Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 58

Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 58
land og stóðu foreldrar okkar beggja við bakið á okkur þegar kom að því að passa krakkana þegar þurfti,“ segir Herdís og ætli ánægj- an af því hafi ekki verið gagnkvæm. Herdís leitar mikið í sveitina, bæði í bústað foreldra sinna í Mjóa- nesi við Þingvallavatn og sömuleiðis eiga tengdaforeldrar hennar hús nærri Flúðum, þar sem þau fara stundum með börnin. Það er ekki síst veiðin sem togar og aðstæður við Mjóanes eru ekki verri. Þar tók Herdís til dæmis 19 punda urriða fyrir þremur árum. „Ætli það sé ekki mitt mesta afrek á þessu og það er ljóst. „Námið krafðist þess oft að ég var að læra langt fram á kvöld eftir að krakkarnir voru sofnaðir. En ég fékk mikinn stuðning frá manninum mínum.“ Og hún kvartar ekki, þó að hún hafi fagnað ærlega í sumar eftir langan aðdraganda að útskriftinni. „Mér fannst í raun þægilegt að eiga börn- in mín í námi. HR er frábær skóli og tekur tillit til þess að nemendur eigi börn á meðan þeir eru í námi. Ég gat því haldið áfram þar sem frá var horfið eftir fæðingarorlof. Gæti ekki verið ánægðari með skólann. Við maðurinn minn höfum gott bak- H erdís Ómarsdóttir er þrítug í dag. Hún kom úr túr til Seattle rétt í gærmorgun, lagði sig í snatri og hélt svo beinustu leið af stað í Mjóanes við Þingvallavatn, þar sem hún nýtur dagsins og helgarinnar framundan í faðmi fjölskyldunnar. Ekki ólíklega við veiðar. Hún fellst á að vera kölluð ágætlega mikið af- mælisbarn en samt „ekki mikið gjafabarn. Mér finnst bara skemmtilegra að fá vini og fjöl- skyldu í heimsókn og njóta fé- lagsskaparins“, segir hún. Svoleiðis verður það um helgina og á laug- ardaginn eiga gestir leið um bæinn og þá verður einhver minniháttar fögnuður. Það væri hins vegar of mikið af því góða að halda stóra veislu því Herdís hélt eina slíka við ærið til- efni fyrir ekki svo löngu, nefnilega 22. júní, þegar hún útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík með BS- gráðu í rekstrarverkfræði eftir 8 ára nám. Og önnin í vor var vægast sagt áskorun, rétt eins og námið var krefjandi fram að þessu: frá því að Herdís hóf nám við háskólann hefur hún fætt þrjú börn. Hún er síðan flugfreyja í sumarstarfi hjá Icelandair í sumar, en var hún ekki beint með hugann við að smíða um- sóknir um framtíðarstörf í vor, enda í 6 áföngum í skólanum til að reka loks smiðshöggið á gráðuna. Herdís hóf nám við HR haustið 2011. Vorið áður hafði hún verið ásamt unnusta sínum, Margeiri Ás- geirssyni, í háskólabænum Durham í Norður-Karólínu, þar sem hann nam rekstrarverkfræði í Duke Uni- versity. Þar bjó hún eina önn og kynntist menningu sem hún fellst á að svipi til þess sem þekkist í bandarískum bíómyndum. Að lok- inni þessari reynslu ákvað Herdís að skella sér í rekstrarverkfræði sjálf í háskólanum en þegar hún hóf nám árið 2011 var hún þegar orðin ólétt að dóttur sinni. Dóttir hennar fæddist svo árið 2012. Sonur hennar 2014. Og annar sonur hennar 2016. „Þetta krafðist mikillar skipulagningar,“ segir hún sviði,“ segir hún og hlær en hún er ekki ný í sportinu: faðir hennar er mikill veiðimaður og henni er þetta í blóð borið. „Ég var mikið í sveit- inni sem barn og þar fékk ég veiði- bakteríuna, ef svo má segja. Og hún er held ég bara að aukast með ár- unum,“ segir Herdís. Hún nýtir hvert tækifæri sem gefst til að skjótast út á land með manni og börnum. Annars búa þau í Garðabæ, þar keyptu þau íbúð árið 2015 í Ása- hverfinu og eru hæstánægð. Íbúðin er á jarðhæð í fjölbýlishúsi og fyrir utan er stór garður með leikvelli og öllu sem þarf til, til að geta leyft börnunum að hlaupa inn og út eins og þau vilja. Það er öryggi. Margeir maðurinn hennar vinnur hjá Marel sem rekstrarverkfræðingur og með haustinu fer Herdís sjálf að leita sér að vinnu til frambúðar, helst einhverju sem fer saman við það sem hún hefur lært í námi sínu í há- skólanum. „Ég hefði mikinn áhuga á að vinna við flugrekstur í ein- hverri mynd, enda er ég sér- staklega áhugasöm um það. Annars bara eitthvað tengt skipulagi og rekstri almennt,“ segir Herdís. Fjölskylda Herdís er Garðbæingur, dóttir Ómars Hafsteinssonar, f. 29. mars 1958, háloftamanns hjá Veðurstofu Íslands, og Auðar Ingimarsdóttur, f. 10. september 1959, þjónustufull- trúa hjá Icelandair. Þau búa í Garðabæ. Maki Herdísar er Margeir Ás- geirsson, f. 15. janúar 1986. Hann er sem segir verkfræðingur hjá Marel. Foreldrar hans eru hjónin Ásgeir Margeirsson, f. 1961, verk- fræðingur og forstjóri HS Orku, og Sveinbjörg Einarsdóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur. Þau búa í Garðabæ. Börn Herdísar og Margeirs eru Valdís Eva, f. 2012, Ásgeir, f. 2014, og Ómar Atli, f. 2016. Systkini Herdísar eru Pétur Geir Ómarsson, f. 1990, fótboltaþjálfari í Hveragerði, og Ingimar Daði Óm- arsson, f. 1997, nemi og þjónustu- fulltrúi í Garðabæ. Herdís Ómarsdóttir, flugfreyja og rekstrarverkfræðingur – 30 ára Ung fjölskylda Herdís og Margeir áttu Valdísi Evu árið 2012. Drengirnir komu til sögunnar eftir á, Ásgeir árið 2014 og Ómar Atli 2016. Átti þrjú börn í verkfræðinni 58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 60 ára Grétar er fædd- ur og uppalinn á Höfn í Hornafirði og flutti á höfuðborgarsvæðið 1980. Þar hefur hann búið æ síðan, mestmegnis í Kópavogi. Hann er þjóðþekktur, söngvari og hljómborðsleik- ari Stjórnarinnar, en hefur starfað meira og minna í fullu starfi við tónlist frá 1988. Börn: Kristján, f. 1977, Guðrún Inga, f. 1978, Gréta Karen, f. 1983, Eva, f. 1987, og Karen, f. 1993. Foreldrar: Örvar Kristjánsson harm- onikkuleikari, f. 1937, d. 2014, og Karen Karlsdóttir, f. 1937, d. 2016. Þau eru bæði fædd og uppalin á Höfn en fluttust síðar burt. Grétar Örvarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu þér í léttu rúmi liggja gagn- rýni annarra, þú veist hvað þú stendur fyr- ir og það skiptir öllu. Dustaðu rykið af trommusettinu og farðu að æfa þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Gamall vinur eða ættingi ber upp við þig mál sem mun koma þér verulega á óvart. Einhver þér náinn fór öfugum meg- in fram úr rúminu í morgun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki dæma aðra of hart og af fljótfærni í dag. Lofaðu fjölskyldunni að hafa einhvern atkvæðisrétt í ákvörðunum sem teknar eru. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt í innri baráttu og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Þér leiðist ekki þótt þú sért ein/n einhvers staðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sestu niður, farðu í gegnum málin og settu þér markmið. Klæddu þig í þín bestu föt í dag, til hvers að spara þau? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu þær hugmyndir sem þú hef- ur um heimili þitt verða að veruleika. Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt húsverkin séu ekki í uppáhaldi hjá þér þarftu að gefa þér tíma til að sinna þeim. Einhver er ekki að segja sannleik- ann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að vita hvað þú vilt áður en þú reynir að höndla það. Einhver ýfir upp gömul sár, gefðu þér tíma til að jafna þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að þú ert ekki ein/n í heiminum og það á ekki síst við um vinnu- stað þinn. Þú átt fullt af góðum og traust- um vinum sem vilja aðstoða þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hug- ann við vinnuna. Láttu aðra sanna sig áð- ur en þú hleypir þeim að þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt það freisti að láta berast með straumnum skaltu íhuga hvað er í húfi hverju sinni. Þú vilt skemmta þér í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eins og það er gott þegar menn hjálpast að getur það stundum orðið til trafala þegar of margir koma að verki. Skelltu þér á tilboð sem þér líst vel á. 30 ára Annie Marín er Reykvíkingur. Hún út- skrifast næsta vor úr lögfræði í Háskól- anum í Reykjavík og hefur þar komist á forsetalista fyrir góð- an námsárangur. Hún er nýkjörinn forseti evrópskra samtaka lögfræðinema, ELSA. Annie er mikill fem- ínisti og hefur verið virk á vettvangi þeirr- ar baráttu. Hún stofnaði femínistafélagið Veru og var formaður þess um skeið. Börn: Hrafn Óðinn Vestfjörð, f. 2009, og Kolbeinn Valur Vestfjörð, f. 2015. Foreldrar: María J. Hrafnsdóttir, f. 1968, grunnskólakennari, og Guðmundur H. Jóhannsson, f. 1970, pípulagningameist- ari. Annie Marín Vestfjörð G. Til hamingju með daginn Reykjavík Oliver Thor Marto Þrastarson fæddist á Landspítalanum 2. nóvember 2018. Hann vó 3.560 g og var 49 cm að lengd. Foreldrar hans eru Þröstur Jónsson og Mayeth Marto Jónsson. Nýr borgari SKECHERS D´LITES DÖMUSKÓR. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR 8.397 VERÐ ÁÐUR 11.995 ÚTSALA 40% AFSLÁTTUR >> >>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.