Morgunblaðið - 06.08.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
Á ferð Reykvíkingar nutu rólegheitanna í borginni um verslunarmannahelgina og gerðu margir sér ferð á hafnarsvæðið í veðurblíðunni.
Arnþór Birkisson
Hæstiréttur Íslands kallar eft-
ir trausti og virðingu eins og allir
dómstólar hljóta að gera. Traust
og virðing eiga hins vegar ein-
göngu að ráðast af verkum dóm-
stólsins sem í hlut á. Í vissum til-
vikum hefur staðið svo á að
Hæstiréttur hefur með verkum
sínum og framkomu beinlínis
skaðað ímynd sína í huga al-
mennings. Það er afleitt að svo
skuli hafa til tekist.
Sjónarmið sem virðast helgast
af eigin hagsmunum og valdabar-
áttu hafa á stundum virst illu heilli hafa ráðið
gjörðum réttarins. Tökum dæmi sem stingur
illilega í augun.
Lagareglur kveða svo á að dómari sé van-
hæfur til meðferðar máls ef „fyrir hendi eru
atvik eða aðstæður sem eru fallnar til að
draga óhlutdrægni hans með réttu í efa“. Í
réttarframkvæmd hefur verið viðurkennt að
dómari verði vanhæfur til meðferðar máls ef
svona aðstæður eru fyrir hendi, þó að ekki
liggi beinlínis fyrir að þær leiði í reynd til
hlutdrægni hjá honum. Áherslan liggur á
traustið sem málsaðilar og raunar allur al-
menningur verður að geta borið til dómstól-
anna.
Öllum er ljóst að dómari er vanhæfur til að
dæma í máli félags sem hann á sjálfur hlut í.
Hið sama gildir ef sakarefni máls snertir slíkt
félag á þann veg að hætta geti talist á hlut-
drægni dómara við meðferð málsins. Ef dóm-
ari hefur til dæmis tapað fé við fall banka get-
ur hann ekki talist hæfur til að dæma í máli
þar sem stjórnendur banka eru dregnir til
refsiábyrgðar fyrir atvik sem eiga að hafa
valdið þessum skaða.
Upplýsingar um fjármál
Seint á árinu 2016 komu fram upplýsingar á
opinberum vettvangi sem sýndu
að sumir dómarar Hæstaréttar
hefðu átt umtalsverðar pen-
ingaeignir sem fóru forgörðum
við bankahrunið. Samt höfðu
einhverjir þeirra tekið sæti í
refsimálum gegn bankamönnum,
þar sem krafist hafði verið refs-
inga yfir þeim vegna falls bank-
anna, og tekið þar þátt í að fella
þunga fangelsisdóma yfir þess-
um mönnum. Það er eins og
dómararnir, sem samkvæmt lög-
um eiga sjálfir að gæta að hæfi
sínu, hafi talið að enginn myndi
frétta af þessum hagsmuna-
tengslum.
Þegar upplýsingarnar komu fram varð vita-
skuld uppi fótur og fit. Að vísu skorti verulega
á að nægilegar upplýsingar lægju fyrir til að
unnt væri að útbúa excel-skjal með yfirliti yfir
dómarana og hugsanlegt vanhæfi þeirra í þeg-
ar dæmdum málum, en samning slíkra skjala
hefur notið velþóknunar dómara í öðrum til-
vikum. Upplýsingar um þetta voru nauðsyn-
legar fyrir sakborninga sem dæmdir höfðu
verið. Hæstiréttur setti þá sjálfur reglur um
birtingu á upplýsingum um fjármálatengsl
dómara, en aðeins til framtíðar, þ.e. eftir 1.
janúar 2017. Tekið var samt fram að menn
gætu fengið upplýsingar um þetta efni aftur í
tímann með því að spyrjast sérstaklega fyrir
um það. Fólst auðvitað í
þessu viðurkenning af hálfu dómsins á að
upplýsingar um þetta efni skiptu máli við mat
á vanhæfi dómara, þó að sú viðurkenning
hefði svo sem verið óþörf.
Undantekning gerð
Einu var samt haldið undan. Ekki var talin
þörf á að veita upplýsingar um eign dómara í
verðbréfasjóðum og skipti þá ekki máli þó að
viðkomandi sjóður hefði átt verulega hluta-
bréfaeign í banka eða bönkum. Þessi und-
arlega undantekning rataði síðan inn í reglur
nr. 1165/2017 „um aukastörf héraðsdómara,
landsréttardómara og hæstaréttardómara og
eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyr-
irtækjum og skráningu þeirra“. Þessar reglur
voru settar í desember 2017 af nefnd um dóm-
arastörf sem kunnugir vita að lýtur vilja fyr-
irsvarsmanna í Hæstarétti.
Niðurlagsákvæði 7. gr. þessara reglna
hljóðar nú svo: „Leggi dómari fé í fjárfest-
ingasjóð, verðbréfasjóð eða sambærilegan
sjóð sem veitir dómara hlutdeild í sjóði um
sameiginlega fjárfestingu, samanber lög nr.
128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði
og fagfjárfestasjóði, er honum ekki skylt að
tilkynna nefnd um dómarastörf þá ráðstöfun
fjár.“
Þetta þýðir á mannamáli að dómara er
óskylt að greina frá eign í hlutafélagi ef eign-
araðild hans er óbein, þ.e.a.s. verðbréfasjóður,
sem dómarinn á hlut í, er skráður eigandi
bréfanna. Í þessu felst þá einnig að málsaðili í
dómsmáli getur ekki knúið fram upplýsingar
um þetta með sérstökum fyrirspurnum til
réttarins.
Skrítnar æfingar
Hvernig stendur á þessum æfingum? Ætli
ekki sé ljóst að dómari getur haft beinna
hagsmuna að gæta af fjárhagslegri stöðu
hlutafélags, sem hann á hlut í, þó að eign-
arhaldið sé í gegnum verðbréfasjóð? Vita-
skuld. Sú skýring var gefin á þessari reglu,
þegar hún var sett, að dómari sem ætti í slík-
um sjóði færi ekki með atkvæðisrétt í viðkom-
andi hlutafélagi á grundvelli hlutabréfanna!
Hvaða máli ætli það skipti? Hlýtur hæfi dóm-
arans til að dæma í málum sem snerta hags-
muni hlutafélagsins ekki einfaldlega að ráðast
af því hvort hann hefur haft hagsmuni af af-
komu þess? Auðvitað.
Voru þeir reiðir?
Einhver gæti haldið að vilji dómara ætti að
standa til þess að aðilar dómsmála skuli eiga
óheftan aðgang að upplýsingum um alla hugs-
anlega hagsmuni dómaranna af úrslitum máls.
Aðilarnir geti þá sjálfir lagt mat á hvort slíkar
upplýsingar gefi þeim tilefni til að krefjast
þess að dómarar víki sæti. Hvers vegna í
ósköpunum er þessi furðulega undantekning
sett í reglurnar? Mig grunar að ástæðan hafi
verið sú að einhverjir dómaranna hafi fyrir
bankahrunið haft jafnvel stórfellda hagsmuni
af svona óbeinni hlutabréfaeign í bönkunum,
sem hafi glatast þeim í hruninu. Reyndar
komu fram upplýsingar sem bentu sterklega
til þess að svo hefði staðið á um suma dóm-
arana og þá kannski ekki um annan frekar en
foringjann í hópnum, fyrrverandi forseta rétt-
arins (til ársloka 2016).
Kannski hafa þeir þá beinlínis verið reiðir
bankamönnum vegna slíks tjóns og viljað láta
þá „finna fyrir því“. Það hafði að minnsta kosti
verið gert svikalaust, m.a. með því að breyta
efnisinnihaldi refsiákvæða til þess að unnt
væri að láta þau ná til þessara sakborninga.
Þá þurfti að gæta þess að réttur sakborning-
anna til upplýsinga næði hreint ekki til upp-
lýsinga um þessa hagsmuni. Þess vegna hafi
þessi undarlega undantekningarregla verið
sett.
Dómstóll, sem hagar sér svona, mun seint
öðlast það traust og þá virðingu sem dóm-
ararnir hljóta að óska eftir.
Jón Steinar Gunnlaugsson » „Ætli ekki sé ljóst að dóm-
ari getur haft beinna hags-
muna að gæta af fjárhagslegri
stöðu hlutafélags, sem hann á
hlut í, þó að eignarhaldið sé í
gegnum verðbréfasjóð?“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Undanþegnir lagareglum