Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
fyrir nýjum húsum, þar á meðal eru
lágbyggingar Orkuhússins.
Höfundar vinningstillögu Alark
arkitekta eru Kristján Ásgeirsson,
Hans Orri Kristjánsson og Jakob E.
Líndal.
Vinningstillaga Alark gerir ráð
fyrir fjórum byggingaráföngum þar
sem gert er ráð fyrir 450 íbúðum
auk atvinnuhúsnæðis að hluta. Til-
lagan gerir ráð fyrir 4-9 hæða bygg-
ingum sem mynda randbyggð með
sólríkum og skjólgóðum inngörðum
sem eru að hluta til opnir og tengdir
saman með göngu- og hjólastígum,
þar sem Orkuhúsið fær ákveðinn
virðingarsess.
Í umsögn dómnefndar segir að
tillagan uppfylli meginmarkmið
samkeppninnar vel og skipulags-
hugmyndin sé bæði skýr og vel
fram sett. Jafnframt segir að til-
lagan bjóði upp á gott heildar-
yfirbragð fyrir íbúðir og atvinnu-
starfsemi í aðlaðandi og eftir-
sóknarverðu umhverfi.
Sem fyrr segir var Rafmagns-
veita Reykjavíkur með bæki-
stöðvar á þessum stað, skrifstofur
og birgðastöð. Hitaveita Reykja-
víkur var með bækistöðvar á lóð
hinum megin við Grensásveg. Þessi
tvö fyrirtæki sameinuðust árið
1999 undir heitinu Orkuveita
Reykjavíkur. Vatnsveita Reykja-
víkur varð hluti af Orkuveitunni ár-
ið 2000.
Orkuveitan reisti höfuðstöðvar
við Bæjarháls í Árbæjarhverfi.
Þær voru teknar í notkun árið 2003
og eignirnar við Suðurlandsbraut
og Grensásveg voru þá seldar.
Orkuhússreitur með 450 íbúðir
Deiliskipulagsvinna er hafin á vegum Reita Stefnt að því að hefja framkvæmdir eftir 2,5-3 ár
Tölvumynd/Alark arkitektar
Vinningstillagan Svona sjá arkitektar Alark fyrir sér að hin nýja byggð muni líta út í framtíðinni. Fremst er horn Suðurlandsbrautar og Grensásvegar.
Ljósmynd/mats.is
Reiturinn Öll húsin munu víkja nema sjálft Orkuhúsið við Suðurlandsbraut.
Myndin er komin til ára sinna og í dag er trjágróður mun hærri en hér sést.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á vegum Reita fasteignafélags er
hafin vinna við deiliskipulag fyrir
svonefndan Orkuhússreit við Suður-
landsbraut. Er skipulagið unnið á
grundvelli verðlaunatillögu Alark
arkitekta, sem urðu hlutskarpastir í
hugmyndasamkeppni um framtíð-
aruppbyggingu á reitnum. Vinn-
ingstillagan gerir ráð fyrir 450 íbúð-
um auk atvinnuhúsnæðis að hluta.
Hún var kynnt í maí síðastliðnum. Á
þessum reit munu búa þúsundir
manna í fyllingu tímans.
„Við reiknum með að skipulags-
ferlið taki 12 mánuði og að hægt
verði að byrja framkvæmdir eftir
tvö og hálft til þrjú ár ef allt gengur
samkvæmt áætlun,“ segir Friðjón
Sigurðarson, framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Reita.
„Endanleg tímalína liggur ekki
fyrir ennþá. Við reiknum þó með að
reiturinn byggist upp á um 3-5 ár-
um frá því að framkvæmdir hefj-
ast,“ bætir Friðjón við.
Orkuhússreiturinn afmarkast af
Suðurlandsbraut í norðri, Ármúla í
suðri og Grensásvegi í austri. Um
er að ræða sameinuðu lóðina Suður-
landsbraut 34 og Ármúla 31.
Reiturinn er 2,6 hektarar að flat-
armáli. Heildarflatarmál fasteigna á
svæðinu í dag er tæpir 11 þúsund
fermetrar.
Orkuhúsið miðpunkturinn
Suðurlandsbraut 34 er helsta
bygging svæðisins. Um er að ræða
4.100 fermetra skrifstofuhús, sjálft
Orkuhúsið, sex hæðir ásamt lág-
byggingum. Það hýsti upphaflega
skrifstofur Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Arkitektar hússins voru Guð-
mundur Kr. Kristinsson og Ferdin-
and Alfreðsson.
Ármúli 31 er 6.800 fermetra iðn-
aðarhúsnæði. Þetta er stálgrindar-
bygging sem nú hýsir skrifstofur,
verslun og léttan iðnað.
Orkuhúsið er eina byggingin á
reitnum sem mun halda sér. Önnur
mannvirki verða rifin til að rýma
„Byggðamynstrið formar táknið E2
sem stendur fyrir orku rafeinda,“
segir m.a. í lýsingu höfunda vinn-
ingstillögunnar.
Tillagan myndist af tveimur
meginbyggingarhlutum, sem skipta
megi í fjóra áfanga, sitt hvorum
megin við „Orkuásinn“. Fimmti reit-
urinn, Orkuhúsið, sé táknrænn fyrir
hugtakið orka. Það sé miðdepill til-
lögunnar og allar leiðir liggi að því.
Dómnefnd fer jákvæðum orðum
um tillöguna að flestu leyti. Hún
tekur fram að vel fari á rúmgóðum
inngörðum, sem séu að hluta til út-
hverfir og því bæði fyrir íbúana og
almenning. Þeir henti bæði sem
svæði fyrir mannlíf svo og fyrir um-
ferð gangandi og hjólandi. Vel sé
hugsað fyrir birtu og skjóli á lykil-
stöðum og vel hugað að blágrænum
lausnum. Sólríkur og skjólsæll
orkugarður og torg á horni
Grensásvegar og Ármúla gefi góð
fyrirheit.
Í Orkuhúsinu er nú rekin um-
fangsmikil lækningastarfsemi á
sviði stoðkerfisvandamála. Sú starf-
semi mun flytja í Urðarhvarf og
önnur starfsemi kemur í Orkuhúsið.
Tölvumynd/Alark
Inngarðar Inni á milli húsanna er gert ráð fyrir grænum görðum og göngu-
og hjólastígum. Verslunarrými verður við Suðurlandsbraut og Ármúla.
Sólríkur og skjól-
sæll orkugarður