Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FRÁBÆR
HREINSI- OG SMUREFNI
FYRIR BÍLINN ÞINN
FYRIR BÍLINN
„Í Bandaríkjunum er áætlað að sal-
an muni aukast um 100% á næstu
fjórum til fimm árum, sem mér þykir
hógvær áætlun. Þróunin í stórborg-
um er einnig áhugaverð þar sem æðið
virðist hafa verið styrkt svo um mun-
ar af leiguhlaupahjólum,“ segir Óttar.
Hafa hugmyndir um slíkar leigur, þar
sem vegfarendur taka rafhjól eða raf-
hlaupahjól á leigu, verið uppi hér-
lendis, og sagði Sigurborg Ósk Har-
aldsdóttir, formaður skipulags- og
samgönguráðs Reykjavíkurborgar, í
byrjun mánaðar að „von bráðar“
gætu borgarbúar ferðast um á raf-
magnshlaupahjólum sem þeir eiga
ekki sjálfir heldur taka tímabundið á
leigu.
Var einnig sagt frá því í Viðskipta-
mogganum um miðjan síðasta mánuð
að bandaríska fyrirtækið Bird, sem
býður upp á stöðvalaus rafhlaupahjól
til að fara á milli staða, væri áhuga-
samt um að bjóða upp á þjónustuna
hérlendis.
Spurður um neytendahóp hjólanna
segir Óttar að hópurinn sé á aldurs-
bilinu 14 til 64 ára, og að karlar séu í
meirihluta. „Við í ELKO áætlum ekki
að hjólin séu eingöngu fyrir yngri
markhóp eins og flestir hefðu haldið
enda hefur fullorðið fólk sýnt hjól-
unum mikinn áhuga og hef ég sjálfur
notað þetta töluvert í styttri ferðir í
Grafarvoginum,“ segir hann. Þá segir
hann aðspurður að miðað við drægni
hjólanna, sem er frá 20 til 30 kíló-
metrar á hverja hleðslu, séu hjólin
mestmegnis notuð í styttri ferðir inn-
an hverfa eða í miðborginni.
Fjarskiptafyrirtækið NOVA hefur
einnig selt rafhlaupahjól, sem þau
kalla rafskútur, með góðum árangri
og segir Karen Ósk Gylfadóttir,
markaðsstjóri fyrirtækisins, að mis-
munandi sé hvort fólk noti hjólin sem
sinn aðalferðamáta eða til skemmt-
unar. „Við sjáum að fólk er bæði að
velja sér rafskútuna því þær eru
skemmtilegur ferðafélagi en einnig af
umhverfisástæðum,“ segir hún.
Átta látnir í Bandaríkjunum
Banaslys og önnur alvarleg slys
vegna rafhlaupahjóla eru ekki óþekkt
en í nýrri frétt á vefsíðu danska rík-
ismiðilsins DR er sagt frá því að í maí
hafi 27 ára maður látist í Helsingja-
borg í Svíþjóð þegar hann var á raf-
hlaupahjóli og á hann var ekið. Segir
einnig frá viðlíka slysum í London,
þar sem ekið var á 35 ára konu sem
lést um miðjan júlí, og í París, þar
sem 25 ára maður lést þegar ekið var
á hann meðan hann var á rafhlaupa-
hjóli. Einnig lést í Frakklandi 81 árs
gamall maður þegar manneskja á raf-
hlaupahjóli hjólaði á hann og hafa í
Bandaríkjunum átta manns látist í
óhöppum tengdum rafhlaupahjólum.
Hjólin sem um ræðir eru flest með
25 km/klst. hámarkshraða og falla því
í flokk léttra bifhjóla í flokki I, að sögn
Þórhildar Elínar Elínardóttur, sam-
skiptastjóra Samgöngustofu.
Þýðir það að ökumaður verður að
vera orðinn 13 ára gamall. Er heimilt
að nota tækin í almennri umferð þar
sem hraði er meiri en 50km/klst., en
mælir Samgöngustofa ekki með því.
Þá segir jafnframt á vef Samgöngu-
stofu að skylt sé að vera með bif-
hjólahjálm og nota skuli viðurkennd-
an lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til
aksturs á bifhjóli. Líkt og Guðbrand-
ur hjá LRH segist Þórhildur ekki
þekkja til slysa tengdum rafhlaupa-
hjólum.
Engin rafhlaupahjólaslys hérlendis
Fullorðið fólk þeysist um á rafhlaupahjólum Banaslys hafa orðið víða um heim Ekkert slys
hefur orðið vegna rafhlaupahjóls á Íslandi svo vitað sé Sumir velja sér hjólin sem aðalferðamáta
Morgunblaðið/Hari
Rafhlaupahjólagarpur Einn af þeim sem sáust á rafhlaupahjóli í miðbænum um hádegisbilið í gær.
SVIÐSLJÓS
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Rafhlaupahjól hafa síðustu misseri
vaxið í vinsældum bæði hérlendis og
erlendis og segja sumir að um „æði“
sé að ræða, svo vinsæl séu hjólin. Er
fólk á rafhlaupahjólum ekki óalgeng
sjón í miðbæ Reykjavíkur en einnig
má sjá fólk þeytast um á þeim í út-
hverfum borgarinnar.
Víða er sagt frá því í erlendum
fréttum að rafhlaupahjólin séu skað-
valdur, og hafa orðið nokkur banaslys
beggja vegna Atlantshafsins tengd
notkun slíkra hjóla.
Sömu sögu er ekki að segja hér á
landi. Ekki er vitað til þess að alvar-
leg slys hafi átt sér stað vegna
notkunar rafhlaupahjóla að sögn
Guðbrands Sigurðssonar, aðstoðaryf-
irlögregluþjóns í umferðardeild lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
(LRH). „Þetta hefur ekki borist mér
til eyrna sem ægilegt vandamál, en
hins vegar vitum við til þess að marg-
ur fer geyst á þessum hjólum.“
Þróunin áhugaverð
Raftækjaverslunin ELKO er ein
þeirra verslana hérlendis sem hefur
selt rafhlaupahjól með góðri raun og
segir Óttar Örn Sigurbergsson, inn-
kaupastjóri ELKO, að sala raf-
hlaupahjólanna hafi verið vonum
framar þetta fyrsta ár í sölu og að
hjólin virðist sannarlega eiga upp á
pallborðið hjá Íslendingum.