Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
✝ Eygló AnnaSigurðardóttir
fæddist 11. júní
1953 í Reykjavík.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 26.
júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Ásgrímsson, f. 30.
jan. 1911, d. 19.
ágúst 1979, og
Ágústa Jónsdóttir,
f. 8. ágúst 1922, d. 19. jan.
2009.
Eygló var yngst systkina
sinna en þau eru í aldursröð:
Erla Katrín, f. 1943, d. 2004,
Kjartan, f. 1946, Steingrímur,
f. 1947, Magnús, f. 1949, og
Hulda, f. 1951.
Rökkvi Þór. f) Sigurður Fann-
ar.
Eygló giftist Sólbjarti Guð-
mundssyni 26. des. 1976, þau
skildu en eignuðust tvö börn:
a) Þorbjörgu, f. 1976. Eig-
inmaður Þorbjargar er Árni
Freyr Einarsson, þau eiga
þrjú börn: Söru Eygló, Alexíus
Bjart og Dröfn Elínrósu. b)
Fannar, f. 1978. Eiginkona
hans er Erla Ösp Lárusdóttir
og eiga þau fjögur börn:
Sindra Má, Aldísi Ísabellu,
Arnar Frey og Heiðdísi Maríu.
Eygló ólst upp í sveit og
vann hin ýmsu sveitastörf. Um
tíma var hún á sjó. En megnið
af starfsævi sinni vann hún við
ræstingar.
Hún bjó í Grindavík og
Færeyjum en lengst af á
Akranesi.
Síðustu æviár sín bjó Eygló
á Suðurgötu 85.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 11. júlí
2019, klukkan 13.
Eygló giftist
Árna Þorkelssyni
27. des. 1971. Þau
skildu en eign-
uðust eitt barn:
Ágústu, f. 1971.
Eiginmaður
Ágústu er Sig-
urður Bjarnason,
f. 1965, og eiga
þau sex börn. a)
Tinna, börn henn-
ar eru Mikael
Máni og Tristan Elí. b) Daði
Hrafn. c) Auðunn, sambýlis-
kona hans er Svandís Ösp.
Barn þeirra er Steinar Leó. d)
Bjarni Maron, sambýliskona
hans er Kristrún Haralds-
dóttir, barn þeirra er Maron.
e) Ólafur Valur. Barn hans er
Engin orð geta lýst hvernig
mér líður þessa dagana. Að
missa tvær fallegar manneskjur
úr lífi mínu með dags millibili er
of mikið.
Og sorgin rennur út í eitt við
að reyna að skrifa, því móðir
mín og mágkona eru báðar í
huga mínum og hjarta þegar ég
reyni að koma hugsunum mínum
á blað.
Ég er samt svo þakklát fyrir
allar stundirnar sem ég man, því
ég man allt það góða.
Mamma var ein með okkur
systkinin frá því við vorum lítil,
og var alla tíð hörkudugleg í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hvert einasta kvöld þá sat
hún hjá okkur áður en við fórum
að sofa og fór með bænirnar
með okkur, og hennar mottó var
alltaf að fara aldrei ósátt að sofa.
Og ég man eftir Þorláks-
messudögum og nóttum því allt-
af þurfti hún að sauma sæng-
urver fyrir okkur, pakka inn
öllum gjöfum, skrifa jólakort,
þrífa allt hátt og lágt og baka
jólakökurnar, skreyta íbúðina og
gera allt fínt áður en við vökn-
uðum á aðfangadag. Þó hún
svæfi lítið sem ekkert.
Og hún var nagli. Hver lær-
brotnar illa og kvartar aldrei og
labbar svo bara eins og ekkert
sé eftir stuttan tíma? En
mamma lærði það eflaust án
þess að vilja það, að lífið getur
verið hart og miskunnarlaust því
áföllin voru mörg sem hún fékk
að reyna.
Ómeðvitað veljum við okkur
leið í lífinu og við vitum ekki
hvað bíður okkar á þeirri leið.
Bæði gleði og sorg og stund-
um meira af öðru þeirra.
Ég kýs að minnast mömmu
fyrir það hvers konar sál hún
var. Hún elskaði alveg skilyrð-
islaust og við fundum það öll.
Við efuðumst aldrei eitt augna-
blik um ást hennar á okkur.
Hún reyndi alltaf sitt besta
gagnvart okkur, og þegar allt
var í lagi hjá mömmu þá var hún
til staðar.
Og þær stundir sem hún var
ekki til staðar þá reyndi á okkur
systkinin að standa á eigin fót-
um. Og eins oft og ég gat verið
sár áður fyrr, þá er ég þakklát í
dag, því að standa á eigin fótum
gefur styrk til að halda áfram í
lífinu og gefast ekki upp þó erf-
iðleikar mæti manni.
Mamma gaf allt sem hún gat
bæði til okkar og barnabarnanna
sinna. Hún átti sitt sérstaka
samband við hvert og eitt af sín-
um ömmubörnum og ég efast
ekki eitt augnablik um að þau
búi að því.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að njóta
þess að vera hjá henni síðustu
mánuði. Hún hélt alltaf innst
inni í smá von um að allt færi vel
á endanum í þessari baráttu, en
við hin vissum betur.
Ég er líka þakklát fyrir þá
yndislegu umönnun sem hún
fékk frá heimahjúkrun og öllu
frábæra starfsfólkinu á Sjúkra-
húsi Akraness sem annaðist
hana af alúð þær vikur sem hún
dvaldist þar. Hún fékk að vera
umkringd öllum sem elskuðu
hana og hún fór ekki ósátt að
sofa.
Með endalausri ást,
Ágústa.
Það er aldrei auðvelt að
kveðja ástvin. Sorgin situr í
hjartanu og huganum og fylgir
manni út lífið. Mamma var of-
urkona, sveita- og indíánastelpa,
dýravinur, tónlistarunnandi, bjó
til besta kjötið í karríi og prjón-
aði fallegustu lopapeysurnar.
Hún var yndisleg amma sem gaf
knúsin sín óspart, hún bjó ekki
aðeins yfir hreinni manngæsku
heldur var hún duglegasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Mamma var ákaflega ósérhlífin
manneskja og vann t.a.m. hjálp-
arstarf fyrir ABC bæði í nytja-
markaðnum og einnig við að
selja vörur fyrir þá.
Hún nefndi það einhvern tím-
ann að sig langaði að fara til
Afríku og hjálpa börnunum þar,
þessi hugsun einkenndi hennar
fallegu og góðu sál.
Elsku mamma átti þó í miklu
stríði við Bakkus, það komu þó-
nokkrir sigrar en orrusturnar
voru margar og oft tapaði hún.
Alkóhólisminn bjó til fjarlægð á
milli okkar en hugur minn var
ætíð hjá henni, það er erfitt að
loka á þá sem maður elskar og
maður syrgir tapaðar stundir.
Hún fékk þó illvígari sjúkdóm
sem engar meðferðir náðu að
stoppa, hún greindist með
krabbamein fyrir tíu árum. Með
sínum ofurkrafti náði hún bata,
en það kraumaði lengi hjá henni
þar til það kom aftur upp á yfir-
borðið. Eins súrrealískt að segja
þá má líta á það þannig að alkó-
hólisminn hafi sundrað okkur en
krabbameinið hafi fært okkur
saman aftur.
Elsku mamma var staðráðin í
því að vinna baráttuna, og af
einhverjum ótrúlegum styrk fór
hún í gegnum hverja lyfjameð-
ferðina á fætur annarri, ofurkon-
an sem hún var. Hún ákvað að
lifa í núinu og borðaði hákarl
eins og sælgæti, byrjaði að fara í
ræktina og gönguferðir, skellti
sér á tónleika og jafnvel til Fær-
eyjanna fögru þar sem ég fædd-
ist.
Mamma bjó að mestu ein með
okkur þrjú systkinin og sinnti
báðum hlutverkum sem fyrir-
vinna heimilisins og húsmóðir.
Hún lenti margoft í sorg á sinni
lífsleið en áfram hélt hún með
jákvæðnina að vopni. Það liðu
aldrei þau jól þegar ég var að
alast upp að við fengum ekki ný
jólaföt og sængurföt á rúmið.
Hún að alla jöfnu steig ekki
upp frá saumavélinni á Þorláks-
messukvöld nema allt væri tilbú-
ið og tíu smákökusortir komnar í
dunkana.
Það er svo margs að sakna og
svo sorglegt að hugsa til þess að
ég sjái hana aldrei aftur.
Sjúkrastofan hennar var þétt-
setin af fólki sem elskaði hana,
þar voru dregnar fram allar
góðu fallegu minningarnar sem
við áttum með henni. Það er gott
að vita að hún fann fyrir nær-
veru okkar alveg undir það síð-
asta.
Elsku mamma, ég elska þig
og þakka þér fyrir að hafa gert
mig að þeirri manneskju sem ég
er.
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
(Matthías Jochumsson.)
Þín dóttir,
Þorbjörg (Tobba).
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
Og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku litla systir mín, hvað
get ég sagt, það er ótrúlegt að
hafa á þessu fallega sumri þurft
að horfa á þig verða svona veika,
þú sem varst búin að taka svo
vel við meðferðinni í vetur. En
þessi vágestur vægir sjaldan
þeim sem hann mætir, eins og
við kynntumst þegar við misst-
um Erlu stóru systur okkar. Nú
hef ég einnig misst litlu systur
mína en það er eins og það er að
enginn ræður sínum næturstað.
Eygló mín, ég er alveg óend-
anlega þakklát fyrir samveru-
stundirnar og þann tíma sem við
fengum að eiga saman þessa síð-
ustu mánuði og geymi ég þær
stundir í hjarta mínu að eilífu.
Þú varst alla tíð dugnaðar-
forkur og hlífðir þér aldrei og
slóst hvergi af í þeim verkefnum
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Sjúkdómurinn tók sinn toll en
nú færðu hvíldina þína.
Elsku litla systir mín, hafðu
þökk fyrir allt og ég efast ekki
um að það hafi verið tekið vel á
móti þér í draumalandinu af
pabba, mömmu, Erlu og öllum
hinum sem unnu þér.
Elsku Gústa, Fanni og Þor-
björg, megi góður guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Vertu sæl um alla eilífð,
elskulega góða barn.
Þótt stöðugt þig við grátum
þreytt og mædd um lífsins hjarn
eigum við í huga hrelldum
helga von og bjarta þrá
að eiga vísa endurfundi
aftur þig að mega sjá.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hinsta kveðja,
þín systir
Hulda.
Eygló Anna
Sigurðardóttir
✝ Heiðrún Sig-urbjörnsdóttir
fæddist 10. sept-
ember 1934 í Gils-
árteigi í Eiðaþing-
há. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Grund 30. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnþóra
Guttormsd., f. á Ás-
geirsst. í Eiðaþing-
há 14.10. 1895, d. 4.7. 1988, og
Sigurbjörn Snjólfsson, f. á
Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá
22.9. 1893, d. 13.7. 1980. Systk-
ini: Gunnlaugur, f. 7.2. 1917, d.
24.11. 2002, Guttormur, f. 27.9.
1918, d. 11.8. 2003, Sigurður, f.
27.5. 1920, d. 7.5. 1979, Snæþór,
f. 15.3. 1922, d. 3.10. 1980, Vil-
hjálmur, f. 1.6. 1923, d. 28.10.
1975, Magnús, f. 19.12. 1925, d.
12.8. 1927, Þórhalla, f. 5.4. 1927,
d. 5.6. 1934, Guðfinna, f. 10.5.
1928, d. 27.7. 2014; Sigurborg, f.
5.8. 1929, Halldóra, f. 24.2. 1931,
d. 4.2. 2008, Sigurlaug, f. 23.1.
1933, d. 19.7. 1985, Benedikt, f.
3.10. 1935, d. 21.4. 1981, Ari, f.
13.11. 1936, d. 11.6. 2004. Hálf-
systir Heiðrúnar, samfeðra, var
Aníta, f. 27.11. 1911, d. 22.11.
1972.
skóla í Mýnesi og síðan á Al-
þýðuskólanum á Eiðum. Fór hún
17 ára til Noregs og vann á bú-
garði og svo á saumastofu. Eftir
heimkomu var hún vinnustúlka
hjá Eysteini Jónssyni, ráðherra
og frú Sólveigu, en þau voru
vinafólk foreldra hennar og
samherjar í pólitík. Síðan starf-
aði Heiðrún á Ljósmyndast.
Stúdíó Gests og Guðmundar til
1963 er hún fluttist með eig-
inmanni sínum að Reykhólum
þar sem hann var héraðslæknir
til ársins 1966. Þá fluttu þau til
Danmerkur vegna framhalds-
náms eiginmanns. Heiðrún hóf
nám í Ikast seminarium for soci-
alpædagoger og lauk þaðan
námi sem félagsþjálfi 1974. Fjöl-
skyldan fluttist heim til Íslands
það ár og reisti sér heimili í
Birkigrund 61 þar sem þau
bjuggu æ síðan. Heiðrún vann til
fjölda ára við Öskjuhlíðarskóla
og aflaði hún sér framhalds-
menntunar í Kennaraskóla Ís-
lands samhliða starfi. Heiðrún
gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um, en einnig sat hún í stjórn
Átthagafélags Héraðsbúa til
fjölda ára. Heiðrún var unnandi
lista, saumaði og prjónaði og í
Danmörku vann hún í leir og
málaði. Hún sótti tónleika reglu-
lega og m.a. söng hún með
Kvennakór Reykjavíkur og síð-
ar með Léttsveit Kvennakórs-
ins.
Útför hennar fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 11. júlí 2019,
klukkan 13.
Eiginmaður
Heiðrúnar er Svan-
ur Sveinsson, lækn-
ir, f. 18.6. 1934.
Foreldrar hans
voru Sveinn Hall-
dórsson, f. að
Skarði á Landi
26.4. 1892, d. 14.4.
1957, og Guðbjörg
Þórðardóttir, f.
3.10. 1899, d. 28.6.
1992.
Heiðrún og Svanur gengu í
hjónaband 24.9. 1960. Þau eign-
uðust þrjú börn: 1) Sveinn Hall-
dór, verkfr., f. 24.8. 1964,
kvæntur Marianne Toftdal,
verkfræðingi, búa í Danmörku.
Synir þeirra: Magnús Svanur, f.
9.4. 2001, og Jón Ágúst, f. 22.9.
2004. 2) Freyja Svansdóttir, hár-
snyrtir og förðunarfr., f. 1.8.
1968, gift Nönnu Sigrúnu Ge-
orgsdóttur, förðunarfr., búa í
Danmörku. Dóttir þeirra: Sól, f.
28.9. 1994, sambýlism. Jacob
Funding Linderberg. 3) Ólafur
Örn, lögm., f. 30.5. 1972, kvænt-
ur Hönnu Sigríði Gunnsteins-
dóttur forstjóra. Þeirra börn:
Ása Rún, f. 8.12. 2006, Embla
Rut, f. 1.2. 2008, og Tómas Orri,
f. 9.3. 2010.
Heiðrún var í heimavistar-
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin. Eftir standa hugljúfar
minningar um fallega og hæg-
láta konu sem var allt í senn
yndisleg eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma.
Heiðrún bar hag okkar allra
fyrir brjósti og var svo næm á
líðan samferðafólks síns. Hún
var alltaf til staðar fyrir þá sem
þurftu á henni að halda og stóð
Birkigrundin öllum opin, hvort
sem það voru ættingjar eða
vinir þeirra hjóna, vinir barna
þeirra eða bara krakkar úr
hverfinu sem hún hafði hitt á
förnum vegi.
Heiðrún dæmdi aldrei heldur
tók fólki einfaldlega eins og það
var með sinni einstöku hlýju.
Það fengu margir að reyna sem
urðu henni samferða í gegnum
lífið.
Þrátt fyrir mikið umburðar-
lyndi hafði Heiðrún sterkar
skoðanir á mörgu og lét hún
þær uppi þegar átti við. Ég var
fljót að átta mig á því að hún
valdi sér slagina og þegar hún
tók þá hlustuðu þeir feðgar all-
ir sem einn sem og annað sam-
ferðafólk. Það sem hún þoldi
heldur aldrei var þegar henni
fannst minni máttar vera beitt-
ir óréttlæti og lét hún þá oft til
sín taka.
Ég man þegar ég hitti Heið-
rúnu fyrst á annan dag jóla og
fékk heitt súkkulaði og hina
frægu randalín í fyrsta skiptið.
Þessi kaka er það besta sem til
er eins og allir vita sem hafa
smakkað en eingöngu bökuð
um jól. Skemmtilegar umræður
urðu um hver jól hvernig ran-
dalínin sem var á borðum væri
í samanburði við fyrri kökur
enda voru þær aldrei eins en
alltaf jafn ljúffengar. Við hin
höfum reynt að leika þetta eftir
en uppskriftin einkennist af
dassi af þessu og klípu af hinu
sem við höfum því miður ekki
enn getað leikið eftir. Líklega
vantar okkur umhyggjusemina
sem gaf kökunni þetta auka-
bragð sem allir elskuðu.
Þegar ég eignaðist börnin
mín kynntist ég nýrri hlið á
Heiðrúnu en þá kom Heiða
amma fram. Hún umvafði börn-
in mín einstakri hlýju og vænt-
umþykju og upplifði ég þá af
eigin raun sögurnar sem ég
hafði heyrt frá strákunum
hennar og vinum Óla þegar
þeir voru yngri. Hún var vakin
og sofin yfir velferð eigin barna
og barnabarna sem og
barnanna sinna úr Öskjuhlíð-
arskóla sem hún talaði alltaf
svo fallega um. Þarna kynntist
ég einstakri þolinmæði Heið-
rúnar og manngæsku. Hún var
líka alltaf til í að leika sem öll
börn elska og ævintýrin því
aldrei langt undan þar sem
Heiða amma var. Óteljandi
ferðir voru farnar á rólóvöllinn,
út í „skóg“, baka snúbrauð og
hvað annað sem börnunum datt
í hug að gæti verið skemmtilegt
að gera. Það mátti líka bara
sitja og spjalla um heima og
geima ef það hentaði þá stund-
ina.
Hún var elskuð af barna-
börnunum og er söknuður
þeirra mikill.
Missir Svans er einnig mikill
en minningarnar hlýja. Þar
voru á ferð samhent hjón sem
kunnu alltaf að njóta lífsins
hvort sem það var með sínum
nánustu, góðum vinum eða ein
saman. Þau ferðuðust víða enda
þótt sumarhúsið á Fur í Dan-
mörku hafi ávallt átt stóran
sess í hjarta Heiðrúnar. Ferða-
lag Heiðrúnar er á enda og er-
um við sem eftir stöndum enda-
laust þakklát fyrir að hafa
fengið að vera ferðafélagar
hennar og njóta nærveru henn-
ar. Megi minning hennar lifa í
hjörtum okkar allra.
Hanna Sigríður.
Heiðrún vinkona kom að
austan, alin upp í Gilsárteigi í
Eiðaþinghá. Ein af fjórtán
systkinum.
Það er ekki lítill hópur sem
Gunnþóra og Sigurbjörn komu
til manns. Það var gaman að
heyra Heiðrúnu segja frá upp-
vextinum, foreldrum sínum og
systkinum. Það var ekki mikill
auður í garði en því meira af
ást og umhyggju.
Gilsárteigur er í nágrenni
Eiðaskóla, þar stundaði Heið-
rún nám áður en hún hleypti
heimdraganum ung að aldri.
Hún fékk gott veganesti að
heiman, sem sýndi sig í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Við Heiðrún kynntumst 1958
og með okkur tókst vinátta,
sem staðið hefur í 61 ár, traust
og gjöful. Um svipað leyti
kynntist hún Svani sínum og
þeirra samferð stóð jafn lengi.
Þá eignaðist ég um leið annan
traustan vin.
Heiðrún tókst óhikað á við
þau verkefni sem mættu henni í
lífinu. Stærst var hún í uppeldi
barna sinna og rekstri heimilis-
ins.
Hann er langur listinn yfir
þá hæfileika sem henni voru
gefnir og hún kunni að virkja
þá. Það lék allt í höndum henn-
ar, hvort sem var að sauma,
prjóna, búa til listmuni úr leir,
laga mat eða yrkja garðinn í
Birkigrund. Og hún var söng-
elsk, söng mörg ár með
Kvennakórnum Léttsveit
Reykjavíkur, það veitti henni
ómælda ánægju.
Fjölskyldan bjó nokkur ár í
Danmörku meðan Svanur var í
sérnámi í læknisfræði. Þá lét
Heiðrún gamlan draum rætast
að afla sér starfsréttinda og
lærði félagsþjálfun. Hún vann
allmörg ár við Öskjuhlíðar-
skóla. Þar var hún á réttri
hillu. Hún var einkar lagin við
börn og þess nutu líka barna-
börnin sem voru elsk að ömmu
sinni.
Heiðrún lá ekki á skoðunum
sínum og var föst fyrir. Hún
hafði ríka réttlætiskennd og
var málsvari þeirra sem minna
mega sín. Yfirgang þoldi hún
ekki og þegar stjórnvöld áform-
uðu að leggja hraðbraut eftir
Fossvogsdalnum endilöngum,
án samráðs við íbúa dalsins,
var hún fremst í flokki þeirra
sem mótmæltu þeirri ósvinnu
og söfnuðu þau undirskriftum
gegn þeirri framkvæmd. Ekk-
ert varð úr lagningu brautar-
innar.
Heiðrún var sannkallað nátt-
úrubarn, hún elskaði að ferðast
og naut þess að fara um landið
okkar og vítt um heiminn með
fjölskyldunni.
Nú er komið að ferðalokum
og er mér þá efst í huga þakk-
læti fyrir þá gæfu að hafa átt
vináttu hennar. Um þá sem eru
farnir segir Dante: Þegar hug-
urinn leitar til kærra förunauta
okkar, sem gáfu heiminum líf
með nærveru sinni, þá skulum
við ekki segja - þeir eru farnir.
Segjum heldur með þakklæti –
þeir voru hér.
Ég leyfi mér að gera þessi
orð að mínum.
Ég votta Svani og fjölskyldu
samúð mína.
Svanhildur (Svana).
Heiðrún
Sigurbjörnsdóttir