Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 36

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ebólufarald-urinn íAustur- Kongó hefur nú staðið í eitt ár. Faraldurinn er sá næstskæðasti í sögunni. Frá því að fyrsta tilfellið var skráð 1. ágúst í fyrra hafa 1.790 manns látið lífið af völdum Ebólu. Þegar faraldurinn geis- aði 2013 til 2016 í Gíneu, Líb- eríu og Síerra Leóne létu 11.310 manns lífið. Dánartíðnin af völdum sjúk- dómsins er mjög há að þessu sinni eða um 70%. Venjan er sú að helmingur þeirra sem smit- ast lifi af. Baráttan gegn sjúkdómnum hefur ekki dugað til að kveða hann niður þrátt fyrir aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum og alþjóðlegum stofnunum. Ótt- ast hefur verið að sjúkdóm- urinn breiddist út fyrir Aust- ur-Kongó og áhyggjur af að útbreiðsla hans færi úr bönd- unum fyrir alvöru vöknuðu þegar fyrsta tilfellið greindist í stórborginni Góma í liðnum mánuði, en í gær var greint frá öðru andlátinu af völdum sjúk- dómsins þar í borg. Um miðjan júlí lýsti Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir því að ebólu- faraldurinn væri bráð ógn við lýðheilsu þjóða heims og hefur það vakið viðbrögð umheims- ins. Alþjóðabankinn hafði gefið 100 milljónir dollara til barátt- unnar gegn sjúkdómnum og lýsti yfir því að 200 milljónum dollara yrði bætt við þá upp- hæð. Peningar eru vissulega lykilatriði í baráttunni gegn ebólu, en það er ekki eina vandamálið. Aðgerðirnar gegn sjúkdómnum eru mannfrekar. Læknum og hjálpar- starfsmönnum hef- ur ekki bara verið mætt með tortryggni, heldur hafa vopnaðir hópar farið með ofbeldi á hendur þeim. Fátækt er mikil á þeim slóðum þar sem sjúkdómurinn herjar. Mörg dæmi eru um tilraunir til fjár- kúgunar. Sjö heilbrigðisstarfs- menn hafa verið myrtir og 50 hlotið alvarleg sár. Nú hefur í fyrsta skipti verið notað bóluefni þegar komið hefur upp ebóla, en ofbeldi og hótanir hafa ráðið því að bólu- setningum hefur verið frestað ef ekki hætt við þær. Ebóla er hryllilegur sjúk- dómur. Einkennin koma að jafnaði fram átta til tíu dögum eftir smit og lýsa sér í hita, verkjum, þreytu, uppköstum, niðurgangi og miklum blæð- ingum. Talið er að sjúkdóm- urinn berist í menn úr öpum eða leðurblökum. Hann smit- ast við snertingu við blóð eða líkamsvessa, þannig að út- breiðslan er ekki eins hröð og á sjúkdómum sem berast með lofti. Það ætti að auðvelda bar- áttuna gegn útbreiðslu hans. Það er áhyggjuefni að ekki skuli hafa tekist að stöðva ebólufaraldurinn ári eftir að hann hófst. Segja má að tekist hafi að hefta útbreiðslu hans, en það má frekar þakka hend- ingu en markvissum aðgerð- um. Ef sjúkdómurinn breiðist út til grannríkjanna eða nær útbreiðslu í borgum á borð við Góma gætu afleiðingarnar orð- ið skelfilegar. Það þarf að stöðva sjúkdóminn áður en það gerist. Ár er síðan fyrsta ebólutilfellið greind- ist í Austur-Kongó} Skæður faraldur Lýsingar kaup-manna við Laugaveg sem Morgunblaðið ræddi við í gær eru ófagrar. Sólveig Grétarsdóttir, eigandi Versl- unar Guðsteins Eyjólfssonar, segir að eftir að akstursstefnu Laugavegarins var ruglað aki bílar iðulega í öfuga átt. Brynjólfur Björnsson, eig- andi verslunarinnar Brynju, tekur í sama streng og segist sjá fólk aka gegn nýrri akst- ursstefnu nokkrum sinnum á dag. Þetta var auðvitað fyrir- sjáanlegt, því að það fyrir- komulag að aka hluta Lauga- vegarins niður og hluta upp er ávísun á rugling. Þessi flækja hefur svo aftur þær afleiðingar að enn færri hætta sér á bíl í miðbæ- inn, sem er án efa raunverulegt markmið borgar- yfirvalda. Það hef- ur svo orðið til þess, eins og Sólveig lýsir, að verslunin hef- ur dalað eftir að akstursstefn- unni var snúið við. Verslun við Laugaveg mátti ekki við þessari síðustu sér- viskuaðgerð borgaryfirvalda. Það var nógu erfitt fyrir fólk að komast á bílum í verslanir við þessa verslunargötu þó að akstur um hana yrði ekki gerð- ur að gestaþraut. Eftir þessa döpru reynslu er ástæða til að hvetja borgaryf- irvöld til að greiða úr þessari óþörfu flækju. Það er einföld aðgerð. Ruglingur með akstursstefnu dregur úr verslun } Gestaþrautin á Laugavegi S terkt atvinnulíf og öflugar útflutn- ingsgreinar eru undirstaða íslensks samfélags og þeirrar velferðar sem við búum við. Verkefni stjórnmála- manna á hverjum tíma er að ákveða með hvaða hætti við rekum samfélagið okkar með það fyrir augum að bæta lífskjör og auka verðmætasköpun. Stefna Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum er að búa svo um hnútana að hið opinbera standi ekki í vegi hugmyndaauðgi og framtakssemi einstaklinga sem vilja láta að sér kveða. Atvinnulífið er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á fyrsta flokks grunnþjónustu á Ís- landi. Litlu og meðalstóru fyrirtækin eru í því samhengi jafn mikilvæg þeim stóru. Öll byggja þau á frumkvöðlum sem svo skapa bæði störf og verðmæti. Þannig verður grunnur sam- félagsins til. Okkur hættir oft til þess, þegar við hugsum og tölum um atvinnulífið, að beina sjónum að stóru fyrirtækjunum, en staðreyndin er sú að lítil og örfyrirtæki eru lífæð at- vinnulífsins. Þau eru 95% launagreiðenda, og tæpur helm- ingur heildarlauna sem fyrirtæki greiða á Íslandi er greiddur til starfsmanna þessara fyrirtækja. Til er fólk sem telur að öll afskipti ríkisins séu af hinu góða; hærri skattar og íþyngjandi reglur. Sama fólk telur gjarnan að umfangsmikil afskipti ríkisins á samkeppnis- markaði séu æskileg, hvort sem um ræðir fjölmiðlarekst- ur, póstsendingar eða áfengissölu. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt fyrirkomulag stendur eðlilegum fram- förum fyrir þrifum. Þá er líka til fólk sem má ekki til þess hugsa að fyrirtæki skili hagnaði eða arði til eigenda sinna. Arður er í þeirra huga skammaryrði. Opinber umræða ber oft þann keim að arð- greiðslur séu af hinu illa og skerði hag launa- fólks. Það er einfaldlega rangt. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að for- sendur rekstursins bresta. Þá missir fólk vinn- una og allir tapa. Hagnaður og arðgreiðslur eru samfélaginu til góðs og grunnforsenda heilbrigðs atvinnulífs og markaðar. Ríkisvaldið er ekki grunnurinn að góðu og heilbrigðu samfélagi. Það sem skilar árangri, bættu samfélagi og aukinni hagsæld er at- vinnulífið. Við styrkjum það með því að minnka skattbyrði, einfalda regluverk, hvetja fleiri í iðn- og verknám og fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, svo nokkuð sé nefnt. Þannig verð- ur til samfélag þar sem allir hafa tækifæri, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er framúrskarandi, menntakerfið fjölbreytt og sveigjanlegt, samgöngur góðar og löggæsla öflug. Gildi Sjálfstæðisflokksins snúast í megindráttum um frjáls viðskipti, minna ríkisvald, lægri skatta, frelsi ein- staklingsins og öflugt atvinnulíf. Með skrefum í átt til frelsis höldum við áfram að búa til gott samfélag þar sem allir hafa skilyrði og tækifæri til að athafna sig og vera sinnar eigin gæfu smiðir. Stefna Sjálfstæðisflokksins er forsenda framfara í landinu. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Forsenda framfara Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Árásargjörn hegðungagnvart starfsfólki erorðin vandamál á sjúkra-húsum úti um allan heim. Álag á starfsfólk og vanlíðan gerir því erfiðara fyrir að meta líkur á árásargjarnri hegðun sjúklinga og koma í veg fyrir hana, að því er fram kemur í rannsókn á fyr- irbyggjandi aðgerðum gegn ofbeldi á geðdeildum, sem nýlega birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Helsta áhyggjuefni viðmælenda rannsókn- arinnar, starfsmanna á geðdeildum Landspítalans, var hið ófyrirséða að sjúklingar gætu á hvaða tímapunkti sem er sýnt árásargjarna hegðun, auk hættu sjúklinga og starfs- manna á meiðslum. Ýmsar leiðir til að draga úr ofbeldi Þótt aldrei verði hægt að koma í veg fyrir árásargjarna hegðun sjúklinga á geðdeildum getur starfsfólk stuðst við ýmsar leiðir til að draga úr líkum á að slíkt eigi sér stað. Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun hjá geðsviði Landspít- alans, vann að rannsókninni ásamt Guðrúnu Úlfhildi Grímsdóttur, geð- hjúkrunarfræðingi á sama vett- vangi. Jón segir að mikilvægt sé að geta þess að ofbeldisatvikin séu alltaf fleiri en sjúklingar á bak við þau og langflestir sjúklingar sem dvelja á geðdeildum sýni ekki of- beldishegðun. „Á geðdeildum lítum við gjarn- an þannig á að sjúklingar sem sýna þessa hegðun eru að bregðast við aðstæðum sem þeir eiga erfitt með að þola eða samþykkja. Ef sjúkling- ur er metinn það veikur að það þarf að leggja hann inn á geðdeild gegn eigin vilja þá getur hann brugðist við aðstæðum sem honum finnst mjög óréttlátar. Þá getur hann brugðist við með ofbeldishegðun, því þetta er þvingunaraðgerð, þ.e. eitthvað sem gert er gegn vilja sjúklingsins,“ segir Jón. Viðmælendur rannsóknarinnar nefndu nokkrar aðferðir til að fyr- irbyggja árásargjarna hegðun eða draga úr henni. Þeir töluðu um mikilvægi þess að starfsmenn væru í líkamlegu og andlegu jafnvægi, að draga þyrfti úr vinnuálagi starfs- manna og að starfsmenn þyrftu að kunna að afstýra aukinni spennu hjá sjúklingum. Erfitt að bregðast við undir álagi „Þetta ber keim af öðrum er- lendum rannsóknum en ég hef ekki áður heyrt talað um að álag á starfsfólk hafi áhrif á sjúklingana,“ sagði Jón og bætti við að slíkt væri eflaust rökrétt. Starfsmenn á geðdeild Land- spítalans segjast þurfa að vera í góðu jafnvægi þegar þeir sinna sjúklingum með krefjandi hegðun. Fram kom hjá einum viðmælanda að kvíðastig starfsfólks sé eðlilega mismunandi og uppsöfnuð streita vegna aðstæðna sem ógna öryggi gæti kallað fram viðbrögð sem gagnast ekki til að fyrirbyggja árásargjarna hegðun. Hann sagðist sjá á samstarfsfélögum að þeir hafi misháa þröskulda fyrir áreiti og sumir hafi minni þolinmæði en aðrir. „Hlutverk starfsfólks sem er að sinna þessum störfum er að reyna að átta sig á því hvað er á bak við hegðunina og reyna að draga úr því að sjúklingar upplifi dvölina sem mótlæti,“ segir Jón að endingu. Ofbeldi á geðdeildum er vandamál víða Morgunblaðið/Ómar Geðdeild Starfsfólk geðdeilda starfar undir álagi. Starfsmenn hafa þurft að grípa til þvingandi aðgerða, sem ávallt eru neyðarúrræði. „Allt hefur verið reynt áður en kemur til þvingandi að- gerða,“ segir Jón Snorrason. Slíkar aðstæður verða þegar starfsmenn telja aðgerðirnar nauðsynlegar en sjúklingarnir eru ósammála og bregðast illa við. „Það getur komið fyrir að ungur maður á geðdeild er fíkni- efnaneytandi. Honum líður mjög illa og á erfitt með að halda jafnvægi. Hann kemur á geðdeild og biður um lyf til að slá á vanlíðan sína og fær kannski ekki annað lyf. Hann er mjög ósáttur við þetta og þolir mótlætið mjög illa og bregst kannski við með árásargjarnri hegðun. Það reynir mjög á starfsfólkið að reyna að draga úr líkum á því að sjúklingar bregðist við á þennan hátt,“ segir Jón. Forðast viss- ar aðgerðir NEYÐARÚRRÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.