Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tvö tilboð bárust í smíði nýrrar brúar yfir Brunná í Skaft- árhreppi, en tilboð voru opnuð á þriðjudaginn. Léttist brúnin á for- ráðamönnum Vegagerðarinnar en áður höfðu engin tilboð borist í smíða þriggja brúa á hringvegi. Með fjölgun erlenda ferða- manna á þjóðvegum landsins hef- ur slysahætta aukist við ein- breiðar brýr á hringveginum. Ákveðið var að gera átak í að leggja af einbreiðar og hættulegar brýr og byggja í þeirra stað tví- breiðar brýr. Einbreiðar brýr eru 423 Samkvæmt tölum frá Vegagerð- inni er heildarfjöldi brúa á þeim þjóðvegum sem teljast til stofn- og tengivega 892. Af þessum brúm teljast 423 einbreiðar, þ.e. fimm metrar að breidd eða mjórri. Í sumar auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í smíði þriggja brúa á hringveginum en ekkert tilboð barst í þau verk. Í fyrsta lagi var um að ræða brú yfir Kvíá í Öræf- um. Í öðru lagi óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á tveimur köflum beggja vegna brúa. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ætlunin að bjóða brúagerð yfir Kvía, Steinavötn og Fellsá út að nýju í haust. Sem fyrr segir bárust Vega- gerðinni tvö tilboð í smíði nýrrar brúar á Brunná í Skaftárhreppi. Ístak hf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 203 milljónir og Afl- smíði og Múr ehf. og Eldrún ehf. buðu 131 milljón. Var það 25% yf- ir áætluðum verktakakostnaði, sem var 104,7 milljónir króna. Nýja brúin verður 24 metra löng eftirspennt steypt bitabrú í einu hafi með steyptum end- astöplum. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. nóvember 2019. Núverandi brú var smíðuð árið 1970 og er barn síns tíma. Vegagerðin tilkynnti í byrjun þessa árs að ákveðið hefði verið að lækka hámarkshraða í 50 km/ klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðveginum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafn- aði. Er um að ræða 75 einbreiðar brýr, um helmingur er á hring- veginum. Þá verður viðvör- unarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvör- unarskiltum. Vegagerðin áætlar að kostnaður við þetta verkefni verði 70-80 milljónir króna. Loks kom tilboð í brúarsmíði  Tvö tilboð bárust í smíði brúar yfir Brunná í Skaftárhreppi  Engin tilboð bárust í smíði þriggja brúa á hringvegi  Verkin verða boðin út að nýju í haust Einbreiðar brýr í Austur-Skaftafellssýslu Í Öræfum, á Breiðamerkur sandi, í Suðursveit og á Mýrum Ö RÆ F I VAT N A J Ö KU L L SU Ð U R - SV E I T B R E I Ð A- M E R KU R - SA N DU R M Ý RA R Skaftafellsá Svínafellsá Fellsá Steinavötn Kvíá Jökulsá á Breiðamerkursandi Kolgríma Virkisá Kotá Grunnkort/Loftmyndir ehf. Steinavötn og Fellsá Núverandi brú yfi r Steinavötn í Suðursveit er bráðabirgðabrú sem byggð var í stað þeirrar sem eyðilagðist í fl óðum 2017. Byggja átti nýja 102 metra brú. Engin tilboð bárust. Brúin yfi r Fellsá er einbreið og byggja átti tvíbreiða 50 metra brú. Engin tilboð bárust. Brú yfi r Kvíá í Öræfum Núverandi brú yfi r Kvíá er einbreið og byggja átti nýja 32 metra tvíbreiða brú. Verk- inu átti að ljúka 20. janúar 2020. Engin tilboð bárust. Tæplega 2.000 ökutæki fara á sólarhring að meðaltali yfi r brúna yfi r Kvíá yfi r sumartímann. Alls hafa þar orðið 5 óhöpp og minni- háttar slys síðan árið 2000. 1 Neytendasamtökin segja ábending- ar enn streyma inn vegna innheimtu á ólöglegum smálánum, enda sé „ekki að sjá að Almenn innheimta ehf. hafi látið af framferði sínu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Enn er lántakendum neitað um sundurliðun á kröfum og inn- heimta ólög- mætra lána held- ur áfram“, segir í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum. Það sé stór- alvarlegt að inn- heimtufyrirtæki í eigu lögmanns, sem fyrir vikið sé ekki undir eft- irliti Fjármálaeftirlitsins, skuli kom- ast upp með að neita að afhenda gögn um stöðu lántakenda „sem í einhverjum tilfellum sýna að fólk er löngu búið að greiða upp sína skuld“. Segjast Neytendasamtökin hafa dæmi undir höndum þar sem lán- takandi hafi verið búinn að greiða 750.000 meira en honum bar og átti að greiða um 400.000 til viðbótar. „Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sína.“ Mikilvægt sé að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi Gísla Kr. Björnssonar, lög- manns og eiganda Almennrar inn- heimtu ehf., kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Hvetja Neytendasamtökin þá lán- takendur sem standa í stappi við Al- menna innheimtu ehf. að senda kvörtun til Lögmannafélags Íslands. Ólögleg Smálán valda enn usla. Smálánin enn vandi Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.