Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 26

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 26
dettur í hug, en það getur byggða- safn ekki,“ segir Gunnar að- spurður um muninn á Hérumbil- safninu og almennu byggðasafni. Vantar gamla sveitasímann Ennþá vantar Gunnar gamla góða sveitasímann innan um aðra gamla síma og segist hann bíða eftir því að einhver hringi og bjóði honum hann. „Svo væri gaman að fá símann hennar Báru í safnið, hann myndi sóma sér vel innan um þá fjölmörgu síma sem hér eru. Hún kannski hefur samband við mig,“ segir Gunnar sposkur á svip. Vænst þykir Gunnari um hlutina sem voru í eigu afa hans, t.d. tób- akshornin sem hann smíðaði sjálf- ur. Enn fremur eru í uppáhaldi gömlu íþróttamyndirnar úr sögu Skallagríms og vill Gunnar koma á því á framfæri að ef einhver á gamlar myndir úr sögu Skalla- gríms að hafa þá endilega sam- band við hann. Eins eiga örugg- lega margir gamlar myndir frá kappleikjum Skallagríms á úti- velli, það væri fengur í slíkum myndum. Safnið er til húsa baka til í gamla pósthúsinu á Borgarbraut og hefur verið þar í um sex ár. Gunnar hefur haft opið á safna- daginn 1. maí og svo 17. júní. „Svo er bara opnað með litlum fyrir- vara þegar mikið er af fólki í neðri bænum í Borgarnesi. Eins hef ég opnað fyrir hópa, en gamlir brottfluttir Borgnesingar hafa sérstaklega gaman af að skyggn- ast hér um.“ Hann segir ekkert ákveðið eða planað fram í tímann en húsnæðið er nú þegar orðið of lítið, svo það er spurning um stærra húsnæði eða láta þetta gott heita og láta það duga sem hann hefur nú þegar. Þegar hann eignaðist sína fyrstu hluti hafi ekki hvarflað að honum að hann yrði kominn með svona „stórt“ safn í dag. Ekki henda hugsunarlaust Gunnar biður fólk að hugsa vandlega um sögulegt gildi þess sem verið er að henda og hafa samband við hann ef það telur dótið eiga heima á safninu. Gamalt dót getur eignast gott framhaldslíf á Hérumbilsafni Gunna Jóns. Það má hafa sam- band við hann í gegnum Face- book-síðu safnsins: Face- book.com/Hérumbil- safn-Gunna-Jóns. Sá verðmæti í gömlu drasli  Um 1.500 munir í Hérumbilsafninu í Borgarnesi  Húsnæðið er nú þegar orðið of lítið  Gömlu íþróttamyndirnar úr sögu Skallagríms eru í uppáhaldi safnstjórans  Vantar gamla sveitasímann Morgunblaðið/Guðrún Vala Safngripur Gunnar Jónsson með tóbakshorn sem afi hans smíðaði. Nytjahlutir Það kennir ýmissa grasa í Hérumbilsafninu. Skallagrímsmyndir Myndir úr sögu Skallagríms.Dósir og flöskur Gamlar dósir og flöskur á hillum. Farsímasafn Meðal gripa í safninu eru gamlir farsímar. Sveitasímann vantar Gamla sveitasímann vantar tilfinnanlega í símasafnið. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is Á Hérumbilsafn- inu má sjá skó- pörin sem Gunnar og Helga voru í þegar þau hittust í fyrsta sinn, en það var í október 1979 í samkomu- húsinu í Borgar- nesi. Að sögn Gunnars var það aðalballstað- urinn. Gott ef það voru ekki Seðl- arnir sem léku fyrir dansi! Ballskórnir til sýnis FYRSTU KYNNINSVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Gunnar Jónsson, smiður í Borg- arnesi, hefur um árabil safnað ýmsum munum og eru þeir til sýn- is í „Hérumbilsafni“ hans. Nafnið vísar til þess tíma þegar hann var kominn með um 100 hluti, en nú eru þeir um 1.500 og hann segir ef til vill tímabært að endurhugsa nafnið á safninu. En hvaða munir eru þetta og af hverju fór hann að safna? „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að vinna í gömlum hús- um og fólk var að henda „rusli“ en ég sá í því verðmæti og fannst margt merkilegt. Þannig kviknaði þessi áhugi á gömlum hlutum og dóti. Okkur Helgu konu minni hef- ur líka áskotnast í gegnum tíðina töluvert af munum sem voru í eigu fjölskyldna okkar beggja,“ segir Gunnar. Þannig hafi hann varð- veitt ýmislegt gamalt sem afi hans, Þórður Jónsson í Krossnesi, átti og bjó til. Þá er hann með mikið af gömlum íþróttabúningum og myndum sem tengjast aðallega sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og úr héraðinu. Á safninu eru mörg útvarpstæki og símar, ýmislegt úr samfélaginu sem hætt er að nota og kallar fram „nostalgíutilfinninguna“. Opið eftir áhuga Annars eru þetta hlutir sem koma alls staðar að og frá hinum og þessum, og hefur hann einnig fengið hluti í gegnum safnara- síður, sérstaklega hluti sem eiga tengingu í Borgarnes. Gunnar seg- ist ekki hafa haldið skrá yfir hlut- ina með markvissum hætti en veit hvaðan þeir flestir koma. „Þetta er nú til gamans gert hjá mér, skemmtilegt áhugamál, og ég tek einungis við ákveðnum hlutum á meðan hefðbundið byggðasafn hef- ur ákveðnum skyldum að gegna. Svo hef ég bara opið þegar mér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.