Morgunblaðið - 06.08.2019, Side 18

Morgunblaðið - 06.08.2019, Side 18
✝ Sigurður H.Dagsson fædd- ist 27. september 1944. Hann lést 25. júlí 2019 á Landa- koti. Sigurður var kjörsonur Sigfríðar Sigurðardóttur, d. 1972, og Dags Hannessonar járn- smiðs, d. 2006. Foreldrar hans voru Esther Þorfinnsdóttir og Einar Gíslason, systkini hans eru Róbert, Birgir (látinn), Gísli, Einar Emil og Emilía Hildur. Sigurður kvæntist 31. maí 1969 Ragnheiði Lárusdóttur, f. 4. apríl 1949. Foreldrar hennar voru Þórunn Kjartansdóttir, d. 2015, og Lárus Blöndal bóksali, d. 2004. Ragnheiður og Sig- urður bjuggu lengst af í Efsta- sundi. Þau eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1) Lárus Blöndal stjórnmálafræðingur, f. 25. apríl 1971, sambýliskona hans er Anna María Ragnarsdóttir snyrtifræðingur, f. 1976. Börn Lárusar eru: a) Daði, f. 1998, b) Ragnheiður Eva, f. 2001, og c) Áslaug Sara, f. 2007, móðir þeirra er Heba Brandsdóttir, f. 1971, sonur Hebu og stjúpsonur Lárusar: Andri Jónsson, f. 1993. Sonur Önnu Maríu er Ragnar Alex Ragnarsson, f. 2000. 2) Dagur, landsliðsþjálfari Japans í handbolta, f. 3. apríl 1973, eig- inkona hans er Ingibjörg Pálma- dóttir kennari, f. 1973, börn þeirra: a) Sunna, f. 1997, b) Birta, f. 1999, og c) Sigurður, f. 2002. 3) Bjarki, markaðs- sérfræðingur hjá Símanum, f. 26. sept. 1980, sam- býliskona hans er Kolbrún Franklín kennari, f. 1982, synir þeirra: a) Tjörvi, f. 2011, b) Snorri, f. 2014, og c) Stefán Darri, f. 2017. Sigurður lauk kennaraprófi 1966 og íþróttakennaraprófi 1967. Hann kenndi við Álftamýr- arskóla 1967-78 og við FB frá 1979 og var þar deildarstjóri íþróttabrautar. Einnig starfaði hann fyrir Knattspyrnufélagið Val á Hlíðarenda um tíma og var í stjórn knattspyrnufélags- ins Vals 1977-79. Hann stundaði frjálsar íþrótt- ir, lék handknattleik og síðar knattspyrnu í mörg ár með meistaraflokki í Knattspyrnu- félaginu Val sem markmaður, hann varð Íslands- og bik- armeistari með félaginu og keppti marga Evrópuleiki með Val. Hann lék einnig 18 lands- leiki fyrir Ísland á árunum 1966- 77. Þau hjónin ferðuðust víða erlendis, m.a. til að fylgjast vel með barnabörnunum sínum sem þar bjuggu. Þau áttu sumarhús í Mosfellsbæ frá 1979-2005 og fjölskyldan bjó þar yfir sum- artímann á þessum árum. Þau reistu sér sumarhús í Kiðjabergi árið 2006 og spiluðu golf á Kiðjabergsvelli. Útför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 6. ágúst 2019, klukkan 13. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Þín eiginkona og besti vinur, Ragnheiður. Til afa. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Sunna, Daði, Birta, Ragnheiður Eva, Sig- urður, Áslaug Sara, Tjörvi, Snorri, Stefán Darri og Andri. Fallinn er frá mágur okkar og svili, Sigurður H. Dagsson íþróttakennari, langt fyrir aldur fram. Það hefur örugglega verið erf- itt fyrir Sigga Dags að koma inn í þennan hávaðasama hóp okkar systkinanna fimm í Barmahlíð á sínum tíma, komandi úr hinni stó- ísku ró sem einbirni úr Efstasund- inu, þótt hann hafi aldrei haft orð á því. En þannig var hann, frekar hlédrægur að eðlisfari en gat ver- ið hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Það var því góður fengur fyrir fjölskylduna að fá Sigurð í okkar hóp enda drengur góður og vand- aður í alla staði og af góðu fólki kominn. Það má því segja að fram- lag Sigga til okkar fjölskyldu hafi meðal annars einkennst af rólyndi og þolinmæði. Hann reyndist föð- ur okkar einkar vel við verslan- arekstur hans og foreldrum okkar báðum um árabil við trjárækt og fleira í sumarbústað þeirra í Mos- fellssveit, enda var hann greiðvik- inn og góður verkmaður. Sigga var alla tíð umhugað um velferð sinnar fjölskyldu og reyndar stórfjölskyldunnar allrar og lagði metnað sinn í að skapa samstöðu enda maður friðsemdar og vináttu. Þau hjónin áttu lengi vel sumarbústað rétt við hlið for- eldra okkar þar sem fjölskyldan dvaldi sumarlangt og var það mik- ill styrkur fyrir foreldra okkar að hafa þau svo nærri sér. Var það vinsæll viðkomustaður okkar og barnanna. Þar gróðursetti Sigurð- ur mikið magn trjáa sem nú bera framsýni hans gott vitni. Íþróttir voru snar þáttur í lífi hans og reyndar allrar hans fjölskyldu alla tíð og voru tengsl þeirra við Vals- heimilið afar sterk. Allir synir þeirra, Lárus, Dagur og Bjarki, fetuðu í fótspor foreldra sinna og léku með meistaraflokkum Vals á sínum tíma. Eftir að synirnir voru fluttir að heiman eignuðust þau sumarhús við golfvöllinn á Kiðja- bergi og áttu þar margar góðar stundir saman enda bæði forfalln- ir golfarar. Margar skemmtilegar minn- ingar koma upp í hugann nú þegar við minnumst hans sem deyfa sáran söknuð. Fráfall Sigga er mikill missir fyrir fjölskylduna alla. Hann var traustur og skemmtilegur samferðamaður okkar í meira en hálfa öld og var allra hugljúfi. Hann skilur eftir sig skarð í fjölskyldunni, sem verður vandfyllt. Okkur þótti öllum mjög vænt um Sigga og minnumst hans með þakklæti og mikilli hlýju. Guð blessi minningu Sigurðar H. Dagssonar. Kristín, Kjartan, Guðmundur, Steinn og fjölskyldur. Nú er Siggi Dags vinur okkar fallinn frá. Hans verður sárt sakn- að af okkur öllum en minningarn- ar lifa um frábæran íþróttamann, mikinn grínista en fyrst og fremst góðan mann og vin. Við höfum þekkt Sigga Dags og fjölskyldu í áratugi og ferðast með þeim erlendis á fótboltaárunum þegar leikið var í Evrópukeppn- um sem enduðu yfirleitt sem skemmtiferðir fyrir okkur strák- ana, eiginkonur og kærustur. Þetta voru fjörugar og frábærar ferðir með vinum í liðinu og góð- um þjálfurum og fararstjórum. Siggi Dags var hrókur alls fagn- aðar með brandara og uppákomur á hraðbergi.Við spiluðum við mörg góð lið og hittum skotfasta leikmenn sem dúndruðu á Sigga Dags, sem varði oft ótrúlega og alltaf með stíl svo maður gleymdi sér og gerðist áhorfandi. Það kom ekki að sök því það var lítið að gera í fámennri framlínunni. Eftir að fótboltaferlinum lauk héldum við fjölskyldurnar hópinn og gerðum margt skemmtilegt. Við fórum eitt árið til Taílands í ævintýraferðalag sem Hemmi Gunn hjálpaði okkur að skipu- leggja. Það stóðst allt eins og staf- ur á bók og við komumst klakk- laust heim. Siggi og Svenni með klæðskerasaumaða smókinga sem þeir notuðu í mörg ár og þóttu myndarlegir í þeim flíkum. Svo gerðist það eitt árið að vinir okkar, Bergsveinn og Þura heitin, fóru að fitla við golfkylfur ásamt Ragnheiði og Sigga, þetta var árið 1992. Það varð til þess að þau ánetjuðust golflistinni algjörlega og voru ekki viðræðuhæf næstu árin. Við Helga byrjuðum löngu seinna að spila golf og fengum þá skilning á þessari skemmtilegu íþrótt. Siggi og Ragnheiður eignuðust land við Kiðjaberg þar sem þau komu sér upp fallegum sumarbú- stað. Þar undu þau sér vel með fjölskyldunni sem óðum stækkaði. Við Helga komum oft þangað í gistingu ásamt fleiri vinum, spil- uðum golf og grilluðum, gerðum góðan dag með góðum vinum. Lífið tekur enda eins og allt annað í þessum heimi. Siggi Dags fékk hægt andlát í faðmi fjölskyld- unnar. Við kveðjum góðan vin í dag. Hugur okkar er hjá Ragnheiði og fjölskyldu á þessari sorgarstundu. Alexander og Helga. Einn ástsælasti íþróttamaður Knattspyrnufélagsins Vals hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Sigurður Dagsson var flottasti markvörður íslenskrar knattspyrnusögu og hann var einnig mjög góður handboltamað- ur. Ég man fyrst eftir Sigga Dags í Hálogalandi, svífandi uppi undir rjáfri áður en hann lét skotin ríða af. Í framhaldinu skellti hann á sig markmannshönskum í fótboltan- um og varð strax hetja og átrún- aðargoð okkar sem yngri vorum. Mér þótti mikið til þess koma þegar hann þjálfaði mig og félaga mína í 3. flokki í handboltanum. Fáum árum síðar lékum við sam- an í meistaraflokki Vals í knatt- spyrnu og í nokkur ár með lands- liðinu. Siggi var vinsæll meðal liðsfélaga enda yndislegur maður, skemmtilegur húmoristi og drengur góður. Siggi Dags var hrókur alls fagnaðar meðal lands- liðsmanna þegar við komum sam- an til undirbúnings landsleikja, gistum á Valhöll og æfðum á Laugarvatni fyrir heimaleikina. Ég minnist þess sérstaklega hvað Marteinn Geirsson og Guðgeir Leifsson dáðust að Sigga og húm- ornum hans. Siggi mátti varla opna munninn, þá hlógu þessir kappar og fleiri þangað til tárin láku í stríðum straumum niður kinnarnar. Þeir dýrkuðu Sigga Dags og það gerði ég líka. Þótt samskipti okkar hafi minnkað með árunum, eins og gerist og gengur, gleymast aldrei góðar minningar frá yndislegum tíma. Dagsson hafði mikil áhrif á mitt lífshlaup, því það var ekki síst vegna hans að ég ákvað að fara í Kennaraskólann og verða kenn- ari, en Siggi var mjög virtur íþróttakennari í áratugi. Siggi Dags var mikill gæfumaður í einkalífinu. Ragnheiður kona hans var frábær íþróttamaður, margfaldur Íslandsmeistari með Val í handbolta og í landsliðinu í mörg ár. Synir þeirra, Lárus, Dagur og Bjarki, eru eins og for- eldrarnir miklir Valsmenn og hafa ritað nöfn sín feitu letri í sögu Vals. Þeir bera foreldrum sínum gott vitni, eru eðalmenn. Missir Röggu og fjölskyldunnar allrar er mikill og ég og fjölskylda mín sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Sigurðar Dagssonar. Minn- ing hans mun lifa á Hlíðarenda á meðan íþróttir eru stundaðar þar. Hörður Hilmarsson. Mjög kær félagi, vinur og sam- kennari til fjölda ára er látinn. Hvernig getur maður sætt sig við að töffari eins og vinur minn Sigurður Dagsson sé farinn úr okkar hópi? Við Sigurður kynntumst laus- lega í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar en fyrir alvöru er við sett- umst hlið við hlið í Kennaraskóla Íslands þegar við hófum þar nám ungir menn. Þar vorum við í námi í fjögur ár. Þvílíkir tímar og vin- átta í okkar góða bekk. Fyrir til- viljun ákváðum við að hefja nám við Íþróttakennaraskóla Íslands haustið 1966. Í fimm ár unnum við saman að því að verða kennarar og íþróttakennarar. Við höfðum báðir fengið vinnu við Álftamýr- arskóla í Reykjavík nokkrum misserum fyrr. Hófst þar mjög farsælt og gott samstarf við al- menna kennslu og íþróttakennslu. Sigurður var næmur á líðan nem- enda og leiðbeindi þeim af næm- leik en þó af festu. Hann var afar góður kennari. Aldrei hávaði né læti, aðeins virðing fyrir verkefn- inu. Að kenna og leiðbeina nem- endum til þroska á lífsins leið. Ég þakka honum fyrir sam- starfið. Það var svo gefandi. Eftir mörg góð ár flutti Sigurður sig um set og hóf störf við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Örsaga frá kennaraskólaárun- um. Við kennaranemar kepptum stundum við aðra skóla í íþróttum. Eitt sinn var ákveðinn leikur í knattspyrnu við Verslunarskól- ann. Í báðum liðum voru meist- araflokksmenn. Og svo við hinir sem vissum nokkurn veginn í hvort markið við ættum að skora. Kennaranema sárvantaði mark- mann. Eftir smá fortölur sam- þykkti Siggi Dags að verja mark okkar. Í liði mótherjanna voru miklir markaskorarar. Meðal annarra Hermann Gunnarsson. Siggi Dags varði stórkostlega í þessum leik og telja menn að þarna hafi knattspyrnumarkmað- urinn verið uppgötvaður og hvatt- ur til að mæta á æfingu hjá Vals- mönnum. Sigurður æfði handknattleik á þessum tíma. Kennó vann. Árið á Íþróttakennaraskólan- um var að mörgu leyti sérstakt og einangrað. Fólk kynntist því vel. Þessi hópur hefur hist reglulega árum saman og borðað hádegis- verð á veitingahúsi. Um síðustu jól hittumst við öll með mökum. Mjög svo ánægjuleg stund og gef- andi. Anton, Björn, Edda, Friðrik, Guðrún, Ingibjörg, Sigrún, Theó- dóra og ég vottum Ragnheiði og fjölskyldum þeirra Sigurðar okk- ar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Hvíl í friði ljúfi vinur. Þórhallur Runólfsson, íþróttakennari. Sá mæti piltur Sigurður Dags- son kom stálpaður inn í Knatt- spyrnufélagið Val og lét fljótt til sín taka. Fyrst sem handknatt- leiksmaður með óhemju stökk- kraft og síðar sem markvörður sem átti eftir að gleðja knatt- spyrnuáhugamenn um margra ára skeið. Hinn fjaðurmagnaði Siggi með jötungripið sveif stang- anna á milli og hjálpaði Val til stórra sigra. Í handboltanum var þetta orðað sem svo að þegar Siggi stökk upp fyrir framan varnir andstæðingana stukku þeir Sigurður H. Dagsson 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019 Elsku pabbi minn og afi okkar, HELGI SIGURÐUR HÓLMSTEINSSON sjómaður frá Raufarhöfn, lést á Skjóli 25. júlí. Útförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju 8. ágúst klukkan 14. Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir Védís Kolka Jónsdóttir Helgi Leó Jónsson Hrafnhildur Ása Svavarsdóttir Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, er látin. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 13. Jóhann Guðmundsson Guðrún G. Kristinsdóttir Helga Guðmundsd. Sördal Bjarnfríður Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Haraldsson Ófeigur Guðmundsson Friðgerður María Friðriksd. barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri JÓHANN SIGURÐSSON tæknifræðingur, Seljuskógum 14, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 26. júlí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja heimahjúkrun HVE á Akranesi, rkn. 0186-05-100006, kt. 040888-2419, verndari reiknings er Þórhildur Orradóttir. Sigurrós Ingimarsdóttir Þórhildur Einar Gestur Guðný Sigurrós Sigurður Kai Sigurður Björgvinsson Jenný Jóhnnsdóttir og fjölskyldur Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR JÓN JÓNSSON, sem lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 23. júlí, verður jarðsunginn frá Lindakirkju fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 13. Hilmar Ragnarsson Jón G. Ragnarsson Guðrún H. Ágústsdóttir Ágúst Ragnarsson Bergljót Benónýsdóttir Bjarni Ó. Guðmundsson Þórdís K. Einarsdóttir Ólafur Ragnarsson Guðbjörg Pétursdóttir Ragnar H. Ragnarsson Katrín Ragnarsson Heiðrún Ragnarsdóttir Ragnar F. Magnússon barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELVAR BJARNASON pípulagningameistari, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 31. júlí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 11.00. Ásgeir Rafn Elvarsson Hanna Jóna Skúladóttir Elva Björk Elvarsdóttir Pétur N. Lúkasson Sólrún Adda Elvarsdóttir Sófus Gústavsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.