Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 dögunum og sýndu honum nýju túrb- ínuna. Á svip þeirra mátti merkja að þeir væru afar stoltir af verkinu, enda mega þeir vera það þar sem um merkilegt einkaframtak er að ræða. Í fótspor feðranna Beislun vatnsaflsins á Sleitustöð- um á sér meira en 70 ára sögu. Lítil vatnsvirkjun var gangsett árið 1948 í fjallalæk ofan við Sleitustaðabæina. Sú rafstöð gengur enn og skilar um 16 kW. Meðal forsprakka þeirrar framkvæmdar voru feður Jóns og Þorvaldar, þeir Sigurður Þorvalds- son og Óskar Gíslason, auk þess Gísli Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson á Sleitustöðum. Voru talsverð umsvif á Sleitustöðum á seinni hluta síðustu aldar með rútubílaútgerð og starf- semi bifvélaverkstæðis, bensín- stöðvar og sjoppu, auk landbúnaðar. Allt útheimti þetta nokkra þörf á raf- orku og vildu heimamenn vera sjálf- um sér nógir í þeim efnum. Það var svo árið 1984 sem ákveðið var að beisla ána Kolku, eða Kol- beinsdalsá, sem á upptök sín í Tungnahryggsjökli á Tröllaskaga og rennur eftir Kolbeinsdal, framhjá Sleitustöðum og þaðan norður eftir Óslandshlíð og til sjávar í Kolkuósi. Fimm fjölskyldur á Sleitustöðum tóku sig saman um framkvæmdina en forvígismenn voru Þorvaldur og Ólafur Jónsson skólastjóri. Virkjunin var gangsett í lok nóvember árið 1985. Grafinn var um 400 metra langur skurður meðfram ánni en hæðarmunur á þessum kafla er rúmir 10 metrar. Við endann á skurðinum ofanverðum er uppistöðu- lón til að taka við krapi og framburði frá ánni í flóðum. Þar er 25 metra stíflugarður þvert yfir ána. Við enda lónsins að neðan er annar stíflugarð- ur með hæðarstjórnun og hreinsi- loku. Sjálft stöðvarhúsið er ekki stórt, eða 34 fermetrar að flatarmáli, en eins og áður sagði þurfti að lyfta þakinu til að koma nýju túrbínunni fyrir. Um þann hluta verksins sá Skúli Bragason smiður, tengdasonur Jóns á Sleitustöðum. Vélin sem gangsett var 1985 fram- leiddi hins vegar ekki það rafmagn sem henni var ætlað og var ákveðið að skipta henni út. Var ný vél gang- sett í desember 1987 og skilaði hún fullum afköstum í tæp 30 ár, eða þar til hún bilaði fyrir þremur árum. Þá kom upp sú staða að íbúar Sleitustaða urðu að kaupa rafmagn annars staðar frá. Viðbrigðin voru nokkur, og orkukostnaður heima- manna rauk upp úr öllu valdi. Ekki leið á löngu þar til Þorvaldur var bú- inn að útvega sér varmadælu til að framleiða sjálfur rafmagn til heima- brúks. Nú þegar Sleitustaðavirkjun er farin að framleiða rafmagn á ný sagðist Þorvaldur geta sagt skilið við varmadæluna, sem að öðru leyti hefði reynst mjög vel. Mælti hann með slíkri fjárfestingu. Að láta vatn renna upp í móti Að sögn Þorvaldar og Jóns höfðu ekki allir trú á verkefni þeirra Sleitu- staðabænda. Sögðu þeir blaðamanni skemmtilega sögu af Guðmundi Jónssyni, bónda í Hlíð, sem var með- al efasemdarmanna er töldu landið við Sleitustaði það flatt að ekki væri hægt að virkja ána. Þegar Guð- mundur heyrði af þessum áformum lét hann hafa eftir sér: „Ja, þeir geta nú ýmislegt, karl- arnir á Sleitustöðum, en þeir geta aldrei látið vatn renna upp í móti!“ Sleitustaðabændur kátir á ný  Sleitustaðavirkjun aftur farin að framleiða rafmagn  Ný og stærri túrbína keypt frá Austurríki  Beislun vatnsafls á Sleitustöðum á sér yfir 70 ára sögu  Selja umframorku til Norðurorku Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun eru 22 smávirkj- anir að framleiða rafmagn inn á raforkukerfið. Sleitustaðavirkj- un er sú næstelsta í þeim hópi, ef miðað er við virkjunina sem gangsett var árið 1985. Aðeins Sængurfossárvirkjun í Miðfirði er eldri, gangsett 1976. Auk þessara smávirkjana er fjöldi annarra lítilla virkjana í rekstri hér á landi sem kalla má heimarafstöðvar, þar sem bæjarlækir hafa verið virkjaðir. Slíkar stöðvar voru reistar víða um land á fyrri hluta síðustu aldar og raforkan notuð til heimabrúks, líkt og heimamenn á Sleitustöðum gerðu árið 1948 og er sú stöð enn í gangi. Flestar stöðvarnar lögðust hins vegar af þegar RARIK fór að tengja bæina inn á almenna kerfið. Reyndar óskaði RARIK eftir því á sínum tíma að rekstri þessara stöðva yrði hætt. 22 selja orku inn á kerfið SMÁVIRKJANIR Morgunblaðið/Björn Jóhann Sleitustaðabændur Frændurnir Jón Sigurðsson og Þorvaldur G. Óskarsson við nýju túrbínuna, frá Gugler í Austurríki. Stór fjárfesting sem þeir segja að verði fljót að skila sér, en öll umframorka er seld inn á raforkukerfið. Virkjunin Hækka þurfti stöðvarhúsið á bökkum Kolku. Ráðagóður Þorvaldur keypti sér varmadælu þegar virkjunin bilaði. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Nú hafa menn tekið gleði sína á ný. Við erum mjög ánægð með nýju vél- ina og hún er farin að framleiða raf- orku inn á kerfið, umfram það sem við þurfum að nota sjálf,“ segir Þor- valdur G. Óskarsson á Sleitustöðum í austanverðum Skagafirði en þar var á dögunum tekin í gagnið ný túrbína í Sleitustaðavirkjun, ein fjölda vatns- aflsvirkjana af smærri gerðinni sem starfræktar eru hér á landi. Á Sleitustöðum, á mörkum Kol- beinsdals og Óslandshlíðar, eru nokkrir bæir og búa þar að jafnaði um 20 manns. Uppsett afl 230 kW Fyrri túrbína, af gerðinni Kaplan, eyðilagðist fyrir þremur árum, eftir að hafa verið tæp 30 ár í notkun, og réðust heimamenn í kaup á nýrri vél frá fyrirtækinu Gugler í Austurríki. Komu tveir starfsmenn þaðan í vor til að setja vélina upp og tók tæpan mánuð að koma henni fyrir og byggja nýtt þak yfir stöðvarhúsið þar sem vélin er nokkuð stærri en sú fyrri. Uppsett afl hennar er um 230 kW en sú fyrri var ríflega 200 kW að stærð. Selja Sleitustaðabændur um- framorku til Norðurorku en eins og kemur fram hér til hliðar er Sleitu- staðavirkjun ein 22 smávirkjana sem selja raforku inn á kerfið. „Nýja vélin hefur svínvirkað síðan hún fór í gang og gerir það sem hún á að gera, að framleiða rafmagn,“ segir Þorvaldur, sem til margra ára starfs- rækti bifvélaverkstæði á Sleitustöð- um og var lengi formaður Karlakórs- ins Heimis. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast tíræðisaldur. Hið sama gildir um nágranna hans og móðurbróður, Jón Sigurðsson rútubílstjóra, sem nýlega varð ní- ræður og ekki langt síðan hann hætti að aka rútum Suðurleiðar um landið þvert og endilangt. Þeir félagar og frændur tóku á móti blaðamanni Morgunblaðsins á www.gilbert.is GEFÐU TÍMA ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.