Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er engin tilviljun hversumargir eru hrifnir af ís-lenska fjárhundinum.Hann hefur aðlaðandi við- mót, er brosmildur og vinalegur, félagslyndur og einstaklega barngóð- ur. Alveg yndislegur fjölskyldu- hundur,“ segir Linda Laufey Braga- dóttir. Hún er í vinnuhóp Dags íslenska fjárhundsins sem haldinn verður hátíðlegur í dag, fimmtudag- inn 18. júlí. Í fjórða sinn „Þetta er í fjórða sinn sem við höldum upp á Dag íslenska fjár- hundsins. Þar sem einnig er nú 50 ára afmæli Hundaræktarfélags Ís- lands var ákveðið að gera meira úr þessu. Efna til ljósmyndasamkeppni þar sem þema keppninnar væri ís- lenski fjárhundurinn með manneskj- unni sinni sem er fimmtíu ára eða eldri. Heilmikið hefur borist af myndum og verðlaun verða veitt á deginum sjálfum, 18. júlí,“ segir Linda Laufey. Fyrrverandi forsetafrú okkar, Dorrit Moussaieff, er andlit ljós- myndakeppninnar. „Forsaga málsins er skemmtilegur atburður sem átti sér stað á Þingvöllum í fyrra. Þá var hátíðarfundur Alþingis í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands og það vildi svo til að þessi hátíðarfundur var haldinn á Degi íslenska fjár- hundsins, 18. júlí,“ segir Linda Lauf- ey. Náttúrubarnið tók völdin „Við vorum nokkur stödd þarna með hundana okkar eins og við erum vön á þessum degi. Við sáum prúðbú- in fyrirmenni koma í skrúðgöngu nið- ur Almannagjá. Við fylgdumst með þar sem við sátum í grasinu en þegar skrúðgangan nálgaðist okkur þá tók Dorrit sig út úr röðinni á háhæluðum skóm yfir gras og þúfur eins og henni einni er lagið, og hún fékk lánaðan einn íslenskan fjárhund til að ganga með niður að pöllunum. Þetta vakti mikla lukku og var myndað í bak og fyrir og fréttin og myndirnar flugu um víða veröld. Það er skemmtilegt hversu alþýðleg Dorrit er og þegar henni dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá framkvæmir hún það.“ Linda Laufey segir ennfremur að auðsótt mál hafi verið að fá Dorrit til að styðja við bakið á félaginu með því að sitja fyrir á myndum til kynningar á þjóðarhundinum. „Það var henni líkt þegar við komum út í grasið til að taka myndir að hún vippaði sér úr skónum og var á táslunum. Náttúrubarnið í henni tók völdin.“ Brosmildur og vinalegur Dagur íslenska fjár- hundsins er haldinn hátíðlegur í dag, 18. júlí. Ekki einvörðungu á Íslandi, heldur er þetta hátíðisdagur úti um allan heim þar sem hunda af þessu kyni má finna og þeir eru ræktaðir. Vinátta Linda Laufey Bragasdóttir hér með Sunnu, sem er afar falleg fimm ára tík af íslensku kyni. Dorrit Forsetafrúin fyrrverandi er frjáls í fasi og frægur hundavinur. Í tilefni dagsins verður dagskrá í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag, þar sem íslenski fjárhundurinn verður kynntur og er það gert í samstarfi við deild íslenska fjárhundsins. „Þarna verða nokkrir fjárhundar á staðnum í ýmsum litum og af báð- um kynjum. Formaður deildarinnar, Stefanía Sigurðardóttir, ætlar að leiða kynninguna og lýsa íslenska fjárhundinum. Þetta hefst kl. 14 fimmtudaginn 18. júlí og allir eru velkomnir að koma og fræðast og kynnast þessum yndislega hundi sem íslenski fjárhundurinn er,“ segir Linda Laufey. Á Norðurlandi verður einnig haldið sérstaklega upp á daginn á Byggðasafni Skagfirðinga, Glaumbæ, þangað munu íslenskir fjárhundar mæta til að gleðja gesti. „Við hvetjum alla eigendur ís- lenskra fjárhunda til að vera sýni- legir á Degi íslenska fjárhundsins, hvar sem þeir eru á landinu. Gaman væri ef fólk skreytti þá með ís- lenska fánaborðanum og tæki myndir af hundunum og sendu inn á Facebook-síðuna Dagur íslenska fjárhundsins,“ segir Linda Laufey og bætir við að ekki einvörðungu Ís- lendingar haldi þennan dag hátíð- legan, heldur sé þetta hátíðisdagur út um allan heim þar sem íslenski fjárhundurinn býr og er ræktaður. Hundar í ýmsum litum KYNNING Á ÁRBÆJARSAFNINU Í DAG Íslenskur Með uppsperrtu eyrun. Svonefndir Miðaldadagar verða á Gás- um við Eyjafjörð um helgina, 20.-21. júlí, frá kl. 11.00 til 17.00. Á hátíðinni færist árlega líf og fjör yfir verslunar- staðinn sem er endurskapaður á til- gátusvæði með tilheyrandi miðalda- mannlífi; eins og lífið var í kringum árið 1033. Gásir, þar sem miklar rústir hafa verið grafnar upp, voru helsti versl- unarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi á landinu hafa fundist jafn miklar minjar um verslunarhætti fyrri tíma. Miðaldadagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 2003. Gestum gefst tækifæri til þess að fylgjast með lífi og störfum fólks á miðöldum og kaupa miðaldavarning af handverksfólki. Kaupstaðurinn iðar af lífi þessa helgi og í boði verður fjöl- breytt dagskrá. Á svæðinu má finna bogfimi, grótkast, knattleik, kaðla- gerð, smjörgerð, bókfellsgerð, leir- muni, miðaldasöng, nýbakað súr- deigsbrauð og margt fleira. Leiðsagnir um fornleifasvæðið verða einnig í boði. Gásir eru 11 km norður af Akureyri og er beygt af þjóðvegi 1 við Hlíðarbæ. Gleði á Gásum Miðaldadagar Hestamaður Farið á feti í miðaldabæ. Söngvararnir Geir Ólafsson og Krist- ján Jóhannsson halda um þessar mundir skemmtanir á Hótel Gríms- borgum í Grímsnesi undir heitinu Itali- an and American songbook. Þar syngja flytja þeir ýmis þekkt lög, til dæmis úr söngleikjum og önnur sem fólk tengir við Ítalíu eða Broadway. Má þar nefna Volare, May May, Blue Span- ish Eyes, O Sole Mio og Fly Me To The Moon svo eitthvað sé nefnt. Geir og Kristján, sem syngja við undirleik Þór- is Baldurssonar, hafa þegar komið fram í tvígang í Grímsborgum og verða þar næst 27. júlí og 10. ágúst. Áður hafa þeir skemmt og sungið við ýmis tilefni á undanförnum árum og er góður rómur að því gerður. Söngur í Grímsborgum Söngvarar Geir og Kristján taka lagið. Úr söngbókinni SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.