Morgunblaðið - 01.08.2019, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Voru einhverjir þrír ungir
(eða eldri) fótboltamenn að fífl-
ast þegar þeir fylltu út könnun
Leikmannasamtaka Íslands á
vinnuumhverfi leikmanna í efstu
deild karla hér á landi?
Eða eru virkilega einhverjir
þrír leikmenn í deildinni með 3,6
milljónir króna í laun á mánuði –
eða voru með þau tímabundið á
þeim tíma sem könnunin var
gerð?
Ég tek undir með efasemdar-
röddunum. Það væri með ólík-
indum ef þetta væri rétt. Stjórn
Íslensks Toppfótbolta tekur hins
vegar að mínu mati fulldjúpt í
árinni með því að lýsa könn-
unina í heild „algerlega mark-
lausa“ þar sem þau birti „slíka
fjarstæðu án athugasemda eða
fyrirvara“.
Framtak Leikmannasamtak-
anna er lofsvert. Í könnun þeirra
kemur fjölmargt forvitnilegt í
ljós eins og lesendur Morgun-
blaðsins sáu á þriðjudaginn.
Það er íslensku íþróttafólki til
mikilla hagsbóta að samtök sem
þessi skuli vera til staðar og geti
liðsinnt þeim sem lenda í vand-
ræðum, t.d. varðandi launa-
greiðslur eða samninga.
Sú staðreynd sem kemur
fram í könnuninni að 32 prósent
leikmanna í efstu deild karla
hafi upplifað tafir á launa-
greiðslum segir sitt um mik-
ilvægi þess að hafa eitthvert
bakland sem hægt er að leita til.
Það er því frekar dapurlegt
ef rétt er að könnunin hafi í ein-
hverjum tilvikum verið fyllt út í
einhvers konar gríni. Þeir þrír
sem áttu í hlut gætu hæglega
einhvern tíma þurft að leita á
náðir Leikmannasamtaka Ís-
lands, ef þeir fá sínar svimandi
háu launagreiðslur ekki útborg-
aðar á réttum tíma!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM U18 karla
B-deild í Rúmeníu:
C-riðill:
Ísland – Lúxemborg............................. 96:38
Tékkland – Noregur............................. 97:52
Ísrael – Bosnía ...................................... 82:77
Lokastaðan: Ísrael 10 stig, Tékkland 9,
Bosnía 8, Ísland 7, Noregur 6, Lúxemborg
5. (Tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap).
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í keppni
um sæti 9-16 á morgun.
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn
Þórðarson hefur skrifað undir
þriggja ára samning við belgíska B-
deildarliðið Lommel, en félagið til-
kynnti þetta í gærkvöld.
Kolbeinn er 19 ára gamall og er
keyptur frá Breiðabliki, þar sem
hann hefur skorað fjögur mörk í 12
leikjum í efstu deild í sumar. Stefán
Gíslason, sem þjálfaði Kolbein í
yngri flokkum Breiðabliks, er ný-
tekinn við sem þjálfari Lommel. Fé-
lagið keypti annan Blika fyrr í sum-
ar, en það var Jonathan Hendrickx.
Kolbeinn far-
inn til Stefáns
KNATTSPYRNA
Evrópudeild karla, seinni leikur:
Samsungv.: Stjarnan – Espanyol........ 19.15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Þór/KA..... 18
Í KVÖLD!
vel við hraðann í sóknarmönnum
deildarinnar og Guðný Geirsdóttir
var að gefa þriðja markið í síðustu
tveimur leikjum. Þá var svæðið milli
varnar og miðju oft illa varið af
miðjumönnum liðsins og Fylk-
iskonur voru duglegar að spila í það
svæði og refsa Eyjakonum. Þá var
sóknarleikur liðsins tilvilj-
unarkenndur og snerist að mestu
um það að negla boltanum fram á
Cloé Lacasse sem átti að elta og
skora.
Fylkisliðið er á miklu skriði og
sigurinn gegn Þór/KA í tíundu um-
ferð deildarinnar virðist hafa gefið
liðinu mjög mikið. Ef allt er eðlilegt
þá ætti það að duga liðinu að ná í sex
stig í viðbótar til þess að halda sér í
deildinni og það er erfitt að sjá eitt-
hvert lið stoppa Árbæinga, fyrir ut-
an Breiðablik og Val, eins og liðið er
að spila um þessar mundir.
Gengi ÍBV heldur áfram að
versna og versna. Liðið er að fá á sig
ódýr mörk eftir einstaklingsmistök
og heilt yfir hefur frammistaða liðs-
ins í sumar bara verið slök. Leiðtog-
ar liðsins virðast vera heillum horfn-
ir og ef ekki væri fyrir Cloé Lacasse
væri liðið eflaust mun neðar í töfl-
unni. Liðið nær ekki í mörg stig
þegar Cloé fer, eins og staðan er í
dag og útlitið í Eyjum er svart.
Fylkir færist fjær
fallbaráttunni
Staðan er hins vegar svört í Eyjum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Árbær Cloé Lacasse skoraði tvö en Hulda Hrund Arnarsdóttir fagnaði sigri.
Í ÁRBÆNUM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Fylkiskonur unnu gríðarlega mik-
ilvægan 3:2-sigur gegn ÍBV í úrvals-
deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi
Max-deildinni, í Árbænum í gær í
frestuðum leik í 8. umferðinni.
Marija Radojicic, Berglind Rós
Ágústsdóttir og Stefanía Ragn-
arsdóttir skoruðu mörk Fylkis en
Cloé Lacasse skoraði bæði fyrir
ÍBV.
Fylkiskonur byrjuðu leikinn bet-
ur og voru duglegar að nýta sér
veikleikana í varnarleik ÍBV. Mið-
verðir liðsins, þær Berglind Rós og
Kyra Taylor, áttu báðar mjög góðan
leik og héldu sóknarmönnum Eyja-
kvenna í skefjum nánast allan leik-
inn. Uppspil Fylkisliðsins var mjög
gott, leikmenn liðsins voru hreyf-
anlegir, og það var alltaf opin leik-
maður til þess að senda boltann á.
Það var alvöru plan í sóknarleik liðs-
ins, koma sér á bak við bakverði
ÍBV, og senda svo boltann fyrir
markið og Fylkisliðið skoraði tvö
slík mörk í leiknum.
Varnarleikur Eyjaliðsins var
langt frá því að vera sannfærandi.
Bakverðir liðsins virðast ekki ráða
Alþjóðaknattspyrnusambandið
FIFA tilkynnti í gær að þátttöku-
liðum á lokakeppni heimsmeist-
aramóts kvenna yrði fjölgað úr 24 í
32 strax frá og með næstu keppni ár-
ið 2023.
Ákveðið var að taka þá ákvörðun
utan hefðbundins fundar og hrinda
strax í framkvæmd þar sem umsókn-
arferli fyrir gestgjafa mótsins er
enn í gangi.
Næsta vor er gert ráð fyrir að
ákveða hvar lokakeppni HM 2023
verður haldin en þar verður liðunum
32 skipt í átta fjögurra liða riðla.
FIFA fjölgar liðum
strax á HM 2023
AFP
HM Megan Rapinoe hér fagnað af
Gianni Infantino, forseta FIFA.
Axel Stefánsson hefur ákveðið að end-
urnýja ekki samning sinn við Hand-
knattleikssamband Íslands og mun því
hætta sem landsliðsþjálfari kvenna.
Þetta kom fram í tilkynningu HSÍ í
gærkvöld, en sambandið var mjög
ánægt með störf Axels og taldi hann
hafa náð mjög góðum árangri.
„Eftir 3 ár í starfi landsliðsþjálfara
telur Axel að það sé tími til að fá nýja
áskorun á sínum ferli. Axel vill koma
fram þökkum til allra sem starfað
hafa með sér á þessum tíma hjá HSÍ
og óskar landsliðinu velfarnaðar,“
segir í tilkynningu HSÍ. yrkill@mbl.is
Axel hættir sem
landsliðsþjálfari
Morgunblaðið/Eggert
Hættur Axel Stefánsson verður
ekki áfram með kvennalandsliðið.
1:0 Marija Radojicic 24.
1:1 Cloé Lacasse 25.
2:1 Berglind Rós Ágústsdóttir 34.
3:1 Stefanía Ragnarsdóttir 66.
3:2 Cloé Lacasse 77.
I Gul spjöldCloé Lacasse (ÍBV).
MM
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Kyra Taylor (Fylki)
FYLKIR – ÍBV 3:2
M
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki)
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki)
Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV)
Caroline van Slambrouck (ÍBV)
Cloé Lacasse (ÍBV)
Brenna Lovera (ÍBV)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 8.
Áhorfendur: 210.
EVRÓPUDEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valur og Stjarnan mæta til leiks í
Evrópuleikjum sínum í kvöld með
ólíka stöðu. Valsmenn eiga raunhæfa
möguleika á að slá út hið öfluga búlg-
arska meistaralið Ludogorets frá
Razgrad en Stjörnumenn spila nán-
ast upp á heiðurinn þegar þeir taka á
móti Espanyol frá Barcelona í Garða-
bænum í kvöld.
Þetta eru seinni leikir liðanna í 2.
umferð Evrópudeildar karla í fót-
bolta og Valsmenn freista þess að
byggja ofan á jafnteflið, 1:1, sem þeir
gerðu við Ludogorets á Hlíðarenda í
síðustu viku.
Takist þeim að koma aftur á óvart
gegn öflugum andstæðingum og slá
þá út í Razgrad í kvöld verða and-
stæðingar í 3. umferð það lið sem tap-
ar einvígi FC Köbenhavn frá Dan-
mörku og The New Saints frá Wales í
2. umferð Meistaradeildarinnar. Þar
eru Danirnir með 2:0-forskot frá úti-
leiknum og Valur fengi því líklega
velsku meistarana með því að komast
áfram, og þar með óvænt tækifæri til
að fara alla leið í fjórðu umferðina.
Leikmenn Ludogorets sluppu fyrir
horn á Hlíðarenda þegar Anicet Abel
frá Madagaskar jafnaði metin fyrir
þá, 1:1, í uppbótartímanum gegn Val.
Ludogorets vann heimaleik gegn Vi-
tosha Bistritsa, 2:0, í búlgörsku 1.
deildinni á mánudagskvöldið og er
þar á toppnum með níu stig og
markatöluna 8:2 eftir þrjá fyrstu leik-
ina.
Ólafur Jóhannesson hefur svigrúm
til að koma Búlgörunum á óvart í
leiknum í kvöld því hann hvíldi
nokkra lykilmenn í fyrri leiknum.
Haukur Páll Sigurðsson, Hannes Þór
Halldórsson, Ólafur Karl Finsen,
Emil Lyng og Sigurður Egill Lár-
usson komu ekki við sögu og þeir
Bjarni Ólafur Eiríksson og Kristinn
Freyr Sigurðsson komu inn á sem
varamenn.
Ætla að njóta leiksins
Espanyol vann Stjörnuna 4:0 í
Barcelona síðasta fimmtudag, eftir
þrjú mörk á níu mínútum í seinni
hálfleik, og Garðbæingar þyrftu „æv-
intýri aldarinnar“ til að ógna því for-
skoti í heimaleiknum í kvöld.
Liðið sem kemst áfram mætir Luz-
ern frá Sviss eða KÍ Klaksvík frá
Færeyjum í 3. umferð og þar á fær-
eyska liðið enn möguleika eftir naum-
an 1:0-ósigur í fyrri leiknum í Sviss.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari
Stjörnunnar, sagði við mbl.is í gær að
þeir leikmenn sem væru tæpir yrðu
hvíldir í leiknum í kvöld en hann
myndi stilla upp mjög sterku liði. „Við
ætlum að njóta þess að spila við svona
sterkan andstæðing,“ sagði Rúnar
m.a. í viðtalinu.
Espanyol hafnaði í 7. sæti spænsku
1. deildarinnar, La Liga, síðasta vet-
ur, sem er besti árangur liðsins frá
2005, og leikur í Evrópukeppni í
fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið spilar
ekki deildaleik fyrr en 18. ágúst en
Spánverjarnir komu við á Englandi á
leið sinni til Íslands og gerðu þar
jafntefli, 2:2, við B-deildarliðið Shef-
field Wednesday á sunnudaginn.
Koma Valsmenn
aftur á óvart?
Stjarnan fær Espanyol í heimsókn
Espanyol Leikmenn spænska stórliðsins æfðu í Garðabænum í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson