Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
VERÐ FRÁ:
4.030.000kr.
NÝR CITROËN
C5 AIRCROSS SUV
Komdu og prófaðu nýja Citroën C5 Aircross SUV með
kraftmikilli vél, 8 gíra sjálfskiptingu og Grip Control
spólvörn sem ásamt einstakri 23 cm veghæð
gerir hann frábæran í ferðalagið.
HAFÐU ÞETTA EINFALT OG ÞÆGILEGT
Keyrðu inn í sumarið á glænýjum Citroën og
við sjáum um allt umstangið.
Fyrsti jeppinn frá Citroën!
Komdu og sjáðu þennan tímamótabíl í 100 ára sögu Citroën.
Aðalsmerki Citroën, einstök fjöðrun og framúrskarandi þægindi
leika lykilhlutverk í hönnun og smíði C5 Aircross.
Sannkallaður lúxusjeppi á einstöku verði.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt
staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar. Kaupandi ber kostnað af þjónustunni.
Nánari upplýsingar citroen.is/abyrgd.
KOMDU & KYNNTU ÞÉR
ÖRUGG GÆÐI CITROËN!
HÆRRA UPPÍTÖ
KUVERÐ!
Vegna góðrar söl
u í notuðum Citro
ën
bílum bjóðum við
hærra uppítökuv
erð
en gengur og ger
ist í bílinn þinn
við kaup á nýjum
Citroën.
Nú um hásumar er margtsem hefur áhrif á þaðhvernig við njótum dag-
anna. Bit hrjá marga og lúsmý
hefur verið mikið í umræðunni.
Það er þó margt annað en lúsmý
sem bítur. Það er því ýmislegt sem
gott er að hafa í huga þegar kláði,
útbrot eða sár koma á húð. Hér
eru nokkur dæmi:
Þörungar geta
valdið veikindum
Í vatnsböðum geta verið þör-
ungar á sveimi. Þessi eitrun er
ekki algeng á Íslandi en þó nokkuð
í löndunum í kringum okkur. Þetta
er mest á þeim tíma sem við erum
með blómgandi tímabil. Þörungar
geta valdið kláða, höfuðverk,
ógleði, uppköstum og niðurgangi.
Einkenni vara oft í 1-2 daga en í
mörgum tilvikum er rétt að leita
aðstoðar á heilsugæslu eða bráða-
móttöku, þar sem einkenni geta
orðið alvarleg. Einkenni koma ein-
hverjum klukkustundum eftir að
setið er í vatninu.
Þeir sem stunda böð þar sem
þörungar eru skulu þvo sér vand-
lega eftir baðið og skola sápuna
vel af. Er kláði kemur í augu ber
að skola þau vandlega. Heilbrigð-
isstarfsfólk meðhöndlar síðan fólk
mest eftir einkennum ef þau eru
alvarleg.
Roði, bólga og verkur
eftir geitungastungur
Geitungar stinga fólk oft eins og
vel þekkist á Íslandi. Þessi bit eru
sár og geta gefið verki í kringum
bitið í einhvern tíma. Roði, bólga
og verkur eru svo á svæðinu á eft-
ir. Það fyrsta sem maður gerir er
að tryggja að ekkert hafi orðið eft-
ir í húðinni þegar geitungurinn
losnar eða er sleginn af húðinni.
Gott er að skrapa af húðinni og ná
út þeim hluta sem eftir verður.
Kæling er góð verkjastilling og
það getur verið gagnlegt að kæla
fyrst eftir að maður hefur verið
bitinn. Stundum er notað
deyfingarkrem á bitið eða bólgu-
eyðandi steraáburður ef einkenni
eru mikil.
Þarf ég að leita aðstoðar?
1. Ef stungan er í munninum er
rétt að leita aðstoðar sem fyrst.
2. Ef þú ert með ofnæmi fyrir
geitungum er rétt að leita aðstoðar
eða nota lyf sem þú hefur þegar
fengið hjá lækni þínum.
3. Ef einkenni eru vaxandi þegar
frá liður og áfram vaxandi eftir
nokkra daga frá biti. Þá ætti þetta
almennt að vera gengið yfir.
4. Fólk með undirliggjandi sjúk-
dóma getur þurft að leita aðstoðar.
Svo er til að skógarmítill berist
til landsins eða að fólk hefur verið
bitið af slíkum í útlöndum. Það er
einkennandi að dýrið bítur sig fast
í húðina og eftir slíkt bit er oft
roði og bólga í nokkra daga. Gott
er að fjarlægja dýrið sem fyrst,
þar sem smit á vissum hættulegum
sýklum getur borist með skóg-
armítli. Þá er spurning hvenær er
rétt að leita aðstoðar.
Langflestir þurfa þess ekki,
enda eru bitin saklaus. Borelia er
ein af þeim sýkingum sem geta
fylgt biti skógarmítils. Þá koma út-
brot á húðina nokkrum dögum eft-
ir bitið og eru útbrotin nokkuð
dæmigerð. Þá er mikilvægt að
leita aðstoðar og meðhöndla með
sýklalyfjum. Oftast er um að ræða
útbrot sem eru stærri en fimm cm,
líta út eins og skotmark með roða í
miðjunni og yst en ljósara í milli
og stækka smám saman.
Bitin eru oftast saklaus
Á undanförnum árum hefur tíðni
TBE eða Tick-borne encephalitis
(heilabólgu) aukist. Þá fær fólk
heilabólgu eftir bit af skógarmítli
og jafnvel varanleg einkenni. Farið
er að bólusetja við þessum veiru-
sjúkdómi, enda er hann mjög al-
varlegur og engin meðferð til. Get-
ur því verið skynsamlegt að láta
bólusetja sig ef maður er á svæð-
um þar sem slíkt kemur fyrir.
Munum að fara varlega og ef ein-
kenni vara lengi er alltaf rétt að
leita aðstoðar.
Fleira bítur en lúsmý
Morgunblaðið/Eggert
Sár Lúsmýið getur verið hinn mesti skaðvaldur rétt eins og fleiri meindýr
sem valda sárum sem geta verið erfið viðureignar og valda fólki vanlíðan.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Heilsuráð
Óskar Reykdalsson heim-
ilislæknir og forstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins
„Mér finnst alltaf heillandi að mynda
hesta,“ segir Lárus Karl Ingason ljós-
myndari. Nú er að koma út ljós-
myndabók hans Anmut und Zauber
der Islandpferde, sem sýnir ástríðu
hrossaræktenda frá Eystra-Fróðholti
og Hjarðartúni í Rangárþingi eystra í
hálendisferðum þeirra. Lárus Karl
hefur farið með þeim til fjalla á
hverju sumri frá 2011 til að safna
saman í bók myndum af þeim ólíku
aðstæðum sem bíða hesta og knapa
á hálendi landsins.
„Skemmtilegast er að mynda hest-
ana frjálsa í umhverfi sínu, þegar þeir
hlaupa lausir í stórum hópum,
kannski 60-100 saman. Það er
skemmtilegt myndefni og eins er
gaman að fanga stemninguna, þetta
einstaka samband milli knapa og
hests sem stundum myndast í ferða-
lögum á fjöllum,“ segir Lárus Karl.
Bókin er gefin út nú í tilefni af
heimsmeistaramóti íslenska hestsins
sem haldið verður í Berlín í Þýska-
landi í byrjun ágústmánaðar næst-
komandi. Jafnhliða því heldur Lárus
Karl nærri mótsstað sýningu á mynd-
um af íslenska hestinum, meðal ann-
ars þeim sem eru í bókinni sem verð-
ur m.a. seld á vefnum hrimnir.shop
og í verslunum Eymundsson.
Lárus Karl hefur verið ljósmyndari
í 30 ár og unnið bæði sem auglýs-
ingaljósmyndari og þjónað ýmsum
stofnunum og ráðuneytum. Á und-
anförnum árum hefur hann mynd-
skreytt margar bækur sem tengjast
náttúru Ísland beint og óbeint. Eru
sumar þeirra um fluguveiði – en
fleira má þó tiltaka, svo sem bækur
um mat og um Hafnarfjörð, sem er
heimabær Lárusar Karls.
Með nýja bók og sýningu í Berlín
Alltaf heillandi að mynda hesta
Lárus Karl Við hestamyndirnar.
Veitingastaðurinn Vor á Selfossi var
opnaður fyrr í mánuðinum og er í
verslunarhúsi Krónunnar á Austur-
vegi 3-5. „Sumarið fylgir vorinu og
við vildum velja staðnum nafn sem
minnir á ferskleika,“ segir Tómas
Þóroddsson veitingamaður. Þau Elva
Dögg Þórðardóttir reka staðinn og
bjóða þar upp á ýmsa heilsurétti,
svo sem úr grænmeti og ávöxtum.
Einnig eru á boðstólum safi, sam-
lokur, ís og fleira gott sem fær líka
fínar viðtökur. Alls tekur staðurinn
44 í sæti í rúmgóðum húsakynnum
sem innangengt er í úr Krónubúð-
inni.
Nýr veitingastaður með heilsurétti í öndvegi
Vorið er komið á Selfossi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hressing Tómas Þóroddsson og Elva Dögg, lengst til vinstri, með starfsliði.