Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tvö tilboð bárust í smíði nýrrar brúar yfir Brunná í Skaft- árhreppi, en tilboð voru opnuð á þriðjudaginn. Léttist brúnin á for- ráðamönnum Vegagerðarinnar en áður höfðu engin tilboð borist í smíða þriggja brúa á hringvegi. Með fjölgun erlenda ferða- manna á þjóðvegum landsins hef- ur slysahætta aukist við ein- breiðar brýr á hringveginum. Ákveðið var að gera átak í að leggja af einbreiðar og hættulegar brýr og byggja í þeirra stað tví- breiðar brýr. Einbreiðar brýr eru 423 Samkvæmt tölum frá Vegagerð- inni er heildarfjöldi brúa á þeim þjóðvegum sem teljast til stofn- og tengivega 892. Af þessum brúm teljast 423 einbreiðar, þ.e. fimm metrar að breidd eða mjórri. Í sumar auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í smíði þriggja brúa á hringveginum en ekkert tilboð barst í þau verk. Í fyrsta lagi var um að ræða brú yfir Kvíá í Öræf- um. Í öðru lagi óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á tveimur köflum beggja vegna brúa. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ætlunin að bjóða brúagerð yfir Kvía, Steinavötn og Fellsá út að nýju í haust. Sem fyrr segir bárust Vega- gerðinni tvö tilboð í smíði nýrrar brúar á Brunná í Skaftárhreppi. Ístak hf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 203 milljónir og Afl- smíði og Múr ehf. og Eldrún ehf. buðu 131 milljón. Var það 25% yf- ir áætluðum verktakakostnaði, sem var 104,7 milljónir króna. Nýja brúin verður 24 metra löng eftirspennt steypt bitabrú í einu hafi með steyptum end- astöplum. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. nóvember 2019. Núverandi brú var smíðuð árið 1970 og er barn síns tíma. Vegagerðin tilkynnti í byrjun þessa árs að ákveðið hefði verið að lækka hámarkshraða í 50 km/ klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðveginum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafn- aði. Er um að ræða 75 einbreiðar brýr, um helmingur er á hring- veginum. Þá verður viðvör- unarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvör- unarskiltum. Vegagerðin áætlar að kostnaður við þetta verkefni verði 70-80 milljónir króna. Loks kom tilboð í brúarsmíði  Tvö tilboð bárust í smíði brúar yfir Brunná í Skaftárhreppi  Engin tilboð bárust í smíði þriggja brúa á hringvegi  Verkin verða boðin út að nýju í haust Einbreiðar brýr í Austur-Skaftafellssýslu Í Öræfum, á Breiðamerkur sandi, í Suðursveit og á Mýrum Ö RÆ F I VAT N A J Ö KU L L SU Ð U R - SV E I T B R E I Ð A- M E R KU R - SA N DU R M Ý RA R Skaftafellsá Svínafellsá Fellsá Steinavötn Kvíá Jökulsá á Breiðamerkursandi Kolgríma Virkisá Kotá Grunnkort/Loftmyndir ehf. Steinavötn og Fellsá Núverandi brú yfi r Steinavötn í Suðursveit er bráðabirgðabrú sem byggð var í stað þeirrar sem eyðilagðist í fl óðum 2017. Byggja átti nýja 102 metra brú. Engin tilboð bárust. Brúin yfi r Fellsá er einbreið og byggja átti tvíbreiða 50 metra brú. Engin tilboð bárust. Brú yfi r Kvíá í Öræfum Núverandi brú yfi r Kvíá er einbreið og byggja átti nýja 32 metra tvíbreiða brú. Verk- inu átti að ljúka 20. janúar 2020. Engin tilboð bárust. Tæplega 2.000 ökutæki fara á sólarhring að meðaltali yfi r brúna yfi r Kvíá yfi r sumartímann. Alls hafa þar orðið 5 óhöpp og minni- háttar slys síðan árið 2000. 1 Neytendasamtökin segja ábending- ar enn streyma inn vegna innheimtu á ólöglegum smálánum, enda sé „ekki að sjá að Almenn innheimta ehf. hafi látið af framferði sínu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Enn er lántakendum neitað um sundurliðun á kröfum og inn- heimta ólög- mætra lána held- ur áfram“, segir í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum. Það sé stór- alvarlegt að inn- heimtufyrirtæki í eigu lögmanns, sem fyrir vikið sé ekki undir eft- irliti Fjármálaeftirlitsins, skuli kom- ast upp með að neita að afhenda gögn um stöðu lántakenda „sem í einhverjum tilfellum sýna að fólk er löngu búið að greiða upp sína skuld“. Segjast Neytendasamtökin hafa dæmi undir höndum þar sem lán- takandi hafi verið búinn að greiða 750.000 meira en honum bar og átti að greiða um 400.000 til viðbótar. „Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sína.“ Mikilvægt sé að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi Gísla Kr. Björnssonar, lög- manns og eiganda Almennrar inn- heimtu ehf., kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Hvetja Neytendasamtökin þá lán- takendur sem standa í stappi við Al- menna innheimtu ehf. að senda kvörtun til Lögmannafélags Íslands. Ólögleg Smálán valda enn usla. Smálánin enn vandi Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.