Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 179. tölublað 107. árgangur
ALLT FRÁ
ÓPERU TIL
BOSSANOVA F́ÓTBOLTAFRÆNDUR
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
BRÆÐUR MEÐ SON OG DÓTTURSON 24 FINNA VINNU 4 SÍÐURBERJADAGAR ÓLAFSFIRÐI 62
Um helmingur 4.000 fermetra atvinnuhúsnæðis að Fornubúð-
um við Hafnarfjarðarhöfn er gerónýtur eftir eldsvoða sem til-
kynnt var um klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags. Hér sést
kló færa til rústir innan byggingarinnar eftir að búið var að
slökkva eldinn en allt þakið á vesturhluta hússins er hrunið og
sá hluti er rjúkandi rúst. »6
Morgunblaðið/Hallur Már
Stór hluti húsnæðisins gerónýtur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir verðlækkanir á
innfluttum vörum vegna styrkingar
krónunnar munu styrkja grundvöll lífs-
kjarsamninganna.
Samið var um hóflegar krónutölu-
hækkanir og vegur verðbólga og vaxta-
stig þungt í samningunum.
Verðbólgan mældist 3,6% í maí en
hefur lækkað í 3,1%. Fram kom í
Morgunblaðinu í gær að styrking
krónu er talin skapa skilyrði fyrir frek-
ari lækkun verðbólgunnar.
Vegna niðursveiflunnar og mögulegs
samdráttar í hagkerfinu er ekki útlit
fyrir að svonefndur hagvaxtarauki
greiðist út í ár. Kveðið var á um það ný-
mæli í samningunum.
Hins vegar styður minni verðbólga
við eitt meginmarkmið samninganna
sem er að stuðla að lægri vöxtum. Frá
undirritun samninga í apríl hefur
Seðlabankinn lækkað vexti í tvígang.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur efnahagssviðs SA, segir að ef verð-
bólga helst í kringum verðbólgumark-
mið, og verðbólguvæntingar einnig,
væri „illskiljanlegt ef Seðlabankinn
myndi ekki lækka áfram vexti“.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir samningunum verða sagt
upp á næsta ári ef fyrirtækin skila ekki
styrkingu krónu til neytenda. Þá sé
krafa um frekari vaxtalækkanir í haust.
Þrýstingur á lækkanir
SA og VR vilja lægri vexti Hagvaxtarauki úr myndinni
Verðbólga
Tólf mánaða breyting vísitölu
neysluverðs frá janúar 2017
Heimild: Landsbankinn4%
3%
2%
1%
2017 2018 2019
3,1%
MÚtlit fyrir meiri stöðugleika »18
Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri veitti Sigríði Bene-
diktsdóttur, nýráðnum fram-
kvæmdastjóra fjármála-
stöðugleikasviðs, undanþágu til
þátttöku í gjaldeyrisútboði bankans
í febrúar 2012. Rökin fyrir þeirri
ákvörðun voru þau að hún var í
hlutastarfi á þessum tíma og sat
ekki framkvæmdastjórafundi hjá
bankanum.
Sigríður flutti 50 þúsund evrur til
landsins á grundvelli fjárfesting-
arleiðar Seðlabankans en ekki 15
þúsund evrur eins og hún hélt fram
í samtali við ViðskiptaMoggann í
gær. Leiðréttingu þar um kom hún
á framfæri aðfaranótt miðviku-
dags. Gengishagnaður Sigríðar af
viðskiptunum nam nærri tveimur
milljónum króna á sínum tíma. »32
Sigríður fékk und-
anþágu til þátttöku
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi
Sveinsson brutu siðareglur alþingis-
manna með ummælum sínum á
Klaustri 20. nóvember. Kemur þetta
fram í áliti siðanefndar sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum.
Forsætisnefnd fundar um málið í
dag. Þingmennirnir gagnrýna harð-
lega vinnubrögð og niðurstöðu siða-
nefndar í bréfum til forsætisnefndar.
Í umfjöllun siðanefndar eru ummæli
fjögurra þingmanna sérstaklega at-
huguð og komst nefndin að þeirri
niðurstöðu að Anna Kolbrún og Sig-
mundur Davíð hefðu ekki brotið
gegn siðareglum alþingismanna með
sínum ummælum. »4
Tveir brutu
siðareglur
Álit siðanefndar