Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Íhaust tekur Þjóðverjinn Ur-sula von der Leyen við einuvaldamesta embætti í Evr-ópu, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins
(ESB). En hver er þessi kona sem
skyndilega hefur risið til mikilla
metorða í heimi alþjóðastjórnmála
en var áður lítt þekkt utan heima-
lands síns, Þýskalands?
Hún fæddist í Brussel árið 1958
og ólst þar upp fram á unglingsár.
Aðalstitilinn og fjölskyldunafnið hef-
ur hún frá eiginmanni sínum, lækn-
inum Heiko von der Leyen, sem er
af þekktri þýski aðalsætt sem auðg-
aðist af framleiðslu og sölu á silki-
vefnaði á 18. öld. Ursula Gertrud Al-
brecht hét hún fullu nafni fyrir
hjónabandið, dóttir virts embættis-
manns. Saman eiga hjónin sjö börn
og var hún heimavinnandi til að ann-
ast þau á fyrri hluta tíunda áratug-
arins þegar þau bjuggu í Stanford í
Kaliforníu þar sem eiginmaðurinn
kenndi við læknadeild háskólans.
Sjálf er Ursula hámenntuð. Hún
lagði stund á hagfræði við háskólann
í Göttingen og við London School of
Economics í byrjun níunda ára-
tugarins en sneri sér síðan að
læknisfræði og lauk námi frá lækna-
háskólanum í Hannover 1987. Er
sérgrein hennar kvensjúkdómar.
Hún talar reiprennandi frönsku og
ensku auk þýska móðurmálsins.
Ursula hóf ekki að skipta sér af
stjórnmálum fyrr en eftir að fjöl-
skyldan fluttist aftur heim til Þýska-
lands 1996. Hún haslaði sér völl í
flokki kristilegra demókrata í Hann-
over og varð ráðherra í fylkisstjórn-
inni í Neðra-Saxlandi árið 2003. Hún
þótti standa sig vel og tveimur árum
seinna var hún orðin ráðherra fjöl-
skyldumála í ríkisstjórn Þýskalands.
Því embætti gegndi hún í fjögur ár,
en frá 2009-2013 var hún félagsmála-
ráðherra stjórnarinnar. Sumarið
2013 var hún valin til að taka við
varnarmálunum. Ursula hefur verið
náinn samstarfsmaður Angelu
Merkel og er hinn eini sem gegnt
hefur ráðherraembættum í stjórn-
um hennar frá upphafi. Skiptar
skoðanir hafa verið um hvernig hún
hefur haldið á varnarmálunum. Sem
varnarmálaráðherra hefur hún talað
fyrir því að Þýskaland beiti sér af
meiri festu á alþjóðavettvangi. Þótti
það sæta tíðindum þegar hún ákvað
fyrir fimm árum að senda þýska her-
menn til stuðnings hersveitum í
Írak. Þjóðverjar hafa frá lokum
seinna stríðs verið varfærnir til þátt-
töku í hvers kyns hernaðar-
aðgerðum og má segja að ákvörð-
unin hafi markað straumhvörf í
afstöðu þýskra stjórnvalda. Þrátt
fyrir þetta var hún á undanförnum
mánuðum oft nefnd sem líklegur arf-
taki Merkel í kanslaraembættinu og
einnig var hún orðuð við stöðu fram-
kvæmdastjóra NATO í Brussel.
Hörð gagnvart Rússlandi
Ursula von der Leyen hefur
verið eindreginn stuðningsmaður
þvingunaraðgerða Evrópuríkjanna
gagnvart Rússlandi vegna ólög-
legrar innlimunar Krímskaga árið
2014. Þá hefur hún hvatt til frekari
stuðnings Atlantshafsbandalagsins
við Eystrasaltsríkin vegna hætt-
unnar frá Rússum. Þá hefur hún
sagt að stofnun Evrópuhers, sem er
á dagskrá ESB, eigi að vera lang-
tímamarkmið sambandsins. Von der
Leyen hefur haldið því fram að úr-
sögn Breta úr ESB verði til þess að
auðvelda frekari samruna aðildar-
ríkjanna enda hafi Bretar lengi vel
„haldið sambandinu í gíslingu“ og
kosið gegn „öllu sem heitir Evrópa,“
svo vitnað sé til ummæla hennar.
Þeir sem eru gagnrýnir á
Evrópusambandið hafa haldið því á
lofti að von der Leyen er rétt eins og
forveri hennar í embætti forseta
framkvæmdastjórnar ESB, Jean-
Claude Juncker, mjög jákvæð gagn-
vart frekari samruna ESB-ríkjanna.
Hefur hún látið hafa eftir sér að hún
sjái fyrir sér evrópskt sambandsríki
að bandarískri, svissneskri og þýskri
fyrirmynd. Myndi stjórnin í Brussel
þá t.d. ráða ferðinni í skatta- og fjár-
málum en aðildarríkin þó hafa þar
visst svigrúm.
Ursula von der Leyen kaus með
lögleiðingu hjónabanda samkyn-
hneigðra árið 2017 og hefur einnig
talað máli samkynhneigðra hjóna
sem berjast fyrir rétti til ættleið-
ingar í Þýskalandi.
Eftir að von der Leyen fór að
berjast fyrir því að Evrópuþingið
samþykkti tilnefningu hennar í emb-
ætti forseta framkvæmdastjórnar-
innar hefur hún talað fyrir því að
Evrópusambandinu beri að setja sér
metnaðarfyllri loftslagsmarkmið en
nú eru í gildi. Hét hún því að á fyrstu
hundrað dögum sínum í embætti
yrði kynnt loftslagsáætlun þar sem
fjárfestingar í grænni orku yrðu
auknar og brugðist yrði við því þeg-
ar fyrirtæki flakka með starfsemi
sína milli landa þegar mengunar-
takmörkunum er náð.
Tilnefning hennar í embættið
var staðfest á Evrópuþinginu í fyrra-
dag, en úrslitin voru tæp. Hlaut hún
383 atkvæði, eða 51% allra greidra
atkvæða. Kusu 327 gegn henni.
Konan sem móta
mun ESB næstu árin
AFP
Evrópusambandið Ursula von der Leyen með hinum litríka Jean-Claude
Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Flestir mennvildu sjálf-sagt helst
hafa mátt gleyma
„fyrstu hreinu
vinstristjórninni“
sem taldi það upp-
skriftina að endur-
reisn landsins eftir
fall bankanna að
draga að húni á öllum stöngum
þau mál sem væru best til þess
fallin að sundra þjóðinni. Þetta
alræmda vinnulag sýndi í senn
hugmyndir og pólitískt innræti
þeirra sem leiddu þá ríkisstjórn.
Það bjargaði því sem mátti að
aðrir höfðu tekið grundvallar-
ákvarðanir áður en þessari
sendingu skolaði inn í ráðu-
neytin.
Þegar Svíar lentu í sínum
efnahagslegu áföllum hálfum
öðrum áratug fyrr var lögð þung
áhersla á að þjappa þjóðinni
saman og víkja sundrungar-
efnum út fyrir hliðarlínu á með-
an stóru hagsmunamálin væru
leyst í góðri sátt. En Jóhanna og
Steingrímur settu eitrað upp-
nám í öndvegið.
Skyndiinnganga í ESB var
hástig dómgreindarleysis þeirr-
ar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn sundrungar-
leiðtoganna missti starfhæfan
meirihluta sinn þegar kjör-
tímabilið var rétt hálfnað en
hékk löskuð áfram og tafði
endurreisnina sem því nam.
Fólkinu í landinu ofbauð og með
tvöföldum Icesave-gerningi
magnaðist fyrirlitningin. Í kosn-
ingum vorið 2013 átti fólkið loks
leik. Vinstristjórnin sem fengið
hafði hreinan meirihluta 2009
fékk þá verstu útreið sem ríkis-
stjórn hefur fengið. Fastagestir
stjórnmálafræðinnar á „RÚV“
forðast eins og eldinn að rifja
upp þennan sögulega hápunkt.
Ríkisstjórn hafði látið sjálfs-
hólið ganga í fjögur ár og for-
kólfarnir þóttust þeir fyrstu sem
tekið hefðu á því í ríkisstjórnar-
sögu landsins. Gengið var með
34 þingmenn til kosninga en
meira en helmingur þeirra tap-
aðist. Átján þingmenn féllu og
aðeins sextán lifðu nóttina af!
Hið innistæðulausa sjálfshól
fann hvergi samastað nema hjá
montrössunum sjálfum.
Aðalástæða einstæðrar rass-
skellingar var ákvörðunin um að
sundra þjóðinni þegar sam-
heldni, samvinna og samhjálp
hlutu að verða kjörorð hvers
dags.
Nýrri ríkisstjórn með öflugt
umboð bar að skipta algjörlega
um stefnu og sópa sundrung-
argjörningnum burtu með af-
gerandi hætti, enda kosning-
arnar krafa um það. Fyrstu
vikuna hefði átt að brúka til að
afturkalla aðildarumsókn að
ESB með þingsályktun enda
hafði sú verið undirbyggð með
slíkum hætti. Þegar kjörtíma-
bilið var hálfnað samdi utan-
ríkisráðuneytið furðubréf ofan í
ráðherra sinn sem
ríkisstjórn kok-
gleypti sennilega
ólesið.
Sama ráðuneytið
sagði síðar að gert
hefði verið hlé á að-
ildarumsókn og
þegar gengið var á
það löngu síðar
sagði það að „varanlegt hlé“ á
umsókninni hefði verið gert. Allt
gert til að forðast bannfærða
orðið „afturköllun“. Þvoglu-
bundin þvæla í vitlausa bréfinu
var því miður nokkur stoð í
þessu.
Fyrir fáeinum dögum var
þess minnst að tíu ár voru liðin
frá upphafi umsóknarferils.
Fréttablaðið hafði yfirskriftina
„EES-umsókn Íslands er tíu ára
í dag“ til að undirstrika að sú
umsókn væri enn í gildi. Rætt
var við alþingismanninn Jón
Steindór Valdimarsson sem
kynntur var sem fyrrverandi
formaður JÁ Ísland. Sá sagði:
„Þó að ferlið hafi verið stöðvað
þá verður að líta svo á að Ísland
sé enn með umsókn inni. Það
ætti að vera hægt að endurræsa
það án þess að fara í gegnum allt
upphafsferlið Evrópusambands-
megin.“
Því hefur verið haldið fram
opinberlega með nokkrum þjósti
en litlum rökum að „enginn líti
svo á að ESB-umsóknin sé enn í
gildi“. Ekki er svo sem vitað
með vissu hver þessi „enginn“
er. Það gæti verið nefndur Jón
Steindór eða forráðamenn
Fréttablaðsins eða hinir raun-
verulegu ráðamenn utanríkis-
ráðuneytisins sem segja að nú sé
hlé í málinu með margbreyti-
legri forskrift þó.
Þegar horft er til talsmanna
ESB er ljóst að þeir eru á hlélín-
unni og spursmálið sé sama og
þeirra í utanríkisráðuneytinu,
hversu varanlegt það verður.
Hann „enginn“ sem hefur til-
tekna skoðun samkvæmt
nefndri tilkynningu er því orð-
inn gróflega fjölmennur. Það
óþægilegasta í málinu er að
ríkisstjórnin hafði þegar ákveð-
ið að þingsályktun þyrfti til að
afturkalla umsóknina að ESB.
Skýrt var frá því í september
2014. Í fréttum frá þeim tíma
segir: „Fram kemur í málaskrá
ríkisstjórnarinnar fyrir kom-
andi þingvetur að þings-
ályktunartillaga um að draga til
baka umsókn Íslands um inn-
göngu í Evrópusambandið verði
lögð fram.“
Ríkisstjórnin hafði sig ekki í
það næstu tvö árin að klára mál-
ið og gaf þar með hverjum sem
vildi færi á að gagnálykta frá
þeim aumingjadómi. Og ekki
bætti úr skák að láta hið ESB-
sinnaða utanríkisráðuneyti
skrifa ofan í ríkisstjórnina ill-
skiljanlegt furðubréf og láta í
vandræðagangi sínum eins og
það dygði í stað ályktunar þings-
ins.
Það voru mistök að
fylgja ekki eftir
ákvörðun ríkis-
stjórnar um aftur-
köllun umsóknar að
ESB}
Hangsið hefnir sín
J
arðakaup ensks auðjöfurs vekja umtal
og netmiðlar loga vegna frétta um við-
skiptin. Tvennt virðist ráðandi í um-
ræðunni:
1. Kaupandinn er útlendingur.
2. Hann hefur eignast mjög margar jarðir hér
á landi.
Miklu fleiri sjónarmið koma þó fram. Bent er
á að nú sé loksins kominn kaupandi að jörðum
sem enginn Íslendingur hafi kært sig um.
Bændur eigi erfitt með að lifa af búskap og fái
nú loks nokkrar krónur upp úr krafsinu. Líklegt
sé að stöndugur eigandi muni sinna ræktun,
vernd og uppbyggingu betur en fátækur bóndi.
Aðrir telja kaupandann vafasaman karakter
sem ekki sé treystandi. Íslendingar verði í fram-
tíðinni leiguliðar á eigin landi, líklegt sé að hinn
erlendi auðjöfur ætli sér að selja vatn af jörðum
sínum til útlanda og hann hafi lokað á laxveiði í gjöfulum
ám.
Það er oft stutt í þjóðardrambið sem Hannes Hafstein
hæddi í ljóði: „Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.“
Hermann Guðmundsson skrifaði á FB: „Þessar jarðir
eru hér enn og verða áfram. Eini munurinn er sá að nú
greiðir kaupandinn skatta og gjöld í stað þess íslenska sem
átti jörðina áður.“ Þessi yfirlýsing vakti hörð viðbrögð og
vangaveltur.
Guðmundur Andri Thorsson er líka með færslu:
„[A]uðmenn af ýmsu þjóðerni vilja safna landi í þeirri trú að
ekkert sé betri fjárfesting í framtíðinni en land, sérstaklega
land með vatni og aðgangi að hafi, vítt land og fagurt. Allir
auðmenn vilja geta bandað út hendinni út að
sjóndeildarhring og sagt: Þetta á ég.
Þetta er eitt af þessum fjölmörgu málum sem
skilja að jafnaðarmenn og flokkana sem gæta
sérhagsmuna. Við teljum að auður eigi ekki að
safnast á of fárra hendur, hvort sem hann felst í
eiginlegum eða óeiginlegum verðmætum; ríkur
kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarð-
ir út í það óendanlega jafnvel þó að hann sé svo
veglyndur að leyfa fólki að nýta þessar jarðir;
hann mun eignast erfingja, sem eignast erf-
ingja … Ekki heldur íslenskir auðmenn eða
malasískir.“
Guðmundur Andri endar þannig: „Við svo
búið má að minnsta kosti ekki standa.“
Sjálfsagt er að ræða hættuna sem getur fylgt
misnotkun á eignarhaldi. Íslendingar eru enn
brenndir eftir að íslenskir auðjöfrar eignuðust
ráðandi hlut í ríkisbönkunum. Örfáum árum síðar var efna-
hagskerfi landsins rústir einar. Eftirlitsaðilar skelfdust hina
voldugu eigendur og lýstu því jafnvel yfir opinberlega að allt
væri í himnalagi. Eftir hrun hefur áherslan verið á efldar
reglur og aukið eftirlit.
Hagsmunir almennings felast þó fyrst og fremst í því
hvernig land er nýtt. Hvað viljum við? Hvaða aðgang á al-
menningur að hafa að landinu? Hver á auðlindir sem á jörð-
unum kunna að vera?
Setjum réttlátar reglur sem gilda um alla. Misnotkun ís-
lenska kotbóndans og enska auðjöfursins er jafnmikill ósómi.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sjálfstætt fólk
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen