Morgunblaðið - 06.08.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 06.08.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is VATNSHELDIR SKÓR Lytos Cosmic Run er léttur alhliða útivistarskór Verð 22.995 Stærðir 36 - 47 Innsóli: Anatomico Ortholite Sóli: Vibram Skyrunning Advanced Þyngd: 361 gr (í stærð 42) Páll Vilhjálmsson bendir á aðáköfustu talsmenn viðurkenni óvissuna um orkupakkann sinn. Fjöldahreyfing vill stöðva innleið- ingu pakkans, almennir sjálfstæð- ismenn andmæla stefnu foryst- unnar, þjóðin er á móti og fylgið hrynur af flokknum. „Óvissa“ sé vægt orð um pólitískar hamfarir:    ’’ Móðurflokkurinn er í sömu stöðu og strax eftir hrun, bjargarlaus og rökþrota. Sjálf- stæð- isflokk- urinn er við það að tapa forystu- hlutverki sínu í ís- lenskum stjórnmálum. Himinn og haf er á milli ráðherra flokksins sem kalla orkupakkann þýðing- arlaust smámál en er stór- hættulegt valdaframsal á fullveldi þjóðarinnar í augum andstæðinga pakkans.    Forysta Sjálfstæðisflokksins ereinangruð í málinu. Öll rök falla til Dýrafjarðar og sá fjörður er í fullvalda Íslandi. Eftir það sem á undan er gengið yrði versta nið- urstaða Sjálfstæðisflokksins að fá orkupakkann samþykktan. Á yfir- borðinu liti samþykkt út eins og stórsigur. En þegar sæstrengs- umræðan fer á fullt í kjölfarið mun opinberast að varnir Íslands eru stórum veikari, einmitt vegna orkupakkans.    Sjálfstæðisflokkur sem skipulegaveikir fullveldi landsins er skrímsli sem eyðir sjálfu sér. For- ysta Sjálfstæðisflokksins hefur fá- eina daga til að vakna og bregðast við áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Annars verður ,,smámálið“, orkupakkinn, litla þúfan sem veltir fylgishlassi Sjálfstæðisflokksins og dreifir því um víðan völl.“ Skekur „smámál“ stóran flokk? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Áform nígerskra stjórnvalda um að lækka innflutningstolla á þurrkuðum þorskhausum úr 20% í 10% eru uppi á borðinu og myndu umrædd- ar lækkanir koma sér vel fyrir ís- lenska útflytj- endur í geiranum. Í norska sjáv- arútvegsmiðl- inum Fisk- eribladet er sagt frá umræddri tollalækkun en í samtali við Morgunblaðið segir Vík- ingur Þórir Víkingsson, fram- kvæmdastjóri fiskþurrkunarfyr- irtækisins Haustaks, að hann hafi fengið tilkynningu um þessar áætl- anir en þær hafi þó ekki enn komið til framkvæmda. Gjarnan þurfi að taka fréttum sem þessum með fyrirvara. Myndi hjálpa mikið „[Nígeríumenn] hafa verið að tala um þetta og gefa þetta út, en þetta er ekki komið í gegn. Því miður,“ segir Víkingur og segist hafa fengið bréf með tilkynningu frá Nígeríu um um- rædd áform. Hann hafi í kjölfarið haft samband við sitt fólk þarlendis og fengið upplýsingar um að ófá viðlíka bréf hefðu áður verið send út, án þess að þeim fylgdi endilega tollalækkun. Spurður hvaða áhrif það hefði ef umrædd tollalækkun yrði að veru- leika segir Víkingur að það myndi hjálpa heilmikið. „Við erum að fram- leiða ódýra vöru. Allt svona hjálpar, sérstaklega fyrir kaupendamark- aðinn.“ Hann segist ekki vera mjög von- góður um að þessari tilkynningu fylgi tollalækkun og segir: „Maður er bú- inn að fá þetta oft. En svo gæti þetta auðvitað allt í einu dottið inn.“ Spurður hverja hann telji vera ástæðuna fyrir því að umrædd tolla- lækkun hafi lengi verið uppi á borð- inu en ekki komist í framkvæmd nefnir hann efnahagsástandið í Níg- eríu og segir að væntanlega þyrfti það að batna til að til tollalækunar- innar gæti komið. „Þá munar um þessi tíu prósent í ríkiskassann.“ Segir hann þó að ástandið sé skárra þar í landi en var fyrir nokkr- um árum en bætir við: „En það er svolítið í land enn þá.“ Tekur fréttunum með fyrirvara Víkingur Þórir Víkingsson  Nígeríumenn boða tollalækkun Við komu Norrænu til Seyðis- fjarðar á fimmtudag fundu toll- verðir umtalsvert magn fíkniefna í fólksbíl. Var fólksbíllinn tekinn í sundur svo næðist í efnin. Tveir erlendir karlmenn voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæslu- varðhald í Héraðsdómi Austur- lands vegna málsins.Þeir hafa ver- ið fluttir til Reykjavíkur. Alls fundust 45 kíló af amfeta- míni og kókaíni í fólksbílnum, en það var fíkniefnahundurinn frá Egilsstöðum sem rann á lyktina. Samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða verðmætasta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi frá upphafi. Þá er einnig um eitt mesta magn fíkni- efna, sem lagt hefur verið hald á hér á landi, að ræða. Verst allra fregna Lögreglan á Austurlandi fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu. Hún segir rannsóknina á við- kvæmu stigi og hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Mesta magn af sterkum fíkni- efnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Hlutu sex menn dóm fyrir að smygla til landsins 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e- töflum. Verðmætasta magn efna frá upphafi  Tveir útlendingar reyndu að smygla 45 kg af amfatamíni og kókaíni Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Smygl Fíkniefnin voru vel falin bíl sem kom með Norrænu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.