Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGU OG SPENNAN MATSEÐILL BORÐAPANTANIR 483 4700 | www.hverrestaurant.is á niðurleið eftir þrjú töp í röð og fengu á sig níu mörk gegn Blikum. Keflavík hefur hins vegar unnið þrjá af síðustu fjórum og er á uppleið. Neðstu fjögur liðin eiga eftir að mæt- ast innbyrðis í frestuðum leikjum úr 8. umferðinni, HK/Víkingur gegn Keflavík á morgun og Fylkir gegn ÍBV í næstu viku, og tapi botnliðin þeim leikjum er staðan orðin kol- svört. Sama sagan er hins vegar í topp- baráttunni þar sem grannt skal fylgj- ast með hverju marki í einvígi Vals og Breiðabliks. Eftir níu mörk Blika í umferðinni er markatala Vals nú að- eins tveimur betri sem gerir einvígið enn jafnara en áður, og nógu jafnt var það fyrir. Ein sú allra reynslumesta Rangæingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir er besti leikmaður 10. umferðar að mati Morgunblaðsins, en hún skoraði tvö marka Selfoss í 3:0-sigri á Stjörnunni, sem var þriðji sigur liðsins í röð. Hún hefur alls skorað fimm mörk í níu deildar- leikjum með Selfossi í sumar eftir að hafa gengið til liðs við félagið skömmu fyrir Íslandsmótið í vor. Hún eignaðist son í fyrra og spilaði ekkert síðasta sumar. Hólmfríður er 34 ára gömul og ein reynslumesta knattspyrnukona landsins. Lengst af hér heima spilaði hún með KR, en einnig eitt sumar með ÍBV og eitt sumar með Val. Hún var um árabil í atvinnumennsku, spil- aði lengst með Avaldsnes í Noregi en einnig með Fortuna Hjörring í Dan- mörku, Kristianstad í Svíþjóð og Philadelphia Independence í Banda- ríkjunum. Hólmfríður á alls að baki 112 A- landsleiki og 37 mörk. Hún er ein sjö leikmanna Íslands sem fóru með landsliðinu á allar þrjár lokakeppnir Evrópumótsins árin 2009, 2013 og 2017. Slegið í gegn í Kópavoginum Alexandra Jóhannsdóttir er besti ungi leikmaður umferðarinnar að mati Morgunblaðsins, en hún skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í 9:2- stórsigrinum á ÍBV. Alexandra er á sínu öðru tímabili í Kópavoginum, en hún kom til Blika frá Haukum haust- ið 2017 og sló í gegn á sínu fyrsta tímabil þar sem hún vann Íslands- og bikarmeistaratitil. Þá lék hún alla 18 leiki Blika og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Í sumar hef- ur hún svo skorað sex mörk í 10 leikj- um. Alexandra, sem er 19 ára gömul, hefur einnig verið í lykilhlutverki í yngri landsliðum Íslands og á þar að baki 48 leiki og 15 mörk. Hún vann sér sæti í A-landsliðshópnum með frammistöðu sinni í fyrra og hefur spilað þrjá leiki með liðinu, þar af báða vináttuleikina gegn Finnlandi í síðasta mánuði. Skiptast á sæti meðal efstu tíu  Hólmfríður Magnúsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skiptast á um að vera í 10. sætinu yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Berglind fór upp fyrir Hólmfríði á dögunum, en eftir mörkin tvö fyrir Selfoss gegn Stjörnunni á mánu- dagskvöld fór Hólmfríður í 118 mörk. Berglind svaraði því hins vegar með þrennu fyrir Breiðablik gegn ÍBV daginn eftir, hefur nú skorað 119 mörk í deildinni og situr í 10. sætinu yfir þær markahæstu. Þær eru hins vegar báðar nálægt því að ná Rakel Hönnudóttur, sem er í 9. sæti með 120 mörk í efstu deild.  Mörkin níu sem Breiðablik skor- aði gegn ÍBV í umferðinni eru ekki það mesta sem Blikar hafa skorað hjá Eyjakonum í efstu deild. Breiða- blik vann 10:0 árið 1995 þar sem Sig- rún Óttarsdóttir skoraði þrennu. Það er stærsta tap ÍBV í deildinni frá upphafi.  Jakobína Hjörvarsdóttir, sem fagnar 15 ára afmæli sínu í dag, spil- aði sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hún kom inn á sem varamaður hjá Þór/KA gegn Val í umferðinni.  Þrír erlendir leikmenn þreyttu frumraun sína í deildinni í umferð- inni. Það voru þær Amy Strath (Fylki), Mckenzie Grossman (ÍBV) og Camille Bassett (Stjörnunni). Þá lék Shameeka Fishley einnig sinn fysta leik með Stjörnunni, en hún spilaði 14 leiki með ÍBV í fyrra.  Málfríður Erna Sigurðardóttir, þriðja leikjahæsta konan í sögu efstu deildar, var í leikmannahópi Vals í fyrsta sinn í sumar. Hún tók sér ótímabundið frí þegar deildin var að byrja í vor en hefur nú snúið aftur. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Cloé Lacasse, ÍBV 12 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 11 Elín Metta Jensen, Val 11 Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 10 Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 10 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 8 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 8 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 8 Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 7 Dóra María Lárusdóttir, Val 7 Fanndís Friðriksdóttir, Val 7 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 7 Hlín Eiríksdóttir, Val 7 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki 7 Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 7 Stephany Mayor, Þór/KA 7 Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 6 Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 6 Emma Kelly, ÍBV 6 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 10 Stephany Mayor, Þór/KA 10 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 10 Elín Metta Jensen, Val 9 Hlín Eiríksdóttir, Val 9 Cloé Lacasse, ÍBV 8 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 7 Markahæstar Breiðablik 61 Valur 57 Kefl avík 45 Þór/KA 41 ÍBV 40 Selfoss 39 KR 37 Stjarnan 35 HK/Víkingur 31 Fylkir 27 Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 10. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019 Lið: Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, Selfossi 6 3-4-3 Kelsey Wys Selfossi Fanndís Friðriksdóttir Val Hólmfríður Magnúsdóttir Selfossi Betsy Hassett KRHlín Eiríksdóttir Val Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Mairead Fulton Kefl avík Ingunn Haraldsdóttir KR Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Anna María Friðgeirsdóttir Selfossi 72 2 2 3 4 2 3 Fallbaráttan að skýrast?  Stefnir í þriggja liða baráttu um að forðast fallsætin tvö eins og staðan er nú  Hólmfríður var best og Alexandra besti ungi leikmaðurinn í 10. umferðinni Morgunblaðið/Hari Best Hólmfríður Magnúsdóttir er búin að eiga gott sumar á Selfossi. Morgunblaðið/Hari Ung Alexandra Jóhannsdóttir er einn besti miðjumaður deildarinnar.  Sænska knattspyrnufélagið Hels- ingborg tilkynnti í gær um kaup á Daníel Hafsteinssyni frá KA og skrif- aði hann undir þriggja og hálfs árs samning við félagið. „Daníel er fram- tíðarmaður í liðinu og við hlökkum til að vinna með honum,“ sagði forseti félagsins á heimasíðu þess. Daníel flaug út í gær, stóðst læknisskoðun og í samtali við mbl.is sagði hann að hlut- irnir hefðu gengið afar hratt fyrir sig.  Steve Bruce var í gær ráðinn knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðs- ins Newcastle og samdi við félagið til þriggja ára. Bruce yfirgaf B-deildarlið Sheffield Wednesday í byrjun vikunnar og tekur við Rafael Benítez hjá New- castle sem fór eftir að samningur hans rann út í júní. Nokkur stuðnings- mannafélög Newcastle sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir ráðn- inguna í gær þar sem félagið var gagn- rýnt fyrir metnaðarleysi.  Fjórir Íslendingar munu keppa á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem hefst í Borås í Svíþjóð í dag. Þórdís Eva Steinsdóttir keppir fyrst Íslending- anna í dag í 400 metra hlaupi og síðar keppa Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 200 metra hlaupi, Valdimar Hjalti Erlendsson í kringlukasti og Erna Sól- ey Gunn- arsdóttir í kúlu- varpi. Eitt ogannað 10. UMFERÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Eftir afskaplega jafna og spennandi fallbaráttu í allt sumar í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, virðist nú vera sem helsti möguleiki Fylkis og HK/Víkings að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu sé að komast upp fyrir ÍBV. Þó ekki sé langt upp í KR og Keflavík virðast þau hins vegar ekki líkleg til að falla miðað við spila- mennskuna undanfarið. Það er helst Stjarnan sem gæti orðið fjórða liðið í fallbaráttunni, enda ekki skorað síð- an í maí en hangir enn þremur stig- um fyrir ofan fallsvæðið. Keflavík og ÍBV eru bæði tveimur stigum fyrir ofan Fylki og stigi neðar er svo HK/Víkingur. Eyjakonur eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.