Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Nýjar glæsilegar íbúðir í lyftublokkum sem verið er að byggja í borg hamingjunnar Þorlákshöfn 1 - 4 herbergja íbúðir í boði. Afhending á þessu ári, þrefalt gler, umhverfisvænar byggingar, mikil lofthæð, vandaðar innréttingar og tæki. Glæsileg íþróttaaðstaða, sundlaug, leikskóli, grunnskóli og öll almenn þjónusta. Frábær staður fyrir barnafjölskyldur, rétt við golfvöllinn, aðstæður fyrir hestafólk, brimbretti, stangveiði og almenna útivist. Einkasöluaðili: Fasteignasala Suðurlands Sími: 483 3424 netfang: fastsud@gmail.com Sími: 892 5001 netfang: jonvalur@prohus.is Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.prohus.is, Facebook/ Pró hús STÓRLÆKKUN Á VERÐI ÍBÚÐA – frá 13,6 milljónum Moskvu. AFP. | Skógareldar hafa oft geisað í víðáttum Síberíu en eldarnir sem hafa breiðst þar út í sumar eru óvenju miklir og vísindamenn óttast að þeir hraði bráðnun íss í norður- héruðum Rússlands og hlýnun jarðar. Eldar loguðu á rúmlega 3,2 millj- óna hektara svæði í gær, þeir stærstu í sjálfstjórnarlýðveldinu Jakútíu eða Saka og í grennd við borgirnar Krasnojarsk og Írkútsk. Hitinn á þessum slóðum hefur verið yfir 30 stigum á Celsius og eld- arnir hafa breiðst hratt út vegna snarpra vinda. Reykurinn frá eld- unum hefur ekki aðeins borist yfir litla bæi í grennd við þá heldur einn- ig borgir í Vestur-Síberíu, Altai- lýðveldinu og við Úralfjöll, m.a. Tsjeljabínsk og Jekaterínborg, og raskað flugsamgöngum. „Hræðileg“ loftmengun „Reykurinn er hræðilegur. Ég er að kafna og mig svimar,“ sagði elli- lífeyrisþeginn Raísa Brovkína, sem var flutt á sjúkrahús Novosíbírsk, þriðju fjölmennustu borg Rússlands. Reykurinn frá eldunum náði meðal annars til grannríkisins Kasakstans. Að sögn veðurstofu landsins mældist óvenjumikil loftmengun í nokkrum borgum, meðal annars höfuð- borginni Núr-Súltan (áður Astana). Umhverfisverndarsinnar sögðu að auk þess sem skógareldarnir ógnuðu heilsu manna gætu þeir hraðað hlýn- un jarðar. „Skógareldarnir í austur- hluta landsins hafa fyrir löngu hætt að vera aðeins staðbundið vanda- mál,“ sagði í yfirlýsingu frá Rúss- landsdeild umhverfisverndar- samtakanna Grænfriðunga. „Þeir eru orðnir að vistfræðilegum ham- förum sem hafa afleiðingar fyrir allt landið.“ Áhrifin „mjög alvarleg“ Umhverfisverndarsamtökin sögðu að nær tólf milljónir hektara skóglendis hefðu brunnið það sem af er árinu. Eldarnir hefðu valdið veru- legu útstreymi koltvísýrings og yrðu til þess að skógarnir byndu minna af lofttegundinni þegar fram liðu stundir. „Síðan bætist við það vandamál að sótið sem fellur á ísinn eða snjóbráðina dekkir yfirborðið, þannig að það endurspeglar minna af sólarljósi og stuðlar að meiri hlýnun,“ sagði í yfirlýsingu frá Al- þjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO). Grígorí Kúksín, sérfræðingur Rússlandsdeildar Grænfriðunga, sagði að sótið og askan frá skógar- eldunum hröðuðu bráðnun íss og ís- frera á norðurslóðum og yllu þannig auknu útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda sem stuðluðu að hlýnun jarðar. Kúksín sagði að þessi áhrif skógar- eldanna væru „mjög alvarleg“ og sambærileg við losun gróðurhúsa- lofttegunda í stórum borgum. Umhverfisverndarsinnarnir segja að flestir eldanna hafi geisað á af- skekktum og ógreiðfærum svæðum og yfirvöld í Rússlandi hafi ekki kall- að út slökkviliðsmenn nema áætlað eignatjón af völdum eldanna sé meira en kostnaðurinn af slökkvi- starfinu. Hlutverk yfirvaldanna hafi því að miklu leyti einskorðast við það að fylgjast með skógareldunum. Meira en 3,2 milljónir hektara hafa brunnið frá 29. júlí R Ú S S L A N D Sótið og askan hraða bráðnun íss og sífrera á svæðinu Skógareldar í Síberíu Heimildir: NASA, Copernicus, FIRMS, Resource Watch MOSKVA ÍrkútskBratsk Jakútsk Lítið Mikið Magn agna í andrúmsloftinu * Helstu eldar síðustu tvo daga 1.000 km *agna sem tengjast aðallega skógareldum Telja eldana geta valdið meiri hlýnun  Vísindamenn vara við áhrifum skógarelda í Síberíu Bandaríski sjávarlíffræðingurinn og ljósmyndarinn Chase Dekker hefur náð áhrifamikilli ljósmynd af sæljóni falla í gin hnúfubaks. „Ég verð oft vitni að mögnuðum fyrir- bærum í starfi mínu en hef aldrei séð nokkuð þessu líkt,“ segir ljós- myndarinn. Dekker er 27 ára og segist hafa tekið náttúrulífsmyndir í um ára- tug. Hann tók myndina þegar hann var í hvalaskoðunarferð á báti und- an strönd Monterey-flóa í Kali- forníu í vikunni sem leið. Hann seg- ist hafa verið að fylgjast með hópi hnúfubaka að veiða torfu af ansjós- um þegar hann hafi tekið eftir sæ- ljóninu. Það hafi ekki komist undan og lent í gini eins hnúfubakanna. Ólíkt stórhvelinu sem gleypti spá- manninn Jónas og skilaði honum á land þremur dögum síðar gleypti hnúfubakurinn ekki sæljónið, sem synti í burtu, líklega dauðskelkað. Sæljón í gini hnúfubaks Sjaldgæft andartak fest á mynd AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Norður-Írland í gær eftir að írskir leiðtogar höfðu varað við því að loforð hans um að Bretland gengi úr Evrópusamband- inu 31. október með eða án samn- ings um útgönguna gæti orðið til þess að Bretland leystist upp. Johnson áréttaði loforðið á fund- um með forystumönnum fimm helstu flokkanna á þingi Norður-Ír- lands. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, flokks norðurírskra lýð- veldissinna, sagði eftir viðræðurnar við Johnson að ef Bretland gengi úr Evrópusambandinu ættu Norður- Írar að fá tækifæri til að ákveða hvort þeir vildu að Norður-Írland sameinaðist Írska lýðveldinu. Hafna kröfu Johnsons Daginn áður ræddi Boris Johnson Brexit-stefnu sína í síma við Leo Varadkar, forsætisráðherra Írska lýðveldisins, sem áréttaði andstöðu sína við þá kröfu breska forsætis- ráðherrans að umdeilt ákvæði um írsku landamærin yrði fellt út úr Brexit-samningi Theresu May við ESB. Stuðningsmenn ákvæðisins segja að það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að Brexit grafi undan samningnum sem náðist árið 1998 til að koma á friði á Norður- Írlandi eftir átök sem kostuðu um 3.500 manns lífið. Andstæðingar samningsins segja hins vegar að ákvæðið geti orðið til þess að Bret- land þurfi að vera áfram í tolla- bandalagi ESB í mörg ár eftir út- gönguna. Varadkar hefur sagt að ef Bret- land gengur úr Evrópusambandinu án samnings auki það líkurnar á því að Norður-Írland og Írska lýðveldið sameinist. „Fólk sem hægt væri að lýsa sem hófsömum þjóðernis- sinnum eða hófsömum kaþólskum kjósendum og er nokkuð ánægt með óbreytt ástand verður hlynntara sameinuðu Írlandi,“ sagði hann. Nicola Sturgeon, forsætisráð- herra skosku heimastjórnarinnar, sagði í bréfi til Johnsons í vikunni sem leið að ef Bretland gengi úr ESB án samnings þyrftu Skotar að fá tækifæri til að ákveða hvort þeir vildu að Skotland lýsti yfir sjálf- stæði. bogi@mbl.is Írsku landamærin 500 km 30.000 Í R S K A L Ý Ð V E L D I Ð NORÐUR- ÍRLAND (BRETLAND) Belfast 400 vegir yfir landamærin fara yfir landamærin til vinnu dag hvern Viðskipti án hindrana Heimild: NISRA B R E T L A N D manns Yki líkur á sam- einingu Írlands  Írar andvígir Brexit án samnings
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.