Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell
Það hefur verið gaman að
fylgjast með gengi nýliða Gróttu
í Inkasso-deildinni í fótbolta í
sumar en guttarnir hans Óskars
Hrafns Þorvaldssonar hafa held-
ur betur slegið í gegn.
Þegar tíu umferðum er
ólokið í ástríðudeildinni, eins og
margir kalla Inkasso-deildina, er
Grótta í bullandi baráttu um að
vinna sér sæti í deild þeirra
bestu. Gróttustrákarnir eru í
öðru sæti í þessari jöfnu og
spennandi deild og þeir eru til
alls líklegir.
Leikmenn Seltjarnarliðsins
eru flestir um eða yfir tvítugt
en yngsti leikmaður liðsins er
Orri Steinn Óskarsson, sem er
aðeins 15 ára gamall og er son-
ur þjálfarans. Mikið efni þar á
ferð eins og fleiri í Gróttuliðinu.
Ég settist niður með Ósk-
ari Hrafni rétt áður en flautað
var til leiks í Inkasso-deildinni.
Þá sagði hann við mig: „Við er-
um fullir tilhlökkunar og hlökk-
um til að sjá hvort verkefnið
sem byrjuðum á í fyrra hafi ekki
þroskast og dafnað vel í vetur
og við séum tilbúnir að taka
stökkið. Við mætum auðmjúkir
inn í deildina.“
Óskar bætti við: „Við ætl-
um að reyna að festa Gróttu í
sessi í deildinni, nokkuð sem
hefur ekki tekist. Fyrsta mark-
miðið er að halda sætinu í
deildinni. Ég vona að menn taki
skref áfram bæði sem ein-
staklingar og sem lið.“
Óskar hefur gert frábæra
hluti á Nesinu. Dagskipun hans
er að liðið spili góðan fótbolta,
haldi boltanum sem mest innan
liðsins og hefji sóknir sínar frá
aftasta manni. Ég held að það
verði erfitt fyrir Gróttu að halda
Óskari eftir þetta tímabil. Stærri
klúbbar hljóta að horfa til hans.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
GOLF
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sögufrægasta golfmót mannkyns-
sögunnar, The Open, fer fram um
helgina í 148. sinn en mótið er haldið
á Royal Portrush-vellinum á Norð-
ur-Írlandi í ár. The Open var haldið í
fyrsta sinn árið 1860 en til saman-
burðar er vert að nefna að fyrsta
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
var haldið árið 1930, sjötíu árum síð-
ar.
Þetta er í annað sinn sem mótið er
haldið á Royal Portrush-vellinum en
það gerðist fyrst árið 1951. Það var
einnig í fyrsta sinn sem The Open
var haldið utan Skotlands eða Eng-
lands. Í fyrsta sinn í sögu The Open
er löngu uppselt en alls eru þrír
Norður-Írar með á mótinu, þeir
Darren Clarke, Graeme McDowell
og Rory McIlroy.
Pressa á McIlroy
McIlroy, sem er þrítugur, þykir
líklegastur heimamannanna til af-
reka á mótinu í ár en hann var ein-
ungis 16 ára gamall þegar hann setti
vallarmetið á gamla Royal Port-
rush-vellinum sem er 61 högg. Völl-
urinn hefur breyst talsvert frá árinu
2005 þegar McIlroy setti metið en
metið á nýja vellinum er 65 högg eða
sjö högg undir pari. McIlroy hefur
einu sinni fagnað sigri á The Open
en það var árið 2014 þegar mótið var
haldið í Liverpool á Englandi en það
er mikil pressa á honum fyrir mótið.
Hinn 50 ára gamli Darren Clarke
vann mótið árið 2011 í Kent á Eng-
landi og þá vann hinn 39 ára gamli
Graeme McDowell sér inn keppn-
isrétt á The Open með góðri spila-
mennsku í sumar en hann er fæddur
og uppalinn í Portrush og verður því
væntanlega einnig vel stutt við bak-
ið á honum um helgina.
Koepka þykir líklegastur
Bandaríkjamaðurinn Brooks Ko-
epka þykir líklegastur til afreka á
mótinu en hann er 29 ára gamall og
er í efsta sæti heimslistans þar sem
hann hefur nokkuð þægilegt forskot
á Bandaríkjamanninn Dustin John-
son en títtnefndur McIlroy er í
þriðja sætinu. Enginn kylfingur hef-
ur oftar fagnað sigri á risamótunum
fjórum á undanförnum tveimur ár-
um en Koepka. Hann fagnaði sigri á
Opna bandaríska árin 2017 og 2018
og þá vann hann sigur á PGA-
mótaröðinni 2018 og 2019.
Kylfusveinn Koepka, Ricky El-
liott, er heimamaður í Portrush en
hann vann lengi vel á golfvellinum
sem golfkennari. Það er klárt mál að
Koepka mun fá mikla hjálp frá
kylfusveini sínum sem þekkir hverja
þúfu á Royal Portrush-vellinum en
eins og alltaf er mikilvægt að vera
með gott leikplan og þar kemur
kylfusveinninn Elliott sterkur inn.
Erfitt að afskrifa Tiger
Tiger Woods er vinsælasti kylf-
ingur heims og það skyldi enginn af-
skrifa Bandaríkjamanninn sem er
orðinn 43 ára gamall. Hann hefur
þrívegis fagnað sigri á The Open, ár-
in 2000, 2005 og síðast 2006. Það eru
komin þrettán ár síðan hann vann
síðast mótið en Tiger fagnaði sigri á
Masters um miðjan apríl á þessu ári.
Sigurinn á Masters var fyrsti
risatitill Tiger í ellefu ár en hann
hefur látið lítið fyrir sér fara eftir
sigurinn. Hann hefur aðeins tekið
þátt í þremur mótum síðan og í raun
verið í fríi undanfarinn mánuð. Ti-
ger nýtur sín alla jafna vel á The
Open og hann hefur margoft sannað
snilli sína í íþróttinni í gegnum tíð-
ina. Því skyldi enginn afskrifa Tiger
Woods sem er í fimmta sæti heims-
listans.
Sigurvegararnir koma víða að
Alls hefur The Open verið haldið
147 sinnum frá árinu 1860. Mótið
var ekki haldið árin 1915 til 1919
vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og
frá árinu 1940 til ársins 1945 vegna
síðari heimsstyrjaldarinnar. Mótið
hefur því verið haldið samfleytt frá
árinu 1946 en enginn hefur unnið
The Open oftar en Harry Vardon
sem vann mótið sex sinnum á ár-
unum 1896 til 1914. Af þeim sem eru
skráðir til leiks í ár hefur Tiger
Woods unnið oftast eða þrisvar.
Pádraig Harrington frá Írlandi hef-
ur tvívegis fagnað sigri, 2007 og
2008, sem og Ernie Els frá Suður-
Afríku sem vann mótið árin 2002 og
2012.
Alls hafa leikmenn af 15 þjóð-
ernum fagnað sigri á The Open en
Svíinn Henrik Stenson er eini Norð-
urlandabúinn sem hefur afrekað
það. Haraldur Franklín Magnús
varð fyrsti íslenski karlmaðurinn til
þess að vinna sér inn þátttökurétt á
mótinu í fyrra en hann komst ekki í
gegnum niðurskurðinn á Carnous-
tie-vellinum í Angus í Skotlandi síð-
asta sumar.
Koepka þykir líklegastur
en erfitt að afskrifa Tiger
The Open, sögufrægasta golfmót heims, fer fram í 148. sinn og hefst í dag
AFP
The Open Margir munu fylgjast grannt með þeim Tiger Woods og Brooks Koepka sem þykja líklegir til afreka.
Íslenska U21 árs landslið karla í
handknattleik hefur unnið fyrstu tvo
leiki sína á heimsmeistaramótinu
sem nú fer fram á Spáni. Eftir að
hafa unnið Síle í fyrsta leik í fyrra-
dag, 26:19, mættu strákarnir Arg-
entínu í gær, hinni Suður-Ameríku-
þjóðinni í riðlinum. Þeir fóru með
fjögurra marka sigur af hólmi, 26:22,
eftir að hafa verið fjórum mörkum
yfir í hálfleik, 14:10.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var
markahæstur hjá íslenska liðinu
með átta mörk en næstur kom Ás-
geir Snær Vignisson með fjögur.
Viktor Gísli Hallgrímsson, sem fór á
kostum í markinu gegn Síle og varði
19 skot, var hvíldur lengst af í leikn-
um og Andri Scheving varði níu skot
í markinu.
Strákarnir fá frí í dag en mæta
svo Norðmönnum á morgun, Dönum
á laugardag og Þjóðverjum á mánu-
dag.
Ekki gekk jafn vel hjá U19 ára
landsliði kvenna, sem er í B-deild
Evrópumótsins í Búlgaríu. Liðið
tapaði fyrir Serbíu í gær, 14:22, þar
sem Berta Rut Harðardóttir skoraði
fimm mörk. Ísland er með tvö stig
eftir þrjá leiki og mætir Bretum í
lokaleik riðilsins í dag. yrkill@mbl.is
Ljósmynd/IHF
Sigur Bjarni Ófeigur Valdimarsson
var markahæstur hjá Íslandi í gær.
Frídagur í dag eftir
tvo sterka sigra á HM