Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 64

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er mjög mikilvægt að læra að segja já á innsoginu. Íslendingar gera mikið af því,“ segir John Grant brosandi og á skýrri íslensku og læt- ur heyra, þar sem við göngum inn í Fríkirkjuna, að hann hefur náð á því tökum. Við höfðum hist þar á tröpp- unum og tekið upp spjall um daginn og veginn, en þó einkum íslensk orð og framburð meðan við biðum eftir manni með lykla. Og þá tjáði hann þessa skoðun sína á innsogs-jáinu ís- lenska. „Þetta er fallegt,“ segir hann síðan og horfir kringum sig í kirkj- unni sem er böðuð mildri hádegis- birtu. John heldur upp á Fríkirkjuna sem tónleikastað og þarna mun hann troða upp í tvígang á Iceland Airwa- ves-tónlistarhátíðinni í haust. Og eru þær fréttir eflaust mörgum fagn- aðarefni því John á fjölda aðdáenda hér á landi og nokkur tími hefur að auki liðið síðan hann tróð síðast upp í heimaborg sinni Reykjavík. Þótt John Grant sé bandarískur, fæddur í Michigan og alinn upp í Kólórado, þá er hann líka orðinn ís- lenskur fyrir löngu og því eðlilegt að ég kalli hann hér skírnarnafni sínu, John. Og hann æskir þess að við spjöllum saman á íslensku. „En ég skipti kannski í ensku ef við förum að tala um tilfinningar,“ bætir hann við. Þá þurfi nefnilega að fara í ann- að lag málskilnings sem hann treyst- ir íslensku sinni ekki alveg í. Íslenska án hreims John kom fyrst fram hér á landi í október 2011, á Iceland Airwaves. „Og það er orðið nokkuð langt síð- an ég spilaði síðast á Iceland Air- waves,“ segir hann. „Mér fannst nú vera tækifæri til að gera það aftur, og koma aftur fram á Íslandi.“ Hann bætir við að hann viti ekki enn hvernig fyrirkomulagið verði á tónleikunum í kirkjunni í haust, hvort hann komi fram einn eða með einhverjum úr hljómsveitinni sinni. „Það verður að koma í ljós en ég er spenntur fyrir þessum tónleikum. Ég hef spilað mjög mikið erlendis undanfarið og finnst mikilvægt að spila líka hér heima. Ekki of oft, en stundum.“ – Það þarf að finna rétta jafn- vægið, segi ég. „Nákvæmlega,“ svarar hann hugsi. Endurtekur svo: „Að finna rétta jafnvægið – find the right bal- ance.“ Kinkar svo kolli. Þetta er komið í minni málamannsins. Síðan John kom fram á þessum fyrstu tónleikum sínum á Iceland Airwaves fyrr átta árum hefur hann verið með annan fótinn hér á landi og leigir hér íbúð. „Strax eftir þessa fyrstu tónleika hér fór ég að taka upp nýja plötu með Bigga Veiru [úr Gus Gus]. Þá ákvað ég að setjast hér að. Mér fannst það heillandi og spennandi og að læra nýtt tungumál. Það er erfitt þegar maður ferðast jafn mikið og ég geri. En ég held að mér fari samt fram við að nota íslensku.“ – Mér finnst þú tala hana afskap- lega vel. „Takk. En ég myndi vilja gera það án hreims. Það er ekki ómögulegt en mér finnst það erfitt. Maður þyrfti að tala íslensku allan daginn og vera alltaf með Íslendingum. Og ég mun gera það, einn góðan veðurdag. Veð- urdag,“ endurtekur hann skýrri röddu og kjamsar á orðinu. – Þú varst um tíma með Íslend- inga í hljómsveitinni þinni. Eru þeir enn með þér á flakkinu? „Jú, þeir spila tveir með mér núna, Jakob Smári Magnússon á bassa og Pétur Hallgrímsson á gítar. Hinir í hljómsveitinni eru Budgie á trommur, en hann var í hljómsveit- inni Siouxsie and the Banshees, og Chris Pemberton á hljómborð.“ – Þú gafst í fyrra út nýja plötu og þið hafið verið meira og minna á tón- leikaferð síðan. „Já, og að vissu leyti er það að rústa lífi mínu,“ svarar hann mæðu- lega. Útskýrir svo að á sumrin komi þeir mikið fram á hinum ýmsu tón- listarhátíðum en á veturna á sjálf- stæðum tónleikum í hinum ýmsu löndum. „Þetta eru tónleikar úti um allt. Á þessu ári hef ég til dæmis spil- að í Japan og kom fyrir tveimur dög- um heim frá Ástralíu, veikur af slæmu kvefi. Ég var illa kvefaður all- an tímann þar en gat sem betur fer sungið, en mér leið ömurlega. Það er eitt það versta við að ferðast svona mikið hvað það reynir á, ég kvefast oft illa og þá er erfitt að vinna vinn- una sína. Og þetta líf tekur mikið frá manni – og af manni. Þetta er mjög krefjandi.“ John þagnar og bætir svo við að þetta flandur hafi í raun eyðilagt samband sem hann hefur verið í undanfarin ár. „Við erum enn nánir vinir en grundvöllur sambands okk- ar breyttist vegna sífelldra ferðalaga minna. Þetta er erfitt,“ segir hann hljóðlega. Með hljóðver í Reyjavík En þrátt fyrir sambandsslitin er heimili Johns enn í Reykjavík. „Ég er hér eins oft og mögulegt er,“ segir hann. „Stundum í sex daga, í önnur skipti í tvær vikur. Þá sef ég mikið og reyni að hvíla mig. Svo er ég andvaka á nóttinni – mér finnst ég alltaf vera flugþreyttur.“ Ferðalögin tengjast því að sífellt meiri kröfur eru gerðar til vinsælla tónlistarmanna um að þeir komi sem víðast og oftast fram á tón- leikum, en þar eru líka tekjurnar eftir að sala á tónlist á diskum hrundi með tilkomu streymisveitn- anna. En hvenær finnur John sér tíma til að semja tónlist? „Ég sem heima þegar ég get, ég þarf einbeitingu til þess. Sumir geta samið tónlist á ferðalögum og ég geri það stundum en finnst það erfitt, því það krefst líka einbeit- ingar að koma fram á tónleikum. Maður verður að einbeita sér að vinnunni.“ Hann þagnar og spyr: „Á ég að segja að vinnunni? Helvít- is forsetningar,“ segir hann svo og glottir. „En ég er búinn að koma mér upp stúdíói hér í Reykjavík. Það er al- veg geggjað. Þar er allt tengt og tilbúið að nota, ég get farið þangað og slakað á, samið og skapað. Og mér finnst líka mikilvægt að stúd- íóið sé ekki heima, mér finnst gott að fara eitthvað annað að vinna. Það er eins og sérhannaður hellir, með myndunum mínum á veggj- unum og uppáhaldsplötunum mín- um í römmum, það er fullt af hljóð- gervlum þar og ég málaði veggina. Það er mjög fallegt. Og ég hef eytt fullt af peningum í græjur,“ segir hann brosandi. „Mér tekst líklega aldrei að kaupa mér hús því ég eyði öllu sem ég vinn mér inn í tæki og tól, blue-ray diska, bækur og orða- bækur allra tungumálanna sem ég dái – og í vínylplötur.“ Talandi um orðabækur þá má geta þess að ís- lenskan er ekki eina tungumálið sem John hefur lagt stund á og tal- ar mjög vel, hann bjó um tíma í Þýskalandi og talar reiprennandi þýsku, auk spænsku og rússnesku. „Líklega mun ég taka næstu plötu upp hér – en ég þyrfti að kaupa mér hús. Og þau eru rosa- lega dýr hér. “ Hann spyr hvort skynsamlegt sé að kaupa fasteign hér á landi og við leiðumst út í sam- tal um það og um verð og staðsetn- ingu húsa en svo er að heyra að draumastaður Johns sé Laufás- vegur en þar leigði hann íbúð fyrstu árin hér á landi. Var sagt ég færi til helvítis Mikið hefur verið fjallað um bak- grunn Johns Grant í kristnu og þröngsýnu samfélagi í Bandaríkj- unum, samfélagi sem útskúfaði hon- um vegna kynhneigðar hans. Hann Maður verður sífellt að lesa og læra  John Grant heldur tónleika í Fríkirkjunni á Iceland Airvawes  Býr í Reykjavík en hefur verið ásamt hljómsveit sinni á ferðalögum um heiminn að fylgja eftir nýrri plötu  Íslenskan sífellt betri Morgunblaðið/Einar Falur Söngvaskáld „Ég held að ég sé enn að berjast inni í mér við þessa fortíð en ástandið er betra í dag,“ segir John Grant. Sem ungur maður var honum vegna kynhneigðar útskúfað úr því samfélagi sem han ólst upp í vestanhafs og hefur hann fjallað um þá sögu sína í beinskeyttum og einlægum textum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.