Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 2
Úr bænum Lovísa, Telma, Jökull og
Daniel eru spennt yfir helginni.
Systurnar Lovísa og Telma Jó-
hannsdætur ásamt kærasta
Lovísu, Jökli Andra Sigurðarsyni,
voru að sýna Englendingnum
Daniel McComic, kærasta Telmu,
miðbæinn þegar blaðamaður gaf
sig á tal við þau.
Þau höfðu skroppið í Vínbúðina
á leiðinni eftir drykkjum og kváð-
ust vera á leið á Þjóðhátíð í
heimabæ systranna Vest-
mannaeyjabæ á fimmtudags-
morgun. Fjórmenningarnir kváð-
ust spenntir yfir helginni en þau
ætla að sleppa útilegu í dalnum og
gista í heimahúsi hjá foreldrum
systranna.
Á leið á Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum
Feðgar Sverrir, Gunnar og Ólafur eru
með ólíkar áætlanir fyrir helgina.
Feðgarnir Ólafur Hilmar Sverr-
isson, Gunnar Dofri og Sverrir
Ingi Ólafssynir segjast hafa verið
að „plotta“ að kaupa sumarbústað
í veðurblíðunni. Segja þeir að góð-
viðrið í sumar sé ástæðan fyrir
þeirri hugmynd. Gunnar kveðst
líklega vera að fara norður til
kærustu sinnar um versl-
unarmannahelgina en bróðir hans
Sverrir segist ætla að fara í há-
menninguna á Tenerife. Faðir
þeirra Ólafur ætlar að njóta lífsins
heima í borginni.
„Plotta“ það að kaupa sumarbústað
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Costa del Sol
Stórlækkað verð á öllumbrottförum í ágúst!
6. ágúst í 7 nætur
Verð frá kr.
94.995
Verð frá kr.
116.695
Flug frá kr.
49.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í
júní dróst saman um tvö prósent á
milli 2018 og 2019. Á hótelum fækkaði
gistinóttum um 5% en þeim fjölgaði
um 14% á gistiheimilum.
Þetta kemur fram í tölum sem
Hagstofa Íslands birti í gær.
Kristófer Oliversson, formaður Fé-
lags fyrirtækja í hótel- og gistiþjón-
ustu, segir að aukið framboð, sér-
staklega á minni gistiheimilum, sé
líklega ástæða þess að gistinóttum
fækki ekki meira þrátt fyrir fækkun
ferðamanna.
„Árið í fyrra var mjög gott ár og
menn vonuðust náttúrulega til þess
að það yrði áfram en svo varð ekki.“
Á stöðum sem miðla gistingu gegn-
um Airbnb og svipaðar síður fækkaði
gistinóttum um 10,5%. 1,6% fækkun
varð á öðrum tegundum gististaða.
Kristófer segir vonbrigði að gisti-
nóttum á vegum Airbnb hafi ekki
fækkað meira en raun ber vitni.
„Í ljósi þess að nú er verið að grípa
til aðgerða og sýslumaðurinn er bú-
inn að herða eftirlit en vonandi skilar
það sér til lengri tíma.“
Kristófer bætir því við að mögu-
lega geti fjölgun á gistinóttum gisti-
heimila skýrst af því að einhverjir
sem hafi áður stundað ólögleg
Airbnb-viðskipti hafi fært sig yfir í
lögleg viðskipti og reki nú gistiheim-
ili.
Framboð aukist um 125,5%
Gistinóttum á hótelum fjölgaði á
Austurlandi um 10% og Norðurlandi
um 8% en fækkaði í öðrum lands-
hlutum. Fjöldi gistinátta á höfuð-
borgarsvæðinu dróst saman um 6%
frá fyrra ári.
Frá júní 2014 hefur framboð hótel-
herbergja á landinu farið úr 6.100
herbergjum upp í 10.400 sem er
aukning um 70,3%. Í júní 2009 voru
herbergin 4.600 og aukningin því um
125,5% síðan þá. Herbergjanýting í
júní 2019 var 72,1% sem er lækkun
um 5,4 prósentustig frá júní 2018.
ragnhildur@mbl.is
5% færri gistinætur á hótelum
en 14% fleiri á gistiheimilum
Samdráttur um
sex prósent á höfuð-
borgarsvæðinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðamenn Á Suðurlandi fækkaði
greiddum gistinóttum um sex prósent.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
Jón Birgir Eiríksson
Yfir tuttugu stiga hiti var um hádeg-
isbilið í höfuðborginni í gær og leit-
aði fjöldi fólks í miðbæinn í veð-
urblíðunni. Þó að ekki hafi sést til
sólar þegar blaðamaður gekk um
bæinn var bjart yfir fólki og voru
flestir léttklæddir í hlýjunni. Margir
kusu að sitja úti á kaffihúsum og
matsölustöðum og virtust njóta sín
vel.
Aðspurðir voru flestir sem blaða-
maður ræddi við farnir að huga að
komandi helgi, verslunarmanna-
helginni, þó að áform fólks um það
hvernig henni yrði varið hafi verið
fjölbreytt.
Einhverjir voru að búa sig undir
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sumir
ætluðu í útilegu með fjölskyldunni,
einn ætlaði að yfirgefa landið og
fljúga til Tenerife á meðan ein-
hverjir ætluðu að njóta helgarinnar í
höfuðborginni.
Óvenjulega hlýtt á kvöldin
Milt veður verður víða um helgina
að því er fram kemur á vef Veð-
urstofunnar. Athygli hefur vakið
undanfarið að sérlega hlýtt hefur
verið á kvöldin og næturnar. Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur seg-
ir að svo verði líklega áfram fram
yfir helgi, en síðast var áþekkt veð-
urfar í sumarlok um sumur kringum
árið 2010 að hans sögn.
Ein skýring á hlýindunum er að
óvenjulega mikil austanátt hefur
verið í öllum loftlögum yfir landinu
vegna hæðar norðan við landið.
„Austanáttin heldur svala af hafinu.
Í annan stað hefur verið skýjað og
raki í lægri lögum loftslagsins án
þess að það rigni endilega. Rakainni-
hald er mikið og maður finnur það í
loftinu, þetta er svipað og í útlönd-
um,“ segir hann.
„Loftið hitnar af þremur ástæð-
um. Eitt er blástur frá hlýrri svæð-
um eins og gjarnan er hér á veturna.
Ef við horfum til geislunar, þá
þekkjum við hvernig það hlýnar í
sólinni á daginn. Síðan er það óbein
geislun, þessi eiginlegu gróðurhúsa-
áhrif sem er ósýnileg geislun frá
lofthjúpi úr skýjum. Þegar loftið er
þurrt og engin ský, þá er lítið um
slíka geislun og hiti fellur hratt þeg-
ar sólin sest. Nú hefur bæði verið
mikill raki og mikið af skýjum. Þá er
óbein geislun í aðalhlutverki og held-
ur hitanum inni þegar það kvöldar,“
segir Einar.
Morgunblaðið/Hari
Miðbærinn Fólk nýtur þess að sitja úti í veðurblíðunni á Austurvelli rétt fyrir verslunarmannahelgina.
Bjart yfir fólki
í veðurblíðunni
Fólk er farið að huga að helginni
Áfram verði óvenjuhlýtt á kvöldin
Svanhildur Ólafsdóttir og þrjú af
fimm börnum hennar, Anna Lára,
Rakel og Veigar Ölversbörn, ákváðu
að skreppa í bæjarferð til Reykjavík-
ur í gær en þau búa á Selfossi. Svan-
hildur segir að fjölskyldan hafi viljað
kíkja á mannlífið í miðbænum og ætl-
aði að fá sér ís í góða veðrinu. „Veig-
ar fékk að taka með sér hlaupahjólið
til þess að kíkja á Ingólfstorgið því
hann vildi athuga hvort hann hitti
ekki einhverja hjólabrettagaura,“
bætir Svanhildur við og hlær.
Hún segir að fjölskyldan ætli að
fara saman í útilegu um versl-
unarmannahelgina. Ekki er alveg
ákveðið hvar hún mun tjalda en
Akranes og nágrenni koma sterklega
til greina.
Fjölskylduútilega
Bæjarferð Svanhildur, Anna, Rakel
og Veigar í blíðu á Austurvelli.
Baldvin Þór Magnússon og Katrín
Gunnarsdóttir ákváðu að skreppa í
göngutúr til að svæfa dóttur sína
Brynhildi í veðurblíðunni. Fannst
þeim tilvalið að setjast niður úti og
fá sér frískandi drykk á Café París
og njóta þess að vera í fríi saman.
„Maður verður að nýta þessa frá-
bæru veðurblíðu sem hefur verið.
Eins og núna; það er ekki einu sinni
sól en samt er hægt að sitja úti. Þetta
er eins og að vera í útlöndum,“ segir
Katrín. Þau Baldvin ætla að verja
helginni heima í Reykjavík og halda
upp á eins árs afmæli Brynhildar.
„Hún er víst of lítil til að fara í dal-
inn,“ segir Baldvin og hlær.
Fyrsta afmæli dótt-
urinnar um helgina
Eins árs Brynhildur mun eiga sitt
fyrsta afmæli um helgina.
Vinkonur Þórunn, Halla og Unnur
njóta blíðunnar í miðbænum.
Vinkonurnar Þórunn Ásgeirs-
dóttir, Halla Gunnarsdóttir og
Unnur Hjartardóttir ákváðu að
fara í bæjar- og menningarferð í
góða veðrinu. Þær voru á leið á
matsölustaðinn Jómfrúna þegar
blaðamaður gaf sig á tal við þær
og vonuðust til að fá að sitja úti á
staðnum.
Þær segja að veðurspáin hafi lof-
að þeim sól en eru allar sammála
um að þrátt fyrir ský á himni henti
blíðan og hlýjan þeim vel.
Allar ætla þær að njóta lífsins í
höfuðborginni yfir verslunar-
mannahelgina.
Ákváðu að fara á Jómfrúna í góða veðrinu