. Okkar maður, sá yngsti í hópnum hefur nú farið í þá langferð sem okkur öllum er ætlað. Við félagarnir vissum allir að það gæti brugðið til beggja vona að Atli næði aft- ur bærilegri heilsu, en enginn okkar bjóst við því að komið væri svo nærri kveðjustundu. Góður drengur, vinafastur og vinsæll er nú fallinn frá. Við vinirnir sendum Þorgerði og öllum ástvinum hans, sem eiga sárt um að binda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Þormóðsson, Hrafn Magnússon, Ólafur G. Sigurðsson. Ástkær unnusti, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og barnabarn, GUÐMUNDUR HREIÐAR GUÐJÓNSSON Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, lést af slysförum 30. júní sl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 13. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir dóttur hans 0586-18-050412, kt. 050412-2370. Sara Dögg Alfreðsdóttir Hildur Heiða Guðmundsdóttir Elín Þóra Guðmundsdóttir Kjartan Kjartansson Marteinn Þórarinsson Sigurveig Guðmundsdóttir Alfreð G. Maríusson Þórdís Geirsdóttir systkini, amma, afi og ástvinir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG S. PETERSEN lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 15. Steinn Guðmundsson Guðný Á. Steinsdóttir Sigríður Steinsdóttir Klara Steinsdóttir Áki G. Karlsson Hildur Friðriksdóttir Steinn Friðriksson Marta G. Blöndal Steinn Rud Johnsson Atli Gauti Ákason Orri Steinn Ákason Soffía Steinsdóttir Blöndal Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR GUÐMUNDSSON kaupmaður í Björnsbúð, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri sunnudaginn 7. júlí. Útförin verður gerð frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 16. júlí klukkan 14. Starfsfólki Eyrar eru færðar þakkir fyrir alúðlega umönnun. Jónína Jakobsdóttir Björn Garðarsson Margrét Sverrisdóttir Jakob Falur Garðarsson Vigdís Jakobsdóttir Atli Garðarsson Sverrir Falur Björnsson og Anna Fríða Gísladóttir Kristín Björg Björnsdóttir Dagur Jakobsson og Júlía Jakobsdóttir Stjúpfaðir minn, afi, langafi og langalangafi, MAGNÚS GUÐNASON fv. rafmagnseftirlitsmaður, Árskógum 6, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítala föstudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 15. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Jón Steinar Snorrason Guðrún Grímólfsdóttir Jóhanna Bjarney Jónsdóttir Sigurður Ormarsson Svava Jónsdóttir Jón Sindri Sigurðsson Helena Ericsson Magnús Ólafur Sigurðsson Valdemar Steinar Jónsson systkinabörn og aðrir ættingjar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FJÖLNIR LÚÐVÍGSSON Stóragerði 1a, Hvolsvelli, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 8. júlí. Útför fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 15. júlí klukkan 14. Ingibjörg M. Kristjánsdóttir Dane R. Ludvigsson Katherine Brown Rúnar Máni Baldursson Karítas Mist Hjartardóttir Birta Líf Fjölnisdóttir Gunnar Rafn Pálsson Helga Lind Fjölnisdóttir Óskar Heiðar Hansson og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.