Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FRÁBÆR HREINSI- OG SMUREFNI FYRIR BÍLINN ÞINN FYRIR BÍLINN „Í Bandaríkjunum er áætlað að sal- an muni aukast um 100% á næstu fjórum til fimm árum, sem mér þykir hógvær áætlun. Þróunin í stórborg- um er einnig áhugaverð þar sem æðið virðist hafa verið styrkt svo um mun- ar af leiguhlaupahjólum,“ segir Óttar. Hafa hugmyndir um slíkar leigur, þar sem vegfarendur taka rafhjól eða raf- hlaupahjól á leigu, verið uppi hér- lendis, og sagði Sigurborg Ósk Har- aldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, í byrjun mánaðar að „von bráðar“ gætu borgarbúar ferðast um á raf- magnshlaupahjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tímabundið á leigu. Var einnig sagt frá því í Viðskipta- mogganum um miðjan síðasta mánuð að bandaríska fyrirtækið Bird, sem býður upp á stöðvalaus rafhlaupahjól til að fara á milli staða, væri áhuga- samt um að bjóða upp á þjónustuna hérlendis. Spurður um neytendahóp hjólanna segir Óttar að hópurinn sé á aldurs- bilinu 14 til 64 ára, og að karlar séu í meirihluta. „Við í ELKO áætlum ekki að hjólin séu eingöngu fyrir yngri markhóp eins og flestir hefðu haldið enda hefur fullorðið fólk sýnt hjól- unum mikinn áhuga og hef ég sjálfur notað þetta töluvert í styttri ferðir í Grafarvoginum,“ segir hann. Þá segir hann aðspurður að miðað við drægni hjólanna, sem er frá 20 til 30 kíló- metrar á hverja hleðslu, séu hjólin mestmegnis notuð í styttri ferðir inn- an hverfa eða í miðborginni. Fjarskiptafyrirtækið NOVA hefur einnig selt rafhlaupahjól, sem þau kalla rafskútur, með góðum árangri og segir Karen Ósk Gylfadóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, að mis- munandi sé hvort fólk noti hjólin sem sinn aðalferðamáta eða til skemmt- unar. „Við sjáum að fólk er bæði að velja sér rafskútuna því þær eru skemmtilegur ferðafélagi en einnig af umhverfisástæðum,“ segir hún. Átta látnir í Bandaríkjunum Banaslys og önnur alvarleg slys vegna rafhlaupahjóla eru ekki óþekkt en í nýrri frétt á vefsíðu danska rík- ismiðilsins DR er sagt frá því að í maí hafi 27 ára maður látist í Helsingja- borg í Svíþjóð þegar hann var á raf- hlaupahjóli og á hann var ekið. Segir einnig frá viðlíka slysum í London, þar sem ekið var á 35 ára konu sem lést um miðjan júlí, og í París, þar sem 25 ára maður lést þegar ekið var á hann meðan hann var á rafhlaupa- hjóli. Einnig lést í Frakklandi 81 árs gamall maður þegar manneskja á raf- hlaupahjóli hjólaði á hann og hafa í Bandaríkjunum átta manns látist í óhöppum tengdum rafhlaupahjólum. Hjólin sem um ræðir eru flest með 25 km/klst. hámarkshraða og falla því í flokk léttra bifhjóla í flokki I, að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, sam- skiptastjóra Samgöngustofu. Þýðir það að ökumaður verður að vera orðinn 13 ára gamall. Er heimilt að nota tækin í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50km/klst., en mælir Samgöngustofa ekki með því. Þá segir jafnframt á vef Samgöngu- stofu að skylt sé að vera með bif- hjólahjálm og nota skuli viðurkennd- an lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Líkt og Guðbrand- ur hjá LRH segist Þórhildur ekki þekkja til slysa tengdum rafhlaupa- hjólum. Engin rafhlaupahjólaslys hérlendis  Fullorðið fólk þeysist um á rafhlaupahjólum  Banaslys hafa orðið víða um heim  Ekkert slys hefur orðið vegna rafhlaupahjóls á Íslandi svo vitað sé  Sumir velja sér hjólin sem aðalferðamáta Morgunblaðið/Hari Rafhlaupahjólagarpur Einn af þeim sem sáust á rafhlaupahjóli í miðbænum um hádegisbilið í gær. SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Rafhlaupahjól hafa síðustu misseri vaxið í vinsældum bæði hérlendis og erlendis og segja sumir að um „æði“ sé að ræða, svo vinsæl séu hjólin. Er fólk á rafhlaupahjólum ekki óalgeng sjón í miðbæ Reykjavíkur en einnig má sjá fólk þeytast um á þeim í út- hverfum borgarinnar. Víða er sagt frá því í erlendum fréttum að rafhlaupahjólin séu skað- valdur, og hafa orðið nokkur banaslys beggja vegna Atlantshafsins tengd notkun slíkra hjóla. Sömu sögu er ekki að segja hér á landi. Ekki er vitað til þess að alvar- leg slys hafi átt sér stað vegna notkunar rafhlaupahjóla að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns í umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). „Þetta hefur ekki borist mér til eyrna sem ægilegt vandamál, en hins vegar vitum við til þess að marg- ur fer geyst á þessum hjólum.“ Þróunin áhugaverð Raftækjaverslunin ELKO er ein þeirra verslana hérlendis sem hefur selt rafhlaupahjól með góðri raun og segir Óttar Örn Sigurbergsson, inn- kaupastjóri ELKO, að sala raf- hlaupahjólanna hafi verið vonum framar þetta fyrsta ár í sölu og að hjólin virðist sannarlega eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.