Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 ✝ Elísabet Jóns-dóttir (Lilla) fæddist á Mið- húsum, Álftanes- hreppi í Mýrasýslu 7. maí 1938. Hún lést á Landspítal- anum Fossvogi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2019. Lilla var dóttir hjónanna Jóns H. Jónssonar frá Syðri- Rauðamel í Eyjahreppi, f. 13. september 1898, d. 28. febrúar 1989, og Nellýjar Pétursdóttir frá Eyrarbakka, f. 3. júlí 1903, d. 29. apríl 1981. Þau voru ábú- endur á Miðhúsum. Lilla var í miðjunni í röð sjö systkina, en systkini hennar eru Pétur Val- berg, f. 4. maí 1933, Helga, f. 18. júní 1935, Baldur, f. 1. febrúar 1938, d. 18. september 2013, Jón Atli, f. 1. janúar 1940, Gylfi, f. 29. ágúst 1941, og Ásta, f. 15. nóvember 1943. sveitastörf, gekk í farskóla og fór í húsmæðraskólann á Varmalandi og útskrifaðist það- an árið 1959. Lilla fór að heiman á veturna að vinna, til að mynda í Iðnó í Reykjavík, í sláturhúsi og bak- aríi í Borgarnesi, á vertíð í Vest- mannaeyjum og í Ólafsvík, í síld á Raufarhöfn og í Barnaskól- anum á Varmalandi. Á sumrin kom hún heim að Miðhúsum í heyskapinn, en vann einnig um tíma sem kaupakona í Sólheima- tungu í Stafholtstungum. Eftir að Lilla var alfarin til Reykjavíkur vann hún hjá Reykjavíkurborg, fyrst á Lauf- ásborg, svo á Vesturvallaróló í Vesturbæ Reykjavíkur og síðar á róló í Fellunum í Breiðholti. Hún vann svo frá 1982, eða þar um bil, í mötuneyti hjá embætti Borgarverkfræðings í Reykja- vík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Lillu. Hinn 23. janúar 1965 gifttist Lilla Leifi Hólmari Jó- hannessyni, f. 24. maí 1939. Þau slitu sambúð þann 29. mars 1994. For- eldrar hans voru hjónin Jóhannes Kristinn Sigurðs- son, f. 4. júlí 1910, d. 14. september 1998, og Laufey Sigurpálsdóttir, f. 23. desember 1913, d. 12. maí 1999. Lilla og Leifur eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Sævar Leifsson, f. 18. janúar 1964, giftur Sveinbjörgu Þóru Gunnarsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Elísabetu Ester, Sig- urð Gunnar og Viktoríu Sól, og tvö barnabörn. 2) Hlynur Leifs- son, f. 16. janúar 1970, giftur Ernu Guðlaugsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Leif Örn, Ara Pál og Ingibjörgu. Lilla ólst upp við almenn Móðir mín, hún Lilla, var blíð og góð en líka ákveðin þegar þurfti. Hún var góð fyrirmynd, lagði sig alla fram í því sem hún tók sér fyrir hendur, það var ekk- ert gert af hálfum hug. En gleðin var samt alltaf höfð í fyrirrúmi, ekki velta sér upp úr því sem mið- ur fór en læra af því. Hún var mik- ill grínari og stríðnispúki og ekk- ert var skemmtilegra en að setjast niður og spila, fíflast, stríða og grínast. Hógværð var líka ein- kenni hennar, hún hafði til dæmis gefið þau fyrirmæli að ekki yrði gert mikið úr brotthvarfi hennar úr þessum heimi og höfum við reynt að fara eftir þeim tilmælum en jafnframt gæta þess að henni sé sýndur sá sómi sem hún á svo mikið skilið. Helsta áhugamál mömmu var fjölskyldan og allt sem henni við- kom. Mamma studdi okkur bræð- urna og síðar fjölskyldur okkar af heilum hug í því sem við tókum okkur fyrir hendur og sýndi því mikinn áhuga, hvort sem var um að ræða íþróttir, nám eða annað. Hún var alltaf mætt þegar leik- ur fór fram þótt stundum þyrfti að fara um langan veg. Það var ekki sjálfgefið, sérstaklega ekki hér áð- ur fyrr. Svo var hún mikil keppnis- manneskja þó hún hafi ekki stund- að skipulagðar í þróttir. Hún var alltaf tilbúin að sinna barnabörn- unum og átti alltaf ís eða annað góðgæti handa þeim. Tómstundir átti móðir mín margar og ýmiskonar handavinna lá vel fyrir henni, t.d. hannaði hún og prjónaði fallegar KR-lopapeys- ur á okkur bræðurna sem vöktu mikla athygli. Eftir hana liggja meðal annars margar fallegar veggmyndir, glæsilegir stólar með ísaumi og skemmtilegt dúkkudót. Okkur þykir vænt um þessa hluti og verða þeir vel varðveittir. Fyrst og fremst liggur samt eftir mömmu fjöldi fallegra og góðra minninga sem verða einnig vel varðveittar. Móðir mín var ávallt dugleg að hreyfa sig. Þar var sund áberandi framan af en síðar göngutúrar sem voru ófáir. Mamma gat verið sælkeri á mat og var lambahrygg- ur það besta sem hún fékk. Mamma hélt alltaf góðu sam- bandi við heimahagana og þar var alltaf gott að koma. Hún hélt líka góðu sambandi við systkini sín og gamla skólafélaga og þótti ávallt vænt um að heyra í þeim eða hitta. Mamma, þín er sárt saknað. Hlynur Leifsson. Elsku besta mamma, tengda- mamma, amma og langamma, El- ísabet Jónsdóttir, alltaf kölluð Lilla, er dáin. Við munum sakna hennar mikið. Hún var okkar trausti vinur og fyrirmynd alla tíð, það væri gott að vera jafn góð manneskja og hún var. Lilla vildi alltaf vita hvernig öllum gekk og var ávallt tilbúin að styðja okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þrátt fyrir að Lilla sé far- in frá okkur er gott að vita af henni og geta spurt sig hvað hún hefði gert. Andlát hennar bar brátt að og það var ánægjulegt að hún lifði góðu lífi alveg undir það síðasta þar sem hún var í góðum sam- skiptum við sína nánustu allt fram á síðustu stundu, hún mat það mikils. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa átt hana að, hún var kona með hjarta úr gulli og vegna hennar erum við öll betri mann- eskjur. Að lokum viljum við þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir veitta umönnun þar sem allir gerðu sitt besta þrátt fyrir erfið vinnuskil- yrði. Takk fyrir allt, elsku Lilla, við elskum þig ævinlega og alltaf. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Sævar, Þóra, Elísabet Ester, Sigurður Gunnar, Viktoría Sól og tengdaömmu- og barnabarnabörn. Henni Lillu kynntist ég þegar við Hlynur fórum að rugla saman reytum. Það kom fljótt í ljós hve hrein og bein hún var. Það var ekk- ert verið að tala í kringum hlutina heldur voru málin bara rædd. Hún var ákaflega traust og raungóð manneskja. Alltaf til í að aðstoða á þann hátt sem hún gat í hvert sinn. Þótt heilsan væri ekki eins góð undir það síðasta vildi hún alltaf brjóta saman þvottinn hjá mér. Hún gat brotið þvottinn saman svo það mætti halda að hún hefði straujað hann. Það fór líka alltaf miklu minna fyrir tauinu þegar hún braut hann saman. Lilla hafði gaman af því að spila og höfum við gert mikið af því frá því við kynnt- umst. Hún var mikill stríðnispúki og kom það oft í ljós við spilaborð- ið. Lilla var stór hluti af kjarnafjöl- skyldunni okkar. Alltaf var hringt í ömmu Lillu ef það þurfti að segja frá einhverju áföngum í lífinu eða einhverju spennandi sem var gert. Lilla var einstaklega dugleg að hringja líka í barnabörnin og spyrja frétta. Við fórum til Akur- eyrar á fótboltamót í lok júní og það var skrítin tilhugsun á heim- leiðinni að geta ekki hringt í Lillu og sagt frá því hvernig gekk þar. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til Lillu í spil og spjall. Börnin bæði stór og smá gátu gengið að því vísu að það væri til ís í ísskápn- um hjá henni og stundum eitthvað meira líka. Ég á eftir að sakna hennar tengdamömmu mikið en er jafnframt þakklát fyrir allar sam- verustundirnar og góðu minning- arnar sem við sköpuðum saman. Erna Guðlaugsdóttir. Amma mín var sæt og fín, elskaði að gera grín. Tók alltaf inn sín vítamín og drakk appelsín. Hún amma Lilla var sérstök manneskja í mínum huga. Hún var bæði góð og skemmtileg amma. Þegar ég átti afmæli eða eitthvað annað var um að vera hjá mér hringdi hún alltaf í mig. Mér fannst það notalegt. Hún var góð í að spila en líka tapsár ef illa gekk, ekki ólíkt mér sjálfum. Mér fannst gaman að horfa á Dr. Phil með ömmu Lillu. Hún var mjög dugleg að gefa mér ís og mjög gjafmild yfir höfuð. Ég á margar góðar minningar frá því að við spiluðum ólsen ólsen og laumu. Ég á eftir að sakna hennar en hennar tími var kominn. Hún lifði góðu lífi og ég vona að hún hafi náð að uppfylla alla drauma sína. Ari Páll. Lilla, amma, sem alltaf átti ís, missti ekki af Dr. Phil þætti, lét sig aldrei vanta í afmælisveislur, gaf manni alltaf tíma, vildi alltaf spjalla, spila, grínast og hlæja, getur með sanni gengið sátt, stolt og ánægð frá lífsins báti. Ég efast ekki um í eina sekúndu að hún hafi gert nákvæmlega það. Gildin, lífsgleðin og öll sú arf- leifð sem hún skildi eftir sig mun ávallt vera stór hluti af lífi mínu og fylgja mér. Endalaust gæti ég rifjað upp góðar minningar af ömmu Lillu, eins og reglulegu ferðirnar okkar til Miðhúsa þar sem hún ólst upp og öll jólin sem hún var hjá okkur. Alltaf þurftum við að kaupa gullgos á áramótun- um sérstaklega fyrir hana því henni fannst gullituðu gosin fal- legri en nokkur annar flugeldur og ómissandi hluti af góðum ára- mótum. Hún mætti alltaf lang- fyrst í öll afmæli og sat sallaróleg á meðan allir hinir gestirnir tínd- ust inn smátt og smátt. Allar Bón- usferðirnar sem Lilla fór með mann í þar sem hún kom alltaf með plastpoka að heiman og aldr- ei mátti gleyma að kaupa stórar rúsínur og ís. Að lokum má nefna þau ófáu skipti sem Lilla sendi mann eftir plaströri ofan í Elep- hant-bjórinn sinn, enda drakk hún ekki sopa af honum nema rör væri í. Já, hægt væri að rifja og telja upp góðar minningar af ömmu Lillu svo dögum skipti og er ég ásamt öllum sem Lillu þekktu einstaklega heppinn að búa yfir þessum minningum. Án þeirra væri tilveran eflaust ekki jafn björt og hún er. Leifur Örn. Elsku kæra systir mín Elísa- bet, kölluð Lilla, hefur kvatt okk- ur. Höggið kom óvænt. Hún var að vísu búin að glíma við veikindi og ýmis áföll, en reis alltaf upp aft- ur okkur til mikillar gleði og ánægju. Í þetta sinn laut hún í lægra haldi fyrir þeim er öllu ræð- ur. Við fráfall hennar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana sem systur og samferða- mann í lífinu. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd, var úrræða- og raun- góð, alltaf til í að rétta hjálparhönd ef til hennar var leit- að. Við höfum gert svo ótal marga hluti saman um ævina, bæði sem einstaklingar og seinna með fjöl- skyldum okkar. Við unnum saman í sláturhúsi hjá KB, fórum á vertíð í Ólafsvík, síld á Siglufirði og unn- um svo saman í Laufásborg, sem þá var dagheimili. Þegar Lilla eignaðist Sævar bjó hún í sömu götu og Laufásborg er og í hverju hádegi skrapp ég yfir til þeirra til að vita hvernig gengi Elísabet Jónsdóttir (Lilla) HINSTA KVEÐJA Kæra amma. Þú ert búin að vera svo góð við okkur. Þú varst besta amma í heimi. Það besta sem mér fannst við gera saman var að spila. Þú áttir alltaf ís handa okkur. Þú saumaðir margt flott sem ég mátti leika mér með. Við elskuðum þig heitt. Þú leyfðir okkur svo margt og svo varstu dugleg að hringja í okkur. Mér fannst gaman að geta líka hringt í þig eftir að ég fékk síma. Ég á eftir að sakna þín, elsku amma Lilla. Þín Ingibjörg. ✝ Jórunn Jóns-dóttir, fv. skrif- stofustjóri á krabba- meinslækningadeild Landspítalans, fæddist í Reykjavík 11. maí 1931. Hún lést 1. júlí 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ólafur Gunnlaugs- son, stjórnarráðs- fulltrúi, f. 8. október 1890, d., og Ingunn Elín Þórð- ardóttir, húsmóðir, f. 3. desem- ber 1898, d. 2. janúar 1968. Jór- unn ólst upp í föðurhúsum þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Alsystkini Jórunnar voru: 1) Þórður Jónsson, f. 1924, d. 1991, 2) Bryndís Jónsdóttir, f. 1927, d. 2016, 3) Þorsteinn Jónsson, f. 1934, d. 1972, 5) Drengur Jóns- son, f. 1938, d. 1938, 6) Gunn- laugur Jónsson, f. 1943, d. 1950. Systkini Jórunnar samfeðra: 1) Þuríður Jónsdóttir Sörensen, f. Dóttir Ingunnar er Jórunn Agla Birgisdóttir, heildsali í Hollandi, f. 27. september 1974. Synir Jór- unnar Öglu eru: 1) Noah Birgir, f. 15. nóvember 2013, og Robert Paul Ísarr, f. 24. febrúar 2016. Dóttir Ingunnar og Roberts er Jannie Brynja, markaðsfræð- ingur, f. 7. maí 1989, sambýlis- maður hennar er Frank van Wees, f. 31. janúar 1985. Eftir skólanámfór Jórunn í Suhrske husmodersskole í Kaupmannahöfn og vann hjá fjölskyldu Circus Schumann. Er heim var komið hóf Jórunn störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins, síðan á röntgendeild Landspít- alans, en þegar K-bygging var opnuð (1989), sem er sérhæfð fyrir geislameðferðir með línu- hröðlum, hóf hún störf þar sem skrifstofustjóri og tók þátt í uppbyggingu. Jórunn lauk þar störfum á sjötugasta aldursári. Eftir starfslok flutti hún til fjöl- skyldu sinnar í Amsterdam. Útför Jórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 11. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. 1913, d. 1996, 2) Soffía Jónsdóttir, f. 1915, d. 1917, 3) Gunnlaugur Jón Halldór Jónsson, f. 1916, d. 1918, 4) Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 1918, d. 2012, 5) Halldór Ólafur Jónsson, f. 1919, d. 2001, 5) Karl Jónsson Ei- ríksson, f. 1920, d. 1990. Jórunn giftist 1. ágúst 1954 Agli Marteinssyni, fv. raffræð- ingi, f. 13. ágúst 1932, d. 30. október 2001. Foreldrar hans voru hjónin Martin Jensen, símaverkstjóri, f. 15. maí 1909, d. 2. janúar 1996, og Anna Eygló Egilsdóttir, f. 9. ágúst 1914, d. 17. mars 1972. Dóttir Jórunnar og Egils er Ingunn Elín, heild- sali í Hollandi, f. 29. ágúst 1955. Hún er gift Robert Kaatee, lækni í Hollandi, f. 9. júní 1959. Elsku besta mamma mín, sálu- félagi og besta vinkona mín, rétt- láta, viðsýna og framsýna mamma. Samtölin voru löng, dag- leg og stundum oft á dag. Ég hjá þér og þú hjá mér, Reykjavík eða Amsterdam. Elskaði Bach konsertstundir eins og pabbi. Náttúrubarn og listunnandi. Bjó með okkur í Amsterdam og kunni það best. Ferðaðist með okkur og naut hvers augnabliks. Alltaf var ást og alltaf var gleði, heima með mér eða í huga mér alltaf til staðar. Skilyrðislaus ást. Þótt augum ég beini út í ómælis geim ertu samt nálæg mér Því stjarnanna blik Og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Hala Satavahana.) Þín, Ingunn Elín. Elsku Jórunn okkar. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað óskað mér. Ástin og hlýjan sem Jórunn gaf frá sér var ómetanleg. Jórunn var alltaf til staðar og tilbúin, einnig er við fluttum til Hollands kom hún með okkur. Fjölskyldan var allt fyrir Jórunni og Agli og hafa þau kennt okkur hvað gefur lífinu gildi. Mikið á ég Jórunni að þakka, er komið var að sérnámi mínu var það hún sem benti mér á mynd- greiningar og kynnti mér rönt- gendeild Landspítalans, þar sem hún var að vinna á þeim tíma. Jór- unn hafði eins og alltaf rétt fyrir sér, myndgreiningar passa vel við mig og er ég henni ævinlega þakk- látur. Við fjölskyldan höfum ferðast mikið saman hérlendis og erlend- is. Var alltaf gott og gaman að hafa Jórunni með okkur. Ég fékk alltaf að ferðast með fjórum kon- um, þegar hinar voru lengi að hafa sig til þurfti ég aldrei að bíða eftir Jórunni. Hún var alltaf tilbúin með töskuna sína til að leggja af stað og hlakkaði mjög mikið til. Mikið erum við fjölskyldan þakklát að hafa haft Jórunni svona lengi hjá okkur, allt sem hún hefur leiðbeint okkur með í lífinu og alla ástina sem við feng- um frá henni. Nú eru hjónin Jór- unn og Egill aftur saman, lífsföru- nauturinn og ástin sem hún saknaði svo mikið, eins og við munum sakna elsku Jórunnar okkar. Robert Kaatee. Nú er allra besta vinkona mín búin að kveðja, hún mun ávallt lifa í mínu hjarta. Það var sama hvað ég spurði ömmu um eða leitaði ráða með, alltaf átti hún góð ráð og svör við öllu án þess að dæma, hvort sem það voru húsráð, eldhúsráð, strákamál eða dýramál, enda amma sú fyrsta sem fékk að heyra öll mín leyndarmál. Allt sem amma tók sér fyrir hendur gerði hún svo vel og með mikilli ást, alúð og hlýju. Amma var mjög á undan sinni samtíð, hún gerðist grænmet- isæta áður en ég vissi að græn- metisætur væru til fyrir um 40 ár- um, hún stundaði makróbíótískan lífsstíl, fór á núvitundar- og jóga- námskeið löngu áður en allt svo- leiðis komst í tísku og varð vinsælt eins og maður segir. Eins var amma viljug að læra og fylgjast með öllum nútímabylt- ingum, hún var komin með tölvu og kunni að senda email á undan öllum í fjölskyldunni. Þegar amma hætti að vinna var hún mikið í Amsterdam og bjó hún þá hjá mér og var það ynd- islegt að hafa hana svona nálægt, ég hafði þá bestu vinkonu mína hjá mér. Bjuggum við til margar minningar til að setja í minninga- bankann eins og amma sagði allt- af. Við gerðum margt skemmti- legt saman og áttum yndislegar stundir, nærvera hennar var alltaf svo róandi og góð. Amma var líka alltaf til í allt og fannst skemmti- legast að vera með fjölskyldu sinni. Þá kom hún reglulega og hjálp- aði okkur í vinnunni, við mamma handskrifuðum reikninga þar til amma tölvuvæddi okkur. Amma var elskuð af öllum vin- um og vinkonum mínum í Hol- landi. Eftir að amma hætti að koma til Hollands fékk ég alltaf reglu- lega spurningar um hvernig amma hefði það frá vinum mínum og meira að segja póstmaðurinn í vinnunni hjá okkur spyr reglulega um hana. Góða nótt, elsku amma mín. Þín Jórunn Agla. Það er erfitt að hafa fallegustu sálina ekki lengur hjá sér, amma mín er hún. Jákvæð, glöð og til í allt. Hvort sem það var að flytja til Hollands á áttræðisaldri, fara ein í sporvagninum niður í bæ til að fara á flott kaffihús og sjá menn- inguna í Amsterdam eða læra hol- lensku þannig að hún gæti aðeins talað við fjölskylduna og vinafólk- ið okkar úti. Amma kenndi okkur að setja allar fallegu minningarnar í minn- ingabankann sinn þannig að þær hverfi aldrei. Hún kenndi okkur að vera þakklát fyrir fallegu fjölskylduna sína, þakklát fyrir allt sem maður má upplifa og að bera virðingu fyrir öllu og öllum í kringum sig. Þetta er lærdómur og virðing sem ég reyni að nota í mínu dag- lega lífi. Við amma áttum margar falleg- ar stundir saman, bæði úti í Hol- landi og hér heima. Við vorum mikið tvær saman og upplifðum fullt af ævintýrum. Fórum til New York, drauma- borgarinnar okkar, Tyrklands eða þá bara Ítalíu, og alltaf var jafn gaman að vera saman. Sérstaklega mun ég sakna þess að vera heima tvær saman og horfa á fullt af spennumyndum og borða íslenskar ömmu kjötbollur, sem var alltaf á óskalistanum mín- um. Í síðustu viku fengum við fjöl- skyldan mikið af fallegum kveðj- um frá vinum og fjölskyldu í Hol- landi. Ég hef nú alltaf vitað hvað öll- um þótti vænt um ömmu mína, en það gaf mér mikinn styrk að lesa minningar þeirra um hana. Indæl, góð, fallleg og alltaf hlæjandi. Þó að þú hafir ekki talað sama tungu- málið gafst þú öllum í kringum þig svo mikla hlýju. Amma mín mun alltaf vera Jórunn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.