Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FRÁBÆR HREINSI- OG SMUREFNI FYRIR BÍLINN ÞINN FYRIR BÍLINN Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við eigendur jarðanna Rauðár, Ljósavatns og Hriflu og sveitar- félagið Þingeyjarsveit kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þing- eyjarsveit. Jafnframt hefur Umhverfis- stofnun með auglýsingu kynnt áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdals- héraði í samstarfi við landeigendur og sveitarfélag. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við náttúruverndarlög, en þau gera ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sér- staklega. Frestur til að skila athugasemd- um við áformin er til og með 18. september og geta allir sem vilja skilað inn athugasemdum. Frekari upplýsingar er að finna á heima- síðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Hinn 8. júlí sl. kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, áform um átak í friðlýsingum. Um slíkt átak er kveðið á í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Þar með talið að friðlýsa svæði í verndarflokki rammaáætlunar og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum, að stofna þjóðgarð á miðhálendinu og beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Fram kemur á heimasíðu UST að friðlýst svæði á Íslandi séu nú 115 talsins. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Goðafoss Fossinn hefur ætíð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Unnið að friðlýs- ingu Goðafoss  Átak verður gert í friðlýsingum Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Sam- kvæmt skýrslu sem birt er á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps leiddi slík rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, í ljós nokkr- ar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyði- byggð hér á landi. Rannsóknin var unnin af fornleifafræðingunum Ragnheiði Gló Gylfadóttur og Garðari Guðmundssyni hjá Forn- leifastofnun Íslands með stuðningi sveitarfélagsins. Fram kemur í skýrslunni að rann- sóknin hafi miðað að því að svara nokkrum spurningum um loftmynda- töku og greiningu loftmyndagagna af fornleifum, svo sem hvort hún geti aukið við þekkingu á bæjarstæðum í Þjórsárdal og hvort enn séu óupp- götvaðar minjar á og við bæjarstæðin sem hægt sé að ná fram með þessum skráningaraðferðum. Sex óþekktar minjar Við rannsóknina voru 13 uppblásin bæjarstæði og nágrenni þeirra í Þjórsárdal mynduð með dróna og gerð af þeim yfirborðslíkön. Í kjölfar- ið voru kannaðir ýmsir möguleikar varðandi frekari vinnslu og greiningu gagnanna í landupplýsingaforriti til að svara þeim spurningum sem lagt var upp með í verkefninu. Segja forn- leifafræðingarnir að yfirferð mynd- efnis hafi skilað ágætum árangri. Þrátt fyrir að bæjarstæðin hafi verið heimsótt margoft áður af fornleifa- fræðingum fundust áður óþekktar minjar á sex þeirra. Niðurstöður verkefnisins eru þær að skráning uppblásinna fornleifa með loftmynda- töku og líkanagerð sé mun fljótlegri og kostnaðarminni en hefðbundnar uppmælingar eða handteikningar og hafi marga kosti umfram þær aðferð- ir þó að hún komi ekki að öllu leyti í staðinn fyrir þær. Sem fyrr segir er Þjórsárdalur ein mest rannsakaða eyðibyggð landsins. Þar hafa farið fram nokkrar fornleifa- rannsóknir allt frá lokum 19. aldar og síðast var grafið í dalnum árið 2017. Fyrirséð er að hluti þeirra staða í dalnum sem nú varðveita fornleifar hverfi af yfirborði á næstu áratugum sökum uppblásturs, landeyðingar, skógræktar og landgræðslu. Vegna þess telja fornleifafræðingarnir mjög mikilvægt að safna ítarlegri gögnum um þá staði sem verst hafa orðið úti áður en þeir hverfa að fullu. Rannsóknin fór þannig fram að drónanum var flogið yfir hin þekktu fornu bæjarstæði í dalnum en í stað þess að einblína á þær stöku minjar sem hafa verið mældar upp var reynt að fá yfirsýn yfir stærri svæði, mögu- leg heimatún og minjar innan þeirra. Eftir að myndatöku lauk var gengið skipulega yfir bæjarstæðin og þau skoðuð enn frekar. Fornleifafræðing- arnir segja að drónanotkun komi ekki í staðinn fyrir uppmælingar og skrá- setningu á jörðu niðri en auðveldi mjög það starf. Fundu áður óþekktar minjar með drónaflugi  Fornleifafræðingar segja loftmyndatökur gera gagn Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Í Þjórsárdal Rauðá rennur í sveigum neðan við fornbýlið Stöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.