Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 62

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég myndi segja að dagskráin væri óvenjufjölbreytt í þetta sinn. Hún spannar allt frá brasilískri bossa- novatónlist til óperunnar La Travi- ata eftir Giuseppe Verdi,“ segir Ólöf Sigursveinsdóttir, listrænn stjórn- andi Berjadaga. Tónlistarhátíðin hefst í kvöld, fimmtudagskvöldið 1. ágúst, og lýkur á sunnudagsmorgun, 4. ágúst. Hátíðin er haldin í 21. sinn en þetta er í fyrsta sinn sem hún er um verslunarmannahelgi. Hátíðin hefst á því að Örn Magn- ússon, stofnandi hátíðarinnar, snýr aftur með hljómsveit sinni Spil- mönnum Ríkínís og heldur tónleika í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld kl. 20. „Þetta er fjölskylduhljómsveit sem hefur verið að lyfta grettistaki í því að vekja upp þjóðlagaarfinn með gömlum hljóðfærum og einstökum tökum á íslenskri tungu,“ segir Ólöf. Stofna brasilíska hljómsveit Síðar um kvöldið er förinni heitið yfir í menningarhúsið Tjarnarborg þar sem brasilísku Ólafsfirðing- arnir, eins og Ólöf kemst að orði, bæjarlistamennirnir Guito og Rodrigo, leiða hljómsveit. „Hollenska söngkonan Femke Smit er sérstaklega komin til lands- ins til þess að koma fram með þess- um snillingum þannig að ég er í raun að stofna brasilíska hljómsveit sér- staklega fyrir Berjadaga.“ Það þekkja líklega fáir hér á landi nafnið Femke Smit en Ólöf segir hana vera stórkostlega söngkonu sem hafi sér- hæft sig í brasilískri músík. Á hátíðarkvöldinu á föstudag verða íslensk söngljóð á dagskrá. Meðal flytjenda eru Elmar Gilberts- son tenórsöngvari, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona og Páll Palomares fiðluleikari. Þar kemur sellóleikarinn og fram- kvæmdastjórinn Ólöf sjálf fram. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir íslensku tónskáldin Jón Nordal, Sigursvein D. Kristinsson, Atla Heimi Sveinsson, Þórunni Guð- mundsdóttur og Báru Grímsdóttur. Ólöf segist hafa lagt áherslu á að hafa ólík tónskáld, bæði konur og karla. Þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, sem mynda hljómsveitina Hund í óskilum, halda uppi fjörinu eftir að hátíðartónleik- unum lýkur og flytja eins konar samtal við tónlistina sem flutt var fyrr um kvöldið. Viðburðurinn Kráka situr á steini verður á laugardag kl. 11:30. Þar býðst öllum að syngja norræn þjóð- lög með Diljá Sigursveinsdóttur, fiðlu- og tónmenntakennara. Fjölskylduvæn dagskrá heldur áfram síðar um daginn þegar farið verður í göngu inn í Árdal undir leiðsögn Maríu Bjarneyjar Leifs- dóttur og þangað segir Ólöf alla vera velkomna. Lagt verður af stað frá Kaffi Klöru kl. 12. Á göngunni verður litið til grasa, berja og sveppa. Með þessu tengir fram- kvæmdastjórinn, Ólöf, saman ein- kunnarorð hátíðarinnar „náttúra og listsköpun“. „Tilgangur hátíðarinnar er að fremja fagrar listir í fögru og mögn- uðu umhverfi árlega,“ segir listræni stjórnandinn. Ólöf leggur áherslu á að gestum gefist tækifæri á að kynnast þeim listamönnum sem koma fram á há- tíðinni og öfugt. „Í göngunni gefst kostur á því að gestir og flytjendur hafi samskipti sín á milli. Það er fal- legt,“ segir Ólöf. Ópera í fyrsta sinn á Ólafsfirði „Það mætti segja að sígildur tón- listararfur sé enn þá að nema land hérlendis því það hefur aldrei verið flutt ópera á Ólafsfirði.“ Konsert- uppfærsla af fyrsta þætti La Travi- ata verður sett upp í Tjarnarborg á laugardagskvöld. „Vegna þessarar uppfærslu er auðvitað hægt að hitta miklu fleiri listamenn en síðustu sumur, þannig að hátíðin er bæði óvenju fjölbreytt og fjölmenn. Það myndast svo mikil orka þegar svona margir listamenn koma saman á ein- um stað,“ segir Ólöf og bætir því við að af þessu tilefni hafi verið stofn- aður einsöngvarakór. „Hann skipa að stærstum hluta söngvarar úr kór Íslensku óperunnar frá uppsetningu La Traviata þar í vetur en svo bæt- ast við góðir félagar frá Akureyri.“ Með aðalhlutverk í óperunni fara Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gil- bertsson, Jón Þorsteinsson og Ágúst Ólafsson. Óperan verður hluti af tónleikum sem bera yfirskriftina „Ítalskt og rússneskt kvöld“. Nat- halía Druzin Halldórsdóttir mezzó- sópran flytur rússnesk ljóð eftir hlé. Með alla anga úti allt árið Listræni stjórnandinn, Ólöf, seg- ist skipuleggja hátíðina út frá því efni sem hún vilji að sé flutt og það stýri því að miklu leyti hverjir komi fram. Fleira stjórnar þó valinu á listamönnum. „Mér þykir mikilvægt að þeir listamenn sem eiga hér for- feður geti komið í fjörðinn og þrosk- ast sem listamenn í umhverfi sem þeim þykir vænt um. Síðan er mikil- vægt að kynna unga söngvara og hljóðfæraleikara,“ segir Ólöf og nefnir Jönu Salóme Ingibjargar- dóttur söngkonu sem dæmi um unga listamenn sem stíga á svið í ár. Hún bætir þó við að öllum sé opið að sækja um að koma fram á hátíð- inni. „Ég er alltaf með alla anga úti allt árið. Ég lifi og hrærist í músík og maður kynnist fólki á hverjum degi í þessum geira.“ Passi á hátíðina alla kostar 8.500 krónur en einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði. Miðasala fer fram á www.midi.is. Frítt er fyrir 18 ára og yngri og segir Ólöf börn sér- staklega velkomin á alla tónleikana. Nánari upplýsingar um dagskrá Berjadaga á Ólafsfirði má finna á vefsíðunni www.berjadagar- artfest.com. Berjadagar Stór hluti þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni kom saman fyrr í vikunni. Fagrar listir í mögnuðu umhverfi  Tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði haldin um verslunarmannahelgina  Allt frá óperu til brasilísks bossanova  Listrænn stjórnandi segir hátíðina óvenjufjölbreytta og fjölmenna Morgunblaðið/RAX Tónaflóð Elmar Gilbertsson og Ólöf Sigursveinsdóttir við æfingar. Píanóhönnuðurin og hljóðfæra- smiðurinn David Klavins stendur við hljómborð nýjasta hljóðfæris síns, hins flennistóra M470i lóðrétts konsertflygils sem hann reisti í Latvia-tónlistarhúsinu í Ventspils í Lettlandi. Hæð hljóðfærisins er 470 cm og herma fréttir að um sé að ræða stærsta lóðrétta píanó sem smíðað hefur verið. Hljóðfærið gnæfir yfir höfðum tónleikagesta eins og þriggja hæða hús og þarf hljóðfæraleikari að klífa stiga til að komast upp á pallinn að leika á það. Heimsins hæsti flygill AFP Hátt Þýski hljóðfærasmiðurinn David Klavins stemndur við hljómborð hins nýja og mikla hljóðfæris síns í tónleikahúsinu í Ventspils í Lettlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.