Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 10
Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir
sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur þar sem
við dveljum í fjallabænum Seefeld þaðan sem farið
verður í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. í Swarovski
kristalverksmiðjuna og til vínbónda í Isarco dalnum. Einnig
verður komið til Garmisch-Partenkirchen og farið með kláfi
upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze.
24. - 29. september
Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Tindrandi Tíról
Ragnhildur Þrastardóttir
Snorri Másson
Ætla má að tjón hlaupi á hundruðum-
milljóna eftir eldsvoða sem varð í at-
vinnuhúsnæði á Fornubúðum við
Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt mið-
vikudags.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var tilkynnt um brunann um klukkan
þrjú þá nótt. Allt tiltækt slökkvilið var
sent á svæðið auk aðstoðar frá Bruna-
vörnum Árnessýslu og Brunavörnum
Suðurnesja.
Húsnæðið sem um ræðir er 4.000
fermetrar en náðist að bjarga um það
bil helmingi þess. Þar virðast þó vera
reykskemmdir en fiskheildsalan
Fiskmarkaður Suðurnesja hefur að-
stöðu þar.
Hinn helmingur hússins, sá sem í
eldsvoðanum lenti, er gerónýtur. Þar
voru tvö fyrirtæki til húsa, IP-dreif-
ing, sem sér um dreifingu og vinnslu
afla, og matvinnslufyrirtækið IC
Core.
Húsnæði IP-dreifingar var um 250
fermetrar og þar voru þrír starfs-
menn í vinnu. Þar er altjón og ekkert
er heilt. Tjónið hleypur á tugum millj-
óna króna og lamar algerlega rekstur
fyrirtækisins.
Upptökin hjá IC Core
Í samtali við mbl.is segir eigandi
fyrirtækisins, Gunnar Bergmann
Jónsson, að eldurinn hafi ekki átt
upptök sín í húsnæði IP-dreifingar.
Fyrir liggi að upptök eldsins hafi ver-
ið í húsnæði matvinnslufyrirtækisins
IC Core sem er með starfsemi í 1.250
fermetrum húsnæðisins.
Húsið var fullt af fiskikerjum,
plasti og öðru eldfimu efni ásamt dýr-
um matvinnsluvélum IC Core.
Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri
hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu, segir mikinn eld hafa logað í hús-
næðinu.
„Á meðan eldurinn logaði var mikill
reykur frá þessu og íbúar í nágrenn-
inu urðu varir við þann reyk. Við
sendum strax út tilkynningu og ósk-
uðum eftir því að fólk lokaði öllum
gluggum þegar við áttuðum okkur á
því að þetta var að leggjast yfir íbúða-
byggð. Það hefur ekki verið nein önn-
ur mengun frá vettvangi heldur en
reykurinn sem var þarna í nótt.“
Nærliggjandi hús voru rýmd með
aðstoð lögreglu en íbúðarhús eru í ná-
grenni hússins sem brann. Enn er
ekkert vitað um orsök brunans.
Slökkvistarfi var við það að ljúka
þegar Morgunblaðið náði tali af Guð-
mundi rétt fyrir hádegi í gær.
„Slökkvistarfið hefur gengið ljóm-
andi vel og alveg áfallalaust. Allt í
raun gengið eins vel upp og hægt er
við þessar aðstæður en það var nátt-
úrulega mikill eldur í húsinu þegar við
komum að því,“ segir Guðmundur.
Eigendur og leigjendur í húsinu
hafa misst umráðaréttinn yfir því til
rannsóknaraðila. Þeir hefja sín störf
þegar slökkviliðið hefur afhent þeim
vettvang.
Altjón eftir stórbruna við höfn
Talið er að tjónið í Hafnarfirði hlaupi á hundruðum milljóna Helmingur 4.000 fermetra atvinnuhúss
gerónýtur og mögulega reykskemmdir í hinum helmingnum Slökkvistarf gekk vel miðað við umfang
Morgunblaðið/Hari
Kæfa bálið Slökkviliðið að störfum við Hafnarfjarðarhöfn. Ekki dugði að kalla allt tiltækt lið slökkviliðsins á höf-
uðborgarsvæðinu út því óskað var eftir aðstoð frá Brunavörnum Árnessýslu og Brunavörnum Suðurnesja.
Morgunblaðið/Hari
Mökkur Reykurinn var gífurlegur og náði til næstu húsa sem voru rýmd.
„Á síðastliðnu ári urðu þrír stór-
ir brunar þarna á þessu svæði
og við höfum tvímælalaust
fundið fyrir því að það hafi verið
óvenju mikið af stórbrunum
undanfarið,“ segir Guðmundur
Guðjónsson, varðstjóri hjá
slökkviliðinu á höfuðborgar-
svæðinu.
Eldsvoði varð um miðjan apríl
í ár í Dalshrauni, sem er
skammt frá Fornubúðum, ári
fyrr kviknaði í húsnæði í Mið-
hrauni sem er tæpa tvo kíló-
metra frá Dalshrauni. Í Mið-
hrauni var atvinnuhúsnæði og
geymslur en í Dalshrauni kvikn-
aði í íbúð.
Í nóvember á síðasta ári
kviknaði svo í atvinnuhúsnæði
við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði,
sem er ekki í nema tæplega
kílómetra fjarlægð frá Fornu-
búðum.
Spurður hvort brunarnir sýni
ekki fram á að betur þurfi að
standa að eldvörnum segir Guð-
mundur:
„Við hvetjum húseigendur
náttúrulega til þess að vera á
varðbergi og hafa eldvarnir í
lagi.“
Mbl.is greindi frá því í gær að
nýr leigjandi, járnaverksmiðjan
Járnborg, hefði átt að taka við
hluta hússins í dag. Ekkert verð-
ur úr þeim áformum úr þessu.
Eigandi Járnborgar, Árni B.
Halldórsson, nefnir í samtali við
blaðamann brunann sem varð á
Hvaleyrarbraut síðasta vetur,
þar sem starfsemi áþekk starf-
semi Járnborgar brann til
grunna.
„Það er ótrúleg tilviljun,“
segir Árni.
4 eldsvoðar
á sama svæði
MARGIR STÓRBRUNAR
„Við erum ekki að setja hryggi í sölu
en við erum svo sannarlega að huga
að innflutningi [á lambahryggjum].
Við gerum ráð fyrir því að innflutn-
ingur verði heimilaður því það er
augljós skortur á markaði,“ sagði
Gréta María Grétarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var von á tugum tonna
af innfluttum lambahryggjum til Ís-
lands. Hryggirnir voru pantaðir eftir
að ráðgjafanefnd um inn- og útflutn-
ing landbúnaðarvara lagði til við ráð-
herra að gefinn yrði út tímabundinn
innflutningskvóti á lækkuðum toll-
um til að bregðast við skorti á inn-
lendum lambahryggjum.
Viðskiptavinir - ekki pólitík
Gréta segir að pólitíkin vegna inn-
flutnings hryggja geti ekki verið að-
alatriði hjá fyrirtækjum eins og
Krónunni. Aðalatriðin séu viðskipta-
vinirnir og þeirra þarfir.
„Markmið okkar er að þjónusta
okkar viðskiptavini og þegar það er
skortur á vöru, hvort sem það er
grænmeti eða kjöt, þá reynum við að
finna sambærilega vöru þannig að
viðskiptavinir geti haldið áfram að
versla við okkur. Aðalbirgirinn okk-
ar er Norðlenska, sem við eigum
mjög gott samband við. Þeir upp-
lýstu okkur fyrir löngu síðan um að
þeir ættu ekkert til. Síðan höfum við
náð að redda okkur hér og þar.
Svo kom í fréttunum að KS hefði
fengið magn af hryggjum en við höf-
um ekki getað keypt af þeim. Það var
bara ekki til,“ sagði Gréta. Hún sagði
að Krónan hafi beðið ráðgjafa-
nefndina um upplýsingar um hverjir
eigi hryggi svo Krónan geti keypt
þá. Ef niðurstaðan er sú að lamba-
hryggir séu til einhvers staðar,
magn af hryggjum, þá viljum við
geta keypt það,“ sagði Gréta.
thor@mbl.is
Krónuna vantar lamba-
hryggi en fær þá ekki
Reikna með að innflutningur á hryggjum verði leyfður
Morgunblaðið/Jim Smart
Lambakjöt Krónan kveðst ekki hafa fengið keypta lambahryggi hjá sínum
kjötbirgi. Verslunin hefur hug á að selja innflutta lambahryggi í staðinn.