Morgunblaðið - 06.08.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
KRINGLAN – DUKA.IS
Greensaver box 1,6l - 3.390,-
Greensaver box 4,3l - 4.490,-
Greensaver box 5l - 5.190,-
Salatvinda lítil - 6.490,-
Salatvinda stór -7.390,-
40 ára Valgarð ólst
upp á Seltjarnarnesi en
býr nú í Reykjavík.
Hann er með BSc í við-
skiptafræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og
MSc í hagfræði og fjár-
málum frá Copen-
hagen Business School. Hann starfar nú
sem sjóðstjóri hjá Landsbréfum.
Maki: Brynja Brynjarsdóttir, f. 1980,
flugfreyja hjá Icelandair og hár-
greiðslukona á Unique.
Börn: Garðar, f. 2009, Brynjar, f. 2013
og Birta, f. 2017.
Foreldrar: Garðar Briem, f. 1956, lög-
fræðingur og Áslaug Viggósdóttir, f.
1955, fyrrv. skrifstofustjóri.
Valgarð
Briem
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Slakaðu aðeins á, þér hættir til
að gera of mikið úr einföldustu hlutum,
eins og að mála eða færa húsgögnin.
Sýndu sveigjanleika.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert vonsvikin/n vegna þess að
fólk stendur ekki undir væntingum þín-
um. Allt er best í hófi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu hlutunum eins og þeir
eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá
til mergjar. Ekki dæma þann sem þú
þekkir ekki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér berst hugsanlega óvænt
gjöf í dag. Hver gefandinn er veldur þér
heilabrotum. Ekki grípa fram fyrir
hendurnar á öðrum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sköpunarkraftur þinn er mikill
þessar vikurnar, nýttu þann tíma vel.
Launaðu illt með góðu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fólkið í kringum þig leggur sitt
af mörkum til þess að auka lífsgæði
þín. Þú kærir þig kollótta/n um kjafta-
sögur sem þú heyrir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sýndu sveigjanleika í samskiptum
þínum við aðra því það ber bestan ár-
angur. Þig langar að fara í nám.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fylgdu hjartanu. Að öðrum
kosti kann allt að fara i handaskolum.
Stundum kaupir maður köttinn í sekkn-
um.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ástvinir munu reyna að
troða sínum reglum upp á þig, en átta
sig á að það er tímaeyðsla. Heilsan er
það dýrmætasta sem þú átt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að hafa fólk í
kringum þig sem fyllir þig gleði og
krafti. Nöldur hrífur ekki á þig. Þú
gengur með góða hugmynd í mag-
anum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk fær að láni frá þér, sem
er viðurkenning í sjálfu sér. Margir eru
tilbúnir til að styðja þig. Skoðaðu
möguleikana eins og þær eru.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitt og annað sem þú átt
ógert en verður að ráða fram úr áður
en haustið gengur í garð. Reyndu að
sinna skrokknum eins og þú getur.
ingur þingfunda, atkvæðagreiðslur
og annað sem tengdist þinghaldinu,
varð sífellt fyrirferðarmeira og á end-
anum aðalviðfangsefni mitt.“ Helgi
varð varaskrifstofustjóri 1993 og
skrifstofustjóri Alþingis í janúar
2005. „Þetta hefur verið skemmti-
legur tími, mikil forréttindi að vinna
fyrir æðstu og elstu stofnun þjóð-
félagsins. Þar hef ég kynnst af-
bragðsgóðu fólki, bæði í starfsliði og
ekki síður þingmannahópnum. Al-
þingi hefur, eins og jafnan áður, á að
skipa mjög öflugu fólki, og ég undrast
hve dómharðir Íslendingar eru í garð
þingsins og þingmanna. Ég held
raunar að það sé fremur umræðu-
háttur sem hefur fest sig í sessi á
löngum tíma, en síður alvarlegt og
raunverulegt mat manna á stofn-
uninni og þingmönnum. Rangar
skoðanir eiga sér jafnan ekki rót í
heimsku og illgirni. Það er verðmæt
lífsreynsla að sitja á Alþingi. Það hef-
ur oft verið skemmtilegt að fylgjast
með nýgræðingum þroskast og eflast
í vandasömum og krefjandi störfum í
þinginu og hinu pólitíska ati. Þing-
mennskan er erfið og tekur á, krefst
langra vinnudaga. Það verður enginn,
held ég, samur eftir setu á Alþingi.“
En hvað er eftirminnilegast í starf-
inu? „Starf skrifstofustjóra Alþingis
er afar margþætt og umfangsmikið
og fátt um næðisstundir. En á þess-
um 15 árum sem ég hef verið skrif-
stjórum sem þá unnu á blaðinu.“
Helgi fluttist til Eyja 1978 en eftir
fjögur ár fór hann aftur til Reykjavík-
ur og varð starfsmaður við ensk-
íslensku orðabók Arnar og Örlygs
1982-83. Sumarið 1983 var hann á ný
ráðinn á skrifstofu Alþingis sem
deildarstjóri og hefur unnið í Alþing-
ishúsinu síðan. „Það skipti sköpum
fyrir mig í nýju starfi að hafa þá
reynslu sem ég öðlaðist áður hjá Al-
þingi. Ég fékkst fyrst við útgáfumál
og ýmis skrifstofustörf en þing-
störfin, skipulag þeirra, undirbún-
H
elgi Bernódusson,
skrifstofustjóri Al-
þingis, er fæddur í
Vestmannaeyjum 6.
ágúst 1949. „Þetta var
laugardaginn í Þjóðhátíð. Ég var
ógurlegur burður og fæddur stór og
þungur. Móðir mín var þó inni í Herj-
ólfsdal fram yfir miðnætti kvöldið áð-
ur, horfði á brennuna á Fjósakletti,
en fór svo heim, háttaði krakkana og
fæddi mig svo eldsnemma um morg-
uninn! Ég var sjöunda barn foreldra
minna.“ Helgi er staddur á æskuslóð-
um í Eyjum í dag. „Við fjölskyldan
höfum dvalist hér yfir Þjóðhátíðina,
og vissulega fer vel á því að halda upp
á afmælið á hátíðinni, svo tengdur
henni sem ég er. Ég var þó ekki mikill
þjóðhátíðarmaður á táningsárum,
stundaði ekki hið ljúfa líf í Dalnum,
heldur var í bisness og drýgði þannig
sumartekjurnar. Ekki veitti af því að
ekkert var aflögu heima og ég varð
sjálfur að kosta mig í skóla í Reykja-
vík, oftast með því að púla í sól-
arlausum frystihúsum á sumrin.“
Helgi lauk kennaraprófi 1970, stúd-
entsprófi 1971, BA-prófi í íslensku
1976 og cand. mag.-prófi í íslensku
1982. „Þetta var barningur, ég varð í
senn að vinna fyrir mér og stunda
námið, sumpart utanskóla. Ég kenndi
í Eyjum veturinn 1970-71 og var
bókavörður þar 1978-82. Aðalgrein
mín í háskóla var málfræði, íslensk og
almenn. Ég var í hópi fyrstu stúdenta
í almennum málvísindum og er af
Chomsky-kynslóðinni. Chomsky
hreif marga er hann hratt af stað
byltingu í setningafræði og hún skil-
aði miklu. Þau fræði eru nú eflaust
komin í geymsluskúrinn. Ég hafði
frábæra kennara í háskólanum.“
Helgi hóf að vinna fyrir Alþingi
undir árslok 1973, við Alþingistíðindi,
frágang og prentun þingskjala og
gerð efnisyfirlita. „Það var ekki auð-
velt að samræma vinnuna há-
skólanámi, hún fór oftast fram á
kvöldin, stundum fram á nótt, og
mesta álagið var fyrir jól og að vori,
einmitt þegar prófin stóðu yfir.“
Helgi var sumarmaður á Morgun-
blaðinu 1974-77. „Það var spennandi
að kynnast blaðamennsku og þeim
skemmtilegu blaðamönnum og rit-
stofustjóri var „hrunið“ erfiðast,
óeirðirnar fyrir framan þessa gömlu
og sögufrægu byggingu og árásirnar
á hana. Okkur leið stundum hræði-
lega illa.“
Helgi hefur tekið þátt í marg-
víslegu alþjóðlegu samstarfi þing-
starfsmanna, norrænu, evrópsku og
alþjóðlegu. „Já, ekkert hefur gagnast
mér meira í starfi en erlent samstarf.
Ég þekki starf þjóðþinga á Norður-
löndum, í Evrópu og raunar víðar, all-
vel, og það er nauðsynlegt ef maður á
að verða að liði við æskilega þróun
þingstarfa hér heima, í veröld sem sí-
fellt breytist.“ Helgi hefur dvalist er-
lendis við nám, bæði í Danmörku og í
Bandaríkjunum.
Fjölskylda
Kona Helga er Gerður Guðmunds-
dóttir, MA, fv. menntaskólakennari.
Hún er fædd á Hellissandi 9.3. 1948.
Foreldrar hennar voru Magnea Sö-
rensdóttir frá Hellissandi, f. 7.1. 1921,
d. 7.7. 1995, talsímakona, og Guð-
mundur Á. Böðvarsson, kaupmaður
og sveitarstjóri á Selfossi, f. 1.1. 1916,
d. 1.1. 1978. Stjúpfaðir: Einar Snæ-
björnsson frá Hellissandi, f. 20.11.
1921, d. 19.3. 1998, bátsmaður og síð-
ar verslunarmaður í Reykjavík.
Synir Helga og Gerðar eru: 1)
Árni, lögmaður, f. 25.7. 1981; kona
hans er Sigríður Dögg Guðmunds-
dóttir markaðsfræðingur, f. 16.1.
1981. Börn þeirra eru Auður Freyja,
f. 6.3. 2008, Sólveig Katla, f. 23.6.
2013, og Kári Hrafn, f. 12.1 2017. 2)
Kristinn, háskólanemi, f. 27.6. 1988.
Systkini Helga eru Birna Berg, f.
8.3. 1938, Þorkell Birgir, f. 14.11.
1939, d. 17.3. 1943, Elínborg, f. 4.12.
1940, Þóra Birgit, f. 8.12. 1942, d. 26.1.
2013, Aðalbjörg Jóhanna (Lilla), f.
28.5. 1944, Birgir, f. 4.4. 1946, d. 1.3.
1979, Jón, f. 18.2. 1952, Þuríður, f.
13.11. 1954; hálfsystkin: Jóhannes, f.
1.11. 1959, Elín Helga, f. 16.9. 1963.
Foreldrar Helga voru Aðalbjörg
Jóhanna Bergmundsdóttir verka-
kona, f. í Vestmannaeyjum, f. 27.12.
1919, d. 8.9. 2003, ættuð úr Álftaveri
og Norðfirði, og Bernódus Þorkels-
son skipstjóri, f. í Vestmannaeyjum
3.6. 1920, d. 11.2. 1957, ættaður úr
Fljótshlíð.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis – 70 ára
Morgunblaðið/Ómar
Þing Skrifstofustjóri Alþingis situr þingfundi og er forsetum til aðstoðar, segir
í þingsköpum. Helgi tók við embætti 2005 og lætur af störfum í lok ágúst.
Enginn samur eftir setu á Alþingi
Barnabörnin Kári Hrafn, Sólveig
Katla og Auður Freyja Árnabörn.
Myndin er tekin á tröppum sum-
arbústaðar fjölskyldunnar í Úthlíð í
Biskupstungum.
60 ára Sveinn Yngvi
er Reykvíkingur og
menntaður hér á
landi og í Skotlandi.
Hann er prófessor í
íslenskum bók-
menntum við Háskóla
Íslands og hefur helg-
að sig rannsóknum á skáldskap 19. ald-
ar.
Maki: Ragnheiður I. Bjarnadóttir, f.
1961, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir
á kvennadeild Landspítala.
Börn: Þorbjörg, f. 1984, Brynja, f. 1987,
og Hólmfríður, f. 1995.
Foreldrar: Egill Sveinsson, f. 1930,
bankamaður, og Brynja Tryggvadóttir, f.
1932, d. 2018, píanókennari.
Sveinn Yngvi
Egilsson
Til hamingju með daginn
Ragnhildur Helga fæddist í Reykjavík
20. desember 2018 á viku 30+5. Hún
vó 1468 g og var 41 cm. Foreldrar
hennar eru þau Guðný Vilmund-
ardóttir og Geir Hansson.
Nýr borgari