Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Niels Jensen, útgerð-
armaður og ræðis-
maður Íslands í Hirts-
hals í Danmörku, lést
sl. miðvikudag 76 ára að
aldri. Niels fæddist í
Hirsthals 29. apríl 1943.
Hann útskrifaðist sem
skipamiðlari í Kaup-
mannahöfn árið 1965.
Áður en hann sneri aft-
ur til Hirtshals, starfaði
hann eitt ár í London,
eitt ár í Hamborg og
eitt ár í París. Á sjö-
unda áratug síðustu
aldar gerðist hann um-
boðsmaður íslenskra skipa sem
stunduðu veiðar í Norðursjó.
Niels lagði það á sig að læra ís-
lensku til að gera samskipti við Ís-
lensku áhafnirnar auð-
veldari. Árið 1972
stofnaði hann skipa-
miðlun Niels Jenson &
Co og voru umfangs-
mestu viðskipti hans við
íslenska fiskiskipa-
flotann í Norðursjó.
Margir úr áhöfnum
skipanna urðu vinir
hans til æviloka.
Árið 1973 var Niels
gerður að ræðismanni
Íslands. Hann hóf eigin
útgerð árið 1975, meðal
annars í félagi við Árna
Gíslason, kunnan afla-
skipstjóra. Skipið, sem var nýsmíði,
fékk nafnið Isafold. Árið 1979 bætt-
ist við annað og stærra skip, fékk
það nafnið Geysir. Í áhöfn skipanna
voru að stórum hluta Íslendingar.
Niels var öflugur innan samtaka
uppsjávarskipa í Danmörku. Innan
þeirra samtaka barðist hann fyrir
breytingum á dönskum fiskveiði-
stjórnunarlögum með íslenska kerf-
ið að leiðarljósi. Það bar árangur ár-
ið 2003 og gaf þá möguleika á að
byggja nýja og stærri Isafold, sem
var afhent árið 2006. Hið nýja skip
tók yfir kvótann af eldri skipunum
sem voru seld. Árið 2018 lét Niels
útgerðina í hendur dóttur sinnar
Lise Björn Jörgensen og tengdason-
ar Karsten Mölgaard.
Niels var sæmdur hinni íslensku
fálkaorðu árið 1997.
Eftirlifandi eignkona Niels er
Susanne Fibiger. Hann lætur eftir
sig þrjú uppkomin börn og eina
stjúpdóttur.
Andlát
Niels Jensen
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
FRÁ LAXDAL SKIPHOLTI
RÝMUM FYRIR
NÝJUM VÖRUM
VANDAÐAR DÚNÚLPUR OG ULLARKÁPUR
Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI
30-50% AFSLÁTTUR
Í NOKKRA DAGA
NÝTTU TÆKIFÆRIÐ, LAXDAL SKIPHOLTI.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is
SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS
OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ!
• FLOTTUSTU BÚNINGARNIR.
• ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR.
• 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI.
SÍÐAN 1969
Haustferð eldri
sjálfstæðismanna
— Stykkishólmur og Snæfellsnes
Samtök eldri sjálfstæðismanna efna til haustferðar
fimmtudaginn 4. september.
Farið verður fráValhöll kl. 10:00 en þaðan verður ekið
til Stykkishólms og um Snæfellsnesið.
Fararstjóri verður Sturla Böðvarsson fyrrum forseti Al-
þingis, ráðherra og bæjarstjóri.
Nánari dagskrá er auglýst á xd.is.
Fargjaldið er 3.500 kr. á mann og best að leggja það inn
á reikning0101-26-015701, kt. 570269-1439.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 515-1700, ekki
síðar enmánudaginn 2. september kl. 15:00.
Takmarkað sætarými:
fyrstur greiðir, fyrstur fær!
SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA
Vatnsborð Langavatns á Hólmsheiði
ofan við Reykjavík stendur óvenju-
lega lágt um þessar mundir. Telur
fólk sem er kunnugt staðháttum á
svæðinu að vatnið hafi lækkað um
allt að 1,5 metra á síðastliðnum
þremur vikum. Raunar er talið eðli-
legt að grunnvatnsborð vatna, sem
standa ofarlega á vatnasviði, lækki
um einn metra á mánuði á sumrin.
Þar við bætist að á líðandi sumri
hafa þurrkar verið langvarandi á
sunnanverðu landinu – og raunar
víða – og því er hin lága vatnsstaða
nú í samræmi við aðstæður.
Staða mála við Langavatn er í
raun svipuð því sem nú sést til dæm-
is við Sandkluftavatn, Hrunalaug við
Flúðir og Öxarárfoss á Þingvöllum,
eins og sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu að undanförnu.
Nægt vatn er í lindum Gvend-
arbrunna í Heiðmörk, samkvæmt
upplýsingum frá Veitum, og vatns-
taka fyrirtækisins hefur engin áhrif
Langavatn. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Langavatn Vatnsborðið hefur lækkað um 1,5 metra á síðustu vikum.
Lítið í Langavatni
Jón Magnússon, skip-
stjóri og útgerðar-
maður, lést á Sjúkra-
húsinu á Patreksfirði
22. ágúst sl. á 90. ald-
ursári.
Jón fæddist á Hlaðs-
eyri við Patreksfjörð 3.
mars, 1930. Foreldrar
hans voru Magnús
Jónsson og Kristín
Finnbogadóttir. Bræð-
ur Jóns voru Leifur,
Finnbogi, Ríkharð,
Pálmi og Ólafur.
Á aðfangadag 1957 kvæntist Jón
eiginkonu sinni, Lilju Jónsdóttur, f.
14. mars, 1931, d. 22.
september, 2016. Börn
þeirra eru Magnús, f.
1957, Þormar, f. 1959,
Arnheiður, f. 1961,
Hafþór Gylfi, f. 1967,
Lilja Valgerður f.
1969, d. 2016, og Berg-
þóra f. 1971. Einnig
ólust upp hjá Jóni og
Lilju þau Kristín
Bergþóra Pálsdóttir, f.
1948, og Sigurður
Viggósson, f. 1953.
Aðeins 15 ára keypti
Jón sinn fyrsta bát í félagi við Leif,
bróður sinn. Jón helgaði líf sitt sjó-
sókn og útgerð en þau Lilja ásamt
fleirum stofnuðu útgerðarfélagið og
fiskvinnsluna Odda hf. á Patreksfirði
og Vestra ehf. árið 1967. Bæði félög
starfa enn og er gert út frá Patreks-
firði enda rík áhersla á að halda öll-
um fiskveiðiheimildum útgerðanna
heima á Patreksfirði.
Jón var skipstjóri á ýmsum bátum
og skipum. Hann lauk sjómanns-
ferlinum á Garðari BA 64. Jón var
meðal forystumanna í atvinnulífi
Patreksfjarðar alla sína starfsævi og
farsæll skipstjóri.
Útför Jóns verður gerð frá Pat-
reksfjarðarkirkju laugardaginn 31.
ágúst nk. kl. 14.
Jón Magnússon
Allt um
sjávarútveg