Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 65

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 65
hefur sungið um það misrétti sem hann var beittur, og hvernig iðulega er komið fram við minnihlutahópa. Hefur Ísland verið honum skjól frá þeim veruleika sem hann ólst upp við og mögulega flúði hingað? „Ég held að ég sé enn að berjast inni í mér við þessa fortíð en ástand- ið er betra í dag. Þegar ég flutti hingað var það já að vissu leyti flótti. Á þeim tíma vissi ég ekkert hvert ég ætti að flytja en hér hreifst ég strax af tungumálinu og landslaginu. Svo var það tónlistin hér. Alveg frá 1987 höfðu Sykurmolarnir mikil áhrif á mig og ég vissi að það væru fleiri frá- bærir tónlistarmenn hér, eins og Gus Gus, Sigur Rós og múm. Ég vissi að þetta væri áhugaverð- ur staður og held að það hafi verið rétt ákvörðun að flytja hingað. Það var mikil áskorun; ég ögra heilanum í mér við að læra nýtt tungumál og læra inn á nýja menningu. En ég á enn í basli með margt. Ég er ótrú- lega forritaður, ef svo má segja, af uppeldi mínu og umhverfi í uppvext- inum. Og mér fannst ég þá vera svik- inn, því ég trúði virkilega á Guð en var svo sagt að ég gæti ekki tekið þátt í því samfélagi vegna þess að ég væri sá sem ég er. Mér var sagt að ég færi til helvítis og fólk vildi ekkert af mér vita og vildi ekki að ég kæmi nærri börnunum þess því ég myndi hafa slæm áhrif á þau. Þú mátt ekki vera hérna, var sagt við mig heima hjá mér.“ Hann þagnar eftir að hafa rifjað þetta upp og hristir höfuðið. „Stundum lenti ég í rimmu við svarta sem sögðu að upplifun sam- kynhneigðra væri allt önnur en svartra í Bandaríkjunum, sem er al- veg rétt, en samt eru ákveðin líkindi. Því það hefur verið komið fram við okkur sem erum samkynhneigð sem óæðri mannverur. Það hefur verið sagt að það ætti að koma okkur öll- um fyrir á einhverri eyju; við værum að eyðileggja samfélagið, værum viðurstyggileg og það þyrfti að losna við okkur. Hvaða áhrif heldurðu að það hafi á mann að alast upp við svona tal? Það kostar ekki lítil átök að losna við þetta úr höfðinu.“ Syngur um veruleikann John hefur í lögum og textum fjallað óhikað um misrétti og per- sónulegar upplifanir sínar. „Og ég held að það geri mér gott,“ segir hann. „Því fylgir viss hreinsun en maður verður líka að gæta þess að halda áfram í lífinu. Ég vil tala um það hvernig mér líður. Ég vil ekki hamra sífellt á því að ástandið muni batna, því það er ekkert víst. Ef maður vill ná til fólks þá þarf að tala um raunverulegar upplifanir. Ekki bara skynjun á þeim upplifunum heldur nákvæmlega hvernig þær eru – og það reyni ég að gera í minni tón- list. Sumum finnst ógeðfellt hvað ég tala um en ég skil það ekki. Mér finnst ekkert ógeðfellt við það að tala um veruleikann.“ – Þú ert sögumaður og textarnir eru mjög mikilvægir í tónlistinni þinni. Semurðu þá fyrst? „Textar og lög verða iðulega til sitt í hvoru lagi og svo felli ég það saman. Oft kemur fyrir að textinn komi ekki allur í byrjun og þá fer ég að semja lagið og felli allt saman eins og í púsli. Það er alltaf eins og eim- ing og lögun á fínu koníaki. Ég reyni að eima efnið niður í ákveðna grunn- þætti sem ég trúi á.“ – Og leitar að fullkominni blöndu? „Ég held að blandan verði aldrei fullkomin. Og er ekkert að berjast við það, þannig er sköpunin bara. Stundum virðist auðvelt að semja en í önnur skipti er það hörkuvinna. Og allt er það mikilvægur hluti af ferl- inu. Mér finnst sköpunarkrafturinn vera eins og óstöðvandi neðanjarðar- fljót – en listamenn finna ekki alltaf leiðina að því. Nú finnst mér að þar sem ég er kominn með eigin hljóðver sem ég geti hvenær sem er unnið í, þá eigi það eftir að hafa mjög góð áhrif.“ Þetta eru býsna góð lög „Sköpunarkraftur kemur í bylgj- um,“ segir John svo. „Og margt get- ur haft áhrif á hann. Stundum þarf maður líka að fikta í tækjum og leita að réttu tónunum; heilahvelin eru sí- fellt að takast á því annað glímir við tæknilegu atriðin en hitt reynir að láta mann vera skapandi á sama tíma. Stundum getur verið gott að vinna með upptökumanni sem sér um tæknilega þáttinn en ég nýt þess líka að vinna einn. En, svo kemur alltaf að því í sköpunarferlinu að það þarf að ýta manni áfram, svo maður hengi sig ekki í það að eyða ævinni í það að semja sama lagið vegna þess að maður er með fullkomnunar- áráttu.“ – En reyna útgefendur að hafa áhrif á verkin þín, á textana? „Nei, enginn segir mér neitt um það,“ svarar John snöggt. „Ég held að þeir viti að það væri gagnslaust að ræða slíkt við mig, tónlistin sem ég sem og flyt verður að vera eins og hún er. En fólk segir stundum að ég eigi ekki að blóta í lögunum.“ – Það hafa nú verið sett bíp-hljóð inn í opinberan flutning á lögum eftir þig, til að kæfa viss dónaorð. „Já,“ segir hann og glottir. „En ég mun ekki sleppa þeim; ég blóta ekk- ert of mikið, bara þegar mér finnst það nauðsynlegt. Margir Banda- ríkjamenn nota orðið fuck rétt eins og Íslendingar nota hérna og sko, sem forskeyti eða hikorð. Mér finnst það ljótt við bandaríska ensku hvernig viss ljót orð eru notuð sem styrkjandi forskeyti. Eða bara sem ljót uppfylling. Maður verður sífellt að halda áfram að lesa og læra ný orð,“ segir hann ákveðinn. „Vegna þess að allt sem maður lærir getur komið að not- um. Margir segjast ekki þurfa að lesa bækur eða læra eitthvað nýtt um málið sem þeir tala því þeir kunni það. En sannleikurinn er sá að það eru svo mörg lög í hverju tungu- máli, lög sem til að mynda spretta fram úr ólíku umhverfi eða stétt fólks, og það er allt áhugavert. Mér finnst það einmitt stundum svo erfitt við að skapa hvað allt er áhugavert! Þess vegna segi ég oft og endurtek að það þarf að eima efnivið sem mað- ur notar, eins og ég í mínum lögum, niður í vissa grunnþætti sem maður vill að komi fram. Stundum tekst það vel hjá mér en ekki eins vel í önnur. En þegar ég lít til baka yfir plöturn- ar mínar finnst mér að mér hafi bara tekist býsna vel upp. Fyrr í dag var ég að spila nokkur laga minna, bara til að æfa mig og rifja upp vissa flókna hljómaganga, og ég hugsaði á meðan: Þetta eru býsna góð lög! Fínustu lög. Það er notalegt að hafa ekki alltaf á tilfinningunni að maður sé misheppnaður, að sjá stundum að eitthvað hefur tekist vel,“ segir hann og brosir. Og þetta reddast! Og eðli sköpunarinnar er John hugleikið. Áður en við slítum tali veltir hann fyrir sér þeim brunni sem honum finnst íslenskir tónlist- armenn ausa svo kröftuglega af. „Mér finnst að Íslendingar eigi svo auðvelt með að skapa,“ segir hann. „Sigur Rós til dæmis. Þeir hafa sent frá sér plötu eftir plötu þar sem hver einasta er risavaxið afrek, stærri en sú á undan. Og þetta vellur bara fram hjá þeim og virðist koma svo auðveldlega, án nokkurra hindr- ana í sköpunarferlinu. Þið alist hér upp í andrúmslofti þar sem það er í lagi að vera maður sjálfur. Mér finnst eins og foreldrar hér leyfi börnum sínum alfarið að ákveða hvað þau vilja gera.“ – Ertu með kenningu um hvað í samfélagsgerðinni orsaki það? „Ég held að Íslendingar séu góðir í að hafa engar væntingar. Þeir ótt- ast ekki að byrja á einhverju nýju. Ég held að í mörgum öðrum löndum geri fólk sér of miklar væntingar, langi til að vera eins og einhverjir aðrir og það verði að takast. Mér finnst eins og fólk hugsi ekki þannig hér, fólk byrjar bara að fikta sig áfram og sér til hvað gerist. Og þetta reddast!“ Hann slengir þeim þekkta frasa fram með prakkaralegu brosi. „Mér finnst líka eins og að hér sé engin pressa á að meikaða. Hér er fullt af fólki sem hefur tekið upp góð- ar plötur en segir svo bara að það ætli að sjá til – og fer aftur að vinna í Vínbúðinni. Og er bara einhvern veginn sama. Það er þetta öryggis- net hér, þið þurfið ekki að slá strax í gegn, getið tekið ykkur tíma í að finna rétta hljóminn, það liggur ekk- ert á. Hjá mér snérist þetta um að lifa af. En ég vildi að ég hefði getað verið afslappaðri þegar ég var ung- ur, eins og fólk er hér, og mér ekki legið svo mikið á.“ – Ertu afslappaðri núna? John hugsar sig um. „Já, ég er miklu afslappaðri, held ég. Afstaða mín til hlutanna hefur heldur betur breyst, svo mikið er víst.“ MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Idris Elba hafnar ásökunum tveggja kvenna um ritstuld í tengslum við þróun og uppsetningu leiksýningar- innar Tree sem frumsýnd var á Alþjóðlegu hátíðinni í Manchester (MIF) nýverið og verður í framhald- inu sýnd hjá Yo- ung Vic. Í öllu kynningarefni er höfundur leikrits- ins Tree sagður vera leikstjórinn Kwame Kwei- Armah eftir hug- mynd Elba. Tree byggir á plötunni mi Mandela sem Elba sendi frá sér 2014 og fjallar um mann frá London sem ferðast til heimalands föður síns í Suður-Afríku til að kynnast uppruna sínum. Örfáum dögum fyrir frumsýning- una birtu Tori Allen-Martin og Sarah Henley langa bloggfærslu á netinu þar sem þær röktu aðkomu sína að Tree. Þar rifja þær upp að fjögur ár eru síðan Elba bað Allen-Martin um að þróa handrit að söngleik sem byggði á mi Mandela og væri í anda sýningarinnar Streets sem Allen- Martin og Henley unnu saman og heillaði Elba það mikið að hann fékk Allen-Martin til að vinna að gerð plöt- unnar mi Mandela með sér. Segjast þær í mars 2016 hafa undirritað samning þess efnis að þær væru höf- undar leikritsins Tree og ekki mætti gera breytingar á því nema með þeirra leyfi auk þess sem samið var um höfundaréttargreiðslur færi leik- ritið á svið. Lýsa þær samstarfinu við Young Vic, MIF og Green Door (framleiðslufyrirtæki Elba) sem góðu allt þar til Kwei-Armah, listrænn stjórnandi Young Vic, var ráðinn leik- stjóri og dramatúrg uppfærslunnar í maí 2018. Stuttu síðar hafi þeim orðið ljóst að Kwei-Armah hygðist eigna sér skrif þeirra og hugmyndir. Í októ- ber sama ár hafi þeim boðist nýr samningur þess efnis að þær mættu vinna verkið áfram án þess að vera titlaðar sem höfundar þess, þar sem listræn stjórn væri í höndum Kwei- Armah og áttu þær að fá um 315 þús- und íslenskar krónur hvor fyrir vinnu sína. „Það er ekkert óvanalegt við það að höfundum sé skipt út og slíkt er hægt að gera faglega og vinsamlega,“ skrifa Allen-Martin og Henley og árétta að það hafi þó ekki verið raun- in með Tree, þar sem þær hafi á víxl verið hunsaðar eða þeim hótað til hlýðni. „Við þóttum óþarfar þar sem við vorum ekki nógu frægar. Ætlast var til þess að við myndum halda kjafti og láta þetta yfir okkur ganga,“ skrifa Allen-Martin og Henley, sem stofnað hafa félagið Burn Bright með það að markmiði að hjálpa kvenkyns leikskáldum í bransanum. Þær við- urkenna að ferlið hafi tekið á og að þær séu dauðhræddar við að op- inbera málið, en geri það engu að síð- ur til að reyna að breyta samfélaginu til hins betra. „Ég finn til með þeim, en það er bæði rangt og ósanngjarnt að kenna mér um það að leikrit þeirra hafi ekki verið sett upp,“ tístir Kwei-Armah á Twitter. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá MIF, Young Vic og Green Door segir að Tree sé nýtt verk eftir Kwei- Armah unnið eftir hugmynd Elba. Elba hafnar ásök- unum um ritstuld Idris Elba Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant mun halda tvenna tónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík á Iceland Airwaves-hátíðinni í nóvember. Grant kom fyrst fram hér á landi á hátíðinni fyrir átta árum og hefur síðan verið búsettur hér, tekið þátt í íslensku tónlistarlífi og starfað með ís- lenskum tónlistarmönnum. Nýjasta sólóplata Grants, Love is Magic, kom á markað í október síðastliðnum og hefur hann síðan fylgt henni eftir með hljómsveit sinni með tónleikum víða um lönd. Grant hóf ferilinn í Denver með rokksveitinni The Czars, sem sendi frá sér sex plötur og naut velgengni vestanhafs, en hann sló í gegn alþjóðlega með fyrstu sólóplötu sinni, Queen of Denmark sem kom út 2010. Í kjölfarið komu plöturnar Pale Green Ghosts, 2013 (ljósmyndin á umslaginu sýnir Grant á Mokkakaffi) og Grey Tickles, Black Pressure, 2015. Þá kom ár- ið 2014 út tónleikaplata þar sem heyra má Grant flytja lög sín ásamt Fílharmóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins. John Grant var alinn upp í strangtrúuðu samfélagi sem hann lenti illilega upp á kant við á unglingsárum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann væri samkynhneigður og honum var útskúfað af þeim sökum. Grant fjallar í textum sínum á opinskáan hátt og óhikað um þessa reynslu sína, andleg átök og ýmiskonar aðra árekstra sem hann hefur lent í í lífinu. Morgunblaðið/Eggert Vinsæll John Grant á sviði skemmtistaðarins Faktorý í Reykjavík fyrir einum sex árum, er hann hélt þar tvenna tónleika á afmælisdegi sínum. Opinskár listamaður Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Sérhæfum okkur í hreinsun á viðkvæmum fatnaði Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.