Morgunblaðið - 06.08.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÆTLA AÐ FÁ SKRAUTFISK SEM ER
45X24 SENTÍMETRAR.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara í langa
göngutúra saman.
ÉG SETTI SAMAN
VERKEFNALISTA
BORÐA AFGANGINN
AF PÍTSUNNI, KLÁRA
KARTÖFLUFLÖGURNAR, DREKKA
ALLA VEGANA EINA GOSDÓS …
VINNA! VINNA!
VINNA!
KÆRASTAN MÍN FITNAÐI Á ÖLLUM
RÉTTU STÖÐUNUM!
Í ALVÖRU? Á HVAÐA VEITINGASTÖÐUM?
„VEL GERT. HÚN HEFUR ÖRUGGLEGA
SÝNST MUN MINNI ÞEGAR HÚN STÓÐ Á
ÞAKINU.”
Úr frændgarði Helga Bernódussonar
Helgi
Bernódusson
Helga Hildibrandsdóttir
húsfreyja í Miðbæ
Björn Jónsson
bóndi í Miðbæ í
Norðfi rði
Elín Björnsdóttir
húsfreyja í Nýborg
Bergmundur Arnbjörnsson
verkam. í Nýborg í Vestmannaeyjum
Aðalbjörg Bergmundsdóttir
verkakona í Vestmannaeyjum
Elísabet
Bergsdóttir
húsfr. í Hvíld
Arnbjörn Ögmundsson
sjóm. og verkam. í Hvíld í Eyjum
Húnbogi Þorkelsson
verkstj. í Eyjum
Guðjón Þorkelsson, skip-
stjóri, Vestmannaeyjum
Georg Þorkelsson,
vélstjóri, Ólafsfi rði
Helga Þorkelsdóttir, húsfr, Ólafsfi rðiPétur
Antonsson,
framkvstj.
Sverrir Georgsson,
skurðlæknir, New York
Gylfi Guðjónsson
arkitekt, Reykjavík
Bogi Andersen
læknaprófessor
í Bandaríkjunum
Valur Andersen,
fl ugmaður og smiður,
Vestmannaeyjum
Jón Bernódusson
skipaverkfræðingur
Þuríður Bernódusdóttir
þjónustufulltrúi, Rvík
Auðbjörg
Jónsdóttir
húsfr. í Eyjum
Ólafur Oddsson ljós-
myndari, Eyrarbakka
Guðbjörg Bergmunds-
dóttir húsfreyja í Eyjum
Laufey Bergmundsdóttir,
húsfr., Uppsölum í Eyjum
Helga Bergmundsdóttir,
húsfreyja, Patreksfi rði
Elísabet Bergmundsdóttir,
húsfreyja, Neskaupstað
Ása Bergmundsdóttir, húsfr., DalvíkBergmundur Elli
Sigurðsson,
smiður, Hafnarfi rði
Guðbjörg Þórisdóttir,
húsfreyja, Neskaupstað
Helgi Einarsson, tannlæknir, Rvík
Gísli Guðjónsson prentari, Rvík
Kristinn Sigurðs-
son húsasmiður
í Hafnarfi rði
Sigurður
Kristinsson
prófessor í
læknisfræði
Oddur
Ólafsson
læknir
Davíð
Oddsson
ritstj.
Morgun-
blaðsins
Oddur Ívarsson bóndi í OrmskotiElín Oddsdóttir
húsfr. í Eyjum
Oddgeir Kristjáns-
son tónskáld
Oddur
Jónsson
Bára Sig-
urðardóttir
húsfr. í Eyjum
Árni
Oddsson
Gísli
Pálsson
prófessor
Inga B. Árna-
dóttir prófessor
í tannlækn-
ingum Guðrún Oddsdóttir
húsfreyja í Tungu
Jón Ólafsson
bóndi í Tungu í Fljótshlíð
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Sandprýði
Þorkell Þórðarson
verkam. í Sandprýði í Eyjum
Bernódus Þorkelsson
skipstj. í Vestmannaeyjum
Sigríður Gunnlaugsdóttir
húsfreyja í Ormskoti
Þórður Ívarsson
bóndi í Ormskoti í Fljótshlíð
Skírnir Garðarsson yrkir og tekurfram, að svona konur hafi verið
kallaðar „karlmannsígildi“ í den:
Hráskinns-Jóna er hrjúf í lund,
hratar títt af göflum,
mannýg er hin mæta sprund,
og maskúlín á köflum.
Skírnir bætir síðan við neðanmáls:
„P.s.: Vísa þessi á ekkert skylt við
me-too og hvað það nú heitir allt
saman, þetta er bara kersknisvísa
um uppdiktaða manneskju.“
Enn segir Skírnir: „Lunch á ver-
önd, 30.7,“:
Sítrus nú ég sit og et,
-sælu í for- og pasta,
Sólarhitann síst ég met,
svitinn rennur, basta.
„Sigling“ nefnist þessi myndríka
hringhenda Guðmundar Arnfinns-
sonar á Boðnarmiði:
Freyddi aldan fjarðar blá,
fyllti kaldinn voðir,
traust var hald á reiða og rá,
ristu falda gnoðir.
Borgarbókasafninu varð á í mess-
unni og Anton Helgi Jónsson orti:
Betur þrífst vor þjóðarsál,
þrugl og villur deyja,
noti fólk sitt móðurmál
meira til að þegja.
Magnús Halldórsson yrkir „frá
formanni ráðgjafarnefndar um
kótelettuinnflutning“:
Innflytjendur allvel skil,
sem ákafast nú syngja
og halda’að bændur búi til,
bara hryggleysingja.
Káinn sendi Stephani G. bréf-
spjald með mynd af fjósi og hlöðu á
heimili sínu í N-Dakota ásamt með
vísu þessari:
Hér ég dvel og huggun finn
að hversdags þrautum búnum,
hérna el ég aldur minn
eins og naut hjá kúnum.
„Aksturslag“ verður hér Sig-
mundi Benediktssyni að yrkisefni:
Fyrir sér hættuna fólk ei vílar,
flestir á símana gapa hér.
Æða um vegina ótal bílar
eins og þeir séu að tapa sér.
Skáld-Rósa orti, – stakan er hér
eins og Sveinbjörn Beinteinsson
birtir hana í „Lausavísum frá 1400
til 1900“:
Sátu tvö að tafli þar
tafls óæfð í sóknum,
afturábak og áfram var
einum leikið hróknum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Karlmannsígildi, sigling
og kótelettur