Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 68

Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Út er komin önnur hljóm-plata þremenninganna íGróu, einungis tæpu árieftir að sú fyrsta, sam- nefnd sveitinni, leit dagsins ljós. Platan er margslungin og erfiðari að nálgast en fyrsta plata Gróu, sem var að mörgu leyti mjög heilsteypt verk með lögum sem töluðu saman sín á milli og voru meitluð og mót- uð. Að öllum lík- indum voru það lögin sem liðs- menn Gróu höfðu samið fyrst og legið svolítið yfir, en þær tóku þátt í Músíktilraunum með sum af þeim lögum. Nýja plat- an, Í glimmerheimi, er svo það sem gerist næst, hin erfiða önnur plata. Ég veit ekki hvort ég var búin að hlusta svona mikið á fyrstu plötu Gróu, en mér finnst hljómurinn á nýju plötunni aðeins lokaðri, sér í lagi gítarar og söngur. Trommur og bassar ná nefnilega upp ansi góðu grúvi og maður finnur vel fyrir því góða samspili og stemningu sem lög- in hafa orðið til í. Hljómborð og pí- anó spila einnig mun stærri rullu í tilraunamennsku en áður. Radd- irnar eru frjálsari og fylgja þannig lagasmíðunum. Vel má vera að hér sé Gróa að fá útrás fyrir meiri leik- gleði og tilraunamennsku, eftir að hafa haldið fastar utan um útsetn- ingar á fyrstu plötunni. Bassaleikur- inn er svona í heildina það sem límir allt saman svo að langflestar þessara tilrauna ganga alveg upp, en tilfinn- ingin um að ef til vill hefði platan getað orðið betri ef aðeins hefði ver- ið nostrað meira við hana kemur upp í kollinn. Á sama tíma detta mér reyndar stundum í hug hljómsveitir á borð við Can, þegar gólfpákur og grúví bassar mæta undarlegum hrópum og köllum söngkvennanna. Þannig eru fyrstu lögin tvö á plöt- unni, „Fullkomið“ og „Tralalalala“, og eru prýðis lagasmíðar. Svo taka við nokkur krefjandi lög þar sem virkilega þarf að leggja við hlustir og melta. Besta lagið að mínu mati er svo „María“, það fimmta í röðinni, með hljómborðsenda sem er alveg frábær! Það er tvímælalaust erfitt að gera allar plötur ef maður á að vera sam- kvæmur sjálfum sér. Þess vegna er ég til dæmis mjög fegin að önnur platan er ekki eins og fyrsta platan, því þá væri ekki nein þróun að eiga sér stað. Að sama skapi finnst mér eins og næsta plata hljóti að verða algjör snilld því það er svo margt að gerjast og alls kyns breytingar í píp- unum sem maður verður var við í tónsmíðum og tilraunum. Ég man í augnablikinu eftir einni plötu númer tvö í röðinni sem var mikil kúvend- ing frá fyrstu plötu hljómsveitar- innar og bar með sér hvað í vændum var hjá bandinu. Þarna er ég að tala um plötuna Seventeen Seconds, aðra plötu hljómsveitarinnar The Cure, en sú plata er afskaplega frjó, fersk og full leikgleði. Þannig er oft með „erfiðu plöturnar“ að þær eldast líka ótrúlega vel, og raunin er sú að Seventeen Seconds er ein uppáhalds Cure-platan mín í dag. Gróa hljómar þó ekkert eins og Cure, og í raun heldur ekkert eins og Can. Gróa er með sitt eigið sánd og sinn eigin stíl og þarf ekkert að breyta því. Hitt sem hefur lítið breyst á milli þessara tveggja platna Gróu er textar sem eru í senn bull, snilld og súrrealismi, og það er svo greinilegt að það er gaman að leika sér og semja þá að ég er hálffegin að þetta er eins. Það þarf nefnilega ekki alltaf að taka sig neitt svakalega alvarlega og leysa öll heimsins vandamál. Stundum er góður súrrealismi alveg jafn góður. Erfiða önnur platan Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómplata Gróa – Í glimmerheimi bbbmn Önnur hljómplata Gróu er komin út hjá útgáfufyrirtækinu Post-dreifing og inni- heldur hún átta lög. Útgáfudagur var 1. apríl 2019. Um upptöku og hljóð- blöndun sá Már Jóhannsson. Um hönn- un á kápu sáu Atli Finnsson og Gróa. Í Gróu eru Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Karólína Einarsdóttir. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Súrrealismi „Gróa er með sitt eigið sánd og sinn eigin stíl og þarf ekkert að breyta því,“ segir í rýni um nýjustu plötu hljómsveitarinnar. VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn. Hver standur er fyrir 2-3 hjól. Vönduð evrópsk framleiðsla. Dráttabeisli á allar gerðir bíla ásamt ásetningu. Fastar kúlur, smellukúlur og prófílbeisli. Ásetning á staðnum. nnanmál YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI - MIKIL ÞEKKINGOGVÖNDUÐVINNUBRÖGÐ - farangursbox á allar gerðir bíla.Stærðir 360 - 500 lítra Vönduð evrópsk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.