Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Æðislegir hægindastólar með ítölsku leðri á slitflöt Fáanlegir í svörtu, dökkbrúnu og dökkgráu leðri. Einnig fáanlegir í sófum. Verð frá 179.000 kr. um. Vinsælu Jason hægindastólarnir komnir aftur Rafmagn í skemli og hauspúða Guja Sand- holt söng- kona og Heleen Vegter pí- anóleikari flytja Wesen- donck- ljóðin eftir Richard Wagner í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Frí- kirkjunni. Wesendonck-ljóðin í Fríkirkjunni í dag Flytjendurnir Heleen Vegter og Guja Sandholt. Steinar Logi Helgason leikur verk eftir Haf- stein Þórólfsson á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu org- elsumri í Hall- grímskirkju. Hafsteinn Þórólfs- son, Fjölnir Ólafsson og Örn Ýmir Arason syngja á tónleik- unum. Miðar eru seldir við inn- ganginn. Flytja söngverk eftir Hafstein Fjölnir Ólafsson Boðið er upp á listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafs- syni í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20. „Tvíeykið mun meðal annars ræða verk sín á sýningunni … og hvað svo? sem stendur yfir til 4. ágúst. Á … og hvað svo? mætast verk 12 listamanna sem hver fyrir sig og í samtali sín á milli ávarpa hið yfir- vofandi og rannsaka listina sem áhrifavald,“ segir í tilkynningu. Listafólkið sem á verk á sýning- unni eru Andreas Brunner, Eva Ís- leifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þor- valdur Þorsteinsson og Þórður Ben Sveinsson. Spjallið í kvöld fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall með Libiu og Ólafi Ljósmynd/Vigfús Birgisson Svo Frá sýningunni í Nýlistasafninu. Ísköld augnablik er níunda bók-in í Sandhamn-seríunni eftirmetsöluhöfundinn VivecuSten. Sandhamn-serían fjallar um lögfræðinginn Nóru Linge og lögreglumanninn Thomas Andr- easson sem eru æskuvinir og leysa hvert sakamálið á fætur öðru ýmist saman eða hvort í sínu lagi. Bæk- urnar hafa selst í um fjórum millj- ónum eintaka og gerðir hafa verið eftir þeim sjón- varpsþættirnir Sandhamn- morðin. Bókin, sem er smásagnasafn, er góð sem slík og margar sögur og sögupersónur trúverðugar. Lýs- ingar á lífi Nóru og Tómasar frá því að þau hittust á unglingsárum og þar til þau eru orðin fullorðin með öllum sínum gleði- og sorgarstundum draga að mati rýnis á köflum úr spennunni. Höfundur bókarinnar segir reynd- ar í formála að hún hafi í áranna rás fengið margar spurningar um aðal- persónur bókarinnar. Hún hafi því valið þá ómótstæðilegu leið að kynna persónurnar betur með því að ganga inn í heim þeirra og velta því fyrir sér sem var og því sem varð. Sten segir smásagnasafnið Ísköld augna- blik eins konar lýsingu á því sem gerist bak við tjöldin og hún noti tækifærið til þess að skrifa um aðal- og aukapersónur, sem allar tengjast sænska skerjagarðinum. Fyrsta sagan í bókinni gerist 1981, næsta 11 árum síðar, aftur er hoppað 11 ár til baka og þaðan allt aftur til 1948. Fjórða sagan gerist 2001 og eftir það færist sagan fram í róleg- heitum til ársins 2015. Fyrsta sagan, „Fermingin“, minn- ir á unglingasögu enda fjallar hún um unglingsár Tómasar og Nóru í Sandhamn þar sem brennuvargur gengur laus. Önnur saga bókarinnar, „Peðfórn“, er vel í anda spennu- sagna, „Grafið í fortíðinni“ er að mati rýnis vel útfærð frásögn með spenn- andi endi. Sagan „Sjálfhelda“ tengist annarri sögu í bókinni og kemur skemmtilega á óvart. „Jónsmessu- draumur“ endar á óvæntan hátt en sagan sjálf er frekar ótrúverðug í því umhverfi sem hún fer fram í. Sagan „Barnaskapur“, sem er stutt, fékk rýni til þess að lesa síðustu línuna með óbragð í munni. „Gleðilegt ný- ár“ er saga sem að mati rýnis kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum en er skemmtileg tilbreyting. „Hverjum má treysta?“ er óvenjuleg að því leyti að hún sýnir sjónarhorn brotamanns, sem var áhugavert. „Frelsi án ábyrgðar“ er að mati rýn- is bara hreint ekki spennandi saga og „Yndislegt sumarfrí“ með nokkuð ótrúverðugum endi lokar bókinni. Kynning Viveca Sten valdi „þá ómótstæðilegu leið að kynna per- sónurnar betur með því að ganga inn í heim þeirra og velta því fyrir sér sem var og því sem varð“. Skelfing í skerjagarði Smásögur Ísköld augnablik bbbnn Eftir Vivecu Sten. Þýðing Elín Guðmundsdóttir. Ugla, 2019. Kilja, 368 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Það þurfa ekki allir að veraeins í heiminum og við er-um sennilega öll að leita aðmismunandi reynslu. Sum- ir eru að elta draum meðan aðrir reyna að læra eitthvað um sig sjálfa og heiminn. Platan Hótel Borg er konsept-plata um allt þetta, en hefur einnig ofið leit einstaklingsins sam- an við leit hótelsins að sínu eigin sjálfi á mismunandi tímum sög- unnar. Hótel Borg er í senn Hótel Kalifornía og Hótel Jörð, og sög- urnar eru jafnt um fastagesti, starfsfólk og sængurver Hótels Borgar. Lög og textar eru framúrskar- andi og tón- listin flakkar frá fögrum ballöðum til meira stuðs og kemur meðal annars við í „Borgardjammi“ sem er dans- vænasta lag plötunnar. Það er alveg svakalega grípandi og minna raddir, útsetning og texti á sveitir á borð við Spilverk þjóðanna og Moses High- tower. „Búa um rúm“ er með smá slettu úr Pink Floyd-krydd- stauknum og „Söngur nætur- varðarins“ er ljúfur og seiðandi með strengjasveit. „Röðin“ er í stuði, eins og allar raðir hafa alltaf verið, og þar gætir smá Valgeirs Guðjónssonar- áhrifa í lagasmíð. Textinn við það lag er eftir Hallgrím H. Helgason, sem nær algerlega íslenskri biðraða- stemningu! Ekki má gleyma að minnast á inn- komu Möggu Stínu í laginu „Guð býr á Borginni.“ Magga, Margrét Krist- ín Blöndal, er ein yndislegasta söng- kona Íslands og vel til fundið að fá hana til að syngja lagið, sem passar einkar vel fyrir rödd hennar. Þarna er eiginlega komið lagið sem sam- einar „Braggablús“ Magga Eiríks og „Guð í garðslöngunni“ Megasar. Það sem er svo mikilvægt við plötu eins og Hótel Borg er að þarna eru sagðar sögur en enginn tekur sig of hátíðlega. Hljómurinn á plöt- unni er sakleysislegur og opinn en samt angurvær og fullur af nostalg- íu, enda viðeigandi að stemningin verði ljúfsár þegar túlka á sögu jafn- merkilegs húss og Hótel Borg er. Í textunum er leikur og glettni og líka í spilamennsku. Liðsmenn Melchior eru ekki nýir í bransanum enda gaf Melchior út sína fyrstu plötu árið 1978, en hljómsveitin er engu að síð- ur full af lífi og flottum pælingum um líf og fólk og hús. P.s. Þessi dómur er í anda plöt- unnar: Skrifaður með blýanti í stíla- bók og sendur inn til blaðsins með sendibréfi frá Lundúnum (næstum því, reyndar með tölvupósti), en hin saklausa og séríslenska stemning Melchior fékk byr undir báða vængi með blýantinum. Góðar hlustunar- stundir um ókomin ár. Melchior hef- ur, rétt eins og fyrirrennarar þeirra sem sungu um Hótel Kaliforníu, séð til þess að þú getur tékkað út þegar þú vilt en þú getur aldrei farið. Þú getur tékkað út þegar þú vilt Geisladiskur Melchior – Hótel Borg bbbbm 12 lög, 46,22 mínútur. Útsetningar Melchior. Upptökur í Stúdíó Sýrlandi 2015 og víðar 2016-2018. Um upptökur í Stúdíó Sýrlandi sáu Linda Björg Guð- mundsdóttir og Sveinn Kjartansson, sem hljóðblandaði ásamt Melchior og hljóðjafnaði jafnframt. Hönnun umslags og umbrot: Lilja B. Ránd. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Reynsluboltar Hljómsveitin Melchior er „full af lífi og flottum pælingum um líf og fólk og hús,“ segir í rýni um Hótel Borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.