Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 52

Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Ef það er eitthvað sem þjóðin elsk- ar þá er það gott salat ofan á brauð og þau gleðitíðindi berast að Hag- kaup sé búið að framleiða hágæða salöt þar sem allt er lagt upp úr bragði og gæðum. Salötin koma í glerkrukkum og þykja einstaklega bragðgóð og vel heppnuð. Að sögn Stefaníu Ingvarsdóttur hjá Hagkaup hafa viðtökurnar ver- ið framar björtustu vonum en mikið hafi verið lagt í vöruþróun og að slá hvergi af gæðunum. Brauðsalöt séu vinsæl vara eins og við þekkum flest og hægt að nota bæði spari og hversdags. Sum séu afskaplega fjöl- breytt fæða. Salötin koma í þremur útgáfum; með laxi, túnfisk og rækjum. Hágæða salöt í glerkrukkum Lúxus-salöt Mikið er lagt upp úr hráefnisvali í salötin sem hafa fengið fádæma viðtökur. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Meistarakokkarnir Baldur Haf- steinn Guðbjörnsson og Gunnar Chan reka staðinn 108 Matur í Fákafeni 9 í Reykjavík. Þar bjóða þeir upp á hágæða heimilismat sem hefur mælst einkar vel fyrir enda skortur á almennilegum heimilismat sem er bæði vandaður og góður – án þess þó að missa sjarmann. Við fengum Baldur til að grilla fyrir okk- ur þar sem hann er sagður afar flinkur á því sviði og hann brást að sjálfsögðu vel við því. Hér getur að líta uppskrift að grilluðum grísa- hnakka með munúðarfullu meðlæti sem mun slá í gegn á hvaða matar- borði sem er. Grísahnakki fyrir 4 900 g grísahnakki í heilum bita Aðferð: Grísahnakkinn er settur í saltlög í sólarhring (100 g salt móti 1 lítra af vatni blandað vel saman). Hnakkinn er tekinn úr leginum og skolaður. Hann er kryddaður með Five spices og vakúmpakkaður. Svo er hann eld- aður í vatnsbaði við 80 gráður í tvo og hálfan tíma. Hann er svo tekinn og skorinn í fallegar steikur. Settur á funheitt grillið til að fá gott grill- bragð í hann og svo penslaður með hoisin-grillsósunni. Hoisin-grillsósa 300 g hoisin 100 g sojasósa 50 g hunang 10 g engifer ferskt, rifið 10 g hvítlaukur ferskur, rifinn 5 g kóríander, malaður 5 g chiliduft 1 sítróna (safinn) Aðferð: Öllu blandað saman, gott er að gera þessa sósu deginum áður. Grillaður maís 4 stk. ferskur maís 4 msk. majónes 1⁄4 búnt ferskt kóríander 4 msk. parmesan Aðferð: Hýðið tekið af og hann grillaður á heitu grilli í um það bil tíu mínútur. Snúið honum reglulega, passið að ofelda hann ekki, það á að vera að- eins bit í honum. Þegar búið er að grilla hann þá er hann penslaður með majónesi og söxuðum kóríander og rifnum parmesan-osti stráð yfir hann. Grillað hvítkál í appelsínudressingu ½ hvítkál skorið í 1 cm þykkar sneiðar olía salt og pipar appelsínudressing 3 appelsínur 1 dl olífuolía 1 msk. eplaedik 1 msk. hunang 1 msk. saxað estragon salt og pipar Aðferð: Blómkálið er penslað með olíu á báðar hliðarnar og kryddað með salti og pipar. Hvítkálið er svo grill- að á báðum hliðum, það má gjarnan brenna smá. Þetta tekur nokkrar mínútur, hérna þarf líka að passa að ofelda hvítkálið ekki, það á að vera bit í því. Þegar búið er að grilla hvít- kálið er það skorið óreglulega niður í munnbita. Appelsínudressing: Appelsínurnar afhýddar og skorn- ar í litla teninga en takið hvíta hlut- ann og steina í burtu. Olíu, ediki, hunangi og estragoni er blandað saman og hellt yfir appelsínuten- ingana, þetta er smakkað til með salti og pipar og að endingu er þessu blandað við hvítkálið. Gott er að hafa með þessu gott sumarkartöflusalat. Grísahnakki með munúðar- fullu meðlæti Morgunblaðið/Hari Ljúffengt Einfaldur en bragð- mikill réttur að hætti Baldurs. Gómsætt á grillið Maís og svínakjöt passa sérstaklega vel saman og er vert að prófa. Gourmet-grillari Baldur Guðbjörnsson, meistarakokkur með meiru, kann réttu handtökin við grillið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.