Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Ef það er eitthvað sem þjóðin elsk- ar þá er það gott salat ofan á brauð og þau gleðitíðindi berast að Hag- kaup sé búið að framleiða hágæða salöt þar sem allt er lagt upp úr bragði og gæðum. Salötin koma í glerkrukkum og þykja einstaklega bragðgóð og vel heppnuð. Að sögn Stefaníu Ingvarsdóttur hjá Hagkaup hafa viðtökurnar ver- ið framar björtustu vonum en mikið hafi verið lagt í vöruþróun og að slá hvergi af gæðunum. Brauðsalöt séu vinsæl vara eins og við þekkum flest og hægt að nota bæði spari og hversdags. Sum séu afskaplega fjöl- breytt fæða. Salötin koma í þremur útgáfum; með laxi, túnfisk og rækjum. Hágæða salöt í glerkrukkum Lúxus-salöt Mikið er lagt upp úr hráefnisvali í salötin sem hafa fengið fádæma viðtökur. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Meistarakokkarnir Baldur Haf- steinn Guðbjörnsson og Gunnar Chan reka staðinn 108 Matur í Fákafeni 9 í Reykjavík. Þar bjóða þeir upp á hágæða heimilismat sem hefur mælst einkar vel fyrir enda skortur á almennilegum heimilismat sem er bæði vandaður og góður – án þess þó að missa sjarmann. Við fengum Baldur til að grilla fyrir okk- ur þar sem hann er sagður afar flinkur á því sviði og hann brást að sjálfsögðu vel við því. Hér getur að líta uppskrift að grilluðum grísa- hnakka með munúðarfullu meðlæti sem mun slá í gegn á hvaða matar- borði sem er. Grísahnakki fyrir 4 900 g grísahnakki í heilum bita Aðferð: Grísahnakkinn er settur í saltlög í sólarhring (100 g salt móti 1 lítra af vatni blandað vel saman). Hnakkinn er tekinn úr leginum og skolaður. Hann er kryddaður með Five spices og vakúmpakkaður. Svo er hann eld- aður í vatnsbaði við 80 gráður í tvo og hálfan tíma. Hann er svo tekinn og skorinn í fallegar steikur. Settur á funheitt grillið til að fá gott grill- bragð í hann og svo penslaður með hoisin-grillsósunni. Hoisin-grillsósa 300 g hoisin 100 g sojasósa 50 g hunang 10 g engifer ferskt, rifið 10 g hvítlaukur ferskur, rifinn 5 g kóríander, malaður 5 g chiliduft 1 sítróna (safinn) Aðferð: Öllu blandað saman, gott er að gera þessa sósu deginum áður. Grillaður maís 4 stk. ferskur maís 4 msk. majónes 1⁄4 búnt ferskt kóríander 4 msk. parmesan Aðferð: Hýðið tekið af og hann grillaður á heitu grilli í um það bil tíu mínútur. Snúið honum reglulega, passið að ofelda hann ekki, það á að vera að- eins bit í honum. Þegar búið er að grilla hann þá er hann penslaður með majónesi og söxuðum kóríander og rifnum parmesan-osti stráð yfir hann. Grillað hvítkál í appelsínudressingu ½ hvítkál skorið í 1 cm þykkar sneiðar olía salt og pipar appelsínudressing 3 appelsínur 1 dl olífuolía 1 msk. eplaedik 1 msk. hunang 1 msk. saxað estragon salt og pipar Aðferð: Blómkálið er penslað með olíu á báðar hliðarnar og kryddað með salti og pipar. Hvítkálið er svo grill- að á báðum hliðum, það má gjarnan brenna smá. Þetta tekur nokkrar mínútur, hérna þarf líka að passa að ofelda hvítkálið ekki, það á að vera bit í því. Þegar búið er að grilla hvít- kálið er það skorið óreglulega niður í munnbita. Appelsínudressing: Appelsínurnar afhýddar og skorn- ar í litla teninga en takið hvíta hlut- ann og steina í burtu. Olíu, ediki, hunangi og estragoni er blandað saman og hellt yfir appelsínuten- ingana, þetta er smakkað til með salti og pipar og að endingu er þessu blandað við hvítkálið. Gott er að hafa með þessu gott sumarkartöflusalat. Grísahnakki með munúðar- fullu meðlæti Morgunblaðið/Hari Ljúffengt Einfaldur en bragð- mikill réttur að hætti Baldurs. Gómsætt á grillið Maís og svínakjöt passa sérstaklega vel saman og er vert að prófa. Gourmet-grillari Baldur Guðbjörnsson, meistarakokkur með meiru, kann réttu handtökin við grillið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.