Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 61
Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valsmenn eru úr leik í Meist- aradeild Evrópu í fótbolta eftir 2:0 tap fyrir Maribor frá Slóveníu á útivelli í 1. umferð undan- keppninnar í gærkvöldi. Maribor vann fyrri leikinn á Hlíðarenda 3:0 og einvígið því samanlagt 5:0. Þær tölur gefa rétta mynd af gæðamun liðanna. Maribor er mun sterkara lið, með betri leik- mannahóp og mun meira fjár- magn á bak við sig. Heimamenn skoruðu tvö mörk á fyrsta hálf- tímanum og var eftirleikurinn auðveldur. Maribor fór niður í annan gír og Valsmenn ógnuðu lítið sem ekki neitt. Maribor eyddi ekki óþarfa orku í að bæta við mörkum í einvígi þar sem úr- slitin voru löngu ráðin. Valsmenn náðu örfáum ágætum spilköflum í leiknum en sköpuðu sama og ekki neitt. Hinum megin hefði Maribor getað bætt við mörkum. Bjartsýnir menn vonuðust til að Valur gæti komist í riðlakeppni í Evrópukeppni í ár, en liðið er hvergi nærri tilbúið í þann slag. Félög eins og Maribor eru mikið mun sterkari innan og utan vall- ar. Er nánast óhugsandi að ís- lensk lið geti slegið lið á borð við Maribor úr leik í tveggja leikja einvígi. Það er engin skömm í því. Valsmenn eru með dýrasta lið Ís- lands, en hræódýrt lið sam- anborið við Maribor og önnur lið víðs vegar um Evrópu. Þetta er ójöfn keppni. Sterkir búlgarskir meistarar Valsmenn eru þó ekki úr leik í Evrópukeppni í ár. Ludogorets frá Búlgaríu bíður í Evrópudeild- inni. Það er hins vegar ekki slak- ara lið en Maribor, langt því frá. Búlgarska liðið hefur komist í 32- og 16-liða úrslit Evrópudeild- arinnar á síðustu árum og unnið lið eins og Lazio frá Ítalíu og þýska liðið Hoffenheim. Ludogo- rets gerði einnig 2:2-jafntefli við Liverpool árið 2014. Búlgarska fé- lagið er með fimm Brasilíumenn á sínum snærum og fjöldann allan af landsliðsmönnum frá hinum ýmsu löndum. Liðið hefur unnið búlg- arska meistaratitilinn síðustu átta ár. Ludogorets féll óvænt úr leik fyrir Ferencváros í Meistaradeild- inni, samanlagt 5:3, en hefur verið í riðlakeppni í Evrópu- eða Meist- aradeildinni síðustu átta ár. Það verður því væntanlega áfram á brattann að sækja fyrir Val í Evr- ópu í ár. Valsmenn mættu slóv- enskum ofjörlum sínum  Valur langt frá riðlakeppni í Meistaradeild Sterkir búlgarskir meistarar bíða Morgunblaðið/Hari Stöðvaðir Kenan Piric tekur boltann af tám Ólafs Karls Finsen sem var einkennandi fyrir einvígi Vals og Maribor. 1:0 Rok Kronaveter 11. 2:0 Marcos Tavares 32. I Gul spjöldVancas Pozeg (Maribor), Andri Adolphsson, Eiður Aron Sigur- björnsson (Val). Maribor: (4-5-1) Mark: Piric. Vörn: Milec, Ivkovic, Pericic, Viler. Miðja: Hotic, Cretu, Kronaveter (Pozeg 57.), Vrhovec (Kramaric 73.), Kotnik (Mesanovic 57.). Sókn: Tavares. MARIBOR – VALUR 2:0 Valur: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sæv- arsson, Orri Sigurður Ómarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ívar Örn Jónsson. Miðja: Einar Karl Ingvars- son, Kristinn Freyr Sigurðsson (Seb- astian Hedlund 77.), Haukur Páll Sig- urðsson (Lasse Petry 18.). Sókn: Andri Adolphsson (Birnir Snær Inga- son 61.), Patrick Pedersen, Kaj Leo i Bartalsstovu. Dómari: João Pinheiro, Portúgal  Maribor vann einvígið 5:0. KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, síðari leikur: Meistaravellir: KR – Molde...................... 19 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Augnablik ...... 19.15 Mustad-völlur: Grindav. – Þróttur R.. 19.15 Kaplakriki: FH – Afturelding ............. 19.15 Hertz-völlur: ÍR – Haukar .................. 19.15 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Þróttur V. ............19.15 Í KVÖLD! Stjarnan stendur best að vígi ís- lensku liðanna þegar kemur að seinni leikjunum í 1. umferð und- ankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu sem fram fara í dag. Garðbæingar unnu mikilvægan 2:1- sigur gegn eistneska liðinu Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í Garða- bæ þar sem Þorsteinn Már Ragn- arsson skoraði bæði mörk Stjörn- unnar sem komst í 2:0 í leiknum en Nikita Andreev skoraði dýrmætt útivallarmark fyrir Eistana á 78. mínútu. Garðbæingum dugar hins vegar jafntefli og þeir geta því leg- ið til baka í Tallinn og freistað þess að beita skyndisóknum. Breiðablik stendur einnig ágæt- lega að vígi fyrir seinni leik sinn gegn Vaduz frá Liechtenstein en liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópavogsvelli í fyrri leiknum. Blik- ar voru sterkari aðilinn í leiknum og sóttu meira en gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri. Leikmenn Vaduz lágu vel til baka og ógnuðu úr skyndisóknum og það má gera ráð fyrir því að leikplan liðsins verði svipað á heimavelli. Ef Blikar koma inn marki snemma í leiknum gæti róðurinn orðið þung- ur fyrir liðið frá Liechtenstein sem sýndi samt sem áður lipra takta í Kópavogi. KR galt algjört afhroð gegn norska liðinu Molde á útivelli þar sem 7:1-tap reyndist staðreynd. Einvígið var svo gott sem búið í hálfleik þar sem Molde leiddi með fjórum mörkum gegn engu. Vestur- bæingum gekk illa að verjast föst- um leikatriðum Norðmannanna og það verður að teljast nánast úti- lokað að íslenska liðið sé á leið í aðra umferð undankeppninnar. bjarnih@mbl.is Möguleikarnir mest- ir í Tallinn og Vaduz Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaduz Guðjón Pétur Lýðsson og lið Breiðabliks eru í Liechtenstein.  Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV í knatt- spyrnu, er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að skoða möguleika sem henni hafa boðist hjá erlendum fé- lögum. Í gær greindi fotbolti.net svo frá því að Cloé, sem nú er gjaldgeng í íslenska landsliðið, myndi yfirgefa ÍBV í ágúst, en ekki væri ljóst hvert hún færi.  Færeyski sóknarmaðurinn Jákup Thomsen leikur ekki meira með FH í sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband í hné og verður af þeim sökum frá næstu mánuði. Hann meiddist í sigri FH gegn ÍBV um síð- ustu helgi, en hann hafði komið við sögu í 11 deildarleikjum FH á tíma- bilinu.  Kolbeinn Sigþórsson er í liði um- ferðarinnar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá sænska blaðinu Ex- pressen. Kolbeinn skoraði tvö marka AIK í 3:0-sigri á Elfsborg; hans fyrstu mörk fyrir félagslið í um þrjú ár.  Hedvig Lindahl, landsliðs- markvörður Svía í knattspyrnu, er orð- in liðsfélagi Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur hjá þýska meistaraliðinu Wolfsburg. Hún kemur frá Chelsea eftir að hafa unnið brons með Svíum á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.