Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
✝ Kolbrún LiljaSigurbjörns-
dóttir fæddist 6.
mars 1949. Hún lést
á heimili sínu mánu-
daginn 22. júlí.
Foreldrar henn-
ar voru Soffía Páls-
dóttir frá Ögri og
Sigurbjörn Krist-
insson frá Eiði í
Kolgrafafirði.
Bræður hennar
voru Hilmar, Sæmundur, Hörð-
ur, Reynir, Birgir, Kristján, Jak-
ob og Birgir Kristján. Jakob lifir
einn systkini sín.
Hún kynntist eftirlifandi
manni sínum, Henry Svenning
Winther Olsen frá Skopun á
Sandoy, Færeyjum, þegar hún
var 17 ára og gekk þá með elstu
dóttur sína, Díönu Henriettu
Fjölnisdóttur, f. 1964. Börn Kol-
brúnar og Henrys eru Sófus
Kristinn, f. 1967, Sigurbjörg
Andrea, f. 1971, og Bjarni Mark
Jóhannes, f. 1976. Barnabörnin
eru níu og barnabarnabörnin eru
fimm talsins. Dóttir Díönu er
Kolbrún Líf, f. 1999. Börn Sóf-
usar eru Lydia Rún, f. 1993, synir
hennar eru Elvis Aron, f. 2014,
og Relí Már, f. 2017, Viktor
Snær, f. 2000, og Mikael Sebast-
ian, f. 2005. Börn
Sigurbjargar eru:
Kristín Anna, f.
1989, synir hennar
eru Tristan Blær, f.
2010, Úlfur Myrkvi,
f. 2017, og Mjölnir
Bjarmi, f. 2018;
Ingibjörg Soffía, f.
1994, og Emilía Ósk,
f. 2000; Metúsalem
Páll, f. 2005. Sonur
Bjarna er Hafsteinn
Henry, f. 2004. Tengdabörn Kol-
brúnar eru Sylwia Matusiak
Henrysson, f. 1974, kona Sófusar;
Jón Einar Jónsson, f. 1975,
maður Sigurbjargar; og Dag-
björt Fjóla Hafsteinsdóttir, f.
1976, kona Bjarna.
Kolbrún ólst upp í Stykkis-
hólmi og bjó þar utan nokkur ár
eftir 1970 er þau Henry bjuggu í
Vestmannaeyjum. Eftir að hafa
flúið eldgosið í Heimaey 1973
settust þau aftur að í Stykkis-
hólmi þar sem þau bjuggu alla tíð
síðan.
Kolla vann ýmis störf, lengst
af við fiskvinnslu í Þórsnesi og
Rækjunesi en líka í sláturhúsinu
við Reitarveg.
Kolbrún verður jarðsungin frá
Stykkishólmskirkju í dag, 1.
ágúst, klukkan 14.
Ég var tengdasonur Kollu síð-
ustu tólf ár. Fólki fannst það
„áhugavert“ hlutskipti því Kolla
var „ekki allra“; óhrædd við að
segja skoðanir sínar og gat verið
hreinskiptin með eindæmum.
Hún var ófeimin við fólk og gaf
sig á tal jafnt við ættingja, ná-
granna eða bara fólk úti í búð,
stundum var fólk ávarpað all-
hressilega af tuga metra færi.
Hennar innsta hvöt var alltaf
að hún vildi vel og allt fyrir fólk
gera. Hún kunni líka að hlusta og
spyrja réttu spurninganna ef svo
bar undir. Hún var barngóð,
mikil amma og ömmu- og lang-
ömmubörnin áttu alltaf skjól hjá
henni.
Hún var hamfarakokkur og
alltaf hélt maður að það væri von
á fleirum í mat því hún eldaði
alltaf tvöfaldan skammt: fiski-
bollur, kjöt í káli, saltkjöt, sviða-
kjamma, bjúgu, kótelettur í
raspi. Það voru kyrrðarstundir
því þá flúðu barnabörnin á vit
pappapítsu eða pylsuvagna.
Hún reyndist mér á margan
hátt vel og við áttum aldrei erfitt
með að skilja hvort annað. Margt
sem á hennar daga dreif var síst
til að efla fólki kjark; erfiður
bróðurmissir í æsku, eldgos þar
sem þau misstu allt sitt og ekki
síst erfið heilsa seinni hluta æv-
innar. Ég hef aldrei þekkt aðra
eins bjartsýni og hennar og hún
krafðist þess að fólk væri bros-
andi og tæki hlutunum ekki of al-
varlega. Þess á milli var henni
þungt í skapi og sátu þá ýmsar
gamlar misgjörðir í henni. Hún
stóð með sínu fólki, Kollu var
alltaf hlýtt til Færeyja og Fær-
eyinga og talaði reglulega við
skyldfólk Henrys í síma. Þá var
hún ættuð úr Höskuldsey og átti
þaðan bernskuminningar. Hana
dreymdi um að heimsækja allar
þessar eyjar sínar en það varð
aldrei. Ég mun ætíð minnast
Kollu brosandi.
Jón Einar Jónsson.
Elsku besta amma mín, að fá
þær ömurlegu fréttir að þú værir
farin frá okkur var mikið áfall,
aðeins 70 ára að aldri. Um þig á
ég samt svo ótalmargar yndis-
legar minningar sem ég mun allt-
af hafa hjá mér. Söknuðurinn er
afskaplega sár en það er nokkuð
sem læra þarf að lifa með. Þið afi
voruð mínir foreldrar númer tvö
enda eyddi ég afskaplega mikl-
um tíma með ykkur sem ég met
svo mikils. Þú, elsku amma mín,
kenndir mér margt og varst allt-
af til staðar fyrir mig fram á þinn
seinasta dag, og ef það var eitt-
hvað þá varstu komin. Sem barn
fannst mér alltaf best að vera hjá
ömmu og afa, þar mátti líka allt.
Eitt af því sem var svo frábært
við þig voru spunasögurnar þínar
sem þú bjóst til. Að leggjast nið-
ur og biðja þig að segja mér sögu
var mikið gert og alltaf varstu
tilbúin til þess og aldrei var nein
saga eins og önnur. Það var ekki
bara skemmtilegt að hlusta á
sögurnar heldur sagðir þú þær
svo skemmtilega og með leik. Við
vorum mjög nánar alla tíð elsku
amma mín. Sykurmolar ofan í
appelsínu, hvað er nú það? Jú
það var eitt af því sem amma
gerði alltaf. Hún gerði gat ofan í
appelsínuna og stakk þar nokkr-
um sykurmolum og síðan var
appelsínan kreist og soginn úr
henni ennþá sykraðri safinn sem
í minningunni var mjög gott þótt
ég sé ekki viss um að ég myndi
gera þetta í dag.
Amma Kolla var einstök og
það var enginn eins og hún enda
var hún frábær. Svartur var
húmorinn og hún var svo full-
komlega hreinskilin með allt og
sagði bara það sem henni fannst,
þannig var hún. Amma hætti að
vinna ung en hún stoppaði þó
aldrei, að elda og baka fannst
henni einstaklega skemmtilegt
og var hún einstaklega gestrisin
þegar gesti bar að. Fiskibollurn-
ar hennar ömmu eru þær allra
bestu og oft var þetta hörku-
framleiðsla; kleinur og ömmu-
vínarbrauð og svo voru það
mömmukökurnar sem allir elsk-
uðu. Það var alveg sama hvað
hún tók sér fyrir í eldamennsku
eða bakstri; það var allt gott sem
amma gerði. Það leyndi sér held-
ur ekki hversu einstaklega mikil
barnakona hún amma var, hún
mátti ekki barn sjá þá var hún
farin af stað að tala við það eða
brosti og heilsaði ef það var í
fjarlægð. Hún elskaði börn og
sýndi það svo sannarlega. Ég
vildi að litlu gaurarnir mínir
gætu fengið að kynnast þér eins
og Tristan gerði. Tristan var
rosalega mikill ömmustrákur og
það leyndi sér ekki enda var
hann jafn mikið hjá ykkur og ég
var þegar ég var barn. Tristan
elskaði þig alveg afskaplega mik-
ið, hans annað heimili var hjá
ykkur afa. Þið voruð alltaf til
staðar fyrir hann líka og var
hjálpin mjög mikil á hans fyrstu
árum, hann sá ekki sólina fyrir
þér. Takk fyrir allt sem þú af þér
gafst.
Elsku besta amma, langamma
og tengdaamma, þín verður sárt
saknað en minningin um þig mun
lifa með okkur alltaf, við elskum
þig svo mikið.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kristín Anna, Andri Hrafn,
Tristan Blær, Úlfur Myrkvi
og Mjölnir Bjarmi.
Elsku amma.
Það er svo óraunverulegt að
skrifa um þig minningargrein.
Síðustu dagar hafa verið ótrú-
lega erfiðir og tómlegir, en samt
sem áður fullir af ást, umhyggju
og minningum um þig. Það bjóst
enginn við því að þú færir svona
fljótt, en við höfum stutt hvert
annað í gegnum sorgina, því við
vitum að það er það sem þú hefð-
ir viljað.
Ég á ótal margar minningar
um þig, þá sérstaklega úr æsku
og gæti setið hér í allan dag og
skrifað. Það sem stendur
kannski helst upp úr er hversu
ótrúlega þolinmóð þú varst við
mig þegar ég spurði um allt milli
himins og jarðar og þú svaraðir
mér alltaf eins vel og þú gast.
Eftir að ég varð eldri varstu dug-
leg að minna mig á það hvað ég
gat gert þig gráhærða með heim-
spekilegum spurningum, og ég
svaraði alltaf að maður lærir ekki
öðruvísi en að spyrja. Og svo
hlógum við saman.
Amma var góðhjörtuð, hrein-
skilin, ákveðin og afar stór kar-
akter með svartan húmor og oft-
ar en ekki veit fólk nákvæmlega
hver ég er þegar ég segist vera
barnabarn Kollu, enda þekkti
hún svo marga. Hún vildi allt fyr-
ir alla gera, þá sérstaklega sína
nánustu og hún elskaði öll börn
sem hún hitti. Það verður alltaf
tómlegt án ömmu, en við vitum
að hún passar enn upp á okkur.
Við sjáumst síðar, amma mín,
ég elska þig.
Ingibjörg Soffía Oddsdóttir.
Látin er í Stykkishólmi
frænka mín, Kolbrún Lilja
Sigurbjörnsdóttir, sjötíu ára að
aldri. Kolbrún var kona sem tek-
ið var eftir og hún setti svip á
bæinn. Hún var eftirminnileg
þeim sem henni kynntust. Hún
var eina stúlkan og yngst í
stórum barnahópi þeirra Soffíu
Pálsdóttir föðursystur minnar og
Sigurbjörns Kristjánssonar.
Soffía móðir hennar var afar ljúf
kona sem hélt vel utan um hóp-
inn sinn. Bjössi mágur, eins og
faðir minn og hans bræður köll-
uðu hann, og nánast allir í Stykk-
ishólmi þekktu hann undir því
nafni, var dugmikill sjómaður og
tókst að sjá fyrir sínum stóra
barnahópi. Soffía og Sigurbjörn
urðu fyrir þeirri stóru sorg að
missa tvo unga drengi af slysför-
um. Nú lifir einn bróðir Kolbrún-
ar, Jakob, eftir. Kolbrún ól mest-
allan sinn aldur í Hólminum utan
örfá ár sem hún bjó í Vestmanna-
eyjum, en kom aftur í Hólminn
þegar Vestmannaeyjagosið varð.
Hún eignaðist dóttur ung og
kynntist svo færeyskum sjó-
manni sem kom í Stykkishólm á
vertíð, Henry Olsen. Þau eign-
uðust svo þrjú börn til viðbótar
og ólu upp sín fjögur börn með
miklum sóma.
Kolla, eins og hún var ávallt
kölluð, tók sitt pláss í bænum og
var úrræðagóð að sjá sér og sín-
um farborða ásamt Henry sem
lengst af var á sjó. Hann var
heiðraður á sjómannadag fyrir
nokkrum árum og var ánægju-
legt að fá að aðstoða við það og
gaman að kynnast nýjum hliðum
á lífi Henrys. Hugur minn er hjá
Henry, sem hefur misst mikið,
og börnunum þeirra og fjölskyld-
um sem hún alla tíð hélt vel utan
um og reyndust henni vel.
Það er sjónarsviptir að Kol-
brúnu úr bæjarlífinu og sam-
félagið er orðið einum litríkum
persónuleika fátækara. Ég sendi
Henry og fjölskyldunni allri kær-
leiks- og samúðarkveðjur.
Dagbjört S. Höskuldsdóttir.
Kolbrún Lilja
Sigurbjörnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma. Þú varst
ein besta og hjartahlýjasta
manneskja sem ég hef
þekkt og að þú sért farin
frá okkur skilur eftir hol í
okkur öllum sem verður
aldrei fyllt. Þú varst svo
góð við allt og alla í kring-
um þig og settir bros á and-
lit margra heima í Stykkis-
hólmi og annars staðar líka,
bara hvar sem þú komst.
Ég á margar góðar minn-
ingar um þig og mun varð-
veita þær að eilífu. Ég mun
sakna þín, elsku amma mín.
Hvíldu í friði, fallegi engill-
inn minn.
Emilía Ósk Olsen.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Okkar ástkæri
JÓHANN SIGURÐSSON
tæknifræðingur,
Seljuskógum 14,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 26.
júlí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja heimahjúkrun HVE á
Akranesi, rkn. 0186-05-100006, kt. 040888-2419, verndari
reiknings er Þórhildur Orradóttir.
Sigurrós Ingimarsdóttir
Þórhildur Einar Gestur
Guðný Sigurrós
Sigurður Kai
Sigurður Björgvinsson Jenný Jóhnnsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 28. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Jónas Bjarnason
Lilja Jónasdóttir Stefán Atli Halldórsson
Gunnar Örn Jónasson
Sigrún Jónasdóttir
Óskar Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR VESTMANN
skipstjóri,
Gullsmára 11,
lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
28. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
7. ágúst klukkan 15.
Oddný Vestmann Guðmundsdóttir, Kristján Þorvaldsson
Elmar Guðmundsson Kulisara Tonan
Svala Guðmundsdóttir Steindór Karvelsson
Sandra Guðmundsdóttir Magnús Magnússon
Anna María Guðmundsdóttir Kjartan Hallkelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður og besti vinur, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SÆVAR KETILSSON,
Holtsvegi 27,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 29. júlí. Útför auglýst síðar.
Guðrún Hjálmarsdóttir
Guðmunda D. Sigurðardóttir Árni Möller
Hrafnhildur Sigurðardóttir Eiríkur Sigurðsson
Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir Kristján Másson
Katla Sigurðardóttir Magnús Viðar Heimisson
Sigrún Sigurðardóttir Helgi Stefánsson
Sigurður Sævar Sigurðsson
og afabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og tengdasonur,
BENEDIKT K. KRISTJÁNSSON
sölu- og þjónustufulltrúi hjá Innnes,
frá Bolungarvík,
lést á heimili sínu sínu í Reykjanesbæ
sunnudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 10. ágúst klukkan 14.
Ragnhildur H. Benediktsd. Hagbarður Marinósson
Kristján H. Benediktsson Ásdís Ósk Viggósdóttir
Aron Ívar Benediktsson Þórdís Una Arnarsdóttir
Gunnar, Katla, Kristín, Marinó
Benedikt, Gabríel, Eydís, Kristín Líf
Helga Guðmundsdóttir